Hver veit hvað framtíðin ber í skauti sér? Umhverfisvænasta farartækið árið 2010

Internetið gleymir engu er oft sagt.  Mikið til í því.

Það getur verið býsna skondið að rekast á gamla "mola" á netinu.

Í marga áratugi kepptust ríkisstjórnir (aðallega í Evrópu) og "vísindaráðgjafar" þeirra við að sannfæra almenning að hann gæti fátt gert betra en að skipta yfir í díselbíl.

Það var á tíunda áratug síðustu aldar sem þau vísindi urðu "viðurkennd staðreynd".

Ríkisstjórnir (aðallega í Evrópu) kepptust við að niðurgreiða dísel og díselbíla.  Þeir voru framtíðin.

Líklega alger tilviljum að þessar áherslur hentuðu Evrópskum (ekki síst Þýskum og Frönskum) bílaframleiðendum afar vel, og all margar olíuhreinsunarstöðvar sem einbeittu sér að díselframleiðslu sáu fram á hafa gríðarlega umfram framleiðslugetu.  Það kom til vegna stóraukins fjölda kjarnorkuvera til raforkuframleiðslu, sem minnkuðu eftirspurn eftir dísel til rafmagnsframleiðslu og húshitunar.

En fyrir níu árum síðan var þessi auglýsing birt í kringum "Super Bowl", um umhverfisvænasta farartækið árið 2010.

Síðan hefur ýmislegt breyst, alla vegna hvað dísel varðar.

 

 

 

 

Það eru ekki bara auglýsingar sem eiga það til að eldast illa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Gleðigjafi dagsins. Kærar þakkir fyrir þetta innlegg.

Ragnhildur Kolka, 1.6.2019 kl. 16:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband