Er brýn þörf á veitingastöðum á Hlemmi?

Nú er mikið rætt um framúrkeyrslu við framkvæmdir við breytingar á Hlemmi. Það er að sjálfsögðu ekki til eftirbreytni. En það telst varla til stórra tíðinda þegar talað er um opinberar byggingaframkvæmdir.

Þeim mun meiri þörf er að vanda til verka og velta því fyrir sér hvers vegna er farið í viðkomandi framkvæmdir.

Ég hef heyrt mikið um offramboð á veitingastöðum í miðborg Reykjavíkur og að rekstur þeirra sé erfiður.

Ásóknin í að opna staði hefur verið slík að Reykjavíkurborg taldi sig þurfa að setja kvóta á fjölda þeirra á ákveðnum svæðum.

Á sama tíma er borgin svo að eyða háum fjárhæðum í að byggja upp húsnæði fyrir veitingastaði.  Svo háum fjárhæðum, og svo lágum leigutekjum að margir vilja halda því fram að engin leið sé að tekjurnar standi undir kostnaði við framkvæmdirnar.

Er ekki þörf á að ræða hvers vegna borgarstjórnarmeirihlutinn taldi nauðsynlegt að auka á framboð á veitingahúsnæði í og við miðborgina?

Taldi meirihlutinn þörf á því að auka samkeppni í veitingageiranum? (með niðurgreiðslu frá útsvars- og fasteignagjaldsgreiðendum).

Hvað verður næsta útspil?

Er ef til vill þörf á fleiri fataverslunum í miðborgina? 

 

 

 


mbl.is Skattfé ekki spjálfsprottin auðlind
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Meirihluti borgarstjórnar Reykjavíkur virdist haldinn einhverskonar "frávikaástrídu". Vadid hugsunarlaust af stad í framkvaemdir, án thess ad kanna nokkud eins og vera ber til fulls. Afleidingin er ljós öllum sem sjá vilja, en "frávikararnir" sjá ad sjálfsögdu ekkert athugavert, enda haldnir "frávikablaeti". Tvíeflast í ruglubulli og ordskrúd sem enginn tekur mark á. Skipa sídan sjálfa sig í nefnd til ad koma í veg fyrir frávik. Nidurstadan verdur enn ein dellan, enda um frávik ad raeda. Nostalgíufrávikalidid leyfir naest lundabúdir í Rádhúsi Reykjavíkur, ef ad líkum laetur og óprúttin frávik koma ekki í veg fyrir thad. Gjórsamlega óskiljanlegt lid og til hádungar og skammar í allri sinni framkomu og blindni á eigin afglópum.

 Gódar stundir, med kvedju ad sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 6.4.2019 kl. 15:29

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Halldór, þakka þér fyrir þetta. Opinberar framkvæmdir eru sögulega séð sorgarsaga, hvað varðar framúrkeyrslur.

En það þarf líka að spyrja sig hver eru verkefni opinberra aðila?  Er nauðsynlegt að Reykjavíkurborg efli og niðurgreiði húsnæði veitingastaða í Reykjavík?

Er ekki ásóknin slík í að opna veitingastaði að komið hefur verið á kvóta á ákveðnum svæðum?

Á borgin ekki nóg með "grunnverkefni"?

Er ekki borgin sífellt að kvarta undan því að þeim vanti tekjur?

G. Tómas Gunnarsson, 7.4.2019 kl. 23:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband