Á hinum pólítísku ásum

Mér var bent á að þriðja kosningaprófið (ég skrifaði hér um mbl.is og RUV áður) væri á finna á á vef Stundarinnar.

Ég fyllti það út eins og hin og útkoman kom í sjálfu sér ekki á óvart.  En kosningaprófið endar á að sína stöðu þátttakandans á hinum pólítísku ásum og gagnvart stjórnmálaflokkunum.

Ég tók því prófið aftur og gaf engar upplýsingar um kyn eða annað og setti hlutleysi við öllum spurningum sem svar.

Það gaf þessar niðurstöður um hvernig Íslenskir stjórnmálflokkar raða sér á hnitin.

Það þarf vissulega (ætti raunar ekki að þurfa að taka það fram) að taka öllum sem þessu með fyrirvara, enda mannana verk.

En það er að mínu mati fróðlegt að sjá hvernig þetta raðast upp í þessu tilfelli, þó að ég sé ef til vill ekki 100% sammála því hvar hver flokkur er.

Kosningaprof Stundin hnit

 

P.S. Þess má svo bæta við hér til gamans fyrir þá sem hafa gaman af því að velta fyrir sér orða og hugtakanotkun, merkingu orða og hugtaka og hvernig við notum þau og hvernig og hversvegna þau hafa verið að breytast.

Myndum við líta öðrum augum á grafið hér að ofan, ef í stað "breytingasinnaður", stæði "róttækur", í stað "félagshyggju" stæði "sósíalismi". Önnur orð sem oft er notuð í Íslenskri stjórnmálaumræðu eins og frjálslyndi, er líklega eitt dæmi sem er túlkað á næstum óteljandi vegu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband