Gjaldmiðlastríðið

Eitt af þeim nýyrðum sem hafa heyrst all oft upp á síðkastið er gjaldmiðlastríð, eða "currency wars".

Þegar fjölmargar þjóðir reyna á sama eða svipuðum tíma, með mismunandi aðgerðum, að lækka gengi gjaldmiðils síns. Bandaríkin gerðu slíkt með peningaprentun, Bretar sömuleiðis, og Japan er í slíkum æfingum að fá ef nokkur fordæmi eru fyrir. Og nú hyggst Eurosvæðið nota prentmöguleikann á næstu mánuðum.

Því "trendið" nú á dögum, er að hafa til þess að gera "veikan" gjaldmiðil og styrkja þannig samkeppnishæfi og stuðla að auknum útflutningi.

Eitthvert skýrasta dæmi um slíkan vilja eða ósk, er þegar forsætisráðherra Ítalíu óskaði þess að gengi dollars og euros, yrði 1:1.

Og ef að Euroríkin tækju aftur upp eigin gjaldmiðla, er nokkuð víst að margir þeirra myndu síga, en aðrir stíga.

Það verða ekki veitt nein verðlaun fyrir að giska á hverjir myndu síga og hverjir stíga.

En það er nákvæmlega vegna þessarar "innri" spennu sem euroið er á góðri leið með að koma svo mörgum gjaldmiðlum (og seðlabönkunum að baki þeim) í uppnám.

Hvert landið á fætur öðru grípur til þeirra neyðarráðstafana að setja vexti yfir á mínushliðina, og margir kaupa euro sem aldrei fyrr.

Frægt er hvað Svissneski seðlabankinn keypti mikið af euroum áður en hann gafst upp á "gólfinu" og nú er sagt að Danski seðlabankinn hafi keypt euro fyrir ríflega 200 milljarða DKK frá áramótum, til að vernda fast tengingu Dönsku krónunnar við euroið.

Sænska krónan er komin í svipaða stöðu.

En hvers vegna geta þessi ríki ekki þolað euroinu það að veikjast um of?

Í raun er hægt að svara því með einu orði: Þýskaland.

Þessi ríki eru ekki áhyggjufull yfir því að gjaldmiðill Grikklands, Spánar, Portugal, Eistlands eða Ítalíu veikist.

Þau óttas ekki að ólífur, paprikur, Seat, eða vodki lækki lítillega í verði. En mörg fyrirtæki innan landamæra þeirra, eru í samkeppni við Þýsk fyrirtæki og/eða selja mikið inn á Þýskan markað.

Og það er Þýskaland sem leggur línurnar.

Þegar árið 2013, mætti lesa eftirfarandi:

Within the euro area, countries with large and persistent surpluses need to take action to boost domestic demand growth and shrink their surpluses. Germany has maintained a large current account surplus throughout the euro area financial crisis, and in 2012, Germany’s nominal current account surplus was larger than that of China. Germany’s anemic pace of domestic demand growth and dependence on exports have hampered rebalancing at a time when many other euro-area countries have been under severe pressure to curb demand and compress imports in order to promote adjustment. The net result has been a deflationary bias for the euro area, as well as for the world economy.

Þetta er úr skýrslu Bandaríska fjármálaráðuneytisins til þingsins í nov 2013.

Og hver er staðan nú u.þ.b. 15 mánuðum seinna? Er verðhjöðnunin komin til sögunnar?

Undir venjulegum kringumstæðum, myndi gjaldmiðill Þýskalands auðvitað rísa, og það vel. En þar sem Þýski gjaldmiðillinn er tengdur þeim Gríska, þeim Ítalska, þeim Portúgalska o.s.frv. gerir hann það trauðla. Það á því segja að Þjóðverjar "sígengisfelli" gjaldmiðil sinn.

Það gerir tvennt, styrkir samkeppnishæfi Þýskra framleiðslufyrirtækja og og "rænir" Þýska neytendur neyslustyrk sínum.

Hvoru tveggja stuðlar að ójafnvægi í viðskiptum innan Eurosvæðisins og svo í heimsviðskiptum.

Í baráttunni við Þýskaland (og örfá önnur ríki innan Eurosvæðisins) hafa þessi ríki svo gott sem tæmt vopnabúr sitt. Eitt af því fá sem eftir er, telst ekki raunhægt að nota, s.s. gjaldeyrishöft, eða þá hitt að setja refsitolla á Þýskar vörur. Síðasti möguleikinn er þó líklega löglega aðeins opinn ríkjum utan Evrópu, með tilliti til milliríkjasamninga.

Það er enda afar ólíklegt að til hans verði gripið.

En hvað er til ráða?

Í raun er alltaf verið að tala um sömu hlutina. En fyrir þeim er enginn pólítískur vilji.

Að annað hvort verði að "brjóta upp" Eurosvæðið, eða að komið verði á "Sambandsríki", með tilheyrandi millifærslum, og uppbroti á ríkjum svæðisins.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband