Enn ein árás á málfrelsi og gyðinga

Enn ein árás á málfrelsi og gyðinga er staðreynd. Nú í Danmörku.

Enn ein árás sem á rætur sínar að rekja í trúarkreddur og hatur. Hatri á frjálsri tjáningu og hatri á gyðingum.

Okkar nútíma samfélög eru í raun ótrúlega berskjölduð gagnvart árásum sem þessari. Þó má telja líklegt að viðbúnaður á báðum stöðum hafi komið í veg fyrir að ver fór. Að tala látinna er ekki mældur í tugum.

En á hvorum stað um sig létu einstaklingar lífið. Einn vegna þess að hann mætti á fund um Islam og tjáningarfrelsi, annar vegna þess að hann stóð vörð um bænahús gyðinga.

Fimm lögreglumenn eru særðir.

Og um leið og við verðum að hafa í huga að við megum ekki líta alla múslima hornauga, þá verður ekki hjá því komist að leita orsakanna í trú þeirra, eða öllu heldur hatursfullri túlkun á henni.

Það er engin leið að líta fram hjá þeirri staðreynd að ofbeldið, hatrið og viljinn til árása á sér uppruna hjá hatursfullum predikurum, sem telja sig tala í nafni guðs og spámannsins og virðast eiga furðu greiðan aðgang að moskum og bænahúsum.

Nú stöndum við öll með Dönum, og sjálfsagt myndu flestir taka undir kallaið, ég er Dani.

En um leið ættum við öll að hugleiða hvernig það er að vera gyðingur í Evrópu í dag, og hvernig staða þeirra er.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


mbl.is Um sama árásarmann að ræða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband