Mörgum spurningum ósvarað

Auðvitað er rétt að hafa flesta anga úti þegar handsama þarf þá sem brjóta lög. Það skiptir í sjálfu sér engu máli hvaða lög það eru.

Það sem ber þó að varast, er að brjóta lög til að handsama þá sem brjóta þau. Slíkt getur ekki gengið upp, og leiðir jafn oft, eða oftar, en ekki til að aðgerðin er dæmd ólögmæt.

En þessi frétt, og svipaðar fréttir áður vekja upp ýmsar spurningar.

Í fyrsta lagi, hversu áreiðanleg eru gögnin talin, og hvaða líkur eru á að þau væru talin fullgild sönnunargögn fyrir dómi?

Það er auðvelt fyrir hvern þann sem hefur nokkuð góða tölvukunnátta að falsa alls kyns gögn. Listum má breyta, setja inn nöfn og taka út og svo framvegis. Mjög erfitt getur verið að greina á upprunalegra gagna og falsana.

En segjum að gögnin teljist ófölsuð. Ef lögð eru fram gögn um að einstaklingur X, eigi svo og svo miklar innistæður í banka Y. Þessar upphæðir hafa ekki verið taldar fram til skatts. Bankinn segir að hann kannist ekki við viðkomandi reikning, eða neitar alfarið upplýsingum.

Hvaða líkur eru á að Íslensk skattyfirvöld nái að keyra í gegn að fá afhentar allar þær upplýsingar frá viðkomandi banka?

Ef það tekst ekki, hvers virði eru gögnin fyrir rétti?

Svo er auðvitað spurningin hvernig greiða á fyrir upplýsingarnar? Varla er meiningin að koma með ferðatösku fulla af notuðum hundrað dollara seðlum og skipta á henni og tölvudisk, í almenningsgarði eða á járnbrautarstöð?

Það hafa verið all nokkrar fréttir frá Þýskalandi um að þarlend yfirvöld hafi keypt diska með uppýsingum frá Svissneskum bönkum. Samkvæmt fréttum hafa Þýsk yfirvöld greitt allt að 3.5 milljón euro, fyrir disk með 1000 nöfnum.

Það gerir ríflega hálfan milljarð Íslenskra króna.

En Þýsk yfirvöld virðast aðallega hafa notað upplýsingarnar til þess að ráðast inn í skrifstofur fyrirtækja og einstaklinga og reyna að finna gögn til að sanna mál sitt. Hvergi hef ég séð að gögnin á diskunum hafi verið talin næg sönnunargögn. Þau virðast fyrst og fremst verið álitin "vísbendingar".

En það væri vissulega fróðlegt að vita hvað Þýsk yfirvöld hafa haft upp úr "krafsinu", sem svo má að orði komast, veit það einhver?

Ég gúglaði aðeins, en fann lítið um það. Sá þó í einni grein frá 2012, að Svissnesk yfirvöld höfðu gefið út handtökuskipun út á starfsmann Þýskra skattyfirvald, fyrir að kaupa þýfi. En það er rétt að taka það fram að ég hafði ekki tíma til að leita lengi.

En síðurnar sem ég las má finna hér, hérhér og hér.

En árangur hefur náðst, og á einhverjum punkti voru Þýsk stjórnvöld búin að ná inn í það minnsta 200 milljónum euroa, sem hlýtur að teljast dágott. En það sem skipti líklega ekki minnstu máli, var að þá höfðu 600 manns gefið sig fram og sæsta á sektir og eftirágreiðslu skatta, í kringum disk sem hafði verið keyptur frá Liechtenstein, en innihélt þó aðeins 210 nöfn.

Því má ef til vill segja að það að yfirvöld sýni að þau séu reiðubúin til að ganga þetta langt, hafi áhrif.

En þetta er eitt af þessum málum sem má ekki skilja eftir hangandi. Fjármálaráðuneytið ásamt skattayfirvöldum þurfa að taka ákvörðun og það sem fyrst.

Það er eðlilegt á þessu stigi málsins að upplýsa frekar hvað um er að ræða. Hvað er "í boði", hvað kostar það? Hvernig meta skattayfirvöld líkurnar á sakfellingu og hvað áætla þau að gæti "náðst inn"?

Síðast en ekki síst, þarf að velta fyrir sér laga og siðferðishliðinni, er eðlilegt og sjálfsagt að Íslensk stjórnvöld kaupi þýfi? Og sömuleiðir hvort að þeim sé nokkuð meiri hætta búin af þvi en Þýskum stjórnvöldum, sem virðast hafa notað þetta með þokkalegum árangri.

Ef til vill er hægt að leita fordæmis hvernig þau höndluðu lagahliða og hvernig þau "bókfærðu" greiðslur í reiðufé.

En umfram allt er þetta mál sem ekki á að skilja eftir í lausu lofti.


mbl.is Bjarni: Greiðum ekki með ferðatöskum af seðlum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fínar pælingar.

Á máli Bjarna Ben er miklu fremur að skilja að hann sjái eftir smá pening til að ná í mikin pening  (Sumir hefðu kallað slíkt fjárfestingu ;-) ) frekar en einhverjar efasemdir á þeim nótum er þú reifar hér ágætlega!

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 8.2.2015 kl. 11:10

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Bjarni Gunnlaugur Ég er alfarið þeirrar skoðunar að það þurfi að skoða þessi mál ofan í kjölinn. Ég hallast að því að rétt sé að kaupa gögnin, en það er þó rétt að hafa það í huga að ég hef, líklega eins og flestir aðrir, lítið til að byggja á.

Um hvaða upphæðir er að ræða, hversu trúverður virka gögnin o.sv.frv.

Hitt er svo, að ég gæti líklega sjálfur sett saman býsna langan lista yfir þá sem ég teldi að gætu verið á slíkum lista, og svo reynt að selja hann. Ég væri ekki í vandræðum með að finna aðila til að láta þetta líta út fyrir að vera gögn úr banka.

Í raun er þarf þetta ekki að vera mikið flóknara en það.

Þess vegna þarf einmitt að stíga varlega til jarðar en kanna málið vel.

G. Tómas Gunnarsson, 8.2.2015 kl. 11:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband