Reka Reykvíkingar dýrasta skólann?

Það er ekki hægt að segja annað en að það hafi gustað um meirihlutann í Reykjavík undanfarna mánuði.

Þessi skýrsla Borgarskjalasafns Reykjavíkur er enn ein "vindhviðan" og virðist sem meirihlutinn hafi vísvítandi brotið lög um skjalavörslu og reynt að hindra að réttar uplýsingar væru upp á borðum.

En endalausar framúrkeyrslur, braggar, mathallir, Sorpa, og gatnaframkvæmdir sem enginn virðist hafa stjórn á, ekkert kemur á óvart.

Meirihlutinn lætur eins og jafnan sem ekkert sé.  Málin eru í "ferli", ekkert nýtt sé á ferðinni (sem þó vissulega er), og svo er gjarna bætt við "að það þurfi að læra af þessu".

Líklega reka Reykvíkingar einhvern dýrasta skóla í heimi.

En þeir verða að vona að borgarstjóri og meirihlutinn "útskrifist" í næstu kosningum.

 

 


mbl.is Skjalavarsla vegna braggans ekki í samræmi við lög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er líka fyndið að sjá heilsíðu atvinnuauglýsingu fyrir starf Borgarritara þar sem Reykjavíkurborg ræður í flestar stjórnunarstöður án auglýsingar.

Vinavæðingin vegur mun meira en hæfni við ráðningar hjá Borginni

Borgari (IP-tala skráð) 15.2.2020 kl. 08:34

2 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Ja, er þetta ekki alltsaman ósköp venjuleg pólitík? Skiptir þá engu í hvaða flokki eða flokkum þeir eru sem stjórna. Varla að taki því að hafa orð á þessu.

Að sjálfsögðu er vert að vera gagnrýninn á valdhafa, en þegar gagnrýnin kemur frá pólitískum andstæðingum þeirra er satt að segja holur hljómur í henni vegna þess að allir vita að þetta er allt "bara pólitík".

Kristján G. Arngrímsson, 15.2.2020 kl. 08:49

3 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Borgari, þakka þér fyrir þetta. Hef ekki séð þessa auglýsingu né þekki vel til ráðninga í stjórnunarstöður Reykavíkurborgar.  Það eru vissulega tvær hliðar á öllum málum. 

Annars vegar er auðvitað rétt að auglýsa allar stöður hjá hinu opinbera, en í hins vegar er engum greiði gerður með að draga þá í gegnum ógegnsætt umsóknarferli, ef í raun er búið að "ráðstafa" stöðunni.

En það er auðvitað hugsanlegt að umsækjendur geti náð í einhverjar millur í bætur.

@Kristján, þakka þér fyrir þetta.  Vissulega er oft um að ræða "pólítískar kýtur" og ekki ástæða til þess að taka það of alvarlege.

En Borgarskjalasafnið, sem nú sakar meirihlutann og starfsfólk borgarinnar um lögbrot, er ekki pólítískur andstæðingur.  Það hugtak gildir heldur ekki um fjölmarga reiða íbúa og atvinnurekendur á Hverfisgötunni og reyndar víðar í miðbænum.

Skandallinn í Sorpu er ekki bara rekinn áfram af pólítískum andstæðingum, heldur meirihlutinn sammála því að eitthvað mikið sé að.  Því fórnar hann framkvæmdastjóranum, en stjornarmenn eru stikkfrí.

Þar er reyndar ekki eingöngu um Reykjavík að ræða, en borgarbúar sitja uppi með mest af vitleysunni.

Hvers vegna réðst meirihlutinn í það að byggja upp mathallir með ærnum tilkostnaði og framúrkeyrslu?  Er ekki nóg af matsölustöðum í borginni og hafa þeir ekki verið að fara á höfuðið (m.a. vegna slóðaskapar í gatnaframkvæmdum) í nokkur hundruð metra fjarlægð frá mathöllunum?

En Reykvíkingar þurfa að niðurgreiða rekstur þessara "halla". "Halla" er ef til vill lýsandi  fyrir þessa staði, bara í annari merkingu.

Enda hefur meirihlutinn ekkert þrætt fyrir vitleysuna, það er ekki hægt. 

En þetta er í ferli og þau ætla að draga lærdóm af þessu. 

Það er orðinn býsna dýr skóli.

G. Tómas Gunnarsson, 15.2.2020 kl. 14:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband