Viðurkenndi Putin óvart að Rússar hafa verið að sjá "aðskilnaðarsinnum" fyrir "þungavopnum"?

Eins og margir óttuðust virðist ekki mikið hald í vopnahléinu sem samið var um í Ukraínu. Svokallaðir "aðskilnaðarsinnar" (í raun Rússar) virðast ekki álíta að vopnahléið nái til allra svæða.

Það gefur því miður ekki mikla ástæðu til bjartsýni um að viðvarandi friður náist.

En nú hefur samkomulagið, sem oftast gengur undir nafninu "Minsk II" verið birt.

Þar vill Finnskur "þankatankur" meina að hafi slæðst inn, líklega fyrir hreina yfirsjón Rússa, viðurkenning á því að Rússar hafi verið að sjá svokölluðum "aðskilnaðarsinnum" fyrir hergögnum.

Reyndar hefur aldrei verið talinn neinn vafi um slíkt, af hálfu vestrænna ríkja, eða Ukraínskra stjórnvalda, en Rússar hafa ávallt þrætt fyrir slíkt.

Eins og Finnarnir segja í greiningu sinni:

Although probably accidentally, the document provided proof of direct Russian military involvement in the conflict. Among the heavy weapons to be withdrawn is the Tornado-S, which is explicitly mentioned. This high-tech, longrange multiple-launch rocket system (MLRS) entered into service in the Russian Federation in 2012, and is operated by no other state. Hence, if Tornados are to be withdrawn from the conflict zone, they could not have originated from anywhere but Russia.

Þar eru Finnarnir að vísa til 2. greinar "Minsk II" samkomulagsins, þar sem segir m.a.:

2. Withdrawal of all heavy weapons by both sides by an equal distance to create a security zone at least 50 kilometers wide for artillery systems of caliber of 100 millimeters and more; 70 km wide for Multiple Rocket Launching Systems (MLRS) and 140 km wide for MLRS "Tornado-S", "Uragan", "Smerch" and tactical missile systems "Tochka" and "Tochka-U": .....

Þó að vissulega enginn hafi raunverulega talið vafa leika á að Rússar hafi lagt til vopn og menn í stríðið í Ukraínu, hljóta það að teljast all nokkur tíðindi að það sé staðfest þannig, ef marka má Finnana, á pappír.

Ef að vopnahléssamkomulagið heldur það ekki, er það verulegt högg fyrir Evrópusambandið, og þó líklega sérstaklega Angelu Merkel, sem lagði mikið á sig til að samkomulag næðist.

Það verður að teljast líklegt, að ef sú verður niðurstaðan, sé það traust sem Putin og Rússar njóta nokkurn veginn uppurið og stríðið haldi áfram að magnast.

Það verður þá líklegra en áður að vopnasendingar hefjist til Ukraínu frá Vesturveldunum, sérstaklega Bandaríkjunum.

Eins og er er það bærinn Debaltseve sem er í hlutverki púðurtunnunar. Hvort hún springur eður ei, kemur í ljós á næstu dögum.

P.S. Hér er smá fróðleikur um "Tornado S".

 

 


mbl.is Vopnahléið virt að mestu leyti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband