Í Ukraínu ríkir þegar styrjöld

Í Ukraínu eru barist flesta daga. Í raun má segja að ófriðurinn hafi nú staðið í ár með litlum hléum.

Eitt af því merkilega við þetta stríð er hvernig flestir reyna sífellt að tala það "niður". Fæstir vilja viðurkenna að um stríð sé að ræða. Talað er um átök, skærur, o.s.frv.

Það er eins og það sé í raun "tabú" að viðurkenna að það standi yfir stríð í Evrópu, þó að það sé vissulega bundið við eitt land í austurhluta hennar.

En það er barist með skriðdrekum og stórskotlið, flugvélar eru skotnar niður og eins og flest okkur líklega muna, var farþegaflugvél skotin niður.

Þúsundir hafa týnt lífinu, og talið er að yfir milljón einstaklingar séu á flótta.

Þannig hefur árslangt stríð leikið Ukraínu, sem líklegt verður að teljast að verði aldrei samt land aftur, né endurheimti þau landsvæði sem Rússar hafa hernumið.

En þó að allir viti, og flestir viðurkenni að Rússar berjist með og sjái svokölluðum "uppreisnarmönnum", fyrir hergögnum, þar á meðal skriðdrekum og stórskotaliði, virðast fæstir sjá ástæðu til að veita Ukraínu nokkra aðstoð.

Þó hafa Bandaríkjamenn aðstoðað við þjálfun og sent "non leathal" tæki. Evrópusambandið hefur látið fé af hendi rakna.

Refsiaðgerðum hefur vissulega verið beitt gegn Rússum, aðallega í formi ferðabanns á tiltekna einstaklinga. Frakkar áttu í verulegum vandræðum með að neita sér um að selja Rússum árásar þyrlumóðurskip.

Eins og alltaf þegar stríð og deilur eiga sér stað, eru málin flókin og oft erfitt að segja, eða fullyrða hverjum er um að kenna, eða hvað hefði mátt betur fara.

Persónulega finnst mér ekki erfitt að segja að höfuðsökin liggi hjá Rússum, en aðrir aðilar eins og Evrópusambandið og Bandaríkjamenn hefðu auðvitað getað höndlað málin betur.

Lykilspurningar eru um sjálfsákvörðunarrétt þjóða. Á t.d. þjóð eins og Ukraína rétt á því að ákveða sína "geopólítísku" stöðu, eða er hún dæmd til þess að liggja á "áhrifasvæði" Rússa?

Ég get með engu móti skilið þá sem finnst eðlilegt og sjálfsagt að "dæma" þjóð eins og Ukraínu til þess að "þjóna" Rússum um aldur og æfi.

Hinum megin frá hljóðar spurningin um sjálfsákvörðunarrétt, um hvort að meirihluti íbúanna eigi ekki rétt á að ákvarða um sína framtíð og hvaða landi þeir vilja tilheyra, nú eða lýsa yfir sjálfstæði.

Að mínu mati á það vissulega að vera meginreglan, en þó verður að líta til sögunnar eins og framarlega er unnt. Meirihluti fólks af Rússneskum uppruna á ákveðnum svæðum í Ukraínu, er ekki kominn til af góðu, heldur morðum og brottflutningi upprunalegara íbúa á árum áður. Það er ekki eðilegt að slíkt framferði verði síðar að lagalegum grunni þess að landsvæði sameinist obeldisríkinu.

Hvert verður framhaldið er erfitt að spá fyrir um nú. Einhvern veginn er þó ólíklegt að varanlegur friður náist. Því sem næst engar líkur eru á því að Ukraína endurheimti það landsvæði sem hún hefur misst.

En þetta stríð sýnir því miður líka hvað "alþjóðasamfélagið" er vanbúið til að takast á við stríð.

Bandaríkjamenn hafa nokkra "hauka", sem og A-Evrópuþjóðirnar sem hafa nýlegar og sárar minningar af yfirgangi Rússa.

En Evrópusambandið afhjúpar að mörgu leyti átakanlega veikleika.

Hjá því finnst varla nokkur varnarstefna, hvað þá að það sé búið undir atök, svo ekki sé talað um stríð.

Utanríkisstefna þess er stórlöskuð. Að sumu leyti má saka það um að hafa "tælt" Ukraínu út á "bersvæði", en hafa svo engin tök eða áhuga á að aðstoða hana.

Orkumálastefna "Sambandsins" hlýtur einnig að komast í kastljósið, enda hluti vandans að það á í erfiðleikum með að kljást við sinn helsta orkusala.

Efnahagsvandi "Sambandsins" og sérstaklega Eurosvæðisins er svo til að auka á vandræðin, hefur þegar klofið "Sambandið" í afstöðu sinni, og gerir allar aðgerðir erfiðari.

Allt þetta veit Putin og Rússar og spila á það eins og hljóðfæri.

En lagið boðar dauða fyrir Ukrainu, eins og við höfum þekkt hana undanfarin 25 ár. Og áframhaldandi spennu og ógn fyrir önnur lönd A-Evrópu.


mbl.is Áttu „uppbyggilegan“ fund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Ég legg til að ríkjum Evrópusambandsins verð gefnar skóflur til a setja undir hurðahúnana svo vitleysingarnir komist ekki inn. 

Stríð í Úkraínu er vegna þess að hr.Pútin ætlar að eiga Úkraínu og frú Austur þýskaland og rauðvíns marineraður frakkinn ráða engu um það sem fíflið í Kreml ætlar sér. 

Við íslendingar með okkar stingi og gogga látum þennan titt aldrei yfir okkur ganga.

Ha, eða hvað?  RUVið ræður því sem skipir máli, bæði nú sem og í kostningum.  Eða var að ekki svo sem  Göbels taldi rétt vera,.    

Hrólfur Þ Hraundal, 8.2.2015 kl. 01:22

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Hrólfur Takk fyrir þetta. Það skiptir í sjálfu sér engu hvar menn eða þjóðir eru "staddar", það mikilvægasta er alltaf að þekkja sín takmörk. En eins og sagan sýnir gengur það misjafnlega.

Þær heyrast líka margar raddirnar, jafnvel upp á Íslandi, sem finnst ekkert eðlilegra en að hr. Putin "eigi Ukraínu". Þeim finnst það lítil fórn til þess að þeir sjálfir geti notið friðar, þangað til hr. Putin vill eignast eitthvað annað.

Hvort að það sé mikil fórn af hálfu Ukraínubúa, láta margir sér í léttu rúmi liggja.

Hvort að Putin hafi gert eitthvað til að "verðskulda" að "eiga" Ukraínu, er heldur ekki spurning sem þeir telja sig þurfa að svara.

En Íslendingum til varnar, er hafið og NATO aðild. Nokkuð sem margir hafa viljað taka frá þeim á undanförnum áratugum.

Ekkert er alfarið öruggt, en það er það besta sem býðst.

G. Tómas Gunnarsson, 8.2.2015 kl. 08:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband