Sannleikurinn mun gera yður frjálsa

Einhvern veginn finnst mér að hvert tækifæri sé notað til að hneykslast, finna einhverju til foráttu, ata einhvern auri, eða hrekja einhvern úr starfi.

Það er nú svo að býsna margt, til dæmis mörg tákn tengjast einhverju miður þekkilegu í fortíðinni.

Það sama má segja um alls kyns orðalag og "kvót". Skemmti- og eftirminnileg orðnotkun er ekkert endilega bundin við "gott fólk".

Að segja að "hagnaður gerir yður frjálsa", er ef til vill ekki eftirbreytnivert, en því má ekki síður líkja við þá bíblíutilvitnun sem ég setti hér í fyrirsögn, eins og hina illa þokkuðu yfirskrift hliða fangabúða nazista.

Reyndar á þetta "kvót" nazistanna, eins og margt annað sem þeir gerðu að sínu, lengri sögu, í það minnsta eitthvað aftur á 19. öldina og hefur verið notað á ýmsum tungumálum.

Það sama má segja um t.d. rúnir og hakakrossinn, eins og flestir þekkja líklega.

Hitt er svo, að það er ekkert að því að koma því á framfæri, ef einhverjum mislíkar orðanotkun, og benda kurteislega á að slíkt kunni að vekja óþægileg tilfinningatengsl.

Málfrelsi virkar best þegar það er í allar áttir.

En það er ómaklegt að mínu mati að fara fram með kröfur um starfs- og helst ærumissi.

 

 

 

 

 


mbl.is „Fáránleg“ vísun til nasista
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband