Tvöföld ástæða til að syrgja málfrelsið?

Árásin á skrifstofur Charlie Hebdo var svívirðileg.  Að taka einstaklinga af lífi vegna þess að þeir höfðu tjáð sig með þeim hætti að árásarmönnunum þótti óásættanlegt er hrein illska. 

Hroki í sinni hreinustu mynd. 

Ef þú getur ekki hagað þér svo mér líki, þá drep ég þig.

Og þó að viðrbrögðin við árásinni viða um lönd hafi verið frábær, var auðvitað langt í frá að svo væri um þau öll.

Sloganið Je suis Charlie flaug um víða veröld.  Je suis Ahmed breiddist líka út, til virðingar fyrir múslimska lögreglumanninum sem lét lífið í árásinni. 

Je suis juif, var líka mikið notað til að lýsa samstöðu með fórnarlömbum grimmilegrar árásar á matvöruverslun, þar sem fjórir gyðingar voru teknir af lífi.

En fjórða "sloganið" flaug ekki eins víða, en var þó samt ótrúlega útbreitt. 

"Je suis Kouachi".

Auðvitað er það sorglegt að fjölmargir einstaklingar sjái ástæðu til þess að lýsa yfir samstöðu með hryðuverkamönnunum.

En er það glæpur?

Það er hræðilegt að heyra kennara í Frönskum skólum kvarta undan því að börn hafi lýst þvi yfir þegar fórnarlamba ódæðisverkanna var minnst, að þeim þyki verst að hafa ekki Kalashnikov, svo þeir geti drepið kennarann.

Slík börn eiga augljóslega við vandamál að stríða. Uppeldisvandamál.

En er það glæpur?

Jafn ógeðfellt og smekklaust það er að lýsa yfir samstöðu með þeim sem rétt hafa lokið við að myrða næstum tvo tugi saklausra einstaklinga, þá hljótum við að velta því fyrir okkur hvort að slíkt sé glæpur sem varði fangelsisvist.

En Frakkar eru í stríði við hryðjuverkamenn, eru ekki ólíkleg mótrök.  Gerir það ekki þá sem lýsa yfir stuðningi eða samúð með hryðjuverkamönnum að ættjarðarsvikurum, "kvislingum"?

En ef orð duga til að teljast ættjarðarsvikari, eða "kvislingur", er líklegt að þeir hafi í gegnum tíðina verið fleiri en við höfum gjarna talið, og ekki ólíklegt að þeir verði fleiri, þó að ég vilji ekki gera lítið úr máltækinu, "orð eru til alls fyrst".

Hefðu Bandaríkjamenn betur handtekið alla þá sem lýstu yfir stuðningi við N-Víetnam á tíma Víetnam stríðsins, svo ég nefni nú ekki þá sem ferðuðust til Hanoi?

Það var líka skoðanakönnun sem sýndi að u.þ.b. 20% Breskra múslima voru "sympatískir" gagnvart hryðjuverkamönnunum sem myrtu tugi einstaklinga og særðu tæplega 800 í London og og oft er kallað 7/7.

En man þó ekki eftir neinum handtökum og fangelsunum, slíku tengdu.

Persónulega finnst mér líka ójöfnu saman að líkja, að vera með "ráðningarskrifstofu" fyrir hryðjuverkasamtök og svo að hafa látið smekklaus orð falla um stuðning við hryðjuverk.

En svona er ástandið í Frakklandi í dag.  Ekki er ólíklegt að slíkt eigi eftir að breiðast út um Evrópu.

En er þetta rétta leiðin til að vinna "stríðið"?

Hvað myndi "Charlie" segja um slík lög?

Eða kemur að því að Frakkar þurfi að banna Charlie, til að viðhalda "allsherjarreglu"?

charlie 5

 

 


mbl.is Dæmdir fyrir að sýna samkennd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallgeir Ellýjarson

Má ekki draga mörkin neins staðar?

Nú er t.d. nasismi bannaður í mörgum Evrópulöndum.

Íslendingar hafa nokkrum sinnum vísað frá erlendum Hells Angels meðlimum sem ætluðu að koma inn í landið.

Í Bretlandi er rétthugsunin orðin svo mikil að múslimar hafa meira tjáningarfrelsi en aðrir. Ef þú mætir með skilti í mótmælagöngu sem á stendur "burt með Múslima" eða eitthvað álíka þá ertu handtekinn og sektaður. Múslimar hinsvegar sem mótmæla með töluvert öfgameiri skiltum (t.d. með skilaboðum um að drepa eigi fyrir trúnna) eru aldrei handteknir og fá oft lögregluvernd.

Meðvirkni og rétthugsun eru að eyðileggja Evrópu.

Íslendingar eru eflaust naive um þetta vegna þess að múslimar eru bara 0.3% hér á landi. Eigum við ekki að læra af öðrum þjóðum áður en þeir fara upp í nokkur prósent? (margir vinstrimenn og anarkistar tala fyrir því að hafa galopið land fyrir flóttamönnum úr þessum heimshluta)

Hallgeir Ellýjarson, 14.1.2015 kl. 18:06

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Hallgeir  Takk fyrir þetta.  Það er eðlilegt að rætt sé um mörk og það er virkilega fróðlegt en vandmeðfarið mál.

Er hægt að vera nazisti án þess að það sé stuðningsyfirlýsing við glæpaverk þýskra nazista?

Er hægt að vera kommúnisti án þess að það sé stuðningsyfirlýsing við glæpaverk kommúnista eins og Stalíns, Pol Pot, Mao og fleiri?

Hverfa vandamálin ef við bönnum þau?

Það er hins vegar áríðandi að það sé fullt jafnrétti og það er vandamál sem þyrfti að taka á í mörgum löndum.

Það er virkilega ógnvekjandi að lesa að yfirvöld veigri sér við að taka á afbrotum "minnihlutahópa", af ótta við að "rasistakortinu" sé spilað út.  Og það er margsinnis gert.

En það er svo annað hvort að ég trúi því að handtökurnar og fangelsisdómarnir í Frakklandi leggi eitthvað gott, eða raunverulegan árangur til baráttunnar.

Hefur nazismi horfið þar sem hann er bannaður?  Hefur kommúnismi horfið þar sem hann er bannaður? 

Hefur neysla ólöglegra fíkniefna minnkað þar sem hún er bönnuð?

Allt af margir stjórnmálamenn hafa engin önnur úrræði en bönn og líta svo á að þá hljóti vandamáli að "hverfa"

Er það raunin?

G. Tómas Gunnarsson, 14.1.2015 kl. 18:33

3 Smámynd: Hallgeir Ellýjarson

Það eru samt mjög fáir á vesturlöndum sem converta yfir í islam.

Múslimum fjölgar fyrst og fremst með auknum innflutningi og barnseignum (þeir eignast fleiri börn en innfæddir).

Svo það er hægt að takmarka islamsvæðingu einfaldlega með því að takmarka innflutning á múslimum.

Frakkar eru samt reyndar í þeirri stöðu að múslimar eru orðnir 10% íbúa svo það verður erfitt fyrir þá að koma í veg fyrir að talan haldi áfram að hækka. Nema þeir fari þá leiðinlegu leið að reka fólk úr landi.

Við á Íslandi erum heppin með það að múslimar eru aðeins 0.3% af íbúafjölda. Hér eru engin Sharia hverfi eins og finnast t.d. í Svíþjóð, Bretlandi og Frakklandi.

Kannski er ekki hægt að banna islam en ég held samt að það sé hægt að þrengja að henni með árangri. Sádí-Arabíu hefur óáreitt fengið að dæla milljörðum Evra inn í Evrópu til að fjármagna byggingu bænahúsa. Moskan sem á að byggja hér á landi fær styrki þaðan. Það er alveg vitað að þessum styrkjum fylgir krafa um mjög íhaldssaman og öfgafullan boðskap eins og þann sem Wahhabistarnir í Sádí-Arabíu standa fyrir.

Hallgeir Ellýjarson, 14.1.2015 kl. 22:16

4 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Hallgeir  Ég held reyndar að það sé meira um að "vesturlandabúar" snúist til Islam en margir halda.

Ég las t.d. nýlega frétt (og bloggaði lítillega um hana) að í Eistlandi eru þeir sem snúista hafa til Islam, taldir í um 200.  Ekki stór tala, en ótrúlega há í landi sem er aðeins 1.3 milljónir og hefur alls ekki sterka trúarhefð.

Það kom líka fram í fréttinni að Eistneska leyniþjónustan telur sig hafa vissu fyrir því að Eistneskir múslimar berjist með IS og það fleiri en einn.

Islamvæðing er teygjanlegt hugtak.  Við skulum samt gera okkur grein fyrir því að í Frakklandi er talað um að múslimar séu 5 til 6 milljónir.

Þeir eiga allir rétt á því að flyja til Íslands og leita sér að vinnu.

Hvað ert þú að leggja til?

"No Go Zones" hafa verið til í Frakklandi í langan tíma. Þegar ég bjó þar fyrir 20 árum eða svo, var ég varaður við þeim.  Eitthvað er slíkt í Svíþjóð skilst mér, þó að ég hafi ekki hugmynd um það, en flestum ber saman um það í mín eyru, að slíkt sé ekki í Bretlandi.  Það þýðir ekki að þeir hafi ekki sín vandamál.

Ég hef ekki hugmynd um hvort að Islam söfnuðir á Íslandi fái fjárstuðning erlendis frá, hef ekki séð neinar sannanir í þá átt.

En það væri vissulega ekki einsdæmi á Íslandi, að ég tel.  Þá er ég að tala um trúarsöfnuði almennt.

Hitt er svo líka að kristnar kirkjur eyða stórum fjárhæðum í trúboð víða um lönd, eigum við að banna það?

Kaþólíkkar voru með trúboð á Íslandi þegar ég var lítill, er það óeðlilegt?  Írskir prestar og nunnur gengu í hús og stóðu á torgum?  Er það í lagi?

Á öðrum þræði hér á síðunni minni fullyrti einstaklingur sem segist vera kristinn að guð væri æðri landslögum á Íslandi.

Er það í lagi?

Ég hef reyndar stundum kallað slík a einstaklinga "kristilega talíbana".

Eigum við að banna þá?

G. Tómas Gunnarsson, 14.1.2015 kl. 22:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband