Best vopnaði lífeyrisjóður í heimi?

Það þykja meir viðsjár í heiminum nú en um all nokkurt skeið. Æ fleiri ríki hafa áhyggjur af varnarviðbúnaði sínu. Kafbátar sveima um Sænska skerjagarðinn, án þess að Svíar geti fundið þá. Bretar þurfa að fá aðstoð til að fylgjast með Rússneskum kafbátum í Ermasundi.

Evrópusambandið getur í raun ekki varið sig, ef til þess kæmi.

Ástandið í Belgíu, sem er þó líklega verst, þykir lýsandi fyrir ástandið.

96% af kostnaði við Belgíska herinn fer í launakostnað, eftirlaunakostnað, rekstrarkostnað og mötuneyti. 4% fer svo í kaup á hergögnum.

Það er ef til vill ekki að undra að Belgíski herinn er kallaður "Best vopnaði lífeyrisjóður í heimi".

Síðan er engu líkara en ýmis ríki Evrópu hafi stefnt markvisst að því að gerast eins háð Rússlandi um orkugjafa og mögulegt er.

Vaxandi efnahagsörðugleikar gera svo æ erfiðara að ná samstöðu um aðgerðir gegn Rússum.

Þær þjóðir sem búa við sem mesta hættu frá Rússum, tala ekki um Evrópusambandið. Þær tala um NATO, og að sjálfsögðu Bandaríkin.

Það er nokkuð sem vert er fyrir Íslendinga að hafa í huga.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband