Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2015

Að fara eða fara ekki? Ríkisstjórnin átti að biðja Jóhönnu um að fara

Hefði ég viljað að Íslenskur ráðherra hefði verið í göngunni í París?  Já, það hefði vissulega verið æskilegt.

Finnst mér það skandall að svo hafi ekki verið.  Nei, Íslendingar áttu sinn fulltrúa.  Það er engin nauðsyn að hann sé "fyrirmenni". En við hefðum getað sent okkar fulltrúa, og sent hljóðlát skilaboð um leið.

Fyrst að enginn ráðherra átti heimangengt, hefði best farið á því að ríkisstjórnin hefði snúið sér til Jóhönnu Sigurðardóttur og beðið hana um að vera fulltrúa Íslendinga.

Jóhanna er fyrrverandi forsætisráðherra, fyrsta konan sem gegnt hefur því embætti á Íslandi og jafnframt fyrsti samkynhneigði forsætisráðherra veraldar, alla vegna opinberlega.

Það hefði sent skýr skilaboð, þó þau væru ef til vill ekki hávær.  Því að gangan í gær snerist um fleira en tjáningarfrelsi, hún snerist um mannréttindi.  Það er ekki svo að prent og tjáningarfrelsi séu einu mannréttindin sem hinir múslímsku hryðjuverka og öfgamenn hatast við.

Innanlands sem utan hefði það sent þau skilaboð að málefnið væri hafið langt yfir einstaka stjórnmálaflokka eða stjórn og stjórnarandstöðu.

En þó að vissulega hafi mér þótt nokkuð mikið til fundarins koma, má að mörgu leyti  taka undir gagnrýni sem þessa.

Ef til vill er batnandi mönnum best að lifa og við kjósum að trúa því að þeir hafi meint eitthvað með þessari göngu, en þarna gekk m.a. utanríkiráðherra lands sem er nýbúið að ráðast inn í annað land, er þekkt fyrir illa meðferð á blaðamönnum og bannaði fyrir skömmu transfólki að keyra bifreiðar. 

En vissulega skrifum við ekkert með bifreiðum.

Eigum við að velta því fyrir okkur hvernig Charlie Hebdo hefði tekið á því?  Ef til vill á blaðið það eftir.

P.S.  Það er nú líklega mun algengara að Íslenskir ráðamenn séu gagnrýndir fyrir að fara á alls kyns atburði erlendis, þar sem nærvera þeirra "hefur lítinn tilgang" og "engin áhrif" og gerir þeim "kleyft að lenda á mynd með "alvöru" þjóðhöfðingjum", "allt á kostnað almennings".

Og hvað hefði Sigmundur nú fengið í dagpeninga ef hann hefði farið?

 

 

 


mbl.is Tímaskortur hamlaði för ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrirsagnir segja sögu

Ég fékk þennan hlekk sendan í tölvupósti frá kunnningja mínum.

Í tölvupóstinum var aðeins hlekkurinn og þrjú orð.

Hvað finnst þér?


Je suis juif

Hryðjuverkin Í París hafa komið róti á huga margra okkar. Það er ótrúlegt að lesa um að skopmyndateiknarar séu myrtir vegnar teikninga sinna, lögreglumenn skotnir á götunum og viðskiptavinir matvörubúðar gjaldi með lífi sínu vegna trúarbragða sinna.

Og við tókum mörg undir og sögðumst vera Charlie - Je suis Charlie.

Je suis Ahmed, fylgdi í kjölfarið,  til minningar og til að virðingar við lögreglumanninn, Ahmed Merabet, sem var múslimi og galt með lífi sínu fyrir að standa vörð um skrifstofur Charlie Hebdo.

En morðin í matvöruversluninn eiga skilið athygli okkar.

Þar lét engin lífið fyrir hvað hann hét.  Þar var engin myrtur vegna stöðu sinnar.  Þar voru fjórir einstaklingar teknir af lífi fyrir að vera gyðingar.

Það ætti að hvetja okkur til að sýna samstöðu okkar og segja Je suis juif, ég er gyðingur.

 


mbl.is Milljón manna gengur um götur Parísar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ef það kemur í ljós að eitthvað sé hugsanlega rangt...

Ég hef aldrei verið mjög hrifinn af eða talsmaður þess sem gjarna er kallað "fjölmenningarsamfélag", allra síst hjá smáum og fámennum þjóðum.  Það er þó rétt að hafa í huga að skilgreining á "fjölmenningarsamfélagi" er nokkuð á reiki, og ekki alltaf ljóst hvort að einstaklingar séu að tala um  nákvamlega sama hlutinn.

Oft virkar þetta sem það sem kalla má illa skilgreindur "frasi".

Það er líka rétt að hafa í hug að þó að talað sé um "eina menningu", þýðir það ekki að ólíkir, framandi menningarstraumar og áhrif, séu ekki velkomnin og raunar nauðsynleg, nú sem endranær.  Og í flestum ef ekki öllum samfélögum finnast mismunandi "menningarkimar" og hafa alltaf gert.

En mér finnst ég verða var við nokkra hugarfarsbreytingu, hér og þar á netinu undanfarna daga og ýmsir sem hafa talað fyrir "fjölmenningarsamfélagi" séu orðnir efins, eða vilji að meiri "aðlögun" eigi sér stað.

Þó að vissulega rétt að taka mið af slíkum sinnaskiptum, er rétt að hafa eftirfarandi í huga.

Þegar tveir eða fleiri skiptast á skoðunum, og í ljós kemur að ein skoðunin sé röng, eða sá sem hefur haldið henni fram viðurkennir það, þýðir það ekki að hin, eða hinar skoðanirnar séu sjálfkrafa réttar.

Stundum þarf að hugsa málið alveg upp á nýtt.

 

 


Brosandi bulla þeir um IceSave

Nú kringum jól og áramót mátti sjá ýmis skrif um endurheimtur Breta og Hollendinga á þim fjármunum sem þeir lögðu fram til reikninghafa IceSave. 

Eins fram hefur komið eru heimturnar all góðar og betri en oft var reiknað með.  Enginn vissi fyrirfram hvernig þær myndu ganga.

En nú þegar upplýst var að Bretar og Hollendingar hefðu fengið u.þ.b. 85% af höfuðstól krafna sinna greitt, upphófst skrýtinn málflutningur víða.

Það var byrjað að tala um að Íslendingar væru að greiða IceSave, með bros á vör. Ýjað að því að allt umstangið hefði verið blekking, þjóðaratkvæðagreiðslurnar óþarfi og allt væri eiginlega í þeim farvegi sem þeir sem vildu semja ætluðu að málið færi í.

Þetta ætti líklega að þýða að þeir hefðu haft rétt fyrir sér alla tíð og Íslendingum væri hollast að hlusta á þá í framtíðinni.

Þess vegna langar mig að vekja athgli á góðri grein sem mér var send slóðin af, en hana má finna á Kjarnanum.

Þar skrifar Sigríður Mogensen góða grein undir fyrirsögninni: Við brosum því við borgum ekki Icesave.

Ég vil hvetja alla til að lesa greinina, en þar segir Sigríður m.a.:

Ef pólitík er vikið til hliðar eru staðreyndir málsins nokkuð einfaldar og skýrar. Það er mjög mikilvægt að sagan sé skrifuð eftir staðreyndum, sérstaklega í hagsmunamáli að stærðargráðu við Icesave málið.

Að halda því fram að þjóðin sé nú að greiða Icesave höfuðstólinn er ótrúlega furðuleg röksemdarfærsla. Eignir voru fluttar úr gamla Landsbankanum yfir í þann nýja og hluti af greiðslunni fyrir þær eignir er í formi skuldabréfs í erlendum gjaldeyri (oft nefnt Landsbankabréfið) sem nýji bankinn þarf að standa skil á gagnvart þrotabúinu. Greiðslur af skuldabréfinu munu vissulega renna til helstu kröfuhafa þrotabúsins, sem eru bresk og hollensk stjórnvöld. Icesave samningarnir hefðu ekki breytt uppgjörinu á milli gamla og nýja Landsbankans, en til viðbótar hefði ríkissjóður verið í ábyrgð fyrir því að forgangskröfuhafar þrotabús einkabankans fengju kröfur sínar greiddar upp í topp. Ásamt því að inna af hendi sligandi vaxtakostnað vegna þeirrar skuldbindingar.

Það væri kærkomið ef þjóðin gæti í sameiningu þakkað fyrir að svo fór ekki. Óháð því hver afstaða fólks var á sínum tíma í málinu. Hún skiptir ekki máli í dag. Íslendingar unnu fullnaðarsigur fyrir EFTA dómstólnum – skattgreiðendur bera ekki ábyrgð á höfuðstóli Icesave krafnanna og greiða hann ekki. Vonandi ber virtum álitsgjöfum sú gæfa að reyna ekki að telja þjóðinni trú um annað.

 

Það er engu líkara en að "IceSave hákarlinn" hafi ekki komist í neitt feitara en að gleypa "sannleikann" hjá sumum þeirra sem börðust undir "merki hans".

 

IceSave Shark 

 


Um "skuld" ríkisins við kirkjuna

All nokkuð hefur verið fjallað um meinta skuld ríkisins við kirkjuna, vegna illskiljanlegra laga um sóknargjöld og túlkanir á þeim.

Oft hefur mátt lesa í fréttum að upphæðin sé um 660 milljónir.

Sumir vilja þó halda því fram, að "umminu " slepptu, sé upphæðin 666 milljónir.

Það er gott að hlægja í morgunsárið.

 

 


Múslimar eru ekki "gyðingar samtímans".

Múslimar eru ekki "gyðingar samtímans". Þó að allur samanburður um slíkt sé í sjálfu sér út hött og að mínu mati rangur, þá myndi ég vilja segja að ef einhverjir eiga skilið að vera kallaðir "gyðingar samtímans", þá þarf ekki að leita langt yfir skammt, því auðvitað eru það gyðingar.

Ég veit ekki hvort er sorglegra að sjá þessu haldið fram af múslíma, í umræðuþætti um voðaverkin í París, eða sjá  umsjónarmann þáttarins það illa undirbúinn, vanmáttugan, fullan af vanþekkingu eða einfaldlega sammála þessu. 

Alla vegna gerði hann ekkert til að kveða þessa ótrúlegu rangfærslu í kútinn.

Ef við höldum okkur við Frakkland, þá eru múslimar vissulega minnihlutahópur í Frakklandi og því er ekki hægt að neita að hlutskipti þeirra er og hefur oft verið erfitt.

En það er talað um að múslimar séu á bilinu 5 til 10% af íbúum Frakklands, oft er talað um að þeir séu í kringum 5 milljónir.

Islam er yfirleitt talið næst fjölmennustu trúarbrögð í Frakklandi, á eftir Kaþólsku kirkjunni.

Gyðingar eru hins vegar taldir á bilinu 4 til 500.000 í Frakklandi, og hefur farið fækkandi. Oft er talið að brottflutning þeirra megi rekja til vaxandi ofbeldis og andúðar í þeirra garð.

Ofbeldi og andúðar sem jafn oft og ekki má rekja til fylgismanna Islam.

U.þ.b. 40% af öllum skráðum "hatursglæpum" í Frakklandi eru í garð gyðinga. Talað er um að fjöldi þeirra hafi sjöfaldast síðan á síðasta áratug síðustu aldar.

Ef við viljum fikra okkur aftur í sögunni, er sömleiðis augljóst að á engan hátt er rökrétt að bera múslima saman við gyðinga.

Gyðingar hafa verið ofsóttir í Evrópu (og víðar) um árhundruði.  Skelfilegar ofsóknir sem náðu hámarki stuttu fyrir miðbik síðustu aldar, en hafa langt í frá horfið.

Þó höfðu gyðingar ekki farið um Evrópu fremjandi hryðjuverk, rænt samgöngutækjum, myrt sína gagnrýnendur, og krafist að lönd sem þeir bjuggu í snerust um þeirra siði.  Þeir báðu aðeins um afskiptaleysi, að vera látnir í friði.

Það má enda segja að, þó að ráðist hafi verið gegn gyðingum fyrir margar rangar sakir, var rauði þráðurinn í ásökunum gegn þeim og ofbeldi, velgengni þeirri, raunveruleg eða meint.

Múslimar, almennt séð eru ekki sökudólgar í voðaverkunum í París, eða öðrum sambærilegum.  Það eru hryðjuverkamennirnir sem búa um sig á meðal þeirra.

En það ef þeir eru fórnalömb einhverra, er það þeirra sömu hryðjuverkamanna, sem því miður virðast oft njóta undarlega mikils stuðnings.

P.S. Það er oft rætt um hlutdrægni fjölmiðla.  Hún felst oft á tíðum ekki hvað síst í því hvaða "álitsgjafa" og viðmælendur fjölmiðlar velja sér.

Ég held að Íslenskir fjölmiðlar mættu velta því fyrir sér, í þessu máli og mörgum öðrum.  Ekki síst sá, sem á hvílir í raun lagaskylda um að sýna sem flestar hliðar og gæta hlutleysis.


Það var fyrir níu árum......

Voðaverkin á ritstjórnar Charlie Hebdo og eftirleikur þeirra kom okkur flestum í opna skjöldu.  Við urðum reið, hissa, jafnvel örlítíð hrædd.

En í raun þarf atburðurinn ekki að koma á óvart, þó að vissulega sé erfitt að ímynda sér annað eins fyrirfram.

En það er engin leið að fyrirbyggja öll hryðjuverk, alveg sama hvernig reynt er, hversu vel við búum út lögreglu og leyniþjónustur.

Því miður eru alltaf líkur á því að einhver sleppi í gegnum netið. 

Og ef til vill má segja að við hefðum átt að egia von á þessu.  Atburðirnir í París eru ekki endir langrar slóðar, það má jafnvel efast um að þeir séu hápunktur hennar.  Þeir eru langt í frá að vera upphaf hennar.

Skopmyndir af Múhameð hafa verið í sviðsljósinu síðan 2005.  Síðan þá hafa skopteiknarar mátt búa við líflátshótanir og árásir.

Engin þeirra bar árangur fyrr en nú.  Við getum verið þakklát fyrir það, en það minnkar ekki áfallið eða angistina yfir atburðunum í París.

Við getum líka minnst á nöfn eins og Salman RushdieAli Hirshi og Theo van Gogh.

Þeir sem vilja fara lengra aftur er er líklega rétt að stöðva við atburði eins og Alsírstríðið, innrás múslima Spáni og Krossferðirnar.

 

2006 skrifaði Flemming Rose, starfsmaður Jyllands Posten athyglisverða grein sem birtist á vef der Spiegel.  Þar má hana enn finna og hvet ég sem flesta til að lesa hana.

Þar sagði hann m.a.:

And yet the unbalanced reactions to the not-so-provocative caricatures -- loud denunciations and even death threats toward us, but very little outrage toward the people who attacked two Danish Embassies -- unmasked unpleasant realities about Europe's failed experiment with multiculturalism. It's time for the Old Continent to face facts and make some profound changes in its outlook on immigration, integration and the coming Muslim demographic surge. After decades of appeasement and political correctness, combined with growing fear of a radical minority prepared to commit serious violence, Europe's moment of truth is here.

Europe today finds itself trapped in a posture of moral relativism that is undermining its liberal values. An unholy three-cornered alliance between Middle East dictators, radical imams who live in Europe and Europe's traditional left wing is enabling a politics of victimology. This politics drives a culture that resists integration and adaptation, perpetuates national and religious differences and aggravates such debilitating social ills as high immigrant crime rates and entrenched unemployment.

As one who once championed the utopian state of multicultural bliss, I think I know what I'm talking about. I was raised on the ideals of the 1960s, in the midst of the Cold War. I saw life through the lens of the countercultural turmoil, adopting both the hippie pose and the political superiority complex of my generation. I and my high school peers believed that the West was imperialistic and racist. We analyzed decaying Western civilization through the texts of Marx and Engels and lionized John Lennon's beautiful but stupid tune about an ideal world without private property: "Imagine no possessions/ I wonder if you can/ No need for greed or hunger/ A brotherhood of man/ Imagine all the people/ Sharing all the world."

It took me only 10 months as a young student in the Soviet Union in 1980-81 to realize what a world without private property looks like, although many years had to pass until the full implications of the central Marxist dogma became clear to me.

...

This kind of thinking gave birth to a distorted approach to immigration in countries like Denmark. Left-wing commentators decided that Denmark was both racist and Islamophobic. Therefore, the chief obstacle to integration was not the immigrants' unwillingness to adapt culturally to their adopted country (there are 200,000 Danish Muslims now); it was the country's inherent racism and anti-Muslim bias.

A cult of victimology arose and was happily exploited by clever radicals among Europe's Muslims, especially certain religious leaders like Imam Ahmad Abu Laban in Denmark and Mullah Krekar in Norway. Mullah Krekar -- a Kurdish founder of Ansar al Islam who this spring was facing an expulsion order from Norway -- called our publication of the cartoons "a declaration of war against our religion, our faith and our civilization. Our way of thinking is penetrating society and is stronger than theirs. This causes hate in the Western way of thinking; as the losing side, they commit violence."

...

An act of inclusion. Equal treatment is the democratic way to overcome traditional barriers of blood and soil for newcomers. To me, that means treating immigrants just as I would any other Danes. And that's what I felt I was doing in publishing the 12 cartoons of Muhammad last year. Those images in no way exceeded the bounds of taste, satire and humor to which I would subject any other Dane, whether the queen, the head of the church or the prime minister. By treating a Muslim figure the same way I would a Christian or Jewish icon, I was sending an important message: You are not strangers, you are here to stay, and we accept you as an integrated part of our life. And we will satirize you, too. It was an act of inclusion, not exclusion; an act of respect and recognition.

Alas, some Muslims did not take it that way -- though it required a highly organized campaign, several falsified (and very nasty) cartoons and several months of overseas travel for the aggrieved imams to stir up an international reaction

Maybe Europe needs to take a leaf -- or a whole book -- from the American experience. In order for new Europe of many cultures that is somehow a single entity to emerge, in a manner similar to the experience of the United States, both sides will have to make an effort -- the native-born and the newly arrived.

For the immigrants, the expectation that they not only learn the host language but also respect their new countries' political and cultural traditions is not too much to demand, and some stringent (maybe too stringent) new laws are being passed to force that. At the same time, Europeans must show a willingness to jettison entrenched notions of blood and soil and accept people from foreign countries and cultures as just what they are, the new Europeans.

Flemming Rose skrifaði eftir hryðjuverkin í París, aðra grein sem var þýdd á Íslensku og birt á Eyjunni.  Sömuleiðis grein sem vel er vert að gefa sér tíma til að lesa.

P.S.  Eftir að Jyllands Pósturinn birti skopmyndirnar af Múhameð, reyndu Íranir að efna til "æsings" með því að efna til samkeppni um skopmyndir af gyðingum og Helförinni.

Þær eru margar smekklausar og ef til vil "brútal".  Hver urðu viðbrögðin?

Eftir því sem ég veit best engin. Engum teiknara var hótað, engin teiknari var tekin af lífi.  Lífið hélt áfram.

Það er upp og ofan hvernig húmor siðað fólk hefur.  Sumir hafa engan. En það er ekki ástæða eða afsökun fyrir morðum og hryðuverkum, hvort sem gerandinn segir þau gerð "guði til dýrðar", eður ei.

 

 


Takk fyrir mig: Loksins las ég Spegilinn. Ábyrgðarmenn blaðsins hefðu vissulega mátt eiga von á lögsókn, en ...

Er er ekki vantrúarmaður, hvorki með litlum eða stórum staf.  Það er enda ekkert "van" við mína trú, hún einfaldlega er ekki.  Ég hef aldrei fundið hvöt hjá mér til að bindast neinum félagsskap um það.

En ég hef vissulega heyrt af félagsskapnum Vantrú. Oft hef ég haft gaman og stundum gagn af því sem þeir hafa sagt og tekið sér fyrir hendur.

Og þó að ég sé ekki endilega alltaf sammála þeim, finnst mér barátta þeirra í heildina af hinu góða.  Málstaður samtakanna er oftar en ekki jafnrétti (jafnrétti snýst um mikið meira en kyn) og réttlæti, alla vegna svo að ég hafi séð til.

Og nú birtu þeir "bannaða Spegilinn" á blogginu sínu og kann ég þeim bestu þakkir fyir það.  Ég hafði aldrei séð það áður og hefði líklega, eins og gengur, ekki sýnt því mikinn áhuga, ef ekki hefði komið til bannsins.  Það er líka umhugsunarvert.

Nú er ég auðvitað búinn að hlaða því niður.  Það er líklega ekki refsivert af minni hálfu, enda bý ég erlendis, en vissulega gæti Vantrú lent í vandræðum vegna dreifingar.  Líklega eru þeir undir það búnir.

Ég er ekki búinn að lesa blaðið spaldanna á milli, en glugga í það og lesa margt.

Persónulega get ég ekki séð neina ástæðu til að gera mikið veður út af efni blaðsins.  Það er sumt fyndið, sumt ef til vill rætið, sumt smekklítið eða laust og svo fram eftir götunum. 

Það er þó auðvelt að sjá að hægt sé að beita "guðlastslögunum" gegn blaðinu.

En, í blaðinu er mikið um nafn eða myndbirtingar af þekktum aðilum og skopast af því af miklum móð. Slíkt er í sjálfu sér ekki óeðlilegt en getur verið afar móðgandi og jafnvel særandi.

Einstaklingur sem verður fyrir slíku á að sjálfsögðu rétt á því að kæra til dómstóla ef hann telur sig verða fyrir ærumeiðingum.  Það er réttur hvers og eins.

En það kann að líta út fyrir að vera nokkuð "smásálarlegt".  Og fyrir marga er sálin mikilvæg og jafnvel mikilvægara að hún sé ekki talin lítil.

Því var það að mér flaug strax í hug eftir að hafa gluggað í Spegilinn að líklegasta atburðarásin í málinu hefði verið sú að móðgaður einstaklingur, hefði viljað forðast að líta út sem smásál, og frekar kosið að kæra fyrir guðlast.

Er reynt er að hugsa 30 ár aftur í tímann, tel ég yfirgnæfandi líkur á því að margir af nafngreindum einstklingum hefðu getað unnið meiðyrðamál gegn Speglinum. 

En það er ólíklegt að reisn eða orðspor viðkomandi hefði aukist.

Sé litið til nýjasta meiðyrðamáls sem ég hef lesið um á Íslandi, verður hins vegar að teljast líklegra að Spegillinn hefði verið sýknaður.

En þó af ólíkum ástæðum sé, ættu allir að geta sammælst um að lögin um guðlast eru óþörf.  Trúleysingar af augljósum ástæðum, en þeir sem trúa, telja sig líklega vita að guð dæmir alla, bæði lifendur og dauða, þó að síðar verði.

Það ætti því að vera óþarfi að skjóta móðgunum í hans garð til jarðneskra dómstóla.

Þeir eru hins vegar meðal annars fyrir þá sem telja sig verða fyrir meiðyrðum eða mannorðsárásum.

 

 

 

 


Göfuglyndi og auðmýkt "Sambandsins" á sér lítil takmörk

Það er að sjálfsögðu gríðarlegur léttir fyrir Íslendinga að "Sambandið" skuli sætta sig við að aðildarsókn Íslands yrði dregin til baka. 

Léttirinn er auðvitað enn meiri þegar "Sambandið" viðurkennir að sú ákvörðun sé í höndum Íslenskra stjórnvalda.

Hvað næst?

Ef til vill viðurkennir "Sambandið" að barátta um hvort að Íslendingar vilji og eigi að ganga í Evrópusambandið sé best komið í höndum Íslendinga?

Þegar sú viðurkenning kæmi myndu þeir loka áróðursskrifstofu sinni á Íslandi, og segja sem svo að best fari á því að andstæðar fylkingar á Íslandi sinni baráttunni og kynningarmálum.

Kosningar og kosningabarátta er yfirleitt talinn til innanríkismála og ekki vel séð að erlend ríki og aðilar blandi sér í það.

Og meðan Ísland er flokkað sem "umsóknarland", má líta svo á að kosningabaráttan standi yfir.

Ef svo illa færi að Ísland gengi í "Sambandið" er sjálfsagt að "Sambandið" opni hér skrifstofu og kynni Íslendingum alla þá möguleika sem "Sambandið" telur sig geta boðið þeim.

Þangað til svo illa færi, fer best á því að baráttan sé "Íslensk", í bestu merkingu þess orðs.

Ég hef heldur aldrei skilið hvað "Evrópusambandsstofa" getur sagt og kynnt fyrir Íslendingum, sem JÁ Ísland, Sjálfstæðir Evrópumenn, Betra Ísland, Viðreisn, Samfylkingin, Betri Framtíð og all þau önnur samtök sem hafa aðild á stefnuskrá sinni geta ekki?

En þau hafa líklega ekki fjárhagslegt bolmagn til að fljúga fjölda manns til Brussel, eða hvað?

En hvað er hægt að læra um "Sambandið" á fáum dögum í Brussel, sem er ekki hægt að læra á Íslandi?

Spyr sá sem ekki veit, og aldrei komið til Brussel, nema svona á járnbrautarpall.

Og já, ég hef heyrt allt um að starfsemin sé sambærileg við Menningarstofnun Bandaríkjanna, MÍR, Goethe stofnunina, Varðberg, Upplýsingakrifstofu NATO o.s.frv.

Fyrst ber til þess að líta að mér er kunnugt að nokkurn tíma hafi það komið til greina, eða talið hugsanlegt að greidd yrðu atkvæði um að Ísland gengi í Bandaríkin, Þýskaland eða nokkurt annað ríki, eða ríkjasamband.

Það var því engin afskipti af kosningabaráttu eða annað slíkt.

Varðberg og önnur slík samtök voru og eru í raun sambærileg við Já Ísland, Heimssýn og önnur slík.

NATO opnaði ekki skrifstofu á Íslandi fyrr en Íslendingar höfðu gengið í NATO.

Þess utan starfrækir Evrópusambandið, Upplýsingaskrifstofu menningaráætlunar Evrópusambandsins.  Hún er að Hverfisgötu 54, en Evrópu(sambands)stofa að Suðurgötu 10.

Það er mál að linni.

Það er líka tímabært að losa Ísland úr stöðu umsóknarríkis.

 

 


mbl.is Framhaldið í höndum Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband