Er eðlilegt að sverja eið, með andlitið hulið?

Ýnmis vandræði í samskiptum Vesturlandabúa og múslima hafa verið nokkuð í sviðsljósinu undanfarin misseri.

Það er ekki eingöngu vegna hryðjuverka, þó að þau hafi ef til vill verið fyrirferðarmest í umræðunni, heldur einnig smærri atriði s.s. blæjur, eða hijab, niqab (ég vona að ég skrifi þetta rétt) og jafnvel fleiri abrigði sem ég kann ekki að nefna.

Eðlilega hefur sítt sýnst hverjum, í þessi eins og mörgu öðru. Sumir vilja alfarið banna slíkan klæðaburð, en aðrir hafa sagt að slíkt ætti að vera val hvers og eins.

Sjálfur hef ég verið þeirrar skoðunar að óeðlilegt sé að banna "búrkur", en hafa verði í huga að einstaklingar sem ákveði að klæðast þeim, geti ekki notið allra réttinda og þjónustu. Ég bloggaði um það síðast liðið sumar.

Það getur því verið að banna verði slíkan klæðnað við viss tækifæri.

En nú er komið upp athyglisvvert mál í Kanada. Þar hefur kona sem er múslimatrúar krafist þess að henni verði heimilt að klæðast niqab við athöfn þar sem hún yrði ríkisborgari í Kanada.

Slíkt hefur verið bannað, en dómstóll dæmdi konunni nýverið í hag, en ríkisstjórnin áfrýjaði málinu.

Ríkisstjórnin er þeirrar skoðunar að athöfnin sé þess eðlis að einstaklingar verði að vera "þekkjanlegir" og sýna "sitt rétta andlit", ef svo má að orði komast.

Konan hefur þó sagt að það sé ekki vandamál af hennar hálfu, að sýna andlit sitt í einrúmi, fyrir athöfnina.

Það hefur einnig komið fram í fréttum að ekki sé vandamál fyrir einstaklinga að kjósa, þó að andlit þeirra sé hulið og þeir uppfylli skilyrði og síni persónuskilríki.

Meanwhile, an Elections Canada official on Friday confirmed that if someone shows up at a voting location with their face shielded, they may still vote as long as they are registered, show proof of identity and residence, and swear the oath of eligibility.

This protocol has been in place for the last two elections.

En málið hefur vakið athygli í Kanada, enda áður staðið deilur um svipuð eða sama efni. En það verður athyglisvert að sjá niðurstöðuna í þessu máli.

Málið er mikið rætt og margir stíga varlega til jarðar. Stjórnarandstaðan er varfærin í yfirlýsingum sínum, og fæstir taka skýra afstöðu.

"Álitsgjafar", efast margir um að ríkisstjórnin vinni málið, en telja hana þó flestir, njóta stuðnings meirihluta íbúanna.

Hér er viðbótarumfjöllun í National Post.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Já, þetta er áhugavert mál. Hér reynir á þolmörk margmenningarstefnu Kanada. Þessi kona viðurkennir reyndar að „sumar" eiginkonur og dætur í Kanada eru neyddar til að klæðast niqab af fjölskyldum sínum. Hún ætti kannski að berjast gegn því, fyrst henni er svona annt um persónufrelsi kvenna.

Wilhelm Emilsson, 17.2.2015 kl. 20:31

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Vilhelm Takk fyrir þetta. Það eru ótal margar hliðar á þessu máli og væri sjálfsagt hægt að "rífast" um það eins lengi og nokkur nennir.

Persónulega finnst mér t.d. í raun ekki hægt að leyfa að einstaklingur kjósi, án þess að "sýna sitt rétta andlit".

Það var reyndar frægt dæmi um það í Quebec, þegar kjósandi mætti með grasker (pumpkin) yfir höfðinu og vildi kjósa. Sá fékk neitun.

En mér finndist heldur ekki hægt að kvartan undan því t.d. þó að verslunareigandi neitað að taka debet eða kreditkort sem greiðslu frá einstaklingi sem hylur andlitið? Þeim ber jú skylda til að reyna að forða hugsanlegum svikum. Þess vegna eru myndir á mörgum af kortunum.

En ég reikna með að það verði deilt um þetta um langa hríð.

G. Tómas Gunnarsson, 18.2.2015 kl. 09:08

3 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Kærar þakkir fyrir svarið, Tómas.

Wilhelm Emilsson, 20.2.2015 kl. 06:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband