"Numb" fréttamennska?

Það vakti athygli mína að sjá Íslenskan fréttamiðil, birta frétt um að heilbrigðisþjónusta á Íslandi væri í 67. sæti í heimsvísu.

Síðan þegar ég las fréttina sá ég að fréttin byggði á vefsíðunnin www.numbeo.com.

Svo vildi til að daginn áður hafði ég fengið í tölvupósti hlekk á síðu sama fyrirtækis, sem átti að sína hvað dýrt er að lifa á Íslandi.

Skemmst er frá því að segja að vinnsluaðferðir sem upplýsingar síðunnar byggja á standast enga skoðun. Það er meira byggt á tilviljunum en nokkru öðru.

Það er ekki hægt annað en að velta því fyrir sér hvað fjölmiðlum gengur til að byggja fréttir á heimildum sem þessum, án þess að útskýra frekar hvernig gagnaöflunin er.

Og hvort að það er tilviljun, að síðan virðist allt í einu "dúkka" upp í umræðunni, er auðvitað vert að velta fyrir sér.

Auðvitað liggur á ýmsum þungt að sýna fram á að Ísland sé "ónýtt". Svona fréttir virka vel í þeim tilgangi, sérstaklega á þá sem lesa aðeins fyrirsagnirnar, sem rannsóknir sýna að eru furðu margir oft á tíðum.

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

"Copy paste" fréttamennskan á Íslandi er slík ad manni flökrar ordid vid lestur sumra fjölmidla. Metnadarleysid algert og fer hratt versnandi.

Halldór Egill Guðnason, 6.2.2015 kl. 20:44

2 identicon

Niðurstaða MoveHub er mjög svipuð varðandi framfærslukostnað. Þar er Ísland fjórða dýrasta land heims.

http://eyjan.pressan.is/frettir/2015/01/18/island-i-hopi-fimm-dyrustu-landa-heims/

Er einhver sérstök ástæða til að efast um þessar niðurstöður?

Ásmundur (IP-tala skráð) 6.2.2015 kl. 23:27

3 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Takk fyrir þetta báðir tveir

@Ásmundur Mér þykir ekkert að því að birta fréttir sem þessar. En vilji fjölmiðlar láta taka sig alvarlega, þurfa þeir að útskýra hvernig þær eru tilkomnar og hvað stendur að baki þeim.

Hér má til dæmis finna býsna vandaða skýrslu um heilbrigðismál. Auðvitað á ekki að taka hana sem "stóran eða endanlegan dóm", en sýnast gæðin á vinnslunni vera all nokkru meiri en hjá Numbeo:  http://www.healthpowerhouse.com/files/ehci-2013/ehci-2013-report.pdf

Það þarf heldur ekki að líta mikið á aðferðafræðina til að velta vöngum hvað varða matvælaverð. http://www.numbeo.com/food-prices/country_result.jsp?country=Iceland

En mér skilst reyndar að hafi sínar upplýsingar frá Numbeo.http://www.movehub.com/blog/living-costs-world-map

Ef að litið er t.d. til þess sem elskulega "Sambandið" hefur verið að gefa út, þá hefur niðurstaðan verið önnur http://www.vb.is/frettir/93499/

Og svo þetta: http://ec.europa.eu/eurostat/tgm/table.do?tab=table&init=1&plugin=1&language=en&pcode=tec00120

Hér má svo finna mjög skemmtilegan samanburð á því hvað "meðalstór heimili" borga fyrir rafmagn á kwh.http://ec.europa.eu/eurostat/tgm/table.do?tab=table&init=1&language=en&pcode=ten00117&plugin=1

Eins og ég sagði áður er ekkert að því að birta svona fréttir en, ef tilheyrandi útskýringar fylgja með.

En eins og þetta er framsett, virkar því miður eins og þetta sé aðeings gert í annarlegum tilgangi, eða til að fá "sláandi fyrirsögn":

Slíkir miðlar missa fljótt traust, hafi þeir yfirleitt haft það áður.

G. Tómas Gunnarsson, 7.2.2015 kl. 09:14

4 identicon

 Ég se ekki að það sé neinn munur á birtingu þessara upplýsinga og annarra samsvarandi. Yfirleitt eru upplýsingarnar birtar án þess að rýnt sé í aðferðarfræðina enda tæplega á færi óbreyttra blaðamanna að gera það.

Annars finnst mér að að þessir hlekkir sem þú vísar á að mörgu leyti styðja þessar niðurstöður.

Fréttin um að matarverð sé lægst á Íslandi á norðurlöndunum er frá júlí 2013. Skv sömu frétt var matarveð á Íslandi þá 20% hærra en að meðaltali í ESB.

Matarverð er hæst í Sviss, Norðurlöndunum og Venezuela svo að kannski að Ísland hafi þá verið í fimmta, sjötta eða sjöunda sæti í heiminum. Síðan þá hefur matarverð hækkað á Íslandi svo að niðurstöður Numbeo og Movhub geta vel staðist.

Það sem gerir íslenska heilbrigðisþjónustu lélega er meðal annars:

Afleit aðstaða á sjúkrahúsum þar sem sjúklingar þurfa oft að dvelja á göngum eða í geymslum.

Langur biðtími eftir læknisaðgerð vegna læknaskorts ofl.

Mikill skortur á nýjustu tækjum og þar með níutímalegri læknisþjónustu.

Hætta á mistökum lækna og annars starfsfólks vegna mikils álags.

Slæmt aðgengi að heimilislæknum. Í flestum öðrum löndum  er tryggt að menn fái samband við heimilislækni samdægurs. Hér tekur það oftast marga daga.

Engin þátttaka ríkisins í tannlækningum nema í undantekningartilvikum.

Kostnaður sjúklinga vegna heilbrigðisþjónustu er tiltölulega hár.

Löng bið eftir dvöl á hjúkrunarheimilum fyrir aldraða og léleg þjónusta þar sbr Fréttablaðið í dag.

Ofnotkun á lyfjum, einkum geðlyfjum sem er miklu meiri en annars staðar a Norðurlöndum og víðar. Þetta hefur stafað af því að önnur úrræði hafa ekki verið í boði en einnig vegna þess að það hefur vantað samkeyrslu á ávísun lyfja milli lækna auk þess sem Landlæknisembættið hefur ekki verið nógu mannað til að sinna eftirlitshlutverki sínu.

Þannig hafa sjúklingar getað gengið á milli lækna og fengið allt of mikið af lyfjum sem hefur leitt til misnotkunar og ávanabindingar eða sölu á svörtum markaði.

Ásmundur (IP-tala skráð) 7.2.2015 kl. 12:36

5 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Ásmundur Eins og ég sagði er ekkert að því að birta svona upplýsingar, en það er heiðarlegra að segja frá hvernig þær verða til og hvað stendur að baki þeim.

Ég fann ekki neitt nýrra hjá "Sambandinu", en þarna er Ísland að mig minnir í 9. sæti á listanum.  All nokkur munur, eða hvað?  Meðal annars voru lönd eins og Bretland og Írland hærri en Ísland og Írland hærri en Bretland.

En ég held að almennt geri menn sér grein fyrir því að kostnaður á Íslandi verður á meðal þeirra hæstu.  Og það sem meira er, það er ekkert óeðlilegt.

En það þarf ekki nema að skoða það sem stendur að baki niðustaðnanna til að sjá að þar er ekki unnið til að fá "yfirgripsmiklar" niðurstöður. Gott dæmi er að eina kjötvaran í "rannsókninni" er kjúklingabringur.  Fiskur er ekki með.

Skoðaðu bara skýrslunar sem ég vísaði til hvað varðar heilbrigðiskerfi. Ísland kemur ágætlega út þar.

Það vill eiginlega svo til að flest sem þú nefnir sem vansa á Íslensku heilbrigðiskerfi, á við svo ótal mörg önnur lönd, jafnvel þau sem standa okkur nærri.

Biðlistar eru vandamál mjög víða. Skortur á heimilislæknum sömuleiðis.

Enda gefur skýrslan Íslandi þokkalega einkunn, þó að það þýði ekki að það sé ekki margt sem þarf að laga. En þannig er ástandið víða.

G. Tómas Gunnarsson, 7.2.2015 kl. 13:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband