Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2015
Þetta er góð saga, ein af þessum skemmtilegu sögum sem gerast út um allan heim, flesta ef ekki alla daga. Þær eru alls konar, frá ýmsum löndum, um alls konar málefni, um allra handa fólk, úr öllum stéttum.
Þessi vekur þó meiri athygli en margar aðrar vegna kringumstæðna.
Í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslu um hjónabönd samkynhneiðgra á Írlandi kemur einn af prestum kaþólsku kirkjunngar út úr "predikunarstólnum" og ákveður að hætta að lifa í lyginni, segir safnaðrbörnum að hann sé samkynhneigður og hvetur þau til að greiða atkvæði með réttindum samkynhneigðra til að ganga í hjónaband.
Það kemur ekki fram í fréttinni hvort hann er þeirrar skoðunar að prestar megi giftast, samkynhneigðir eður ei.
Ég veit ekki hver örlög Dolan´s verða innan kirkjunar, hvort hann heldur starfi sínu eður ei.
Kaþólska kirkjan berst gegn hjónaböndum samkynneigðra ef ég hef skilið rétt.
Það leiðir aftur hugann af því hvað okkur finnst um starfsemi trúfélaga sem í starfi sínum ganga gegn því sem svo mörgum finnst rétt, og jafnvel er fest í landslög.
Til dæmis að konum sé meinuð ákveðin menntun og störf.
Eða að trúfélög berjist gegn almennum réttindum samkynhneiðgra í þjóðfélaginu, burtséð frá því hvaða siði þau kjósa að halda innan safnaðanna.
Þarna stangast á víða um lönd mannréttindaákvæði og svo trúfrelsi.
Og hvort er rétthærra?
Líklega má færar fyrir því rök að trúfrelsið sé öflugra, þvi eftir allt saman þá geta einstaklingar víðast hvar valið sér trúfélög.
En að ríkið sé í samstarfi við slík félög, t.d um innheimtu sóknargalda er öllu vafasamara.
Kaþólska kirkjan á sér ljóta sögu og fleiri beinagrindur í skápum en tölu verður kastað á í fljótu bragði.
Yfirhilmingar glæpa, fjármálaspilling, mannfyrirlitning, skipulagðar ofsóknir o.s.frv
Nýr páfi sýnist þó vera steyptur í annað mót en flestir fyrirrennarar hans, það gefur ástæðu til örlitlar bjartsýni, en það á vissulega eftir að koma í ljós hvernig honum miðar áleiðis.
Út úr skápnum í predikunarstólnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.1.2015 | 10:18
Auðvitað þarf ekki að notfæra sér tjáningarfrelsið
Það má oft heyra talað á þeim nótum að við þurfum ekkert að vera að birta skopmyndir sem særa eða móðga einhverja sem tilheyra þessum eða hinum trúarhópnum.
Og það er alveg rétt.
Enda eru líklega flestir sem ekki gera það.
Sumir hafa þó gaman af því að skoða góðar skopmyndir og aðrir hafa gaman af því að gera þær. Sumar eru rætnar o.s.frv.
En það er svo mart sem við þurfum ekkert að gera.
Konur þurfa auðvitað ekkert heldur að vera að fara í sundbol, hvað þá bikini. Það eru til sundföt sem hylja líkamann svo til alveg. Það tapar enginn neitt á því að skilja meira eftir handa ímyndunaraflinu.
Það er heldur engin ástæða fyrir þær að vera alltaf að sýna sig í stuttum pilsum, varalitaðar, með augnskugga og alls kyns annað undarlegt sem ég kann ekki að nefna. Það eru til einstaklingar sem finnst slíkt ekki tilhlýðilegt og þetta er auðvitað algerlega óþarft, svo ekki sé minnst á randýrt. Flest af þessu er svo keypt fyrir dýrmætan gjaldeyri.
Það er ekki eins og konur séu ekki fallegar ómálaðar og kappklæddar.
Og við karlar, við þurfum auðvitað ekkert að vera að raka okkur. Það finnst mörgum ekki tilhlýðilegt að fullorðnir karlmenn séu alveg "allsberir" í framan. Það er heldur ekki eins og þau kosti ekkert rakvélarblöðin. Sem betur fer er þó tíska núna að safna skeggi, þannig að Íslendingar líta út fyrir að vera þokkalega trúræknir. Hver veit, það getur ef til vill aukið fjölda múslimskra ferðamanna, ef við reynum að skapa áreitisminna umhverfi. Þetta fer líka ljómandi vel við lopapeysur.
Það væri nú ekki til of mikils mælst að hvíldardagar væru virtir. Auðvitað er það sárt fyrir marga að sjá Mammon tilbeðinn alla daga vikunnar, á mörgum stöðum 24 tíma á sólarhring. Það myndi nú ekki kosta okkur mikið að sýna þessa tilitssemi, frekar að það sparaði okkur fé.
Og áfengisdrykkjan. Áfengi á boðstólum alla daga út um allt. Ungt fólk sullandi í áfengi helgi eftir helgi. Auðvitað er það augljóst að slíkt gera ekki einstaklingar sem bera virðingu fyrir guði. Það getur tekið á taugarnar að horfa upp á slíkt fyrir þá sem "vita betur". Og það er auðvitað svo að mörg okkar mega alveg við því að drekka minna, og við getum sem best gert það heima hjá okkur. Svona bara prívat.
Svo er eitt sem er alger óþarfi, það er að vera alltaf að skipta sér af því sem "nágranninn" er að gera. Það er auðvitað erfitt vegna þess að oftast nær "vitum" við svo mikið meira og betur en hann.
Og ef að hann er að gefa eitthvað út sem okkur líkar ekki, þá kaupum við það ekki, og lesum það ekki.
Og lifum hamingjusöm upp frá því, eða hvað?
Grín og glens | Breytt s.d. kl. 10:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
14.1.2015 | 09:26
Tvöföld ástæða til að syrgja málfrelsið?
Árásin á skrifstofur Charlie Hebdo var svívirðileg. Að taka einstaklinga af lífi vegna þess að þeir höfðu tjáð sig með þeim hætti að árásarmönnunum þótti óásættanlegt er hrein illska.
Hroki í sinni hreinustu mynd.
Ef þú getur ekki hagað þér svo mér líki, þá drep ég þig.
Og þó að viðrbrögðin við árásinni viða um lönd hafi verið frábær, var auðvitað langt í frá að svo væri um þau öll.
Sloganið Je suis Charlie flaug um víða veröld. Je suis Ahmed breiddist líka út, til virðingar fyrir múslimska lögreglumanninum sem lét lífið í árásinni.
Je suis juif, var líka mikið notað til að lýsa samstöðu með fórnarlömbum grimmilegrar árásar á matvöruverslun, þar sem fjórir gyðingar voru teknir af lífi.
En fjórða "sloganið" flaug ekki eins víða, en var þó samt ótrúlega útbreitt.
"Je suis Kouachi".
Auðvitað er það sorglegt að fjölmargir einstaklingar sjái ástæðu til þess að lýsa yfir samstöðu með hryðuverkamönnunum.
En er það glæpur?
Það er hræðilegt að heyra kennara í Frönskum skólum kvarta undan því að börn hafi lýst þvi yfir þegar fórnarlamba ódæðisverkanna var minnst, að þeim þyki verst að hafa ekki Kalashnikov, svo þeir geti drepið kennarann.
Slík börn eiga augljóslega við vandamál að stríða. Uppeldisvandamál.
En er það glæpur?
Jafn ógeðfellt og smekklaust það er að lýsa yfir samstöðu með þeim sem rétt hafa lokið við að myrða næstum tvo tugi saklausra einstaklinga, þá hljótum við að velta því fyrir okkur hvort að slíkt sé glæpur sem varði fangelsisvist.
En Frakkar eru í stríði við hryðjuverkamenn, eru ekki ólíkleg mótrök. Gerir það ekki þá sem lýsa yfir stuðningi eða samúð með hryðjuverkamönnum að ættjarðarsvikurum, "kvislingum"?
En ef orð duga til að teljast ættjarðarsvikari, eða "kvislingur", er líklegt að þeir hafi í gegnum tíðina verið fleiri en við höfum gjarna talið, og ekki ólíklegt að þeir verði fleiri, þó að ég vilji ekki gera lítið úr máltækinu, "orð eru til alls fyrst".
Hefðu Bandaríkjamenn betur handtekið alla þá sem lýstu yfir stuðningi við N-Víetnam á tíma Víetnam stríðsins, svo ég nefni nú ekki þá sem ferðuðust til Hanoi?
Það var líka skoðanakönnun sem sýndi að u.þ.b. 20% Breskra múslima voru "sympatískir" gagnvart hryðjuverkamönnunum sem myrtu tugi einstaklinga og særðu tæplega 800 í London og og oft er kallað 7/7.
En man þó ekki eftir neinum handtökum og fangelsunum, slíku tengdu.
Persónulega finnst mér líka ójöfnu saman að líkja, að vera með "ráðningarskrifstofu" fyrir hryðjuverkasamtök og svo að hafa látið smekklaus orð falla um stuðning við hryðjuverk.
En svona er ástandið í Frakklandi í dag. Ekki er ólíklegt að slíkt eigi eftir að breiðast út um Evrópu.
En er þetta rétta leiðin til að vinna "stríðið"?
Hvað myndi "Charlie" segja um slík lög?
Eða kemur að því að Frakkar þurfi að banna Charlie, til að viðhalda "allsherjarreglu"?
Dæmdir fyrir að sýna samkennd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.1.2015 | 17:26
McCarthySambandið?
Víða í fjölmiðlum og netinu hefur mátt lesa að undanförnu um áætlaðan fjölda einstaklinga frá hínum ýmsu ríkjum sem berjast með hinu Íslamska ríki.
Ekki síst hafa þessir einstaklingar komið frá ríkjum Evrópusambandsins, hlutfall þeirra frá Norðurlöndunum hefur verið hlutfallslega hátt og hafa leyniþjónustur og stjórnmálamenn lýst yfir áhyggjum sínum af þessari þróun og rætt um hvernig megi sporna við henni og koma í veg fyrir að einstaklingarnir geti snúið aftur. Jafnvel þó að þeir séu bornir og barnfæddir í ríkjum "Sambandsins", eða öðrum Evrópuríkjum.
Og stjórnmálamennirnir koma fæstir úr flokkum sem Íslenskir fjölmiðlar eru vanir að afgreiða með forskeytinu "öfga".
Hvernig halda Íslendingar almennt að þesar upplýsingar liggi fyrir?
Er það vegna þess að tilvonandi hryðjuverkamenn og "jihadistar" sendi bréf eða tölvupóst til hagstofa viðkomandi landa, eða kemur eitthvað annað til?
Er allt Evrópusambandið að breytast í "McCarthyiskt" eftirlitsríki, fasískt stórveldi eða hvað er um að vera?
Varla trúum við því að um einhverjar "bakgrunnsrannsóknir" sé að ræða? Það eru meira að segja vinstri menn við völd í mörgum þessum ríkjum. Góða fólkið.
P.S. Mig rekur ekki minni til þess að hafa lesið mikla gagnrýni á að Franska lögreglan hafi fylgst með Kouachi bræðrunum. Hún hefur frekar gagnrýnd fyrir að hætta því. En líklega komst lögreglan aðeins á slóð þeirra, vegna þess að þeir höfðu þetta "týpíska terroristalúkk".
P.S.S. Íslenskir stjórnmálamenn þurfa að læra að orðalag skiptir máli og það eru alla jafna gerðar meiri kröfur til þeirra en okkar "bloggarana".
Það getur vel verið að þeim þyki það ósanngjarnt, en ég tel það engu að síður staðreynd.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
13.1.2015 | 13:16
Stóra stóra fjarvistarmálið
Það hefur verið verulega merkilegt að fylgjast með hvernig stóra stóra fjarvistarmálið hefur spunnist um fjöl- og samfélagsmiðla.
Víða er þetta orðið að stórhneyksli og ef ég hef skilið málið rétt, hefur málið gert Íslendingum ljóst að forsætisráðherra er ekki hæfur til að gegna embættinu og hætta er á að Ísland verði að úrkasti á meðal þjóðanna.
Sumir tala eins og við höfum móðgað Frakka, ef ekki "aljþjóðasamfélagið" og líklega megi eiga von á harðorðum diplómatískum skilaboðum frá Franska sendiherranum á hverri stundu.
Líklega tók þó engin verulega eftir fjarveru Íslendinga, nema Sarkozy, sem sá sér leik á borði og skaust í fremstu röð, enda drjúgt pláss af því að Sigmundur Davíð var upptekinn við annað.
En skoðum málið aðeins.
Engum var boðið til fjöldafundarins, en þau "boð látin út ganga að tekið yrði vel á móti öllum". Fjöldi þjóðhöfðingja hvaðanæva að úr heiminum koms saman. Líklega 20 til 30% af löndum heims sendi "sinn mann".
Tók einhver eftir því að það sendu ekki öll Evrópusambandslöndin sinn fulltrúa? Logar "heimspressan" yfir þeirri svívirðu?
Tók einhver eftir því að ekki öll EFTA löndin voru voru með fulltrúa í göngunni? Og þá er ég ekki bara að tala um ísland.
Tók einhver eftir því að Sigmundur Davíð var ekki í göngunni? Nema auðvitað við Íslendingar (konan mín hefur ekki einu sinni skammað mig fyrir þetta og vilja þó sumir meina að hún noti hvert tækifæri) og þá aðallega í réttu hlutfalli við pólítíska afstöðu okkar.
Að þessu sögðu, þá er rétt að taka fram að ég er þeirrar skoðunar að það hefði verið gott að Íslendingar hefðu sent fulltrúa í gönguna, þó að ég vilji ekki gera lítið úr sendifulltrúanum sem fór fyrir okkar hönd. Þeirri skoðun hef ég lýst í bloggi nýverið. Sjá: Ríkisstjórnin átti að biðja Jóhönnu.
En þetta er löngu komið út fyrir það sem eðlilegt getur talist.
Það fer betur á því að Íslendingar mundu róa sig niður og búa sig undir, bæði á líkama og sál, að taka umræðuna af krafti, þegar einn eða fleiri ráðherrar FARA til til Qatar til að horfa á handbolta.
13.1.2015 | 07:17
Ef það er ekki Sigmundi, þá er það Bjarna að kenna
Íslensk umræða er oft undarleg og óvægin. Íslendingar (margir hverjir) virðast vera frekar gjarnir á að "skrýmslavæða" hana.
Og ef að næst að búa til "skrýmsli", má gjarna kenna því um flest og og best að hamra járnið, ef ekki skrýmslið á meðan það er heitt.
Ég las í morgun frétt á Visir.is, þar sem Ferðaþjónusta fatlaðra er harðlega gagnrýnd og lagt til að Sigmundur Davíð og Bjarni Benediktsson verði gert að nýta sér þjónustuna í mánuð svo þeir upplifi hvernig þjónustan sé á eigin skinni.
Það er gömul saga og ný, að ráðamenn hefðu ekkert nema gott af því að kynnast hvernig hlutirnir eru á "hinum endanum", þegar þjónusta sem hið opinbera veitir er til umfjöllunar og umræðu.
En í þessu tilfelli er þó ekki um Bjarna eða Sigmund að ræða.
Þjónustan er alfarið á höndum sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu, í gengum Strætó. Ég veit ekki hvort að málefni almenningssamgangna eru minna mikilvæg en skipulagsmál, og það þætti tilhlýðilegt að ríkisvaldi gripi inn í. Sjálfsagt má kanna það.
En auðvitað á að beina málinu, til Dags Eggertssonar, Björns Blöndal, Sóleyjar Tómasdóttur, Halldórs Svanssonar, Ármanns Ólafssonar, Gunnars Einarssonar og Haraldar Haraldssonar (sjálfsagt gleymi ég einhverjum).
Hvort að þau hefðu gott af því að notfæra sér þjónustu Ferðaþjónustu fatlaðra í mánuð, eða eru reiðubúin til þess, veit ég ekki, en ég skil hugsunina á bakvið hugmyndina mjög vel.
Nú er hins vegar ekki rökrétt að stökkva upp á nef sér yfir því hvort að einstaklingur dragi ranga einstaklinga eða ráðamenn til "ábyrgðar", þegar hann fjallar um eitthvert mál á bloggi eða "Feisbúkk".
Hvort sem það stafar af þvi að hann veit ekki hvar ábyrgðin liggur, eða hann vonast einfaldlega eftir því að ríkisvaldið grípi fram fyrir hendurnar á sveitarfélögunum.
En þegar einn af stærstu fjölmiðlum landsins "tekur" blogg eða "Feisbúkkar" færslu upp eigum við að gera meiri kröfur.
Þar finnst mér að fram eigi að koma hvernig í málinu liggur, og eðlilegt við slíkt tækifæri að hafa samband við þann sem "færsluna" á og ræða málið og í hvernig því liggur.
Annað finnst mér ákveðin "hliðrun" á sannleikanum.
En svo má líka segja við sjálfan sig að "lengi taka skrýmslin við".
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.1.2015 | 06:45
Tvíræðar túrismaauglýsingar
Íslensk ferðaþjónustufyrirtæki hafa stundum legið undir ámæli fyrir nota tvíræð skilaboð í auglýsingum sínum. Ýjað sé að kynlífi og lauslæti.
Líklega fer því best á að vera ekkert að tala mikið um "Bárðarbunga" og eldgosið þar í grend, á Ítalska markaðnum.
13.1.2015 | 06:38
Það sem gerist á Íslandi getur gerst í öðrum löndum
Nú er byrjað að koma upp í umræðun á Íslandi hvort að það gæti hafa gerst að Íslenskur múslimi hafi hugsanlega farið og fengið þjálfun hjá einhverjum hryðjaverkasamtökum eða jafnvel barist með IS.
Mörgum finnst þetta fáranleg umræða, algerlega óþörf og ef eitthvað er særandi.
En rétt eins og það sem gerist á Íslandi getur gerst í öðrum löndum (það kemur ef til vill einhverjum á óvart, en bankahrun er ekki Íslensk "uppfinning") þá getur það sem gerist í öðrum löndum, líka gerst á Íslandi.
Til samanburðar má nefna að talið er að í Eistlandi búi 3500 múslimar (íbúafjöldi Eistlands er ríflega fjórfaldur íbúafjöldi Íslands).
Stærstur hluti þeirra er komin af Tatörum, eða rekur uppruna sinn til Azerbajan. Hópurinn hefur búið í Eistlandi í aldaraðir.
Síðasta ártuginn hafa svo littlir hópar innflytjenda frá Afríku og Mið-Austurlöndum bæst í Múslimska samfélagið og einnig taka Eistlendingar upp Múslimska trú.
Þetta er ekki stór hópur, en samt er Eistneska Leyniþjónustan KaPo, fullviss um að nokkrir Eistneskir ríkisborgarar berjist með IS. Fyrst var aðeins vitað um einn, nú er er talinn vissa um að þeir séu fleiri.
Leyniþjónustan sér ástæðu til að taka það fram, að þeir sem snúist til Islam, séu ef eitthvað er "stífari" í trúnni
Þetta gerir það ekki að verkum að það sé sjálfgefið, eða óumflýjanlegt að einhver Íslenskur múslími fari og berjist fyrir IS, eða starfi fyrir einhver hryðjuverkasamtök.
En Íslendingar geta ekki, og eiga ekki að útiloka það. Ekki frekar en nokkuð annað.
Og umfram allt er óþarfi að loka augunum og segja að það sé óþarfi að ræða neitt í þessa átt.
En það er enginn ástæða til að láta eins og Ísland sé á "járnbrautarteinum" og leiðin geti aðeins legið í eina átt.
Og þegar rætt er um hryðjuverk eða hættu á slíku á heldur ekki að láta eins og hættan komi aðeins úr einni átt.
Það er fleira en Oslo, sem gæti orðið "okkar eigin".
12.1.2015 | 19:50
Rússar segja að sjónvarpsstöð á Rússnesku myndi ógna málfrelsi
Það verður ekki af Rússneskum ráðamönnum skafið, fas þeirra, tal og ákvarðanir verða æ undarlegri.
Margir hafa án efa lesið fréttir nýlega um að transfólki hafi verið bannað að aka bifreiðum í Rússlandi.
Hvers vegna?
Jú, hann telur að hún muni senda út "and" áróður (counter propaganda).
Hvort að það er tilviljun að þetta kemur í fréttunum daginn eftir að "aðal" utanríkisráðherrann var í París að rölta til stuðnings mannréttindum og tjáningarfrelsi get ég ekki dæmt um.
Það er ekki hægt annað en að velta fyrir sér hvort að Rússneskir ráðamenn yfirleitt skilja hugtök eins og mannréttindi og málfrelsi.
En að sjálfsögðu er það alvarlegt mál frá Rússneskum sjónarhól, ef þeir eru ekki einir um áróðurinn.
12.1.2015 | 13:37
Múslimar sem eru á móti tjáningarfrelsi geta farið ....
Sem eðlilegt má telja hafa voðaverkin í París vakið hörð viðbrögð víða um heim. Engin stjórnmálamaður hefur þó líklega talað eins hreint út og Hollenski stjórnmálamaðurinn Ahmed Aboutaleb. Aboutaleb hefur orð á sér fyrir að vera beinskeyttur og óvæginn, en margir eru þó þeirrar skoðunar að aldrei hafi hann verið hvassari en nú.
Í viðtali við Hollenska sjónvarpsstöð sagði Aboutleb að best væri fyrir múslima sem ættu erfitt með að sætta sig við frelsi og frjálsa tjáningu að yfirgefa Holland. Þeir voru betur komnir í öðrum löndum þar sem þeir gætu verið "þeir sjálfir".
Það sem ekki síst vekur athygli á þessum ummælum er að Aboutleb er múslimi, fæddur í Marokkó. Hann er borgarstjóri í Rotterdam og er fyrsti músliminn og innflytjandinn til að verða borgarstjóri í stórborg í Hollandi. Hann hefur verið borgarstjóri síðan 2009.
Aboutleb er borgarstjóri fyrir Hollenska Verkamannaflokkinn (de Partij van de Arbeid (PvdA)). Flokkurinn er yfirleitt talinn sósíal-demókratiskur flokkur.
Spurning hvort að Íslenskir fjölmiðlar fara að tala um hann sem öfga sosíal-demókratískan flokk?
Hér fyrir neðan má lesa frásögn NLTimes af sjónvarpsviðtalinu.
Rotterdam Mayor Ahmed Aboutaleb appeared on television programme Nieuwsuur Wednesday night, and lashed out at Muslims living in this society despite their hatred of it. It is incomprehensible that you can turn against freedom, he said. But if you do not like freedom, in Heavens name pack your bag and leave.
There may be a place in the world where you can be yourself, he continued. Be honest with yourself and do not go and kill innocent journalists, Aboutaleb, a Muslim himself, said.
And if you do not like it here because humorists you do not like make a newspaper, may I then say you can fuck off.
This is stupid, this so incomprehensible, he also said. Vanish from the Netherlands if you cannot find your place here.
Mayor Aboutaleb also expressed remorse at how Muslims will now be looked at in the Netherlands. All those well-meaning Muslims here will now be stared at.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)