Færsluflokkur: Sveitarstjórnarkosningar
14.2.2020 | 19:34
Reka Reykvíkingar dýrasta skólann?
Það er ekki hægt að segja annað en að það hafi gustað um meirihlutann í Reykjavík undanfarna mánuði.
Þessi skýrsla Borgarskjalasafns Reykjavíkur er enn ein "vindhviðan" og virðist sem meirihlutinn hafi vísvítandi brotið lög um skjalavörslu og reynt að hindra að réttar uplýsingar væru upp á borðum.
En endalausar framúrkeyrslur, braggar, mathallir, Sorpa, og gatnaframkvæmdir sem enginn virðist hafa stjórn á, ekkert kemur á óvart.
Meirihlutinn lætur eins og jafnan sem ekkert sé. Málin eru í "ferli", ekkert nýtt sé á ferðinni (sem þó vissulega er), og svo er gjarna bætt við "að það þurfi að læra af þessu".
Líklega reka Reykvíkingar einhvern dýrasta skóla í heimi.
En þeir verða að vona að borgarstjóri og meirihlutinn "útskrifist" í næstu kosningum.
Skjalavarsla vegna braggans ekki í samræmi við lög | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sveitarstjórnarkosningar | Breytt s.d. kl. 21:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
4.2.2020 | 16:07
Er Kafka bara við höfnina eða er hann um allt land?
Grein sem birtist á vef Vísis og ber titilinn "Kafka við Sæbrautina - eða endurminning um Hörpu", hefur vakið mikla athygli.
Í greininni rekur fyrrverandi forstjóri Hörpu (þó að hann titli sig reyndar sem húsvörð í greininni), raunir sínar og lýsir baráttu við kerfið, eða eigendur hússins, Reykjavíkurborg og ríkið.
"Rangt staðsett" skilti kemur all nokkuð við sögu og svo ákvarðanir varðandi fasteignagjöld.
Lýsingarnar á baráttunni við "Kerfið" (með stórum staf) eru oft á tíðum grátbroslegar.
Ég skora á alla að lesa greinina.
En heldur einhver að Harpa sé eina fyrirtækið sem hafi svipaða sögu að segja?
Að ekkert annað fyrirtæki hafi "gengið frá Pontíusi til Pílatusar" og "lent í" kerfinu.
Að af engu öðru húsnæði þurfi greiði gríðarlega há fasteignagjöld?
Var ekki einmitt í fréttunum fyrir fáum dögum að helmingur leigutekna af húsnæðinu þar sem Bíó Paradís er til húsa fari í að greiða fasteignaskatt til Reykjavíkurborgar?
Fasteignaskattar fara ekki eftir tekjum, heldur fasteignamati.
Er ekki Harpa á einhverri dýrustu lóð sem hægt er að finna á Íslandi? Er ekki Harpa eitt dýrasta (ef ekki dýrasta) hús (á fermetra) sem hefur verið byggt á Íslandi?
Er þá ekki eðlilegt að fasteignaskattarnir séu gríðarlega háir?
Á ríkisfyrirtæki að fá einhvern afslátt af því að tekjurnar af starfseminni eru ekki í takt við verðmæti fasteignarinnar?
Myndi eitthvert einkafyrirtæki fá það?
P.S. Svo má auðvitað með hliðsjón af þessu velta fyrir sér hvers vegna ríkisfyrirtæki eins og Landsbankinn vill endilega byggja risahús þarna við hliðina.
Sveitarstjórnarkosningar | Breytt 5.2.2020 kl. 11:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
31.1.2020 | 22:29
Þegar stórt er spurt: Geta "vondir" einstaklingar skapað "góða" list?
Enn og aftur er Polanski í miðju deilu sem þó nær yfir mun stærra svið.
Geta "vondir" einstaklingar skapað "góða" list?
Nú er auðvitað umdeilanlegt hvað er góð list og allt það, og stundum má efast um sekt viðkomandi einstaklinga, en það er þó varla í tilfelli Polanski´s.
En hvers vegna hefur hið hámenningarlega og lýðræðislega Frakkland neitað að framselja hann? Er það vegna þess að einhver önnur lögmál gilda um listamenn en aðra "dauðlega" einstaklinga? Er það ef til vill vegna þess að í Frakklandi þess tíma þótti "framferði" Polanskis nokkuð sjálfsagt mál?
Ekki veit ég svarið við því.
Er Bíó Paradís sem sýnir nýjust mynd Polanski´s að leggja blessun sýna yfir að "nauðgari" gangi laus? Er bíóið að kynda undir einhverri "nauðgunarmenningu"?
Ekki veit ég svarið við því.
Er Reykjavíkurborg, sem styrkir Bíó Paradís, að leggja blessun sína yfir það að kvikmyndir "nauðgara" séu sýndar (og þá niðurgreiddar af Reykjavíkurborg) í Reykjavík?
Ekki veit ég svarið við því.
Eru leigusalar Bío Paradísar samábyrgir fyrir því að verið sé að sýna myndir "nauðgara" í húsakynnum í þeirra eigu? (Varð eiginlega að koma þessu að vegna fréttanna undanfarna daga).
Ekki veit ég svarið við því.
Er mögulegt að skilja á milli höfunda og verka þeirra eða ekki?
Um það hefur oft verið deilt undanfarin ár.
Það nægir að nefna nöfn eins og Woody Allen, Michael Jackson, Kevin Spacey, Bill Cosby og já Roman Polanski.
Þó er munurinn sá að af þessum einstaklingum hafa aðeins Bill Cosby og Roman Polanski verið sakfelldir, alla vegna eins langt og minni mitt nær.
En ég viðurkenni fúslega að hafa notið "listaverka" sem þessir einstaklingar hafa komið nálægt, jafnvel eftir að viðkomandi hafa verið sakfelldir.
En listamenn hafa einnig legið undir ámæli fyrir pólítískar skoðanir sínar eða "daður" í "óæskilegar" áttir.
Norðmenn hafa til dæmis átt í "erfiðu" sambandi við Hamsun, eftir "samgang" hans við nazista.
Íslendingar þekkja einnig umræðuna um Gunnar Gunnarsson og Guðmund Kamban.
Halldór Laxness "lofsaung" kommúnista og hylmdi yfir voðaverkum þeirra. Ættu Íslendingar að taka það með í reikninginn þegar þeir meta skáldverk hans?
Persónulega held ég að hver og einn verði að ákveða allt þetta fyrir sig.
Ég setti inn hér að ofan "ég veit ekki svarið við því", vegna þess að ég tel ekkert eitt svar rétt.
Hér gildir ákvörðun hvers og eins.
Ég hef aldrei átt erfitt með að skilja á milli pólítískra skoðana eða gjörða og "afurða" listamanna.
Ég hef notið mynda Woody Allen, þrátt fyrir ásakanir á hendur honum, ég hef horft á myndir Polanskis þó að ég viti af sekt hans.
Ég les bækur Hallgríms Helgasonar, þrátt fyrir að gefa minna en ekkert fyrir pólítískar skoðanir hans, það truflar mig ekkert við að lesa bækur Einars Kárasonar að hann hafi verið í framboði fyrir Samfylkinguna, og Einar Már Guðmundsson er minn uppáhalds rithöfundur þó að pólítískar skoðanir hans falli ekki að mínum.
Ef svo bæri undir gæti ég alveg hugsað mér að lesa skáldsögu eftir morðingja.
Og ég veit að Halldór Laxness er í uppáhaldi hjá mörgum þó að þeir telji hann eiga skilið skömm í hattinn fyrir að hafa hylmt yfir voðaverkum kommúnista.
Kastar "pedófílískur" boðskapur leiðtoga vinstrisinnaðra hreyfinga í kringum 1970 og seinna græningja, skugga á þær hreyfingar, eða gerir það að verkum að leiða ætti hjá sér allan boðskap þeirra?
Auðvitað ekki, alla vegna ekki af þeim ástæðum.
En fer best á, eins og í mörgum tilfellum best á að hver ákveði fyrir sig. Sumir ákveða að sniðganga mynd Polanskis, aðrir ganga lengra og sniðganga Bíó Paradís fyrir að veita henni brautargengi.
Aðrir njóta hennar og annara listaverka, burtséð frá öðrum (mis)gjörðum listamannanna.
Ef til vill er best að enda þetta á "c´est la vie".
Reiði vegna 12 tilnefninga J'accuse | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sveitarstjórnarkosningar | Breytt 15.6.2020 kl. 09:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
30.1.2020 | 18:24
Skattheimta Reykjavíkurborgar hlýtur að verða til hækkunar á leiguverði
Nú má sjá í fréttum að rekstur Bíó Paradísar sé í hætttu, vegna yfirvofandi mikillar hækkunar á leigu húsnæðis þess.
Það er reyndar eitthvað á reiki hvað hækkunin eigi að vera mikil, í viðhengdri frétt er talað um ríflega tvöfuldun. Annars staðar hefur verið talað um þreföldun, ég ætla ekki að dæma um hvort sé rétt.
Ég hef séð talað um þessa hækkun með hálfgerðri "hundablístrutaktík", talað eins og "ljótir kapítalistar" séu að drepa mikilvæga menningarstarfsemi o.s.frv.
Ég ætla ekki að dæma neitt um mikilvægi starfseminnar, hef aldrei komið í Bíó Paradís en hef heyrt vel af henni látið. Góð kvikmyndahús eru að mínu viti gulls ígildi.
En í síðastu færslu talað ég um fasteignaskatta og þar kom fram að fasteignaskattar hafi hækkað um u.þ.b. 50% að raunvirði síðan 2015.
Það er auðvitað að meðaltali, og ég get ekki ímyndað mér að hækkunin á Hverfisgötu sé undir meðaltali, frekar líklegt að hún sé vel yfir meðaltali.
Að sjálfsögu hlýtur slíkt að koma fram í hækkun leiguverðs. Hvernig í ósköpum væri hægt að komast hjá því?
Eins og kemur svo fram í fréttinni, er núverandi leiguverð rétt um 40% af meðal leiguverði í Reykjavík.
Fasteignaskattar taka ekkert tillit til þess.
Þess vegna hljóta hækkandi fasteignaskattar að leiða til hækkandi leiguverðs. Ekki bara í Bíó Paradís, heldur svo gott sem alls staðar.
P.S. Bæti hér við. Það kemur fram í frétt hjá RUV að fasteignagjöld hafi hækkað um 80% síðan núverandi eigendur keyptu fasteignina. En það kemur þó ekki fram hvaða ár það var.
En það munar líklega um minna.
Lögðu fram hugmynd um tvöföldun leiguverðs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sveitarstjórnarkosningar | Breytt s.d. kl. 21:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
26.1.2020 | 22:09
En hver er raunkostnaðurinn? Hvað er til ráða?
Taflan sem fylgir þessari frétt er um margt fróðleg. Hún sýnir í raun mun frekar en mismunandi hækkanir sveitarfélaga á leikskólagjöldum, gríðarlegan mun á því hvað mismundandi sveitarfélög rukka fyrir þá þjónustu.
Í stað þess að velta því hvort þetta eða hitt sveitarfélagið hafi hækkað gjald fyrir 8 tíma leikskóla, ættu fjölmiðlar að velta því fyrir sér hvers vegna það munar u.þ.b. 50% á því sem það kostar foreldra að kaupa þá þjónustu.
Ekki síður væri fróðlegt ef fjölmiðlar græfust fyrir um hver væri raunkostnaður sveitarfélaga við að veita þjónustuna?
Það liggur í hlutarins eðli að stærri sveitarfélög ættu að geta rekið slíka þjónustu með hagkvæmari hætti, og hafa jafnfram fleiri útsvarsgreiðendur til að jafna byrðina af henni.
En mér er sagt að kostnaðurinn við að hafa eitt barn á leikskóla sé að meðaltali u.þ.b. 300.000 krónur á mánuði.
Ef það er rétt eru foreldrar í Reykjavík t.d. að greiða rétt ríflega 8.5% af raunkostnaði. Enn minna ef tekið er mið af systkinaafslætti o.s.frv.
Ef 300.000 er rétt upphæð, eru foreldrar hvergi að greiða meira en u.þ.b. 13% af verðmæti þjónustunnar.
Á sama tíma eru mikil vandræði víða um land með að veita þjónustuna án vandræða, tímabundinna lokanna og mikil starfsmannavandræði.
Er ekki augljóst að þjónustan er of lágt verðlögð?
Það er engin ástæða til að hrósa þeim sem eru ódýrir en geta ekki veitt þjónustuna vandræðalaust.
Ég geri mér fulla grein fyrir því að veruleg hækkun kemur sé illa fyrir þá sem hafa minna á milli handanna, en er ekki betra að þeim verði liðsinnt með öðrum hætti en að hafa þjónustuna svo ódýra, án tillits til efnahags?
Mikið væri fróðlegt ef gerð vær góð úttekt á því hvernig kostnaðurinn er og hvað stór hluti af tekjum mismunandi sveitarfélega fer í að niðurgreiða þessa þjónustu.
Ef leikskóli fyrir hvert barn er niðurgreitt fyrir u.þ.b. 3.000.000,00 á ári (miðað við 11. mánaða dagvist) er ljóst að upphæðirnar eru háar.
Ef til vill þarf að hugsa hvernig kerfið verður best byggt upp og hvernig Íslendingar vilja hafa slíkt kerfi.
Hvernig er samspil leikskóla og "dagmæðrakerfisins"? Er hægt að byggja þjónustuna upp með öðrum hætti?
Það vakna ótal spurningar, en líklega færri svör.
En eigi að síður hlýtur þetta málefni að vera umhugsunarvert.
Öll útgjöld hins opinbera af þessari stærðargráðu ættu að vera það.
Leikskólagjöld hækkuð þvert á tilmæli Sambandsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sveitarstjórnarkosningar | Breytt s.d. kl. 22:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
26.6.2019 | 22:16
"Svikamylla" fasteignamats og skatta?
Ég var að hlusta á Íslenskt útvarp, nánar tiltekið á brot úr Reykjavík síðdegis. Þar var verið að fjalla um kaup Reykjavíkurborgar á þessu húsi og rætt við fasteignasala sem taldi að Borgin hefði borgað all verulegt yfirverð. Verðið á húsinu var víst 230 milljónir, u.þ.b. 600 þúsund á fermetra, en fasteignasalinn sagði að algengt verð í nágrenninu væri ca. 480 þúsund.
Ég ætla ekki að dæma um hvort að um yfirverð sé að ræða.
En það er skemmtilegt að velta því fyrir sér hvort, að ef svo sé, verði Reykjavíkurborg fljót að ná því upp í fasteignasköttum, þegar fasteignamat í hverfinu hækkar vegna þessarar "góðu" sölu.
Það má því allt eins reikna með að það verði nágrannarnir sem "borgi" yfirverð Borgarinnar og líklega gott betur, litið til lengri tíma.
En þannig hefur lítið framboð á lóðum, ýtt upp fasteignaverði, fyrst auðvitað á nýbyggingum og síðan á öllum öðrum fasteignum í borginni.
Það þýðir hærra fasteignamat, sem aftur þýðir hærri skattar og Borgin tekur æ meira af íbúunum, leiguverð hækkar og svo framvegis.
Hátt verð á lúxusíbúðum hækkar einnig fasteignamat á ódýrari íbúðum í hverfinu og svo koll af kolli.
Hringbraut 79 verður íbúðakjarni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sveitarstjórnarkosningar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.4.2019 | 15:00
Er brýn þörf á veitingastöðum á Hlemmi?
Nú er mikið rætt um framúrkeyrslu við framkvæmdir við breytingar á Hlemmi. Það er að sjálfsögðu ekki til eftirbreytni. En það telst varla til stórra tíðinda þegar talað er um opinberar byggingaframkvæmdir.
Þeim mun meiri þörf er að vanda til verka og velta því fyrir sér hvers vegna er farið í viðkomandi framkvæmdir.
Ég hef heyrt mikið um offramboð á veitingastöðum í miðborg Reykjavíkur og að rekstur þeirra sé erfiður.
Ásóknin í að opna staði hefur verið slík að Reykjavíkurborg taldi sig þurfa að setja kvóta á fjölda þeirra á ákveðnum svæðum.
Á sama tíma er borgin svo að eyða háum fjárhæðum í að byggja upp húsnæði fyrir veitingastaði. Svo háum fjárhæðum, og svo lágum leigutekjum að margir vilja halda því fram að engin leið sé að tekjurnar standi undir kostnaði við framkvæmdirnar.
Er ekki þörf á að ræða hvers vegna borgarstjórnarmeirihlutinn taldi nauðsynlegt að auka á framboð á veitingahúsnæði í og við miðborgina?
Taldi meirihlutinn þörf á því að auka samkeppni í veitingageiranum? (með niðurgreiðslu frá útsvars- og fasteignagjaldsgreiðendum).
Hvað verður næsta útspil?
Er ef til vill þörf á fleiri fataverslunum í miðborgina?
Skattfé ekki spjálfsprottin auðlind | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sveitarstjórnarkosningar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.2.2019 | 15:30
Frábært útvarpsefni - Hlustið á Harmageddon
Einhver besti útvarpsþáttur sem til er á Íslandi er á X-977, þá er ég að tala um Harmageddon. Að vísu þykir mér tónlistarvalið í þættinum ömurlegt, Máni er alltof mikill "kommi" (lol) en víðsýnin í þættinum er til fyrirmyndar. Það má treysta að heyra alls kyns sjónarmið.
Ef ég ætti að kvarta yfir einhverju, þá er það að að þarf að setja efni þáttarins meira og oftar fram í "bútum", þannig að ég get hlustað á einstaka þætti og geti sleppt tónlistinni.
En í dag toppaði þátturinn sig.
Umræðan undir liðnum "fréttir vikunnar" var hreint stórkostleg. þar ræddu saman ásamt þáttarstjórnendum Frosta Logasyni og Mána Péturssyni, leikarinn Jóhannes Haukur og Börkur Gunnarsson.
Alla vegna skemmti ég mér frábærlega, ég ég verð að segja að þetta er nákvæmlega útvarp eins og ég vil hlusta á. Hæfilega óheflað, skoðanir látnar í ljós og skemmtun.
Hér má finna þessar umræður. Fréttir vikunnar byrjar þegar u.þ.b. 16:25 mínútur eru liðnar af upptökunni. (eins og oft áður er klúðrað að "klippa" þáttinn niður).
Menn þurfa ekki að vera sammála öllu því sem sagt er, en þetta er virkilega gott "útvarp".
Takk fyrir mig.
Sveitarstjórnarkosningar | Breytt s.d. kl. 15:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Það virðist margt vera sem hefur betur mátt fara í stjórnarháttum Reykjavíkurborgar undanfarin ár.
Kunningi minn sendi mér hlekk á frétt sem birtist á vef ríkisútvarpsins um alvarlegar ákúrur sem Persónuvernd veitir Reykjavíkurborg fyrir framgöngu hennar fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar.
Í fréttinni má lesa m.a.:
"Í úrskurðinum eru gerðar alvarlegar athugasemdir við framgöngu borgarinnar í málinu. Í bréfi sem Persónuvernd sendi borginni í júni á síðasta ári er til að mynda spurt af hverju Persónuvernd hafi aðeins verið upplýst um afmarkaðan þátt málsins og hvers vegna það hafi ítrekað gætt ósamræmis í svörum borgarinnar.
Borgin baðst afsökunar á þessu í svari sínu og sagði það ekki hafa verið ætlun sína að leyna neinu um það hvernig verkefnið yrði unnið. Þá var jafnframt beðist velvirðingar á því að ósamræmis hefði gætt í svörum.
Persónuvernd virðist ekki taka þessi svör gild. Í niðurstöðu stofnunarinnar segir að ekki hafi komið fram fullnægjandi skýringar á því hvers vegna hún hafi ekki fengið allar upplýsingar sem óskað hafði verið eftir sérstaklega. Það sé alvarlegt að ábyrgðaraðili, sem vinni með persónuupplýsingar og sé auk þess stærsta sveitarfélag landsins, skuli láta undir höfuð leggjast að svara fyrirspurnum eftirlitsvalds. Slíkt sé ámælisvert.
Gildishlaðin smáskilaboð og óþarfa bréf
Persónuvernd er líka nokkuð afdráttarlaus varðandi sms-skilaboðin og bréfin sem send voru ungu fólki. Hún segir að texti þeirra hafi verið gildishlaðin og í bréfum, þar sem rætt var um skyldu til að kjósa, hafi hann verið rangur. Hvergi sé minnst á kosningaskyldu í íslenskum lögum. Þá segir Persónuvernd að bæði smáskilaboðin og bréfin hafi verið til þess fallin að hafa áhrif á hegðun unga fólksins í kosningunum. Öll bréfin og skilaboðin hafi eingöngu verið merkt Reykjavíkurborg og því ekki gefið til kynna að einhverjir aðrir, eins og Háskóli Íslands, stæðu á bak við sendinguna. Uppruni þeirra og tilgangur hafi því ekki verið skýr.
Persónuvernd segir að bréfin sem voru send til kvenna 80 ára og eldri og erlendra ríkisborgara hafi ekki einungis verið til upplýsinga og fræðslu heldur hafi þau einnig verið hvatning til að kjósa."
Það má jafna þessu við að borgin sé sökuð um að reyna að hafa áhrif á kosningar með gildishlöðnum skilaboðum. Jafnframt er borgin sökuð um að hafa í raun leynt upplýsingum og ósamræmi í þeim upplýsingum sem óskað var eftir.
Það er þekkt staðreynd að mismunandi flokkar hafa mismunandi fylgi innan mismunandi hópa.
Því er það alltaf verulega tvírætt og vafasamt ef stjórnvald eins og Reykjavíkurborg reynir að hafa á einhvern hátt áhrif á hegðun kjósenda. Sérstaklega þegar ákveðnir hópar eru teknir út úr.
Ríkisstjórnir, sveitarstjórnir og önnur yfirvöld eiga ekki að skipta sér af kosningum. Það vekur alltaf upp spurningar og vírkar tvímælis.
Margir hafa undanfarið lýst yfir áhyggjums sínum af því að nafnlausir aðilar reyni að hafa áhrif á einhverja hópa.
Sýnu alvarlegra högg fyrir lýðræðið er ef stjórnvöld standa fyrir slíku.
Sveitarstjórnarkosningar | Breytt s.d. kl. 19:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.1.2019 | 04:29
Er þá orðið ljóst hvar "Kúba norðursins" mun rísa?
Eitthvað sem segir mér að þetta nýja hverfi eigi eftir að verða vinsælt hjá sósíaslistum og háskólaprófessorum.
"Kúbuumhverfi" líklega ekki eitthvað sem þeir fúlsa við. Spurning hvort að borgaryfirvöld reddi ekki sykurreir í hverfið, ef ég hef skilið rétt er hann af einhverskonar grasaætt. Líklega hægt að fá "höfundarvarin" eintök.
Pálmatré í Vogabyggð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sveitarstjórnarkosningar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)