Hinn Danski hryðjuverkamaður

Hér og þar um netið hefur mátt sjá deilur um hvort að einstaklingurinn sem framdi hryðjuverkin í Kaupmannahöfn hafi verið Dani eður ei.

Ég verð að viðurkenna að mér þykja þessar deilur skrýtnar.

Að sjálfsögðu er viðkomandi Dani, fæddur í Danmörku, alinn þar upp, Danskur ríkisborgari.

Hvernig getur hann verið eitthvað annað en Dani?

Þjóðerni breytist ekki eftir trúarbrögðum, litarhætti, nafni, eða öðru slíku.

Og í raun finnst mér einn af stóru fréttapunktunum við þessa sorglegu atburði, vera að einstaklingurinn er Dani.

Alinn upp í Dönsku samfélagi, fór ef til vill í Danska dagvist, sótti nær örugglega Danskan grunnskóla o.s.frv.

En þrátt fyrir allt þetta ákveður hann að fremja hryðjuverk, líklega í nafni trúar sinnar. Þó hefur ekkert komið fram um það enn, en það verður þó að teljast líklegt.

Reyndar er ýmislegt sem er sláandi líkt með hryðjuverkunum í Kaupmannahöfn og París og ekki bara skotmörkin.

Trúarbrögð, bakgrunnur og síðast en ekki síst fangelsisvist.

Og ef marka má fréttir, hvaða staðir eru það helst sem ungir múslimar eru "radíkalíseraðir"?

Ég hef helst lesið um moskur, internetið og svo fangelsi.

Hvað fangelsið varðar eru það oft hálfgerðir "smákrimmar" sem eru óneitanlega á vondum stað í lífinu, sem finna "trúnna" í fangelsi og "sjá ljósið".

Það er langt í frá bundið við Islam, þó að hryðjuverkin sem fylgja einstaka sinnum í kjölfarið séu það ef til vill.

Þó að það sé oft sterk tilhneyging til þess að gera afbrota, ofbeldis og hryðjuverkamenn að "aðkomumönnum", eða útlendingum, er það ekki rétt.

Það er engum greiði gerður með slíkum tilraunum.

Eitt af því sem íbúar í æ fleiri löndum þurfa að horfast í augu við er að hryðjuverkamennirnir tilheyra "okkur". Það er nokkuð sem "við" þurfum að horfast í augu við.

Hryðjuverkamennirnir tilheyra "hópnum", þó að þeir lifi ef til vill á jaðri hans.

Ef vil vill er það sem við óttumst hvað mest.

 


mbl.is Tveir samverkamenn handteknir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tómas: Ætli Íslendingar, búsettir í Danmörku, með börn fædd og uppalin þar, en samt töluð íslenska heima, séu sammála því að börn þeirra séu Danir? Eða verða þau það þegar og ef þau fá ríkisborgararétt?

Ingibjörg Ingadóttir (IP-tala skráð) 16.2.2015 kl. 14:19

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Ingibjörg Auðvitað má deila um allt, ef vilji er fyrir hendi. Börn Íslendinga sem eru fædd erlendis og hafa alist þar upp að fullu leyti eru ekki Íslensk.

Ekki eftir mínum skilningi.

Það þýðir ekki að þau geti ekki orðið það.

Ég hef velt þessu mikið fyrir mér, vegna þess að ég á tvö börn sem vissulega eru Íslensk að hálfu, ættfræðilega, en þau eru ekki Íslensk. ekki þegar ég hugsa málið.

En þau eru betur undir það búin að geta orðið Íslensk, seinna meir, ef þau sýna því einhvern áhuga, vegna þess að ég hef eftir fremsta megni reynt að kenna þeim Íslensku og haldið að þeim Íslensku efni, s.s. bókum og myndböndum.

En þau eru ekki Íslendingar nema að littlu leyti.

Vissulega má segja að ríkisborgararétturinn skipti mestu máli, og það er auðvitað mikill munur t.d. á barni námsmanna sem eru ef til till 4 til 6 ár í Danmörku, eða Íslendinga sem haf búið þar í áratugi og barnið eða hinn fullorðini einstaklingur hefur allist þar upp alla sína tíð.

En það er að mínu mati engin leið að halda því fram að einstaklingur sem er fæddur í Danmörku, alinn þar upp og hefur búið þar í það minnsta lengst af, sé ekki fyrst og fremst Dani. Þar skiptir ætternið, trúarbrögð, eða annað slíkt ekki mestu máli.

Ég hef líka umgengst mikið "Vesturíslendinga". Engin þeirra sem ég hef hitt, hefur litið á sig sem Íslending, þó að þeir séu flestir stoltir af uppruna sínum.  Þeir eru allir Kanadamenn.

G. Tómas Gunnarsson, 16.2.2015 kl. 14:59

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Ég hef sannreynt að báðir aðilar telja svo ekki vera. Þrítug börn Íslendinga sem fædd og uppalin eru í Danmörku teljast hvorki af Dönum vera Danir, né heldur teljast þau af íslenskum foreldrum sínum vera Danir. Einnig hef ég sannreynt að þegar á reynir skiptir engu máli hvort viðkomandi sé með danskt vegabréf í vasanum eða ekki. Það sést hvort sem er ekki í gegnum fötin. Reglugerðir eru eitt, en raunveruleikinn er annar.

Enda er markmiðið að svona eigi þetta að vera í Evrópusambandinu, paradísinni sjálfri. Hið yfirríkislega hlutverk Evrópusambandsins er að taka sig af þessu með því að viðvarandi gengisfella heimalands-réttindi ríkisborgarana í öllum aðildarlöndunum, svo að það eitt skipti máli hvort þú ert ESB-borgari eða ekki. Þess vegna finnst Dönum að búið sé að skera undan réttindum þeirra í eigin landi; Danir hafa lítinn sem engan forgang í sínu eigin landi miðað við aliens.

Og nú eru þeir sem sagt orðnir hryðjuverkamenn (terroristar). Áður voru þeir bara verkamennirnir Poulsen og Jensen og yfirleitt vel liðnir í veröldinni.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 16.2.2015 kl. 15:10

4 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Þetta er mjög upplýsandi texti:

http://soufangroup.com/wp-content/uploads/2014/06/TSG-Foreign-Fighters-in-Syria.pdf

Svo virðist sem ákveðnum týpum einfaldlega leiðist, og hryðjuverk virka spennandi og skemmtileg.

Ásgrímur Hartmannsson, 16.2.2015 kl. 17:03

5 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Gunnar Þakka þér fyrir þetta. Það eru auðvitað ótal fletir á þessum málum eins og öðrum, og þegar málið er krufið niður, er það ef til vill ekki síst persónuleg upplifun hvers og eins sem skiptir hvað mestu máli.

Hvað telur þú þig vera? Hvernig upplifir þú þig? Því að tilheyra einhverju eins og og þjóð, er ekki síst "upplifun".

Ég er sammála Morgan Freeman sem sagðist ekki vera "African American". Hann taldi sig einfaldlega "American".

Og það kanna ef til vill að vera hluti vandans, að einstaklingar í vaxandi mæli finna sig ekki "tilheyra", ekki þjóð, ekki einu eða neinu. Stundum frekar "trúbræðrum", en þeim sem þú umgengst dags daglega.

En þa er heldur ekki eins og að "heimaræktaðir" hryðjuverkamenn séu einhver nýlunda í Evrópu (og víðar), það þarf ekki að leita nema t.d. til áttunda áratugarins, til að finna "týnda", veruleikafyrrt, vel stæð ungmenni sem réðust á samfélag sitt með hryðjuverkum.

En þau voru auðvitað nokkuð "international".

Ég man nú svo sem ekki eftir því hvort eitthvert þeirra var Danskt, en það er ekki eins og það sé allur munur á Dönum og Þjóðverjum, þó að ég sé auðvitað langt í frá sérfræðingur í þeim efnum.

G. Tómas Gunnarsson, 16.2.2015 kl. 17:15

6 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

G. Tómas, þakka þér.

Það er á engan hátt hægt að líka aðstæðum í Bandaríkjunum og Kanada við aðstæðurnar á meginlandi Evrópu. Það gildir bæði um þessi mál sem við erum að tala um þ.e. þjóðernismálin og kynþáttamálin og svo  ríkjaskipan, stjórnmál, demógrafíu, myntmál, löggjafarmálin og Nation-Building.

Hvorki Bandaríki Norður-Ameríku né Kanada eru Imperial States. Evrópusambandið er fyrst og fremst Imperial-State fyrirbæri og allt sem hefur með DEMOS, ETHOS OG TELOS að gera í heimsveldum er allt örðuvísi en í þjóð-ríkjum (Nation-State). Þar er HUMANITY allt öðruvísi en í þjóð-ríki. Og miklu verra.

Bandaríkin eru þjóðríki fram í ystu fingurgóma. Það er ESB ekki og ESB er yfirríki aðildarlandanna (Supra-national). ESB getur aldrei orðið þjóð-ríki og það getur heldur aldrei orðið sambandsríki (Federation). Það getur aðeins orðið Imperial State í anda Sovétríkjanna og álíka.  

Samruni Sambandsríkis Kanada er kominn mun skemur á veg en samruni Evrópusambandsríkja. Það eru afar fáir sem gera sér grein fyrir því. 

Ég er og verð ALLTAF Íslendingur. Ég bjóð ásamt fjölskyldu minni í Danmörku í 25 ár. Nú búa engin okkar þar lengur. Við hjónin fluttum alkomin HEIM til Íslands árið 2010. Fullvaxin börnin eru einnig að tínast hingað HEIM.

Bestu kveðjur

PS; þetta er flókið mál, Tómas, og ekki tími hér hjá mér til að gera efninu góð skil.

Gunnar Rögnvaldsson, 16.2.2015 kl. 18:10

7 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Gunnar Bestu þakkir enn og aftur.

Þetta er eins og þú segir, ekki einfalt mál og verður að sjálfsögðu ekki til lykta leitt, eða útskýrt að fullu í stuttum athugasemdum eða bloggfærslu. Um það gerir engin kröfu (að ég vona að minnsta kosti).

Það er hægt að skrifa doktorsritgerðir um málefni eins og þetta, án þess að bikarinn tæmist.

En það er alveg rétt að Bandaríkin og Kanada eru öðruvísi en "Sambandið". En þau eru bæði komin styttra á veg eins þú segir, og svo lengra.

Kerfið þar er einfaldlega mikið "þróaðra", eða "slípaðra", ef svo má að orði komast.

Kanada myndi aldrei ganga upp á býsna flókins millifærslukerfis á fjármunum. "Have not" og "Have" fylki hjálpa hvort öðru fjárhagslega. Annars er engin leið til að fylki eins og Alberta og Quebec gætu verið saman í sambandsríki, hvað þá deilt gjaldmiðli.

Það er langt síðan, en þó ekki lengra en 1850, eða þar um bil, sem að alríkið Bandaríska "beilaði" út Texas, sem var þá með sinn eigin gjaldmiðil, mig minnir að hann sé oft nefndur "redback". Það "beilát" var að mig minnir fast að 20% af heildarfjárlögum Bandaríkjanna þá.

Kanada "beilaði" svo út Nýfundnaland stuttu eftir stríð. En það er enn deilt um það.

En það er flókið má að "tilheyra".

Ein meginástæða fyrir því að ég blogga hér, er að mig vantaði vettvang til að nota og hugsa á Íslensku, sem ég fann að "hvarf" æ meira, vegna notkunarleysis.

Börnin mín sem eru margtyngd, segjast yfirleitt sjálf hins vegar vera Kanadabúar (þó við búum þar ekki nú), þar fæddust þau, "uppgötvuðu sjálf sig" og eiga þaðan góðar minningar.

En ég verð að endingu að undirstrika að ég sé enga leið til þess að segja að hryðjuverkamaðurinn í Kaupmannahöfn, sé ekki Danskur.

Og eins og ég sagði áður, er það ef til vill það skelfilegasta.

G. Tómas Gunnarsson, 16.2.2015 kl. 19:14

8 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Það er mjög svo ánægjulegt að hafa þig hér á blogginu Tómas. Við þökkum fyrir það. Finnst ég þekkja, að minnsta kosti kannast við,  stöðu þína, over there ;)

G

Gunnar Rögnvaldsson, 17.2.2015 kl. 01:08

9 identicon

Takk, Tómas. Á ensku eru höfð 2 mismunandi orð fyrir það sem kallast þjóðerni hér: Nationality+Ethnicity. Það fyrr vísar til ríkisborgararéttar en það síðara til uppruna. Þess vegna er fólk t.d. Kanadamenn en etnískir Íslendingar, Írar o.s.frv.

Ingibjörg Ingadóttir (IP-tala skráð) 17.2.2015 kl. 13:38

10 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Ingibjörg Þakka fyrir þetta innlegg. Þó að það sé alltaf varasamt að fara að rífast um þýðingar, eins og umræða um EEA/ESS þýðingar sannar :-)

En þó að orð eins og nationality og ethnicity geti breytt örlítið um merkingu, eftir samhengi, þá myndi ég sjaldnast þýða þau með sama orðinu, þjóðerni.

Ethnicity, myndi ég að öllu jöfnu þýða með Íslenska orðinu uppruni, sem hæglega getur verið annar en þjóðerni.

He is  a Dane, of Icelandic ethnicity, myndi ég þýða: Hann er Dani af Íslenskum uppruna.

Þess vegna eru ennþá til örfáir Kanadamenn, sem eru sannanlega af Íslenskum uppruna, en flestir þeirra eru af blönduðum uppruna, sem er þó í ýmsum tilfellum að hluta til Íslenskur, en það er önnur saga.

G. Tómas Gunnarsson, 17.2.2015 kl. 18:36

11 identicon

Á N-Írlandi eru allir borgarar í breska konungsríkinu (U.K.) Mótmælendur eru etnískir Bretar en kaþólikkar etnískir Írar. Af því stafar deilan, en ekki af ólíkum trúarskoðunum. Og það eru þeir bresku sem eru aðkomnir, en hinir í sínu upprunalandi=írskir að þjóðerni.

Ingibjörg Ingadóttir (IP-tala skráð) 17.2.2015 kl. 20:31

12 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Ingibjörg Bestu þakkir fyrir þetta. Vandamálin á Írlandi eru margslungin og margir mismundandi fletir, ekki síst í sögulega samhengi.

En N-Írar eru Bretar. Eru þegnar í Hinu sameinaða Breska konungsveldi. Hvort sem þeir eru af Breskum (hvað sem það nú er) eða Írskum uppruna eru þeir þegnar Bretadrottningar. Þeir eru Bretar.

Það er einmitt það sem margir þeirra vilja breyta, þeir vilja vera Írar.

En svo eru þeir sem ekki vilja verða Írar, þó að þeir myndu ennþá teljast af Breskum uppruna.

G. Tómas Gunnarsson, 18.2.2015 kl. 06:21

13 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Það má svo bæta því við að eðlilega er mál sem þetta nokkuð margslungið, og lagaleg hlið og "tilfinninghliðin" fer ekki alltaf saman.

En ég myndi t.d. reikna með að margir Ástralir, vilji ekki láta kalla sig Breta, þó að margir þeirra séu óneitanlega af Breskum uppruna, og þeir deili með þeim þjóðhöfðingja.

En hvenær hættu Ástralir að vera Bretar og urðu Ástralir?

G. Tómas Gunnarsson, 18.2.2015 kl. 09:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband