Dresden: Hefnd eða hernaðarskotmark?

Það hefur vrið deilt um loftárasirnar á Dresden í áratugi. Skoðanir hafa sveiflast til og frá, en þó hefur líklega verið algengara sjonarmið undanfarin ár, að um tilgangslausa hefnd, eða "sýningu valds" hafi verið að ræða.

Margir vilja halda því fram að stríðið hafi í raun verið búið, þegar loftárásirnar á Dresden voru framkvæmdar. En blasti það við þá?

Er ekki rétt að hafa í huga að rétt rúmum mánuði áður höfðu Þjóðverjar framkvæmt gagnsókn um Ardennafjöll, sem þó að hafi runnið út í sandinn, kostaði Bandamenn verulegt mannfall.

Enn var rætt af fullri alvöru um "suður" eða "Alpavirki" og alls kyns sögusagnir, um "Varúlfa" (sem urðu jafnvel enn sterkari síðar) voru á kreiki.

Í hugum flestra, ef til vill ekki síst Þjóðverja, var stríðið langt í frá unnið af hálfu Bandamanna.

Og svo eru það mýturnar um að Dresden hafi á engan hátt verið hernaðarlegt skotmark, eða að borgin hafi lagt nokkuð til stríðsreksturs Þjóðverja.

Hvorutveggja myndi ég vilja kalla rangt, enda fer það nokkuð saman.

Hvað skyldi hafa verið framleitt í verksmiðjum í Dresden, síðustu mánuði stríðsins, ef ekki hergögn? Hvað annað var yfirleitt framleitt í Þýskalandi á þeim mánuðum?

Í Dresden voru verksmiðjur á vegum Zeiss, sem meðal annars framleiddu mið fyrir sprengjuflugvélar, í Dresden voru framleidd tundurskeyti, í Dresden voru framleidd skothylki, í Dresden voru framleiddar kveikjur fyrir sprengjur og svo má lengi telja.

Talið er að í það minnsta 70.000 einstklingar hafi unnið við hergagnaframleiðslu í Dresden.

Í Dresden var einnig mikilvæg járnbrautartenging, og má halda því fram að á þeim tíma hafi hún verið sú mikilvægasta í austurhluta yfirráðasvæðis Þjóðverja.

1. janúar 1945 hafði borgin enda verið skilgreind sem "varnarsvæði" af Þýska hernum.

Fjöldi lesta fór þar um á hverjum degi, flytjandi bæði menn og hergögn.

Miðað við kringumstæður var Dresden því í alla staða eðlilegt herfræðilegt skotmark.

Það breytir því ekki að okkur hryllir við að 25 til 40.000 einstaklingar hafi týnt lífinu þar á 2. til 3. dögum.

En það var í sjálfu sér ekki einsdæmi, og líklega létu fleiri lífið í loftárásum Bandamanna á Hamborg, svo og loftárusum Þjóðverja á Stalingrad.

Það er enda alger miskilningur að stríð af þeirri stærðargráðu sem seinni heimstyrjöldin var, sé á einhver hátt háð af "hetjuskap", heiðarleika, eða "tillitsemi". Stríðsreksturinn gengur út á það í stuttu máli, að valda andstæðingnum eins miklu tjóni, og þar með talið manntjóni, og hugsast getur, með eins litlum tilkostnaði og mögulegt er.

Að því leiti til, er ekki ólíklegt að loftárásirnar á Dresden hafi náð tilgangi sínum.

Það er enda svo, í stríð eins og var háð þá, og er í raun það sem kallast nútíma stríð, eða eins og Goebbels nefndi það "total krieg", þá er ekki allur munur á hermanninum sem skýtur á þig, og verkamanninum sem framleiðir fyrir hann skotfæri, eða járnbrautarstarfsmanninum sem flytur þau til hans. Flutningatækni er enda talin lykilatriði í nútíma hernaði.

Sá sem fyrstur kom fram með mýtuna að engar hergagnaverksmiðjur hafi verið í Dresden er Joeseph Goebbels. Það hentaði vel í áróðri nazista.

Þeir sem hvað mestu gerðu svo til að halda álíka áróðri lifandi voru kommúnistar í A-Þýskalandi. Það hentaði þeim vel að halda því fram að "Engilsaxneskir" Bandamenn hefðu framið slíka glæpi.

Í seinni tíð hafa það svo verið nýnasistar sem hafa verið hvað duglegastir við að halda slíku á lofti.

Það er ekki erfitt að skilja aðdráttarafl slíks áróðurs fyrir "öxulinn" nazistar, kommúnistar, nýnasistar. Slíkt hentar þeirra málstað afar vel.

Það er mér hins vegar hulin ráðgáta hvers vegna slíkar áróðursmýtur eiga jafn greiðan aðgang, og stuðning á meðal, margra Íslendinga og raun ber vitni.

Hér eru nokkrar greinar sem vert er að lesa um efnið:

http://www.newyorker.com/magazine/2010/02/01/embers-2   Sú besta af þeim ...

http://www.spiegel.de/international/germany/post-war-myths-the-logic-behind-the-destruction-of-dresden-a-607524.html

 

http://www.theguardian.com/world/2005/feb/13/secondworldwar.germany

https://answers.yahoo.com/question/index?qid=20100323213248AABBvkv

Og ekki má gleyma þessari bók:

http://www.amazon.ca/Dresden-Tuesday-February-13-1945/dp/0060006773

Umsögn: http://www.theguardian.com/books/2004/feb/07/featuresreviews.guardianreview2

 

 

 


mbl.is 70 ár frá loftárásinni á Dresden
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Þetta var í á gömlu góðu daga þegar fólkið sem slíkt var líka fullkomlega réttmætt hernaðarskotmark.

Vegna þess að fólk berst, fólk framleiðir...

Hér á Íslandi, svo ég bendi á nokkuð augljóst atriði, hefur bara einginn reynzlu af hernaði, og þar af leiðandi engan skilning á fyrirbærinu.  Fóln virðist helst halda að það sé eitthver íþrótt sem felst í að myrða börn af handahófi.

Ásgrímur Hartmannsson, 14.2.2015 kl. 19:17

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Bandamenn réttlætu dráp á 42 þúsund Þjóðverjum í Hammborg 1943 með því að út um alla borg hefðu verið dreifð fyrirtæki, sem framleiddu ýmsa hluti sem þurfti til að halda hernaði gangandi. 

Þegar skilgreiningin er svona víð er hægt að rústa hvaða borg sem er. 

Rommel og fleiri hershöfðingjar Þjóðverja vissu að stríðið var vonlaust þegar veturinn 1943 til 1944. 

Síðasta sókn Þjóðverja á austurvígstöðvunum við Kursk í júlí 1943 misheppnaðist algerlega og eftir það hafði Rauði herinn aldrei þurft að líta til baka. 

Ardennasókn Hitler í lok desemmber tafði aðeins framsókn Vesturveldanna um nokkrar vikur. Rundstedt var á móti henni, vegna þess að með henni sóuðu Þjóðverjar mönnum og hergögnum þannig að eftirleikurinn með sókn úr vestri inn í Þýskaland var bara auðveldari. 

Að vitna í einhverar hernaðaráætlanir um vörn þýska hersins er hlægilegt. Frá janúar til apríl 1945 var Hitler mest megnis að stjórna tilfærslum og aðgerðum ímyndaðra hersveita. 

Árásin á Dresden var stríðglæpur og ekkert annað. 

Ómar Ragnarsson, 14.2.2015 kl. 23:52

3 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Eftir á viska er sérgein sem ekki er öllum gefin. Húrra Ómar.

Hrólfur Þ Hraundal, 15.2.2015 kl. 01:34

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

600 þúsund flóttamenn voru í borginni þegar árásirnar voru gerðar. Hinar meintu hergagnaverksmiðjur í borginni höfðu afar litla þýðingu og voru ekki staðsettar í miðborginni. Engin hernaðarleg skotmörk voru miðuð út, heldur var borgin jöfnuð við jörðu.

Samgöngukerfi járnbrauta Þýskalands var stórskaddað og hlutverk Dresden var nánast ekkert í því tilliti.

Gunnar Th. Gunnarsson, 15.2.2015 kl. 02:15

5 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Takk fyrir þetta allir saman.

@Ásgrímur Já, það eru margir hlekkirnir sem þurfa að vinna saman til að stríð geti unnist. Hjá Þjóðverjum var einnig um að ræða mikinn fjölda hlekkjaðra, en það er önnur saga.

@Ómar Þegar Bandaríkjamenn hófu þátttöku í stríðinu var gríðarlega mörgum ljóst að Bandamenn myndu á endanum sigra.

Það sama var upp á teningnum í ársbyrjun 1945, flestum með heila hugsun var ljóst að Bandamenn myndu sigra. En stríðið var samt ekki unnið, og á því tvennu er verulegur munur.

Þeir voru líklega fleiri Bandamannamegin, en Þjóðverjar sem tóku "Alpavirkið" og "Varúlfana" alvarlega. Það breytir því ekki að það var gert.

Staðreyndin er sú að hjá Þjóðverjum má segja að því sem næst öll þjóðin hafi tekið þátt í hernaði, á einn eða annan hátt, beint eða óbeint. Það var það sem "total krieg" þýddi og hafði í för með sér.

Þessar fáu vikur sem gagnárás Þjóðverja stóð (henni er yfirleitt talið lokið 25. janúar 1945, misstu Bandamenn u.þ.b. 80.000 menn úr umferð, þarf af í kringum 9.000 fallna og yfir 20.000 "missing in action". Hátt í 50.000 hermenn voru særðir.

Þetta er gjarna talin stærsta og blóðugasta orusta Bandaríkjamanna í styrjöldinni allri. Fleiri Bandaríkjamenn fórust í "Battle of the Bulge", en á D degi.

@Gunnar Th. Nútíma sagnfræði telur að á bilinu 25 til 40.000 manns hafi látist. Flestir nú orðið tala frekar um lægri töluna.

Ég hef ekki heyrt neinn tala um "meintar" hergagnaverksmiðjur, enda framleiddu verksmiðjur Þjóðverja lítið sem ekkert annað en hergögn á þessu stigi stríðsins.

Og auðvitað skiptu þær máli, rétt eins og járnbrautirnar. Þó að kerfið væri vissulega laskað (af hverju skyldi það hafa verið) var Dresden mikilvægasti "járnbrautarpunktur" Þjóðverja í austri.

Það er hins vegar alveg rétt að framkvæmd loftárása var ekki tæknileg eða nákvæm, sérstaklega næturárása. Það var óttlegt "hipsumhaps" hvar sprengjur lentu, vegna lélegrar tæki og  vegna "mannlega þáttarins".

Stríð eins og seinni heimstyrjöldin var ekki "séntilmannlegt" stríð, þar sem "hugumprúðar hetjur föðurlandsins" berjast fyrir frelsi og mannréttindum.

Það er líka rétt að hafa í huga að Bandamenn voru ekki að koma til að "frelsa" Þjóðverja. Þeir voru komnir til að "kveða þá niður", ef svo má að orði komast.

Markmiðið var að sjálfsögðu að gera það með eins litlum tilkostnaði, ekki síst í mannslífur og mögulegt var (þó að vissulega megi deila um slikt frá hendi Rússa).

G. Tómas Gunnarsson, 15.2.2015 kl. 08:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband