Reyndi Reykjavíkurborg að hafa áhrif á úrslit síðustu borgarstjórnarkosningar?

Það virðist margt vera sem hefur betur mátt fara í stjórnarháttum Reykjavíkurborgar undanfarin ár.

Kunningi minn sendi mér hlekk á frétt sem birtist á vef ríkisútvarpsins um alvarlegar ákúrur sem Persónuvernd veitir Reykjavíkurborg fyrir framgöngu hennar fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar.

Í fréttinni má lesa m.a.:

"Í úrskurðinum eru gerðar alvarlegar athugasemdir við framgöngu borgarinnar í málinu. Í bréfi sem Persónuvernd sendi borginni í júni á síðasta ári er til að mynda spurt af hverju Persónuvernd hafi aðeins verið upplýst um afmarkaðan þátt málsins og hvers vegna það hafi ítrekað gætt ósamræmis í svörum borgarinnar. 

Borgin baðst afsökunar á þessu í svari sínu og sagði það ekki hafa verið ætlun sína að leyna neinu um það hvernig verkefnið yrði unnið. Þá var jafnframt beðist velvirðingar á því að ósamræmis hefði gætt í svörum. 

Persónuvernd virðist ekki taka þessi svör gild. Í niðurstöðu stofnunarinnar segir að ekki hafi komið fram fullnægjandi skýringar á því hvers vegna hún hafi ekki fengið allar upplýsingar sem óskað hafði verið eftir sérstaklega. Það sé alvarlegt að ábyrgðaraðili, sem vinni með persónuupplýsingar og sé auk þess stærsta sveitarfélag landsins, skuli láta undir höfuð leggjast að svara fyrirspurnum eftirlitsvalds.  Slíkt sé ámælisvert.

 

Gildishlaðin smáskilaboð og óþarfa bréf

Persónuvernd er líka nokkuð afdráttarlaus varðandi sms-skilaboðin og bréfin  sem send voru ungu fólki.  Hún segir að texti þeirra hafi verið gildishlaðin og í bréfum, þar sem rætt var um skyldu til að kjósa, hafi hann verið rangur. Hvergi sé minnst á kosningaskyldu í íslenskum lögum.  Þá segir Persónuvernd að bæði smáskilaboðin og bréfin hafi verið til þess fallin að hafa áhrif á hegðun unga fólksins í kosningunum.  Öll bréfin og skilaboðin hafi eingöngu verið merkt Reykjavíkurborg og því ekki gefið til kynna að einhverjir aðrir, eins og Háskóli Íslands, stæðu á bak við sendinguna. Uppruni þeirra og tilgangur hafi því ekki verið skýr. 

Persónuvernd segir að bréfin sem voru send til kvenna  80 ára og eldri og erlendra ríkisborgara hafi ekki einungis verið til upplýsinga og fræðslu heldur hafi þau einnig verið hvatning til að kjósa."

Það má jafna þessu við að borgin sé sökuð um að reyna að hafa áhrif á kosningar með gildishlöðnum skilaboðum.  Jafnframt er borgin sökuð um að hafa í raun leynt upplýsingum og ósamræmi í þeim upplýsingum sem óskað var eftir.

Það er þekkt staðreynd að mismunandi flokkar hafa mismunandi fylgi innan mismunandi hópa.

Því er það alltaf verulega tvírætt og vafasamt ef stjórnvald eins og Reykjavíkurborg reynir að hafa á einhvern hátt áhrif á hegðun kjósenda.  Sérstaklega þegar ákveðnir hópar eru teknir út úr.

Ríkisstjórnir, sveitarstjórnir og önnur yfirvöld eiga ekki að skipta sér af kosningum.  Það vekur alltaf upp spurningar og vírkar tvímælis.

Margir hafa undanfarið lýst yfir áhyggjums sínum af því að nafnlausir aðilar reyni að hafa áhrif á einhverja hópa.

Sýnu alvarlegra högg fyrir lýðræðið er ef stjórnvöld standa fyrir slíku.

 

 

 

 

 

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

 HNEYKSLI !

 Hvernig ætli hlutdræga pakkið á Fréttastofu Rúv taki á þessu? --- sýkni (þetta er dómsvald!!)  kannski borgarstjóravaldið fyrir það, sem sama Rúv hefur sífellt haft sem eitt af margendurteknum ákæruefnum sínum á hendur Trump forseta: að hann hafi haft óeðlileg áhrif á úrslit kosninganna!

Svo situr þessi "meirihluti" í skjóli minnihluta atkvæða (rúml.46%)! Meirihlutinn, sem var til 2018, náði m.a.s. ekki nema rúml. 38% atkvæða sl. vor!!!l Hvað ef 1-2% kusu í takt við lygaútsendingarnar frá vinstrisinnuðu tölvuliði Ráðhússdins?!!!

Jón Valur Jensson, 7.2.2019 kl. 20:59

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Jón, þakka þér fyrir þetta. Þú verður nú að draga andann djúpt.  Fréttin sem ég vísa til í bloggfærslunni minni er á RUV. Þegar ég skrifaði þetta var engin frétt um þetta á mbl.is.  Mér dettur ekki í hug að saka mbl.is um að draga að fjalla um málið.

Persónulega finnst mér RUV oft fjalla umdeilanlega um mál, rétt eins og Venezuela nú, en þetta birtu þeir - líklega fyrstir allra.  Síðan má sjá til hvernig framhaldsumfjöllun verður, en það er of snemmt að segja til um það.

Það er ekkert óeðlilegt að "meirihluti" sitji í skjóli minnihluta atkvæða og gerist reglulega í lýðræðisríkjum um allan heim.  Allar slíkar árásir eru að mínu mati kjánalegar.

Líkurnar á slíku aukast með fjölda flokka (í hlutfallskosningum, en verstu dæmin eru líklega þar sem eru einmenningskjördæmi) og nákvæmlega ekkert út á það að setja. Það sem máli skiptir er að sátt ríki um reglurnar (það má auðvitað reyna að berjast fyrir breytingum með lýðræðislegum hætti), og virði þær, bæði fyrir og eftir kosningar.

Þannig virkar lýðræðið.

Ég hef ekki trú á því að einhverjir kjósendur hafi breytt vali sínu vegna þeirra útsendinga sem borgin tók þátt í.

En hitt, er að þær orka tvímælis.  Ef skoðanakannair sýna ákveðna flokka koma vel út í ákveðnum markhópum, virkar það tvímælis er meirihluti sem inniheldur þá sömu flokka fer í herferð til þess að auka kosningaþátttöku nákvæmlega í þeim hópum.

Og slíkt gæti haft áhrif á úrslit kosninga.

Þess vegna þarf að standa að ölum slíkum inngripum með slikum hætti að einginn vafi geti staðið eftir um að framkvæmdin hafi verið eitthvað annað en 100%. 

Það virðist Reykjavíkurborg ekki hafa megnað að gera.

Best fer því að mínu mati að sleppa öllum slíkum inngripum, og yfirvöld beiti eingum inngripum nema þá með algerlega almennum hætti (hvort að að sé mögulegt má sjálfsagt deila um).

Öll inngrip eða tilraunir yfirvalda til að hafa áhrif á kosningar (ríkis og sveitarfélaga), þar með talið kjörsókn, geta orkað tvímælis

G. Tómas Gunnarsson, 8.2.2019 kl. 06:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband