"Svikamylla" fasteignamats og skatta?

Ég var að hlusta á Íslenskt útvarp, nánar tiltekið á brot úr Reykjavík síðdegis.  Þar var verið að fjalla um kaup Reykjavíkurborgar á þessu húsi og rætt við fasteignasala sem taldi að Borgin hefði borgað all verulegt yfirverð.  Verðið á húsinu var víst 230 milljónir, u.þ.b. 600 þúsund á fermetra, en fasteignasalinn sagði að algengt verð í nágrenninu væri ca. 480 þúsund.

Ég ætla ekki að dæma um hvort að um yfirverð sé að ræða.

En það er skemmtilegt að velta því fyrir sér hvort, að ef svo sé, verði Reykjavíkurborg fljót að ná því upp í fasteignasköttum, þegar fasteignamat í hverfinu hækkar vegna þessarar "góðu" sölu.

Það má því allt eins reikna með að það verði nágrannarnir sem "borgi" yfirverð Borgarinnar og líklega gott betur, litið til lengri tíma.

En þannig hefur lítið framboð á lóðum, ýtt upp fasteignaverði, fyrst auðvitað á nýbyggingum og síðan á öllum öðrum fasteignum í borginni.

Það þýðir hærra fasteignamat, sem aftur þýðir hærri skattar og Borgin tekur æ meira af íbúunum, leiguverð hækkar og svo framvegis.

Hátt verð á lúxusíbúðum hækkar einnig fasteignamat á ódýrari íbúðum í hverfinu og svo koll af kolli.

 

 


mbl.is Hringbraut 79 verður íbúðakjarni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband