McCarthySambandið?

Víða í fjölmiðlum og netinu hefur mátt lesa að undanförnu um áætlaðan fjölda einstaklinga frá hínum ýmsu ríkjum sem berjast með hinu Íslamska ríki.

Ekki síst hafa þessir einstaklingar komið frá ríkjum Evrópusambandsins, hlutfall þeirra frá Norðurlöndunum hefur verið hlutfallslega hátt og hafa leyniþjónustur og stjórnmálamenn lýst yfir áhyggjum sínum af þessari þróun og rætt um hvernig megi sporna við henni og koma í veg fyrir að einstaklingarnir geti snúið aftur. Jafnvel þó að þeir séu bornir og barnfæddir í ríkjum "Sambandsins", eða öðrum Evrópuríkjum.

Og stjórnmálamennirnir koma fæstir úr flokkum sem Íslenskir fjölmiðlar eru vanir að afgreiða með forskeytinu "öfga".

Hvernig halda Íslendingar almennt að þesar upplýsingar liggi fyrir?

Er það vegna þess að tilvonandi hryðjuverkamenn og "jihadistar" sendi bréf eða tölvupóst til hagstofa viðkomandi landa, eða kemur eitthvað annað til?

Er allt Evrópusambandið að breytast í "McCarthyiskt" eftirlitsríki, fasískt stórveldi eða hvað er um að vera?

Varla trúum við því að um einhverjar "bakgrunnsrannsóknir" sé að ræða?  Það eru meira að segja vinstri menn við völd í mörgum þessum ríkjum.  Góða fólkið.

P.S. Mig rekur ekki minni til þess að hafa lesið mikla gagnrýni á að Franska  lögreglan hafi fylgst með Kouachi bræðrunum.  Hún hefur frekar gagnrýnd fyrir að hætta því.  En líklega komst lögreglan aðeins á slóð þeirra, vegna þess að þeir höfðu þetta "týpíska terroristalúkk".

P.S.S. Íslenskir stjórnmálamenn þurfa að læra að orðalag skiptir máli og það eru alla jafna gerðar meiri kröfur til þeirra en okkar "bloggarana".

Það getur vel verið að þeim þyki það ósanngjarnt, en ég tel það engu að síður staðreynd.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Umhugsunarefni hvert þessir menn fara ef þeir meiga ekki snúa til síns heimalands.  Gæti komið sér vel fyrir þá ef hér á ekki að gera kröfu um að flóttamenn hafi vegabréf. Fróðlegt væri að "súmma" upp kosti Íslands fyrir væntanlega hryðjuverkamenn: (ófullgerður listi)

1. Illa vopnuð lögregla.

2. Ekki fylgst með starfsemi öfgahópa

3. Ekki gerð krafa um vegabréf ef þú ert flóttamaður (fái Ögmundur einhverju ráðið)

4. Ísland er þekkt og "inn" í alþjóðlegu umhverfi, þannig yrði tekið eftir því sem hér gerðist.

5. Helstu stofnanir óvarðar, svo sem forseti og þing.

6. Ekki fylgst með hvort öfgasamtök styðji trúarhópa hér

Einu samtökin sem þurfa að búa við eftirlit og aðhald af hálfu stjórnvalda eru norsk mótorhjólasamtök.

Fróðlegt var að heyra viðtal við Salman Tamimi á Sögu í gær þar sem hann benti á að venjulegir múslimir á Íslandi lifðu í tvöföldum ótta miðað við aðra.  Bæði óttanum við öfgaislamista svo og við andúð fólks á téðum öfgamönnum sem beindist að venjulegum muslimum!

Hvernig væri nú að stjórnvöld settu á fót samráðshóp (umræðustjórnmálaorðalag) með m.a. múslimum á Íslandi um hvernig megi forðast trúaröfgamenn úr röðum íslamista?

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 13.1.2015 kl. 18:03

2 identicon

ps. Mér finnst stundum eins og einmitt fólkið "umburðarlynda" sem ekki vill ræða neitt sem heitir hætta á öfgaislamistum eða innflytjendavandamál, telji engan mun á öfgatrúarmönnum og venjulegum múslimum. 

Eins og það telji til trúfrelsis að múslimir fái að vera öfgamenn í friði!

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 13.1.2015 kl. 18:08

3 identicon

Ég er ekki hlynntur því að taka við innflytjendum. En ég veit að það er engin hætta á hryðjuverkum hér á meðan við styðjum ekki við óvini þeirra. Það ætti raunar að láta stjórnmálamenn og fjölmiðla svara til saka fyrir hryðjuverkin. Þau gera ALLT til að  skapa þessa hættu.

Benni (IP-tala skráð) 13.1.2015 kl. 18:45

4 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Bjarni Gunnlaugur  Það er auðvitað spurning hvort að mótorhjólamenn eru "ofsóttur minnihlutahópur".  Það fer sjálfsagt eftir skilgreiningu.

En sjálfsagt myndu margir leðurklæddir bifhjólamenn geta sagt þér um kringumstæður þar sem þeir hafi verið litnir hornauga.  Þrátt fyrir að vera einfaldlega ósköp venjulegir fjölskyldumenn.

Hófsamir múslmar eiga að sjálfsögðu að vera okkur helstu og bestu bandamenn.  Án þeirra verður baráttan ekki unnin.  Hvort að slíkt samstarf næst veit ég ekki, en það væri vel þess virði að reyna.

@Benni  Ég er þeirrar skoðunar að ekkert ríki geti verið án innflytjenda.  Þeir eru enda nauðsynlegir hverju ríki sem vill vaxa og dafna að mínu mati.

Sjálfur hef ég verið innflytjandi í fjórum ríkjum.  Misjafnar viðtökur, en í heildina ekki undan neinu að kvarta.

En það má ræða og deila um hvernig best er að standa að stjórnum á fjölda innflytjenda, hvernig við tökum á móti þeim og hvernig við hjálpum þeim að aðlagast samfélaginu.

Sjálfsagt eru mjög skiptar skoðanir um það, en það gerir umræðuna ekki minna nauðsynlega.

T.d. má velta því fyrir sér hvernig lönd ætla sér að taka á móti innflytjendum, ef það er engin leið að landið hafi atvinnu fyrir þá?  Hvaða afleiðingar hefur það í för með sér?

Styð ég við óvin þeirra, af þvi að það má finna myndir af Múhameð á blogginu mínu?  Er ég vandamálið?

G. Tómas Gunnarsson, 13.1.2015 kl. 19:12

5 identicon

Ég er svo sem enginn sérstakur áhugamaður um vöxt og viðgang norskra mótorhjólasamtaka á Íslandi en fróðlegt er að bera viðbrögð manna við orðum þeirra sem vilja vara við hættu af öfgamúslimum, saman við viðbragðaleysi þeirra sömu varðandi meðferð á þeim norsku. 

   Norsku mótorhjólamennirnir voru greinilega frjálsir annars hefðu þeir varla getað komið, en var snúið við af því að þeir gætu hugsanlega framið hér glæpi. Mögulega má snúa mönnum við hafi þeir ekki hreint sakavottorð en mér skilst að það gildi eingöngu gagnvart mönnum sem koma frá svæðum sem eru ekki á EES.

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 13.1.2015 kl. 19:55

6 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Bjarni Gunnlaugur  Ég er ekki heldur mótorhjólamaður og hef aldrei prufað neitt öflugra en 50cc skellinöðru, eins og þetta var kallað í "gamla daga".

En ég var ekki að tala um Norska glæpahringi.  Ég hugsa að flestir þeir sem hafa "bara gaman af að hjóla", og eru leðurklæddir við iðju sína, geti sagt frá kringumstæðum þar sem þeir hafa verið litnir hornauga.

Þrátt fyrir að vera fjárfestingarbankamenn, kennarar eða bara hvað sem er.

En ég á ofsalega erfitt með að styðja aðgerðir gegn einstaklingum, á þeirri forsendu að þeir hafi framið glæp í fortíðinni.

En það er jafn sjálfsagt að gefa slíkum samtökum gaum.

G. Tómas Gunnarsson, 13.1.2015 kl. 20:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband