Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2015

Eru Íslendingar of kröfuharðir?

Ef marka má borgarstjórann í Reykjavík (sem vissulega er deilt um), eru Reykvíkingar of kröfuharðir.

Þeir ætlast til of mikils.

Þeir eru óánægðir með þjónustu leikskólanna, grunnskólanna, þjónustu við fatlaða, eldri borgara og barnafjölskyldur.

Líklega hafa bíleigendur ekki verið spurðir sérstaklega, eða þeir sem eiga leið um Hofsvallagötu, eða Grensásveg.

En gæti verið að Íslendingar séu um of kröfuharðir? Þeir eru jú náskyldir Reykvíkingum, ef ég hef skilið rétt.

Gera þeir of miklar kröfur til þjónustu? Gera þeir of miklar kröfur til framhaldsmenntunar, heilbrigðisþjónustu, og velferðarkerfisins?

Þetta er jú nátengt leikskólum, grunnskólum, þjónustu við fatlaðr, eldri borgara og barnafjölskyldur.

Hefur einhver velt því fyrir sér hvernig viðbrögðin hefðu verið ef einhver ráðherra ríkisstjórnarinnar hefði látið hafa það eftir sé að Íslendingar væru of kröfuharðir?

Vill einhver leiða hugann að því ef það hefði verið forsætisráðherra?

Er einhver vitræn ástæða fyrir því að fjölmiðlar á Íslandi virðast taka ríkisstjórn og borgarstjórn stærsta sveitarfélags Ísland svo ólíkum tökum?

Hvort skyldi "meðal Reykvíkingurinn" borga meira til ríkis eða borgar?

Hvort skyldu þeir sem óánægðastir eru með þjónustu borgarinnar borga meira til ríkis eða borgar?

Auðvitað er mun skemmtilegra að byggja upp "Friðarsetur" og þrengja götur en að veita þá þjónustu sem borginni er ætlað að veita, en er það það sem útsvarsgreiðendur ætlast til?

P.S.  Ef til vill mega borgarbúar vera fegnir að "vinstri fasistar" í meirihlutanum einbeita sér að þrengingu gatna, en ekki þjónustu.  Nóg er víst samt þrengt að þjónustunni.

 

 

 


"Tískustraumarnir" í bílvélum

Það er ekki langt síðan að "allir" opinberir aðilar vildu að almenningur skipti yfir frá bensínbílum yfir í dísil. Lofað var alls kyns fríðindum.

Nú er komið í ljós að dísilbílar eru jafnvel verri mengunarvaldar en bensínknúnir.

Þá verður auðvitað að finna eitthvað nýtt, sem "góða fólkið" getur tekið upp á arma sína. Og rafmagnsbílar eru auðvitað lausnin.

Njóta dísilbílar ekki örugglega ennþá betri kjara á Íslandi? Hver skyldi hafa komið þeim á?

P.S. Þeir sem halda að þetta hafi eitthvað með að gera að Franskir bílaframleiðendur hafi notið einhvers forskots í framleiðslu dísilbíla, eða að þeir hafi nú náð að spjara sig all vel í framleiðslu rafmagnsknúinna sjálfrennireiða, vaða augljóslega villu.

P.S.S, Veit einhver hvað "endurvinnslugjaldið" er á rafhlöðunum í rafmagnsbílunum? Nú eða hvaðan Parísarborg fær alla peningana, ef það skyldi nú vera vinsælt að skipta yfir í rafmagn?

 


mbl.is Gamlir dísilbílar keyptir út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ber einhver pólítíska ábyrgð, eða eru fatlaðir einfaldlega of kröfuharðir?

Ég hef engan áhuga á því að fjalla um einstök atvik, eða persónur, en fréttir af Ferðaþjónustu fatlaðrar hafa verið með þeim hætti að eitthvað verulega mikið hlýtur að vera að.

Því er haldið fram að varað hafi verið við breytingum og að þær hafi verið illa undirbúnar.

Um slíkt get ég ekki dæmt, en spurningar hljóta að vakna hver ber ábyrgð á því sem hefur farið úrskeiðis. Þá ekki síst pólítíska ábyrgð.

Eða skyldu stjórnmálamenn ætla sér að koma fram og segja að fatlaðir séu einfaldlega of kröfuharðir, nú þegar ferðaþjónustu þeirra er afhent hver falleinkunin á fætur annari?

Skyldi mannréttindaráð Reykjavíkur álykta um málið? Eða álítur það að þetta falli utan verksviðs þess?

Skyldi einhver bera ábyrgð, eða er búið að fela hana það vel og dreyfa, að allir geta brosað og sagt, við gerum bara betur næst?

 


mbl.is Upplifa hræðslu, óöryggi og röskun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Seðlabanki Eurosvæðisins gefur Grikklandi viku

Nú hefur Seðlabanki Eurosvæðisins tilkynnt að hann muni ekki styðja Gríska banka lengur en til 11. febrúar.

Þó að þetta sé ekki orðað nákvæmlega svona, er þetta merkingin. Hætt verður að taka við grískum ríkisskuldabréfum sem veði hjá bankanum.

Í sjálfu sér er þetta ekki óskiljanleg aðgerð. Grísk skuldabréf eru í ruslflokki og bankinn hefur eingöngu tekið við þeim á undanþágu.

En auðvitað er tímasetningin ekki tilviljun.

Ríkisstjórn Grikklands er gefin vika til að "setja aftur á sig hálsólina", eða?

Samningaviðræðum Grikkja og skuldanautanna er í raun aðeins gefin vika.

Margir líkja þessu við "skot fyrir bóginn", en ég held að þetta standi nær því að vera skot sem hittir við sjólínu.  Það er enn hægt að bjarga skipinu, en tíminn er mjög takmarkaður.

Hver verða viðbrögð almennings í Grikklandi? Það er erfitt að spá um, en það er ekki ólíklegt að bankaáhlaup hefjist í Grikklandi í dag. Líkurnar á því að landið yfirgefi Eurosvæðið, minnka ekki við þetta.

Euro 4 feb 2015Eins og alltaf þegar órói verður, voru fyrstu viðbrögð lækkun eurosins.

Til lengri tíma litið, ætti euroið frekar að styrkjast ef Grikkland yfirgæfi myntsvæðið. Nema að markaðurinn myndi líta svo á að það væri upphaf upplausnar þess.

En enn og aftur er það Seðalbanki Eurosvæðisins, em er notaður til að leggja línurnar og "koma á aga í hernum", svo vitnað til Svejk.

Það ætti að vera þörf áminning um hversu hættulegt það getur verið að taka upp "erlenda" mynt og hve innlend stjórntæki geta verið mikilvæg.

Enn og aftur er rétt að hafa í huga að það er auðveldar að koma sér í klemmu eins og Grikkland, en úr.


Vanhugsuð árás á virðisaukaskattskerfið

Það er nákvæmlega engin ástæða til þess að fjölga undanþágum í virðisaukaskattskerfinu. Þvert á móti væri rík ástæða til þess að ganga skipulega í það að fækka þeim. Þá væri líklega möguleiki á að lækka % frekar.

Að leggja til að íþróttahreyfingin sé undanþegin virðisaukaskatti finnst mér fáranlegt, þó að ég geri mér vissulega grein fyrir að þar megi finna margar "skipulagðar atkvæðablokkir".

Svo kæmi þá líklega "menningarstarfsemi", svo mætti líklega lengi fram halda.

Þó eru svo mörg "góðu málefnin".

Allir þingmenn sem standa að frumvarpi sem þessu hafa sjálfkrafa "fallið um deild" hjá mér persónulega.

Sumir þeirra líklega farnir að nálgast það að spila "utandeilda".

Þingmenn ættu að reyna að "þétta" skattkerfið, fækka undanþágum og gera það gegnsærra og skilvirkara.

 

 

 


mbl.is Vilja endurgreiða íþróttafélögum VSK
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn ein sósíalíska paradísin komin að falli

Venezuela er land sem er ríkt af auðlindum. Landið á stærsta þekkta olíuforða af öllum löndum heims.

En landið er að verða rjúkandi rúst eftir að sósíalistar hafa farið með stjórnina í um 15 ár.

Óðaverðbólga, vöruskortur, heilbrigðiskerfi sem er hrunið, þannig að sjúklingar deyja vegna skorts. Í dag tóku hermenn yfir matvörukeðju, til þess að reyna að dreifa lágmarks matvöru.

Ríkið hefur skráð þrjú gengi á bolivar gegn dollar. 6.3 bolivar, 12 og 50. Á svarta markaðnum kostar dollar allt að 190 bolivara.

Opinber verðbólga er sögð ríflega 60%, en raunveruleg verðbólga er langt yfir 100% og hækkar sífellt.

Framleiðni hjá ríkisolíufyrirtækinu hefur farið minnkandi, og því æ stærri hluti sem fer til innanlandsneyslu, en þar er olia og bensín niðurgreitt og mun bensín kosta $1.15, á gallon. Það gerir eitthvað í kringum 40 krónur á líterinn.

Venezuela dælir upp 25% minni olíu, en þegar Chaves komst til valda.  Eins og áður segir fer all nokku hluti til innanlandsnotkinar, all nokkuð er sent til Kúbu, sem hefur hjálpað Venezuela með heilbrigðiskerfið, og all nokkuð er sent til Kína sem greiðsla á láni, sem Kína veitti landinu fyrir all nokkru.

Því hefur beinn útflutningur dregist verulega saman, og "rothöggið" var svo gríðarleg verðlækkun á olíu.

Þannig er því komið nú að skortur er á flestum nauðsynjum, lyfjum, salernispappír, bleyum, og ýmsum matvælum.

Það er því ýmislegt sem bendir til þess að 15 ára sósíölsk tilraun í Venezuela líði brátt udnir lok. Ofurtak hins opinbera og tilraun til að stýra samfélaginu í stóru sem smáu er ekki að gefa góða raun í Venezuela frekar en annars staðar.

En á meðan Chavez var og hét, var hann mikill "strigakjaftur" og dálæti vinstri manna víða um heim. En yfirleitt finna þeir sér nýjar "hetjur" fyrr en varir.  Það hefur þó líklega talist á þeim nokkur skortur upp á síðkastið.

En á árinu 2006 skrifaði glaðbeittur Íslenskur stjórnmálaforingi eftirfarndi texta:

"Það eru mikil tíðindi að gerast í og við Suður-Ameríku, álfu hjarta míns. Daníel Ortega vann um daginn sigur í forsetakosningunum í Níkaragva, byltingarhetjan og verkalýðsforinginn Lúla var nýlega endurkjörinn í Brasilíu, Evó Mórales vann í Bólivíu og strigakjafturinn með stálhnefana, Hugó Chavez, stýrir Venesúelu.

Þarmeð má segja að við jafnaðarmenn séum búnir meira og minna að leggja undir okkur Suður-Ameríku. "

P.S. Reyndar er Tsipras hinn Gríski orðinn að átrúnaðargoði vinstri manna víða um lönd. Ég hef þó ekki séð neinn Íslenskan vinstri mann reyna að "eigna" sér hann.

Nútíma jafnaðarmenn á Íslandi vilja ekki standa í flokki með þeim sem tala illa um "Sambandið" eða efast um euroið. Hvað þá ef þeir kæra sig lítið um Alþjóða gjaldeyrissjóðinn.


"Róttækar" breytingar í Frakklandi, verður leyfðum sunnudagsopnunum verslana fjölgað úr 5 í 12?

Frakkland hefur átt í vaxandi efnahagslegum erfiðleikum undanfarin ár. Atvinnuleysi hefur farið vaxandi og skuldir hins opinbera hafa stígið jafnt og þétt og er búist við að þær fari yfir 100% af GDP á þessu ári.

Samkeppnishæfi Frakka hefur farið ört minnkandi samhliða euroupptöku og Frakkar gera sér í æ ríkara mæli að þeir þurfa að grípa til umsvifamikilla aðgerða til að laga stöðuna.

Það þarf að "losa um" reglugerðir og boð og bönn og reyna að hleypa lífi í atvinnulífið.

Nýlega upplýsti Emmanuel Macron, efnahagsmálaráðherra Frakklands, um að hann hefði kært líflátshótanir sem honum hefði borist vegna fyrirhugaðra breytinga.

Á meðal hinna "róttæku" breytinga er að leyfa verslunum að hafa opið 12 sunnudaga á ári, í stað 5 áður (þurfa þó að sækja um leyfi), og að verslanir á "alþjóðlegum ferðamanna svæðum" megi hafa opið til miðnættis og alla sunnudaga.

Aðrir geirar sem Macron hefur í hyggju að "opna" eru leigubílaakstur, langferðabílar, lyfjaverslanir og ákveðinn hluti lögfræðigeirans.

Lögfræðigeirinn (notaries og bailifs) hafa þó þegar brugðist hart við áformum við að leyfa frávik við gjaldtöku og krejast enn að verð sé fastsett.  Macron hefur þegar gefið til kynna að hann muni bakka með að hafa frjálsræði innan tiltekins verðbils.

Lengri opnunartími verslana hefur sömuleiðis vakið hörð viðbrögð og búist er við mótmælum á götunum.

Flestir búast svo við að flokksbræður Macrons í Sósíalistflokknum muni þynna breytingarnar verulega út í meðförum þingsins.

Enn það er ekki ólíklegt að það verði "líf og fjör" á götum Frakklands á næstunni, ef Marcron heldur áfram á þessari braut.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband