Frábært útvarpsefni - Hlustið á Harmageddon

Einhver besti útvarpsþáttur sem til er á Íslandi er á X-977, þá er ég að tala um Harmageddon.  Að vísu þykir mér tónlistarvalið í þættinum ömurlegt, Máni er alltof mikill "kommi" (lol) en víðsýnin í þættinum er til fyrirmyndar.  Það má treysta að heyra alls kyns sjónarmið.

Ef ég ætti að kvarta yfir einhverju, þá er það að að þarf að setja efni þáttarins meira og oftar fram í "bútum", þannig að ég get hlustað á einstaka þætti og geti sleppt tónlistinni.

En í dag toppaði þátturinn sig.

Umræðan undir liðnum "fréttir vikunnar" var hreint stórkostleg. þar ræddu saman ásamt þáttarstjórnendum Frosta Logasyni og Mána Péturssyni, leikarinn Jóhannes Haukur og Börkur Gunnarsson.

Alla vegna skemmti ég mér frábærlega, ég ég verð að segja að þetta er nákvæmlega útvarp eins og ég vil hlusta á. Hæfilega óheflað, skoðanir látnar í ljós og skemmtun.

Hér má finna þessar umræður. Fréttir vikunnar byrjar þegar u.þ.b. 16:25 mínútur eru liðnar af upptökunni. (eins og oft áður er klúðrað að "klippa" þáttinn niður).

Menn þurfa ekki að vera sammála öllu því sem sagt er, en þetta er virkilega gott "útvarp".

Takk fyrir mig.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Þeir eru ekki enn komnir með þennan umvöndunartón eins og Bylgjan hefur verið með eins lengi og ég man eftir mér.

Ég nenni ekki einhverjum umvöndunartón frá fólki sem ég hef ástæðu til að ætla hálfvita.

Ásgrímur Hartmannsson, 8.2.2019 kl. 17:57

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Ásgrímur, þakka þér fyrir þetta. Já, ég held að það megi segja að þeir séu ef til vil örlítið hrárri en margt annað útvarpsefni á Íslandi.

En þeir eru víðsýnir.  Það má heyra í Frosta Sigurjóns, Brynjari Níels, Gunnari Smára, Vilhjálmi Birgis og so videre.

Þeir eru ef til vill ekkert of vel undirbúnir á stundum, eins og má heyra þegar þeir leyfa Blaz Roca að fabúlera, http://www.visir.is/k/8460b2e4-d130-4742-b460-7dcf19bf5758-1549625874905

En að heyra enn einn góðan vínstristinnaðan listamann, fara með algera vitleysu í stjórnmálum, er eitthað sem Íslendingar eru vanir og ég persónulega hef gaman af. Innan vissra marka.

Að mínu mati á það ekki að vera hlutverk fjölmiðlamanna að stjórna umræðunni, heldur mætti ef til vill umorða það að þeir eigi frekar að leiða hana fram.

Eins og ég sagði áður, þá er tónlistin ömurleg, ég þoli ekki heavy metalið, en umræðurnar eru góðar, þó að oftar en ekki séu leiddar fram skoðanir sem ég er algerlega á móti.

Því "vinstri vitleysingarnir" eru vissulega með sitt "spot" en það er engin ástæða til að kvarta undan því.

En ég ítreka að þeir ættu að "klippa" viðtölin niður fyrir netið, því það er þar sem ég hlusta.

G. Tómas Gunnarsson, 8.2.2019 kl. 18:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband