Færsluflokkur: Fjölmiðlar
Internetið gleymir engu er oft sagt. Mikið til í því.
Það getur verið býsna skondið að rekast á gamla "mola" á netinu.
Í marga áratugi kepptust ríkisstjórnir (aðallega í Evrópu) og "vísindaráðgjafar" þeirra við að sannfæra almenning að hann gæti fátt gert betra en að skipta yfir í díselbíl.
Það var á tíunda áratug síðustu aldar sem þau vísindi urðu "viðurkennd staðreynd".
Ríkisstjórnir (aðallega í Evrópu) kepptust við að niðurgreiða dísel og díselbíla. Þeir voru framtíðin.
Líklega alger tilviljum að þessar áherslur hentuðu Evrópskum (ekki síst Þýskum og Frönskum) bílaframleiðendum afar vel, og all margar olíuhreinsunarstöðvar sem einbeittu sér að díselframleiðslu sáu fram á hafa gríðarlega umfram framleiðslugetu. Það kom til vegna stóraukins fjölda kjarnorkuvera til raforkuframleiðslu, sem minnkuðu eftirspurn eftir dísel til rafmagnsframleiðslu og húshitunar.
En fyrir níu árum síðan var þessi auglýsing birt í kringum "Super Bowl", um umhverfisvænasta farartækið árið 2010.
Síðan hefur ýmislegt breyst, alla vegna hvað dísel varðar.
Það eru ekki bara auglýsingar sem eiga það til að eldast illa.
Fjölmiðlar | Breytt 3.6.2019 kl. 23:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.3.2019 | 15:15
Sannleikurinn mun gera yður frjálsa
Einhvern veginn finnst mér að hvert tækifæri sé notað til að hneykslast, finna einhverju til foráttu, ata einhvern auri, eða hrekja einhvern úr starfi.
Það er nú svo að býsna margt, til dæmis mörg tákn tengjast einhverju miður þekkilegu í fortíðinni.
Það sama má segja um alls kyns orðalag og "kvót". Skemmti- og eftirminnileg orðnotkun er ekkert endilega bundin við "gott fólk".
Að segja að "hagnaður gerir yður frjálsa", er ef til vill ekki eftirbreytnivert, en því má ekki síður líkja við þá bíblíutilvitnun sem ég setti hér í fyrirsögn, eins og hina illa þokkuðu yfirskrift hliða fangabúða nazista.
Reyndar á þetta "kvót" nazistanna, eins og margt annað sem þeir gerðu að sínu, lengri sögu, í það minnsta eitthvað aftur á 19. öldina og hefur verið notað á ýmsum tungumálum.
Það sama má segja um t.d. rúnir og hakakrossinn, eins og flestir þekkja líklega.
Hitt er svo, að það er ekkert að því að koma því á framfæri, ef einhverjum mislíkar orðanotkun, og benda kurteislega á að slíkt kunni að vekja óþægileg tilfinningatengsl.
Málfrelsi virkar best þegar það er í allar áttir.
En það er ómaklegt að mínu mati að fara fram með kröfur um starfs- og helst ærumissi.
Fáránleg vísun til nasista | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjölmiðlar | Breytt s.d. kl. 19:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.2.2019 | 15:30
Frábært útvarpsefni - Hlustið á Harmageddon
Einhver besti útvarpsþáttur sem til er á Íslandi er á X-977, þá er ég að tala um Harmageddon. Að vísu þykir mér tónlistarvalið í þættinum ömurlegt, Máni er alltof mikill "kommi" (lol) en víðsýnin í þættinum er til fyrirmyndar. Það má treysta að heyra alls kyns sjónarmið.
Ef ég ætti að kvarta yfir einhverju, þá er það að að þarf að setja efni þáttarins meira og oftar fram í "bútum", þannig að ég get hlustað á einstaka þætti og geti sleppt tónlistinni.
En í dag toppaði þátturinn sig.
Umræðan undir liðnum "fréttir vikunnar" var hreint stórkostleg. þar ræddu saman ásamt þáttarstjórnendum Frosta Logasyni og Mána Péturssyni, leikarinn Jóhannes Haukur og Börkur Gunnarsson.
Alla vegna skemmti ég mér frábærlega, ég ég verð að segja að þetta er nákvæmlega útvarp eins og ég vil hlusta á. Hæfilega óheflað, skoðanir látnar í ljós og skemmtun.
Hér má finna þessar umræður. Fréttir vikunnar byrjar þegar u.þ.b. 16:25 mínútur eru liðnar af upptökunni. (eins og oft áður er klúðrað að "klippa" þáttinn niður).
Menn þurfa ekki að vera sammála öllu því sem sagt er, en þetta er virkilega gott "útvarp".
Takk fyrir mig.
Fjölmiðlar | Breytt s.d. kl. 15:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.2.2019 | 10:32
Að ríkið styðji fyrirtæki vegna forskots og ofríkis ríkisfyrirtækis
Einhvern veginn finnst mér að fyrirsögnin hér gæti verið yfirskrift þess sem nú er kallað "fjölmiðlafrumvarpið". Það er að segja um opinbera niðurgreiðslu skattgreiðenda á einkareknum fjölmiðlum.
Þessar hugmyndir eru nokkuð í takt við þróunina á Íslandi, þar sem stjórnmálamenn hafa varla undan við að fá hugmyndir um eitthvað sem þeir vilja að almenningur niðurgreiði.
Allt nema vegi, þar eru komnar fram hugmyndir um að þeir "greiði sem noti".
En út af hverju ganga Íslenskir fjölmiðlar svona illa, að nauðsynlegt sé talið að neyða skattgreiðendur til að leggja þeim lið?
Þar má án efa telja til ýmsar ástæður, en ég hygg að það þyrfti ekki að ræða við marga il þess að sterk staða Ríkisútvarpsins yrði nefnd til sögunnar.
Ég held líka að ef ekkert verður að gert muni sá styrkur ekki gera neitt nema að aukast á komandi árum og hlutföllin á fjölmiðlamarkaði skekkjast enn frekar.
Sívaxandi tekjur Ríkisútvarpsins af útvarpsgjaldi munu sjá til þess, sem aftur gerir stofnuninni kleyft að auka umsvif sín og jafnvel í framhaldinu ná í enn stærri skerf af auglýsingamarkaðnum.
Stóraukin fjöldi íbúa og fyrirtækja, þýðir að sjálfsögðu stórauknar tekjur RUV af nefskattinum.
Margir hafa viðrað þá hugmynd að drage eigi RUV að hluta til eða alveg af auglýsingamarkaði.
Það gæti skilað einhverjum árangri, sérstaklega ef sá tekjumissir yrði ekki bættur upp með öðrum hætti.
En ef árangur á að nást, þarf að minnka umsvif RUV á markaðnum. Það þarf í raun að draga úr starfseminni.
Ef RUV er með 50% áhorf og er bannað að selja auglýsingar, þá er búið að taka 50% af sjónvarpsáhorfendum af auglýsingmarkaðnum.
Auglýsingakaupendur fara ekki að kaupa auglýsingar í auknum mæli á Stöð2/Bylgjunni, DV, eða Mogganum til þess að reyna að ná í þann hóp. Það hefur ekkert upp á sig.
Auglýsendur eru ekki að keppast við að eyða ákveðinni upphæð, heldur eru þeir að kaupa auglýsingar þar sem þeir ná til hugsanlegra viðskiptavina.
Ef þeir eru að horfa á auglýsingalaust RUV, þýðir lítið að kaupa auglýsingar annars staðar.
Það liggur í hlutarins eðli að þegar einn aðili á markaði nýtur þeirra forréttinda að allir (yfir ákveðnum aldri) þurfa að greiða til hans, óháð því hvort þeir nýti þjónustuna eður ei, þá mun hann til lengri tíma bera höfuð og herðar yfir aðra markaðsaðila.
Svona rétt eins og ein matvöruverslun fengi nefskatt, burt séð frá því hvar menn kysu að versla.
Sú verslun gæti leyft sér lægri álagningu, meira vöruúrval og þar fram eftir götunum, sem myndi svo líklega skila sér í meiri sölu og markaðshlutdeild.
En það eru ekki til neinar einfaldar lausnir til að leiðrétta þetta misrétti.
Ef til vill má hugsa sér að breyta nefskattinum í "fjölmiðlaskatt", sem væri skipt upp í, sjónvarpshluta, útvarpshluta, vefmiðla og dagblöð, sem síðan væri úthlutað úr eftir hlutdeild í neyslu?
Þetta væri ákveðin leið ef einlægur vilji er til þess að fjölmiðlar séu á framfæri skattgreiðenda.
Hitt er svo hvort að þrengja eigi starfssvið RUV? Skilgreina ákveðinn kjarna sem það ætti að sinna?
Svo má líka velta því fyrir sér að ef ekkert Ríkisútvarp væri á Íslandi, væri þá verið að berjast í því að koma því á fót?
Alltaf gott að velta fyrir sér mismunandi möguleikum.
Fjölmiðlar | Breytt s.d. kl. 14:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
5.2.2019 | 13:08
Er munur á #metoo og #hann/hún (setjið inn nafn að eigin ósk) did?
Nú fer fram hávær umræða um réttlæti þess að á netið séu sagðar alls kyns sögur um kynferðislegt ofbeldi, áreiti og svo framvegis.
Nýlega kom fram #Metoo, og að var stórmerkilegt framtak. Sumar sögurnar sem ég las fengu hroll til að skríða upp bakið á mér, og hafið ég þó talið mig hafa orðið vitni að "ýmsu".
En þær sögur voru frásagnir sem ekki beindust að neinum, ef svo má að orði komast, nema ef til vill því sem má kalla "karlægri menningu" og auðvitað að einhverju marki okkur körlum.
Auðvitað má, ef vilji er fyrir hendi, draga sannleiksgildi í efa, en það verður þó aldrei aðalatriðið þegar slíkar frásagnir eiga í hlut.
En þegar slíkar "herferðir" beinast gegn einstaklingi fær það mig vissulega til þess að staldra við og hugsa málið.
Ég vil taka það fram að ég er með þessu ekki á neinn hátt að taka afstöðu til sannleiksgildis eins eða neins.
En um slíkt hlýtur þó að gilda önnur lögmál, heldur en þegar um baráttu eins og #Metoo var að ræða.
Ef ég segi að Bjarnfreður Geirsdóttir (nafnið á móður Georgs "vinar okkar allra" úr Vaktaseríunum), hafi áreitt mig kynferðislega snemma á 9. áratug síðustu aldar, og ég hafi átt svo andlega erfitt í kjölfarið að kæra hafi aldrei komið til greina, en hafi hugrekki til þess að koma fram nú 35. árum síðar, hvaða rétt hef ég?
Ég kærði ekki, brotið er fyrnt, en ég kýs að rifja það upp nú.
Hvaða möguleika á Bjarnfreður á því að grípa til varna? Hvað getur hún sagt sem sannfærir alla "lesendur" um sakleysi sitt (ef við nú gefum okkur að sú sé raunin)?
Við þekkjum líklega mörg söguna um Jimmie Saville, en það eru önnur nöfn sem vert er að gefa gaum, s.s. af Cliff Richards, og svo Edward Heath.
Cliff Richards þurfi að lögsækja bæði fjölmiðla og lögreglu vegna ásakana á hendur honum um kynferðisbrot sem áttu að hafa staðið um áratuga skeið.
Ásakanir um umfangsmikið barnanið og jafnvel morð, sem áttu að hafa verið framin af Edward Heath, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, komu fram all löngu eftir andlát hans. Talað var um umfangsmikinn barnaníðingshring í Westminster.
Þær kölluðu á umfangsmikla rannsókn Scotland Yard sem, til þess að gera langt mál stutt, endaði með því að "fórnarlambið" þurfti að svara til saka fyrir falskar aðdróttanir, lygar og blekkingar.
En á meðan hinni umfangsmiklu rannsókn stóð, lét einn af þeim sem þekkt hafið Heath, hafa eftir sér:
Lincoln Seligman, who knew Sir Edward for 50 years, said: "If you make a mass appeal for victims you are sure to get them, whether they are legitimate or not."
Breska lögreglan eyddi vel á fjórða hundrað milljónum íslenskra króna í rannsóknina, en hún endaði með "aðal ákærandann" fyrir rétti.
En það er rétt að taka það fram að auðvitað veit ég ekkert meir um sekt eða sakleysi Cliff Richards eða Edward Heath, en það sem ég hef lesið í fjölmiðlum.
Ég held líka að það megi nokkurn veginn ganga út frá því sem vísu að ásakanirnar muni loða við nöfn þeirra um fyrirsjáanlega framtíð.
Enn og aftur vil ég taka það fram að með þessum pistli er ég ekki að taka afstöðu til ásakana sem birst hafa nýlega á Íslenskri vefsíðu.
Þessum pistli er meira ætlað að koma á framfæri áhyggjum af þróuninni, ef slíkt verður að "norminu" í framtíðinni.
Það er þekkt að fáar fjaðrir geta orðið að heilum "Lúkasi".
En er einhver stofnun á Íslandi sem gæti leitt hið sanna í ljós í slíkum málum?
Eða telja Íslendingar þörf á að koma á fót slíkri stofnun? Er það yfirleitt hægt?
Fjölmiðlar | Breytt s.d. kl. 13:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
3.2.2019 | 10:52
Er í lagi að vera nazisti?
Ég er að sjá hér og þar á netinu að all nokkur kurr ríki vegna spjallþáttar þar sem talað er við eftir því sem ég kemst næst, Íslenskan nazista.
Það er ekki að undra að slíkt vekji athygli og kemur mér ekki á óvart að margir telji að slíkt efni eigi alls ekki erindi í sjónvarp, eða nokkurn annan fjölmiðil.
Aðrir segja að við þurfum að vera reiðubúin að ræða allt.
Persónulega fell ég í síðari flokkinn. Ég held að að sé þjóðfélaginu hollt að ræða alla hluti, ef áhugi er fyrir hendi, og nauðsynlegt að gera sér grein fyrir því að það eru til einstaklingar með alls kyns skoðanir, jafnvel nazistar.
Já, líka á "littla" Íslandi.
Að því sögðu, þá hlýtur viðkomandi einstaklingur að þurfa að standa fyrir orðum sínum, ef til dæmis þau brjóta í bága við lög. Það er engin ástæða til þess að gefa afslátt af slíku.
En það er líka hollt að velta því fyrir sér hvað er "leyfilegt"? Hvað er umborið og hvað ekki?
Ég held til dæmis að fáir séu fyljgandi nazisma og séu gjarnir á að fyrirlíta einstaklinga með slíkar skoðanir. Það er ekkert óeðlilegt við það.
En hvar eru mörkin?
Er til dæmis ásættanlegt að vera aðdáandi Mussolinis? Að telja Franco eitt af mikilmennum sögunnar?
Hvað um Salazar, sem lengi ríkti í Portugal?
Hvað um Ho Chi Minh, Pol Pot og Rauðu khmerana? Er í lagi að dýrka Lenín og Stalín?
Ég man ekki betur en fyrir fáum árum hafi Íslenskur stjórnmálamaður sagst nota nafnið Lenín sem "heiðursnafnbót" eða eitthvað í þá veruna um starfsfélaga sinn.
Víða þykir það ekki góð "latína" í dag ef einhver segist vera stuðningsmaður Trump. Hjá sumum sem ekki þola DJ Trump, voru Chavez og Maduro lofsungnir á síðasta áratug.
Er hakakrossinn, það "gamla og góða" indoevrópska tákn verra og hættulegra heldur en hamar og sigð?
Ætti að banna þau bæði?
Hvaða fleiri tákn ætti að banna?
Eða höfum við trú á því að boð og bönn virki í þessum efnum?
Perónulega hef ég ekki trú á boðum og bönnum í þessum efnum. Mér sýnist heldur ekki að þau lönd sem hafa bannað einhverjar stjórnmálaskoðanir hafi náð árangri, í þeim efnum, til lengri tíma.
Þó að víða sé bannað að halda því fram að Helförin hafi aldrei átt sér stað, er sú bábilja svo lífseig að undrum sætir.
Enda væri það firra að ætla að líta yfir "sviðið" og segja, hér eru engir gyðingahatarar, engir nazistar, engir sem fyrirlíta múslima, engir hommafóbískir, engir kommúnistar, við erum búin að banna það.
Það hefur reyndar verið býsna algengt að heyra t.d. að í löndum sem hafa viðurlög gegn samkynhneigð, fullyrðingar í þá átt að þar séu einfaldlega engir samkynhneigðir.
Líklega þá vegna þess að þeir eru annaðhvort í fangelsi eða þora ekki að stíga fram.
Ekki voru heldur margir sem aðhylltust "vestrænt frelsi" eða kapítalisma í Sovétinu, eða var það?
Ég er þeirrar skoðunar að við eigum að þola að heyra þessar skoðanir, hversu ógeðfelldar okkur kann að þykja þær.
Berjumst á móti þeim, rökkum þær niður, hæðumst að þeim o.s.frv. En gerum það kurteislega og notum rök og sögulegar staðreyndir.
Krafan um að heyra ekkert eða sjá, sem fer út fyrir einhvern illa skilgreindan "ramma" er ekki bara skringileg, heldur getur beinlínis orðið hættuleg.
Í þessu tilfelli er engin ástæða (að mínu mati) til að fagna fjölbreytileikanum, en við eigum að umbera hann og ræða.
En við getum verið á móti þeim skoðunum sem koma fram, það er auðvitað sjálfsagt og eðlilegt.
Fjölmiðlar | Breytt s.d. kl. 13:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (27)
29.1.2019 | 12:59
Er þörf fyrir "Sannleiksstofu"?
Það hefur mikið verið rætt um sannleikann, ja líklega eins lengi og nokkur getur munað, en ekki síst nýlega og þá oft í tengslum við "falskar fréttir".
En "falskar fréttir" eiga líklega jafn langa sögu og sannleikurinn, og "falskar" bækur hafa líka verið skrifaðar og hafa hlotið bæði lof og last, "gersk ævintýri" gerast enn í dag.
En líklega hafa "falskar fréttir" meiri möguleika í dag en oft áður, en þó ekki. Rétt eins og "Nígeríusvindlarar" hafa dreifendur "falskra frétta" meiri möguleika en nokkru sinni fyrr, en það hafa fréttaneytendur einnig.
Aldrei hefur verið auðveldara að leita á netinu og sjá "mismunandi" fréttir af sama atburðinum og jafnframt því að sjá á hvers kyns miðlum frétt hefur birst.
En um "falskar fréttir" gildir að miklu leyti það sama og um "Nígeríusvindlið" að það eru alltaf einhverjir sem trúa.
Þeim verður enda varla útrýmt frekar en svindlinu.
Og "fölsku fréttirnar" eru mismunandi, hið virta tímarít Der Spiegel varð fyrir stuttu að reka margverðlaunaðan blaðamann sinn, New York Times hefur oftar en einu sinni "lent" í því að birta "vitleysu".
Fréttastofa Stöðvar2/Bylgjunnar birti nýlega frétt sem virðist hafa verið hreinn uppspuni (hvers hef ég ekki vitneskju um) og hefur beðist afsökunar á því.
Sjónvarpsstöð á Íslandi varð uppvís að því að spyrja leiðtoga stjórnmálaflokks um hvern mætti finna sem væri "heppilegur" í umræður.
Því það er ekki eingöngu "falskar fréttir" sem eru varasamar lýðræðinu, heldur einnig sú viðleitni fjölmiðla að leiða "réttu" skoðanirnar og fréttirnar fram.
Slíkt er jafnvel enn "hættulegra", vegna þess að lymskulegar er staðið að verki.
En er eitthvað hægt að gera?
Vissulega er hægt að hvetja alla til þess að hafa varann á sér, leita sér frétta sem víðast og svo fram eftir götunum, en það er best að hafa allan vara á þegar opinberir aðilar ætla að fara að skilgreina "sannleikann", eða skilja kjarnann frá hisminu í fréttaflutningi.
Slíkt er í besta falli varasamt, í versta falli "stórslys" og mikil hætta á misnotkun og stundum er fín lína á milli "falskra frétta" og skoðana.
Það er hægt að setja fram alls kyns skoðanir og fullyrðingar, s.s. að miklar líkur séu á því að Rússar muni reyna að hafa áhrif á kosningar á Íslandi og svo til dæmis að kvótakerfið hafi rústað sjávarþorpum á landsbyggðinni.
Fyrra tel ég að hluta til rétt, þó að ekki sé ástæða til þess að hafa af því miklar áhyggjur. Það er þekkt að ríki reyna gjarna, yfirleitt með óbeinum hætti, að hafa áhrif á kosningar í öðrum ríkjum. Stundum þó hreinlega beinum. Ég man ekki betur en að Angela Merkel hafi t.d. lýst yfir stuðningi við Macron í síðustu forsetakosningum í Frakklandi.
Seinni fullyrðinguna tel ég ranga, en hana hefur oft mátt sjá í pólítískri umræðu á Íslandi undanfarna áratugi. Ef til vill má segja að hún sé í eðli sínu "popúlísk", en það skiptir ekki meginmáli.
Ýmsir hafa reynt að leiðrétta hana, en hún í sjálfu sér hverfur ekki, en það er heldur ekki ástæða til þess að hafa af slíku stórar áhyggjur.
Persónulega hef ég miklu meiri áhyggjur af því þegar stjórnvöld hafa uppi stór áform í verndun "sannleikans", mér sýnist þó að slíkt sé ekki í farvatninu á Íslandi.
"Sannleiksstofur" og aðrar slíkar stofnanir eru ekki lausnin, geta í besta falli veitt "falskt öryggi", en er allt eins líklegar til að verða "sannleikanum" og tjáningarfrelsi hættulegar.
Skólakerfið sporni við falsfréttum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjölmiðlar | Breytt s.d. kl. 13:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
25.10.2017 | 08:19
Á hinum pólítísku ásum
Mér var bent á að þriðja kosningaprófið (ég skrifaði hér um mbl.is og RUV áður) væri á finna á á vef Stundarinnar.
Ég fyllti það út eins og hin og útkoman kom í sjálfu sér ekki á óvart. En kosningaprófið endar á að sína stöðu þátttakandans á hinum pólítísku ásum og gagnvart stjórnmálaflokkunum.
Ég tók því prófið aftur og gaf engar upplýsingar um kyn eða annað og setti hlutleysi við öllum spurningum sem svar.
Það gaf þessar niðurstöður um hvernig Íslenskir stjórnmálflokkar raða sér á hnitin.
Það þarf vissulega (ætti raunar ekki að þurfa að taka það fram) að taka öllum sem þessu með fyrirvara, enda mannana verk.
En það er að mínu mati fróðlegt að sjá hvernig þetta raðast upp í þessu tilfelli, þó að ég sé ef til vill ekki 100% sammála því hvar hver flokkur er.
P.S. Þess má svo bæta við hér til gamans fyrir þá sem hafa gaman af því að velta fyrir sér orða og hugtakanotkun, merkingu orða og hugtaka og hvernig við notum þau og hvernig og hversvegna þau hafa verið að breytast.
Myndum við líta öðrum augum á grafið hér að ofan, ef í stað "breytingasinnaður", stæði "róttækur", í stað "félagshyggju" stæði "sósíalismi". Önnur orð sem oft er notuð í Íslenskri stjórnmálaumræðu eins og frjálslyndi, er líklega eitt dæmi sem er túlkað á næstum óteljandi vegu.
Fjölmiðlar | Breytt s.d. kl. 11:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.10.2017 | 12:01
Er "Sambandsaðild" dottin úr umræðunni, nú fyrir kosningar?
Ég hef verið að þvælast um netið og m.a. skoða umfjöllunina á Íslandi um komandi kosningar. Ég gerði það mér til gamans að taka það "próf" sem er hér viðhengt og kallast Kosningaspegill.
Það kom mér lítið á óvart að skoðanir mínar ættu mesta samleið með Sjálfstæðisflokknum, og ekki heldur að fylgnin mældist undir 50%.
Ég tók einnig svokallað kosningapróf á vef RUV. Það kom einnig fátt á óvart og frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins röðuðu sér í efstu sætin hvað varðaði að skoðanir svipaðar og mínar.
En það vakti athygli mína að í báðum þessum prófum kom engin spurning um Evrópusambandsaðild.
Ég geri mér grein fyrir því að svona próf eru aðallega til gamans gerð og geta ekki fylgt eftir öllum málum.
En er spurningin um hvort Ísland eigi að ganga í Evrópussambandið virkilega komin út úr "mainstream" pólítískri umræðu á Íslandi?
Nú heyrist mér að enn sé aðildin meðal lykilatriða í stefnu Samfylkingarinnar og fyrirferðarmikil í málflutningi Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Tveir síðarnefndu flokkarnir eru vísu ekki atkvæðamiklir akkúrat nú, en þó er allt eins líklegt að Viðreisn gæti slampast á þing.
Og Samfylkingin gæti hæglega orðið einn af sigurvegurum kosninganna ef marka má skoðanakannanir.
Samt velja þeir sem setja saman "prófin" að skauta algerlega fram hjá þessari umræðu.
Það má velta því fyrir sér hvaða flokkum það kemur til góða í kosningaprófum sem þessum, þegar litið er til þeirrar staðreyndar að andstaða við "Sambandsaðild" mælist yfir 60% og hefur gert það í 8 ár eða svo.
Kosningaspegill mbl.is 2017 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjölmiðlar | Breytt s.d. kl. 16:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.10.2017 | 16:21
Eru engar fréttir í "Glitnisskjölunum"?
"Lögbannsmálið", ef svo má kalla er í raun að verða skrýtnara og skrýtnara. Að miklu leyti má segja, svona eins langt og mitt hyggjuvit nær, að það sé farsi.
Glitnir er orðinn að athlægi, alla vegna að mínu mati og hefur orðið sér til skammar. Enn eitt skiptið þar sem sá sem biður um lögbann, gerir sína hlið aðeins verrri.
Ekki er enn búið að biðja um lögbann á umfjöllun hjá Guardian. Það er bara ekkert að frétta segir forsvarmaður Glitnis.
En er eitthvað að frétta hjá Guardian?
Eins langt og mín vitneskja nær eru engar fréttir þaðan? Eru engar fréttir í "Glitnisskjölunum"?
Það er ljóst að ef markmiðið væri fyrst og fremst að miðla fréttum til almennings, þá væru auðvitað fréttir sem skipta hann máli birtar í Guardian.
Þegar þær væru birtar gætu allir miðlar (hugsanlega ekki Stundin) á Íslandi endurbirt þær fréttir og þær kæmust til almennings.
Hugsanlega gæti Stundin birt þær sömuleiðis, enda væri þá fréttin ekki byggð á "Glitnisskjölunum", heldur umfjöllun Guardian.
En ef til vill hentar lögbannið og engar fréttir best pólítískum og fjárhagslegum hagsmunum Stundarinnar og Reykjavík Media.
Það er ekki annað hægt en að velta því fyrir sér.
Ekki búið að fara fram á lögbann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjölmiðlar | Breytt s.d. kl. 16:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (40)