Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2015

Vopnahléið í Ukraínu er orðin ein

Byssurnar hafa ekki þagnað í Ukraínu. Nú þegar Debaltseve er fallin, er nokkuð ljóst að vopnahléið sem hefur gengið undir nafninu Minsk II, er ekkert nema orðin tóm.

Blekið var varla þornað, þegar Rússar og "aðskilnaðarsinnar" voru búnir að brjóta samkomulagið.

Á meðan á fundunum stóð, fluttu Rússar aukin vopn á svæðið.

Stríðið í Ukraínu er raunverulegt og líklegra en hitt að það færist í aukana.

Næsta "skotmark" hjá Rússum gæti orðið Mariopol, mikilvæg hafnarborg.

Angela Merke, Hollande og Evrópusambandið lögðu mikið á sig til þess að ná samkomulagi. Þau töldu að hægt að væri að semja við Putin.

Árangurinn blasir við.

Evrópusambandinu finnst ekki tilhlýðilegt að senda neitt meira ógnandi en teppi til aðstoðar Ukraínu.

En Ukraína er að molna í sundur. Rússar rífa hana í sundur, bita fyrir bita á meðan gasið streymir en til "Sambandsríkjanna", láta þau sér nægja að setja nokkra til viðbótar í "ferðabann".

Frökkum þótti sárt, og með eftirgangsmunum fengust þeir til að hætta við að selja Rússum árásar þyrlumóðurskip.

En það er alveg rétt hjá varnarmálaráðherra Breta, það er ólíklegt að Putin láti sér nægja að efna til ófriðar í Ukraínu.

Eystrasaltslöndin eru líkleg "skotmörk". Rússneskir minnihlutahópar þar verða líklega, rétt eins og í Ukraínu, notaðir til æsinga og réttlætingar.

En það sem er ekki hvað síst hættulegt við þróun eins og á sér stað í Ukraínu, er að hafi Putin notið vinsælda sem harður og staðfastur leiðtogi, getur hann orðið verulegu hættulegur þegar hann er orðinn sigursæll.


mbl.is Pútín veldur Fallon áhyggjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Engar skipulagðar blekkingar og svik, en nauðsynlegt að skoða frekar og rannsaka. Björn Valur kallaði eftir rannsókn, gerir ríkisstjórnin það einnig?

Eftir að hafa lesið skýrslu Brynjars Níelssonar (að vísu nokkuð hratt) virðist mér hún taka á því taka þarf á, hvað varðar þetta mál og gera það nokkuð vel.

Vissulega eru nokkur atriði sem eru og verða líklega umdeilanleg eins segir í skýrslunni.

En jafnframt er eðlilegt að litið sé til þess að kringumstæður voru mjög óeðlilegar og erfiðar. (Hefði verið litið til slíks, verður að teljast afar ólíklegt að Landsdómur hefði nokkru sinni verið kallaður saman.)

En það er hægt að taka undir orð Brynjars þegar hann segir í skýrslunni:

Nauðsynlegt og eðlilegt er að skoða allt ferlið við endurreisn bankakerfisins og aðgerðir við endurskipulagningu skulda fyrirtækja og einstaklinga í því skyni að styrkja lagaumgjörð, ekki síst heimildir og aðferðir við eignarnám og mat á eignum. Einnig í því skyni að skýra formreglur stjórnsýslunnar og setja skýrari reglur um hlutverk hvers stjórnvalds um sig við aðstæður sem þessar til þess að draga úr tilviljanakenndum ákvörðunum sem óljóst er á hvers sviði eru. Í aðstæðum sem þessum er mikilvægt að skýrt sé hvert er hlutverk hvers og eins og þá er nauðsynlegt að lagarammi sé eins skýr og frekast er unnt. Þá er ekki síður mikilvægt að fram fari endurskoðun á 12. kafla laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki, sem snýr að endurskipulagningu, slitum og samruna fjármálafyrirtækja, enda gífurlegir hagsmunir alls samfélagsins í húfi að vel takist til ef aðstæður sem þessar koma upp aftur.

Örlítið framar segir einnig:

Jafnframt þyrfti að mati skýrsluhöfundar að skoða betur aðgerðir stjórnvalda í tengslum við aðstoð við minni fjármálafyrirtæki eins og Saga Capital, Verðbréfastofuna og Askar Capital og á hvaða grunni veitt var ríkisábyrgð á skuldabréfi SPRON og Sparisjóðabankans til slitabús Kaupþings.

Það er því eðlilegt að Alþingi skipi nefnd til að skoða þessi mál. Ekki til að "hengja" einhvern, eða koma einhverjum fyrir dómstóla, heldur til að fá úr því skorið hvernig staðið var að málum og fyrst og fremst læra af því sem hugsanlega hefur betur mátt fara og eins og Brynjar segir, nota það til að styrkja lagarammann.

Ég hef ekki kynnt mér gögnin sem Víglundur lagði fram. En sitthvað virðist óljóst vera við uppbyggingu bankanna og hvernig valdheimildir fluttust frá Fjármálaeftirlitinu til Fjármálaráðuneyisins, svo dæmi sé tekið.

Fyrir all nokkru heyrði ég Björn Val Gíslason, varaformann Vinstri grænna segja í sjónvarpi að ef ríkisstjórnin myndi ekki setja rannsókn af stað, myndu Vinstri græn leggja slíkt til. Þeir vildu ekki sitja undir svona órannsökuðu. (Þetta er á síðustu mínútunni í þættinum)

Það hlýtur því að vera sterkur vilji fyrir því á Alþingi að þetta mál verði rannsakað.

Sammælast þá ekki allir um það?

 

 

 


mbl.is Engar skipulagðar blekkingar og svik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er eðlilegt að sverja eið, með andlitið hulið?

Ýnmis vandræði í samskiptum Vesturlandabúa og múslima hafa verið nokkuð í sviðsljósinu undanfarin misseri.

Það er ekki eingöngu vegna hryðjuverka, þó að þau hafi ef til vill verið fyrirferðarmest í umræðunni, heldur einnig smærri atriði s.s. blæjur, eða hijab, niqab (ég vona að ég skrifi þetta rétt) og jafnvel fleiri abrigði sem ég kann ekki að nefna.

Eðlilega hefur sítt sýnst hverjum, í þessi eins og mörgu öðru. Sumir vilja alfarið banna slíkan klæðaburð, en aðrir hafa sagt að slíkt ætti að vera val hvers og eins.

Sjálfur hef ég verið þeirrar skoðunar að óeðlilegt sé að banna "búrkur", en hafa verði í huga að einstaklingar sem ákveði að klæðast þeim, geti ekki notið allra réttinda og þjónustu. Ég bloggaði um það síðast liðið sumar.

Það getur því verið að banna verði slíkan klæðnað við viss tækifæri.

En nú er komið upp athyglisvvert mál í Kanada. Þar hefur kona sem er múslimatrúar krafist þess að henni verði heimilt að klæðast niqab við athöfn þar sem hún yrði ríkisborgari í Kanada.

Slíkt hefur verið bannað, en dómstóll dæmdi konunni nýverið í hag, en ríkisstjórnin áfrýjaði málinu.

Ríkisstjórnin er þeirrar skoðunar að athöfnin sé þess eðlis að einstaklingar verði að vera "þekkjanlegir" og sýna "sitt rétta andlit", ef svo má að orði komast.

Konan hefur þó sagt að það sé ekki vandamál af hennar hálfu, að sýna andlit sitt í einrúmi, fyrir athöfnina.

Það hefur einnig komið fram í fréttum að ekki sé vandamál fyrir einstaklinga að kjósa, þó að andlit þeirra sé hulið og þeir uppfylli skilyrði og síni persónuskilríki.

Meanwhile, an Elections Canada official on Friday confirmed that if someone shows up at a voting location with their face shielded, they may still vote as long as they are registered, show proof of identity and residence, and swear the oath of eligibility.

This protocol has been in place for the last two elections.

En málið hefur vakið athygli í Kanada, enda áður staðið deilur um svipuð eða sama efni. En það verður athyglisvert að sjá niðurstöðuna í þessu máli.

Málið er mikið rætt og margir stíga varlega til jarðar. Stjórnarandstaðan er varfærin í yfirlýsingum sínum, og fæstir taka skýra afstöðu.

"Álitsgjafar", efast margir um að ríkisstjórnin vinni málið, en telja hana þó flestir, njóta stuðnings meirihluta íbúanna.

Hér er viðbótarumfjöllun í National Post.

 


Það sem Grikkjum hefur tekist ...

Það er ekki hægt að segja að hin nýja stjórn Grikklands hafi náðu gríðarlegum árangri í viðleitni sinni til að endursemja og fá niðurfellingu á hluta hinna gríðarlegu skulda ríkisins.

En eitt hefur þeim þó tekist, sem er eftirtektarvert, og það er að fá hin Euroríkin 18, til að standa saman sem eitt, að því virðist.

Vissulega gætir ákveðnar samkenndar, ef ekki samúðar í garð þeirra, frá skuldsettu ríkjunum. En þau eiga líka peninga í sjóðum þeim sem Grikkir vilja fá afskrifaða.

Og svo eru það kosningarnar. Eitt af vandamálum Eurosvæðisins, er að á meðalári eru 4 til 5 kosningar í aðildarlöndunum.

En það er líka athyglisvert að líklega kemur mesti opinberi stuðningurinn sem Grikkir hafa fengið frá Bandaríkjunum.


mbl.is Telur samkomulag enn mögulegt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mesti spiluðu lögin á Eurosvæðinu?

Mér er sagt að þeir hlusti á Stones á Eurosvæðinu þessa dagana. Þó ekki sama lagið.

Annars vegar er það þetta:

 

 

 

En þetta mun víst einnig njóta umtalsverðra vinsælda:

 


Hinn Danski hryðjuverkamaður

Hér og þar um netið hefur mátt sjá deilur um hvort að einstaklingurinn sem framdi hryðjuverkin í Kaupmannahöfn hafi verið Dani eður ei.

Ég verð að viðurkenna að mér þykja þessar deilur skrýtnar.

Að sjálfsögðu er viðkomandi Dani, fæddur í Danmörku, alinn þar upp, Danskur ríkisborgari.

Hvernig getur hann verið eitthvað annað en Dani?

Þjóðerni breytist ekki eftir trúarbrögðum, litarhætti, nafni, eða öðru slíku.

Og í raun finnst mér einn af stóru fréttapunktunum við þessa sorglegu atburði, vera að einstaklingurinn er Dani.

Alinn upp í Dönsku samfélagi, fór ef til vill í Danska dagvist, sótti nær örugglega Danskan grunnskóla o.s.frv.

En þrátt fyrir allt þetta ákveður hann að fremja hryðjuverk, líklega í nafni trúar sinnar. Þó hefur ekkert komið fram um það enn, en það verður þó að teljast líklegt.

Reyndar er ýmislegt sem er sláandi líkt með hryðjuverkunum í Kaupmannahöfn og París og ekki bara skotmörkin.

Trúarbrögð, bakgrunnur og síðast en ekki síst fangelsisvist.

Og ef marka má fréttir, hvaða staðir eru það helst sem ungir múslimar eru "radíkalíseraðir"?

Ég hef helst lesið um moskur, internetið og svo fangelsi.

Hvað fangelsið varðar eru það oft hálfgerðir "smákrimmar" sem eru óneitanlega á vondum stað í lífinu, sem finna "trúnna" í fangelsi og "sjá ljósið".

Það er langt í frá bundið við Islam, þó að hryðjuverkin sem fylgja einstaka sinnum í kjölfarið séu það ef til vill.

Þó að það sé oft sterk tilhneyging til þess að gera afbrota, ofbeldis og hryðjuverkamenn að "aðkomumönnum", eða útlendingum, er það ekki rétt.

Það er engum greiði gerður með slíkum tilraunum.

Eitt af því sem íbúar í æ fleiri löndum þurfa að horfast í augu við er að hryðjuverkamennirnir tilheyra "okkur". Það er nokkuð sem "við" þurfum að horfast í augu við.

Hryðjuverkamennirnir tilheyra "hópnum", þó að þeir lifi ef til vill á jaðri hans.

Ef vil vill er það sem við óttumst hvað mest.

 


mbl.is Tveir samverkamenn handteknir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Viðurkenndi Putin óvart að Rússar hafa verið að sjá "aðskilnaðarsinnum" fyrir "þungavopnum"?

Eins og margir óttuðust virðist ekki mikið hald í vopnahléinu sem samið var um í Ukraínu. Svokallaðir "aðskilnaðarsinnar" (í raun Rússar) virðast ekki álíta að vopnahléið nái til allra svæða.

Það gefur því miður ekki mikla ástæðu til bjartsýni um að viðvarandi friður náist.

En nú hefur samkomulagið, sem oftast gengur undir nafninu "Minsk II" verið birt.

Þar vill Finnskur "þankatankur" meina að hafi slæðst inn, líklega fyrir hreina yfirsjón Rússa, viðurkenning á því að Rússar hafi verið að sjá svokölluðum "aðskilnaðarsinnum" fyrir hergögnum.

Reyndar hefur aldrei verið talinn neinn vafi um slíkt, af hálfu vestrænna ríkja, eða Ukraínskra stjórnvalda, en Rússar hafa ávallt þrætt fyrir slíkt.

Eins og Finnarnir segja í greiningu sinni:

Although probably accidentally, the document provided proof of direct Russian military involvement in the conflict. Among the heavy weapons to be withdrawn is the Tornado-S, which is explicitly mentioned. This high-tech, longrange multiple-launch rocket system (MLRS) entered into service in the Russian Federation in 2012, and is operated by no other state. Hence, if Tornados are to be withdrawn from the conflict zone, they could not have originated from anywhere but Russia.

Þar eru Finnarnir að vísa til 2. greinar "Minsk II" samkomulagsins, þar sem segir m.a.:

2. Withdrawal of all heavy weapons by both sides by an equal distance to create a security zone at least 50 kilometers wide for artillery systems of caliber of 100 millimeters and more; 70 km wide for Multiple Rocket Launching Systems (MLRS) and 140 km wide for MLRS "Tornado-S", "Uragan", "Smerch" and tactical missile systems "Tochka" and "Tochka-U": .....

Þó að vissulega enginn hafi raunverulega talið vafa leika á að Rússar hafi lagt til vopn og menn í stríðið í Ukraínu, hljóta það að teljast all nokkur tíðindi að það sé staðfest þannig, ef marka má Finnana, á pappír.

Ef að vopnahléssamkomulagið heldur það ekki, er það verulegt högg fyrir Evrópusambandið, og þó líklega sérstaklega Angelu Merkel, sem lagði mikið á sig til að samkomulag næðist.

Það verður að teljast líklegt, að ef sú verður niðurstaðan, sé það traust sem Putin og Rússar njóta nokkurn veginn uppurið og stríðið haldi áfram að magnast.

Það verður þá líklegra en áður að vopnasendingar hefjist til Ukraínu frá Vesturveldunum, sérstaklega Bandaríkjunum.

Eins og er er það bærinn Debaltseve sem er í hlutverki púðurtunnunar. Hvort hún springur eður ei, kemur í ljós á næstu dögum.

P.S. Hér er smá fróðleikur um "Tornado S".

 

 


mbl.is Vopnahléið virt að mestu leyti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn ein árás á málfrelsi og gyðinga

Enn ein árás á málfrelsi og gyðinga er staðreynd. Nú í Danmörku.

Enn ein árás sem á rætur sínar að rekja í trúarkreddur og hatur. Hatri á frjálsri tjáningu og hatri á gyðingum.

Okkar nútíma samfélög eru í raun ótrúlega berskjölduð gagnvart árásum sem þessari. Þó má telja líklegt að viðbúnaður á báðum stöðum hafi komið í veg fyrir að ver fór. Að tala látinna er ekki mældur í tugum.

En á hvorum stað um sig létu einstaklingar lífið. Einn vegna þess að hann mætti á fund um Islam og tjáningarfrelsi, annar vegna þess að hann stóð vörð um bænahús gyðinga.

Fimm lögreglumenn eru særðir.

Og um leið og við verðum að hafa í huga að við megum ekki líta alla múslima hornauga, þá verður ekki hjá því komist að leita orsakanna í trú þeirra, eða öllu heldur hatursfullri túlkun á henni.

Það er engin leið að líta fram hjá þeirri staðreynd að ofbeldið, hatrið og viljinn til árása á sér uppruna hjá hatursfullum predikurum, sem telja sig tala í nafni guðs og spámannsins og virðast eiga furðu greiðan aðgang að moskum og bænahúsum.

Nú stöndum við öll með Dönum, og sjálfsagt myndu flestir taka undir kallaið, ég er Dani.

En um leið ættum við öll að hugleiða hvernig það er að vera gyðingur í Evrópu í dag, og hvernig staða þeirra er.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


mbl.is Um sama árásarmann að ræða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dresden: Hefnd eða hernaðarskotmark?

Það hefur vrið deilt um loftárasirnar á Dresden í áratugi. Skoðanir hafa sveiflast til og frá, en þó hefur líklega verið algengara sjonarmið undanfarin ár, að um tilgangslausa hefnd, eða "sýningu valds" hafi verið að ræða.

Margir vilja halda því fram að stríðið hafi í raun verið búið, þegar loftárásirnar á Dresden voru framkvæmdar. En blasti það við þá?

Er ekki rétt að hafa í huga að rétt rúmum mánuði áður höfðu Þjóðverjar framkvæmt gagnsókn um Ardennafjöll, sem þó að hafi runnið út í sandinn, kostaði Bandamenn verulegt mannfall.

Enn var rætt af fullri alvöru um "suður" eða "Alpavirki" og alls kyns sögusagnir, um "Varúlfa" (sem urðu jafnvel enn sterkari síðar) voru á kreiki.

Í hugum flestra, ef til vill ekki síst Þjóðverja, var stríðið langt í frá unnið af hálfu Bandamanna.

Og svo eru það mýturnar um að Dresden hafi á engan hátt verið hernaðarlegt skotmark, eða að borgin hafi lagt nokkuð til stríðsreksturs Þjóðverja.

Hvorutveggja myndi ég vilja kalla rangt, enda fer það nokkuð saman.

Hvað skyldi hafa verið framleitt í verksmiðjum í Dresden, síðustu mánuði stríðsins, ef ekki hergögn? Hvað annað var yfirleitt framleitt í Þýskalandi á þeim mánuðum?

Í Dresden voru verksmiðjur á vegum Zeiss, sem meðal annars framleiddu mið fyrir sprengjuflugvélar, í Dresden voru framleidd tundurskeyti, í Dresden voru framleidd skothylki, í Dresden voru framleiddar kveikjur fyrir sprengjur og svo má lengi telja.

Talið er að í það minnsta 70.000 einstklingar hafi unnið við hergagnaframleiðslu í Dresden.

Í Dresden var einnig mikilvæg járnbrautartenging, og má halda því fram að á þeim tíma hafi hún verið sú mikilvægasta í austurhluta yfirráðasvæðis Þjóðverja.

1. janúar 1945 hafði borgin enda verið skilgreind sem "varnarsvæði" af Þýska hernum.

Fjöldi lesta fór þar um á hverjum degi, flytjandi bæði menn og hergögn.

Miðað við kringumstæður var Dresden því í alla staða eðlilegt herfræðilegt skotmark.

Það breytir því ekki að okkur hryllir við að 25 til 40.000 einstaklingar hafi týnt lífinu þar á 2. til 3. dögum.

En það var í sjálfu sér ekki einsdæmi, og líklega létu fleiri lífið í loftárásum Bandamanna á Hamborg, svo og loftárusum Þjóðverja á Stalingrad.

Það er enda alger miskilningur að stríð af þeirri stærðargráðu sem seinni heimstyrjöldin var, sé á einhver hátt háð af "hetjuskap", heiðarleika, eða "tillitsemi". Stríðsreksturinn gengur út á það í stuttu máli, að valda andstæðingnum eins miklu tjóni, og þar með talið manntjóni, og hugsast getur, með eins litlum tilkostnaði og mögulegt er.

Að því leiti til, er ekki ólíklegt að loftárásirnar á Dresden hafi náð tilgangi sínum.

Það er enda svo, í stríð eins og var háð þá, og er í raun það sem kallast nútíma stríð, eða eins og Goebbels nefndi það "total krieg", þá er ekki allur munur á hermanninum sem skýtur á þig, og verkamanninum sem framleiðir fyrir hann skotfæri, eða járnbrautarstarfsmanninum sem flytur þau til hans. Flutningatækni er enda talin lykilatriði í nútíma hernaði.

Sá sem fyrstur kom fram með mýtuna að engar hergagnaverksmiðjur hafi verið í Dresden er Joeseph Goebbels. Það hentaði vel í áróðri nazista.

Þeir sem hvað mestu gerðu svo til að halda álíka áróðri lifandi voru kommúnistar í A-Þýskalandi. Það hentaði þeim vel að halda því fram að "Engilsaxneskir" Bandamenn hefðu framið slíka glæpi.

Í seinni tíð hafa það svo verið nýnasistar sem hafa verið hvað duglegastir við að halda slíku á lofti.

Það er ekki erfitt að skilja aðdráttarafl slíks áróðurs fyrir "öxulinn" nazistar, kommúnistar, nýnasistar. Slíkt hentar þeirra málstað afar vel.

Það er mér hins vegar hulin ráðgáta hvers vegna slíkar áróðursmýtur eiga jafn greiðan aðgang, og stuðning á meðal, margra Íslendinga og raun ber vitni.

Hér eru nokkrar greinar sem vert er að lesa um efnið:

http://www.newyorker.com/magazine/2010/02/01/embers-2   Sú besta af þeim ...

http://www.spiegel.de/international/germany/post-war-myths-the-logic-behind-the-destruction-of-dresden-a-607524.html

 

http://www.theguardian.com/world/2005/feb/13/secondworldwar.germany

https://answers.yahoo.com/question/index?qid=20100323213248AABBvkv

Og ekki má gleyma þessari bók:

http://www.amazon.ca/Dresden-Tuesday-February-13-1945/dp/0060006773

Umsögn: http://www.theguardian.com/books/2004/feb/07/featuresreviews.guardianreview2

 

 

 


mbl.is 70 ár frá loftárásinni á Dresden
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gjaldmiðlastríðið

Eitt af þeim nýyrðum sem hafa heyrst all oft upp á síðkastið er gjaldmiðlastríð, eða "currency wars".

Þegar fjölmargar þjóðir reyna á sama eða svipuðum tíma, með mismunandi aðgerðum, að lækka gengi gjaldmiðils síns. Bandaríkin gerðu slíkt með peningaprentun, Bretar sömuleiðis, og Japan er í slíkum æfingum að fá ef nokkur fordæmi eru fyrir. Og nú hyggst Eurosvæðið nota prentmöguleikann á næstu mánuðum.

Því "trendið" nú á dögum, er að hafa til þess að gera "veikan" gjaldmiðil og styrkja þannig samkeppnishæfi og stuðla að auknum útflutningi.

Eitthvert skýrasta dæmi um slíkan vilja eða ósk, er þegar forsætisráðherra Ítalíu óskaði þess að gengi dollars og euros, yrði 1:1.

Og ef að Euroríkin tækju aftur upp eigin gjaldmiðla, er nokkuð víst að margir þeirra myndu síga, en aðrir stíga.

Það verða ekki veitt nein verðlaun fyrir að giska á hverjir myndu síga og hverjir stíga.

En það er nákvæmlega vegna þessarar "innri" spennu sem euroið er á góðri leið með að koma svo mörgum gjaldmiðlum (og seðlabönkunum að baki þeim) í uppnám.

Hvert landið á fætur öðru grípur til þeirra neyðarráðstafana að setja vexti yfir á mínushliðina, og margir kaupa euro sem aldrei fyrr.

Frægt er hvað Svissneski seðlabankinn keypti mikið af euroum áður en hann gafst upp á "gólfinu" og nú er sagt að Danski seðlabankinn hafi keypt euro fyrir ríflega 200 milljarða DKK frá áramótum, til að vernda fast tengingu Dönsku krónunnar við euroið.

Sænska krónan er komin í svipaða stöðu.

En hvers vegna geta þessi ríki ekki þolað euroinu það að veikjast um of?

Í raun er hægt að svara því með einu orði: Þýskaland.

Þessi ríki eru ekki áhyggjufull yfir því að gjaldmiðill Grikklands, Spánar, Portugal, Eistlands eða Ítalíu veikist.

Þau óttas ekki að ólífur, paprikur, Seat, eða vodki lækki lítillega í verði. En mörg fyrirtæki innan landamæra þeirra, eru í samkeppni við Þýsk fyrirtæki og/eða selja mikið inn á Þýskan markað.

Og það er Þýskaland sem leggur línurnar.

Þegar árið 2013, mætti lesa eftirfarandi:

Within the euro area, countries with large and persistent surpluses need to take action to boost domestic demand growth and shrink their surpluses. Germany has maintained a large current account surplus throughout the euro area financial crisis, and in 2012, Germany’s nominal current account surplus was larger than that of China. Germany’s anemic pace of domestic demand growth and dependence on exports have hampered rebalancing at a time when many other euro-area countries have been under severe pressure to curb demand and compress imports in order to promote adjustment. The net result has been a deflationary bias for the euro area, as well as for the world economy.

Þetta er úr skýrslu Bandaríska fjármálaráðuneytisins til þingsins í nov 2013.

Og hver er staðan nú u.þ.b. 15 mánuðum seinna? Er verðhjöðnunin komin til sögunnar?

Undir venjulegum kringumstæðum, myndi gjaldmiðill Þýskalands auðvitað rísa, og það vel. En þar sem Þýski gjaldmiðillinn er tengdur þeim Gríska, þeim Ítalska, þeim Portúgalska o.s.frv. gerir hann það trauðla. Það á því segja að Þjóðverjar "sígengisfelli" gjaldmiðil sinn.

Það gerir tvennt, styrkir samkeppnishæfi Þýskra framleiðslufyrirtækja og og "rænir" Þýska neytendur neyslustyrk sínum.

Hvoru tveggja stuðlar að ójafnvægi í viðskiptum innan Eurosvæðisins og svo í heimsviðskiptum.

Í baráttunni við Þýskaland (og örfá önnur ríki innan Eurosvæðisins) hafa þessi ríki svo gott sem tæmt vopnabúr sitt. Eitt af því fá sem eftir er, telst ekki raunhægt að nota, s.s. gjaldeyrishöft, eða þá hitt að setja refsitolla á Þýskar vörur. Síðasti möguleikinn er þó líklega löglega aðeins opinn ríkjum utan Evrópu, með tilliti til milliríkjasamninga.

Það er enda afar ólíklegt að til hans verði gripið.

En hvað er til ráða?

Í raun er alltaf verið að tala um sömu hlutina. En fyrir þeim er enginn pólítískur vilji.

Að annað hvort verði að "brjóta upp" Eurosvæðið, eða að komið verði á "Sambandsríki", með tilheyrandi millifærslum, og uppbroti á ríkjum svæðisins.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband