Múslimar sem eru á móti tjáningarfrelsi geta farið ....

Sem eðlilegt má telja hafa voðaverkin í París vakið hörð viðbrögð víða um heim. Engin stjórnmálamaður hefur þó líklega talað eins hreint út og Hollenski stjórnmálamaðurinn Ahmed Aboutaleb.  Aboutaleb hefur orð á sér fyrir að vera beinskeyttur og óvæginn, en margir eru þó þeirrar skoðunar að aldrei hafi hann verið hvassari en nú.

Í viðtali við Hollenska sjónvarpsstöð sagði Aboutleb að best væri fyrir múslima sem ættu erfitt með að sætta sig við frelsi og frjálsa tjáningu að yfirgefa Holland.  Þeir voru betur komnir í öðrum löndum þar sem þeir gætu verið "þeir sjálfir".

Það sem ekki síst vekur athygli á þessum ummælum er að Aboutleb er múslimi, fæddur í Marokkó.  Hann er borgarstjóri í Rotterdam og er fyrsti músliminn og innflytjandinn til að verða borgarstjóri í stórborg í Hollandi.  Hann hefur verið borgarstjóri síðan 2009.

Aboutleb er borgarstjóri fyrir Hollenska Verkamannaflokkinn (de Partij van de Arbeid (PvdA)).  Flokkurinn er yfirleitt talinn sósíal-demókratiskur flokkur.

Spurning hvort að Íslenskir fjölmiðlar fara að tala um hann sem öfga sosíal-demókratískan flokk? 

Hér fyrir neðan má lesa frásögn NLTimes af sjónvarpsviðtalinu.

Rotterdam Mayor Ahmed Aboutaleb appeared on television programme Nieuwsuur Wednesday night, and lashed out at Muslims living in this society despite their hatred of it. “It is incomprehensible that you can turn against freedom,” he said. “But if you do not like freedom, in Heaven’s name pack your bag and leave.”

“There may be a place in the world where you can be yourself,” he continued. “Be honest with yourself and do not go and kill innocent journalists,” Aboutaleb, a Muslim himself, said.

“And if you do not like it here because humorists you do not like make a newspaper, may I then say you can fuck off.”

“This is stupid, this so incomprehensible,” he also said. “Vanish from the Netherlands if you cannot find your place here.”

Mayor Aboutaleb also expressed remorse at how Muslims will now be looked at in the Netherlands. “All those well-meaning Muslims here will now be stared at.”


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já mikið rétt sem þessi maður hefur fyrir sér.  

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.1.2015 kl. 14:18

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Holland er land með lög, sem byggja á mannréttindum, frelsi, jafnrétti og bræðralagi. Múslimatrúaði borgarstjórinn er bara að segja það einfalda, að múslimar eins og aðrir eigi að hlita landslögum. 

Ef þeir telji sig ekki geta það, eiga þeir þrjá kosti: 1. Að hlíta landslögum þótt þeir haldi áfram trú sinni.  2. Að fremja lögbrot og taka afleiðingunum í dómskerfinu. 3. Að sætta sig ekki við umhverfið og fara úr landi. 

Því miður eru þeir til sem vilja ganga lengra gegn múslimum og leggja til í ræðu og riti, líka hér á Íslandi, að reka múslima úr landi án þess að þeir hafi í neinu brotið af sér, koma í veg fyrir að þeir reisi hús fyrir söfnuði sína og meina múslimum að flytja til Íslands. 

Ómar Ragnarsson, 12.1.2015 kl. 14:56

3 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Ásthildur  Borgarstjórinn kemur einfaldlega með sína skoðun og ef til vill má kalla þetta ráðleggingu.

Hans orð hafa ef til vill meiri vigt en ella vegna uppruna hans og bakgrunns.  Hann hefur jú sjálfur lagt land undir fót og flutt til annars land og aðlagað sig að kringumstæðum og umhverfi með þeim árangri að hann er borgarstjóri einnar stærstu og mikilvægustu borgar Hollands.

Reynsla hans sýnir að aðlögun ber árangur.

@Ómar  Að sjálfsögðu eiga allir að hlíta landslögum. Jafnvel þó að þeir kunni að finnast þau óréttlát, röng eða gangi gegn sannfæringu þeirra.

Ef að þetta væri alltaf eins einfalt og 1, 2 og 3, þá væri lífið líklega frekar ljúft.

Því miður hafa undanfarið verið ákaflega leiðinlegar fréttir um annað, ekki síst frá Bretlandi.  Það er því ef til vill ekki að undra að núningur fari síst minnkandi.

Hins vegar hef ég margsinnis líst því yfir að ekkert sé að því að byggja mosku á Íslandi, reyndar skilst mér að þegar séu einar tvær starfandi, þannig að ég skil ekki hávaðann út af því.

Vissulega má þjarka eitthvað um staðsetningu, en það getur varla verið aðalatriðið. 

Ég er hins vegar eindregið þeirra skoðunar að trúfélög eigi ekki að fa fríar lóðir, en það myndi  gilda um öll trúfélög.  Það myndi heldur aldrei vera afturvirkt.

En ég viðraði líka á svipuðum tíma, þá skoðun að múslimar þyrftu að kynna sig og viðhorf sín, ásamt trú mun betur.

Afstöðu sína til samfélagsins og samfélagsmála.

Það er alltaf mesti óttinn og andstaðan við það sem er ekki þekkt.

Ég hef reyndar ekki séð því haldið fram að meina ætti múslimum að flytja til Íslands, en ég efa ekki að slíkar skoðanir megi finna.

Reyndar held ég, án þess að hafa vissu fyrir því, þá hefur innflytjendum utan EEA/EES frekar fækkað hlutfallslega.  En múslimar þaðan hafa að sjálfsögðu sama rétt og aðrir.

En það ber þó að líta til þess sömuleiðis, að það hafa margir mátt sæta aðkasti fyrir að viðra svipaðar skoðanir og Aboutaleb.  Kallaðir fasistar, rasistar, og flokkar þeirra kenndir við "öfga".

Það er nefnilega svo að skortur á umburðarlyndi virkar ekki bara í eina átt.

G. Tómas Gunnarsson, 12.1.2015 kl. 15:52

4 identicon

http://www.exponerat.net/mona-walter-avslojar-muslimer-i-goteborg-firade-terrorattacken-med-att-dela-ut-tarta-och-godis-till-allmanheten/

Því miður er ekki alt sem sýnist, þegar múslimar eru annarsvegar.

Hún veit hvað hún skrifar um, sómalíukonan Mona Walter og fyrverandi múslimi.

Islam er í rólegheitum að yfirtaka Svíþjóð, enda virðist þjóðin vera samþykk.

Valdimar Jóhannsson (IP-tala skráð) 12.1.2015 kl. 20:07

5 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Valdimar  Það getur aldrei verið rétt að tala um milljónir manna sem einn hóp og alhæfa um hann.

Vissulega eru margir sem eru reiðubúnir til að fremja voða og hryðjuverk í nafni Islam.  Líka margir sem vilja móta samfélagið í kringum sig eftir sínu höfði.

En líklega eru flestir þeirra sem þrá ekkert meiri en að lifa í friði og spekt og sjá sína fjölskyldu vaxa og dafna, rétt eins og við flest.

Og svo eru þeir, eins og sá sem hér er til umfjöllunar í upphaflega blogginu, borgarstjórinn í Rotterdam, sem vilja samlagast fólkinu og landinu sem það hefur flutt til

Og slíkir einstaklingar eiga allan okkar stuðning skilið.

Það væri að mínu mati hreint glapræði að taka ekki í útrétta höndina.

G. Tómas Gunnarsson, 12.1.2015 kl. 21:38

6 identicon

Mona Walter er ekki að alhæfa neitt, aðeins að benda á hætturnar frá bóstafartrúarmúslimum og ágangi þeirra í Svíþjóð. Múslimar sjálfir óttast þetta fólk og vilja vera í friði á sínum heimilum, en islamistarnir eru alltaf inni á gafli hjá þeim og lesa þeim lexíuna. Ekki vingast við svía, fara á bæn í mosku á hverjum degi og þar fram eftir götunum. Aldrei stundlegur friður fyrir þeim. Shiamúslimar segja að það séu sunnimúslimarnir sem kveiki í moskunum ekki svíar. Mona var sjálf múslimi og var í moski í Gautaborg að hilla hryðjuverkið 9/11. Ég bjó sjálfur í Gautaborg þá og man að svíar blikkuð ekki auga við þessi tíðindi. Enda eru þeir kallaðir sofani fólkið sem hygla múslimum út í það óendanlega t.d. er byggingaráðherra svía Mehmet Kaplan, islamist ættaður frá Tyrklandi og hefur engann áhuga á lýðræði. Sorglagt.

PS. Ég bý ekki lengur í Svíþjóð, en vorkenni þeim mikið.

Valdimar Jóhannsson (IP-tala skráð) 12.1.2015 kl. 22:27

7 identicon

Valdimar. Hvaða sannanir eru fyrir því að múslimar hafi staðið að 911. Hver trúir því t.d. að Mohamed Atta og hans félaga hafi verið Múhameðstrúar. Þeir voru þekktir fyrir að stunda vændisbúllur, dópa og drekka. Ég hélt að það væri ekki mælt með því í Kóraninum.

Benni (IP-tala skráð) 12.1.2015 kl. 23:01

8 identicon

 Bjarni - það er einmitt þessi hugsunarháttur sem veitir islam brautargengi á vesturlöndum - meðvirknu. Múslimar í Svíþjóð töluðu strax um það að hryðjuverkið í París væri Ísraelar.

Það eru hóruhús í múslimskum löndunum. Þar giftast menn hórunum áður en leikurinn byrjar. Eitt vitni, önnur hóra dugar og maðurinn ræður hvort hann skilur strax eða á konuna lengur. Mundu að þeir meiga eiga fjórar konur í einu. Áfengi á vesturlöndum er ekkert problem. Þú skilur ekki tvískinnunginn í islam  frekar en aðrir auðtrúa vesturlandabúar. Lestu bækurnar þeirra og þá skilur þú þetta.

Valdimar Jóhannsson (IP-tala skráð) 13.1.2015 kl. 08:08

9 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Valdimar Það eru hættur víða, og bókstafstrúarmenn hvaða trúarbragða sem er geta verið hættulegir, bæði sjálfum sér og öðrum.

Og það er við þá sem þarf að berjast.  Og eins og þú segir þá óttast venjulegir múslimar oft slíka einstaklinga.  Og það er þeim múslimum sem við þurfum að hjálpa og leita hjálpar hjá.

Um Svía eða sinnuleysi þeirra ætla ég ekki að dæma, þekki það ekki nógu vel og hef aldrei komið þangað.

@Benni  Það eru til meira en nóg af sönnunum um að þeir sem frömdu ódæðin sem við köllum 9/11 hafi verið múslimar.

En það væri ekki rétt að segja að múslimar hafi staðið á bakvið ódæðin.

Það væri réttara að segja að það þeir sem hafi staðið á bakvið ódæðin voru múslimar.

Ef til vill dulítil hártogun, en mikilvæg samt.  Ég geri hins vegar oft svona mistök og þau eru eðlileg.  Ég reyni að vanda mig en í flýti bregst það stundum.

Þeir sem trúa eru alla vegna, í öllum trúarbrögðum.  Vændi, áfengi og fíkniefni eru vel þekkt á meðal múslima.  Þeir enda mannlegir eins og aðrir.

"Svartur Afghan" og "Brúnn Marokkó" eru ekki bara til útflutnings.  Vændishús þekkjast víða og drukkinn múslimi er ekki líklegur til að vekja athygli víða í t.d. Bretlandi, en ekki alls staðar.  Þar með þýðir ekki að þeir telji sig ekki trúaða.

G. Tómas Gunnarsson, 13.1.2015 kl. 08:57

10 identicon

Valdimar. Hvaða bækur? 

G. Tómas. Hvaða sannanir eru fyrir því að það voru Múslimar?

Benni (IP-tala skráð) 13.1.2015 kl. 18:53

11 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Benni Ég geri mér fulla grein fyrir því að það er til hópur sem aldrei tekur það gilt sem lagt hefur verið fram.

Það breytir engu fyrir mig.

Það er öllum frjálst að lifa í sínum eigin heimi.  Það má enda finna rök fyrir flestum ef ekki öllum samsæriskenningum á netinu.

Þitt val.

Einfaldar síður eins og þessi skýra málið á frekar einfaldan og hlutlausan máta.  En ég geri mér fyllilega grein fyrir því að það mun aldrei sannfæra einstakling eins og þig.

Þú ef til vill útskýrir í stuttu máli hvað er að vera múslimi, og hvað gerir það að verkum að það verður að hætta að líta á einstakling sem múslima?

Er hægt að vera "lapsed" múslimi og svo framvegis.

G. Tómas Gunnarsson, 13.1.2015 kl. 20:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband