Eru engar fréttir í "Glitnisskjölunum"?

"Lögbannsmálið", ef svo má kalla er í raun að verða skrýtnara og skrýtnara.  Að miklu leyti má segja, svona eins langt og mitt hyggjuvit nær, að það sé farsi.

Glitnir er orðinn að athlægi, alla vegna að mínu mati og hefur orðið sér til skammar.  Enn eitt skiptið þar sem sá sem biður um lögbann, gerir sína hlið aðeins verrri.

Ekki er enn búið að biðja um lögbann á umfjöllun hjá Guardian. Það er bara ekkert að frétta segir forsvarmaður Glitnis.

En er eitthvað að frétta hjá Guardian?

Eins langt og mín vitneskja nær eru engar fréttir þaðan?  Eru engar fréttir í "Glitnisskjölunum"?

Það er ljóst að ef markmiðið væri fyrst og fremst að miðla fréttum til almennings, þá væru auðvitað fréttir sem skipta hann máli birtar í Guardian.

Þegar þær væru birtar gætu allir miðlar (hugsanlega ekki Stundin) á Íslandi endurbirt þær fréttir og þær kæmust til almennings.

Hugsanlega gæti Stundin birt þær sömuleiðis, enda væri þá fréttin ekki byggð á "Glitnisskjölunum", heldur umfjöllun Guardian.

En ef til vill hentar lögbannið og engar fréttir best pólítískum og fjárhagslegum hagsmunum Stundarinnar og Reykjavík Media.

Það er ekki annað hægt en að velta því fyrir sér.

 


mbl.is „Ekki búið að fara fram á lögbann“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Eitt liggur ljóst fyrir að aðaleigandi Stundarinnar Vilhjálmur Þorsteinsson, fyrrverandi gjaldkeri Samfylkingarinnar og var einn manna í þessum skjölum sem var raunverulega með reikninga í skattaskjóli á Tortóla og reyndar víðar, þótt ekki væri hægt að komast að snoðum um hvað væri á þeim reikningum.

Það þykir eðlilega engin frétt að grafa ofan í það mál. Össur heldur sig fjarri framboði í bili en hann seldi sig útúr Spron tíu mínútum fyrir hrun, svo það er enginn matur í því. Ekki heldur Árni Þór Árnason Vg, sem gerði hið sama og var beðinn um að vera úti til að gefa ekki höggstað á flokknum.

Eitt eiga þessi mál öll sameiginlegt að ekkert ólöglegt eða siðlaust hefur verið fundið að þessu, þótt enn séu reikningar eiganda Stundarinnar eitthvað vafamál.

Þetta eru pólitískar galdrabrennur kyntar af keppinautum um völd. Sóðalegra gerist það varla.

Ég skil svosem af hverju Glitnir hefur áhyggjur, enda rýra þessi mál öll traust á bankastarfsemi, en ef þeim var svona annt um þessar þúsundir viðskiptavina með Bjarna utan sviga, þá hefði væntanlega verið best að reyna að komast að samkomulagi við fjölmiðilinn um að virða bankaleynd og persónuvernd, svo æengi sem lögbrot væru ekki sýnd.

Ef maður setur upp álhúfuna, þá mætti alveg ímynda sér að þessi lögbannskrafa sé hluti af aðförinni að Bjarna og það hlakki vel í Stundarmönnum nú.

Jón Steinar Ragnarsson, 19.10.2017 kl. 18:18

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Gagnvart vinstrimönnum er eina syndin sú að menn eigi peninga. Allir menn sem eiga peninga eru náttúrlega glæpamenn, það segir sig sjálft.

Lýðskrumið gerist ekki augljósara en þetta.

Jón Steinar Ragnarsson, 19.10.2017 kl. 18:21

3 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Jón Steinar Þakka þér fyrir þetta.  Ertu viss um að Vilhjálmur eigi eitthvað í Stundinni? Ekki það að ég viti mikið um eignarhald á Íslenskum fjölmiðlum en mér finnst eins og aðallega hafi verið talað um eignarhlut Vilhjálms í Kjarnanum.

Þar í góðum félagsskap Ágústs Ólafs, frambjóðenda Samfylkingarinnar.

En svo var eitthvað talað í mín eyru um einhverja fjárfestingu í Stundinni frá Bretlandi, en það fylgdi ekki með hver það væri.  Veit ekki hvort að það er rétt.

En hins vegar ætti Guardian auðvitað að birta fréttir, ef einhverjar eru, því eins og "sagan" var sett upp, er það Guardian sem á gögnin og fékk þau upphaflega.

Og þau að fréttirnar hafi ef til vill ekki verið "hot" svona "international" í byrjun, ætti þær að vera það nú eftir að lögbannið kom til sögunnar.

En ekkert heyrist frá Guardian. 

Hvers vegna?

G. Tómas Gunnarsson, 19.10.2017 kl. 19:54

4 Smámynd: Skeggi Skaftason

Jón Steinar segir " Össur heldur sig fjarri framboði í bili en hann seldi sig útúr Spron tíu mínútum fyrir hrun,"

Össur Skarphéðinsson seldi stofnbréf í SPRON tæpu einu og hálfu ári fyrir hrun. Þetta VEIT Jón Steinar, því ég hef áður bent honum á þetta. Samt lýgur hann nú þessu hér gegn betri vitund. Sem sýnir að jón Steinar Ragnarsson er marklaus lygari og kjaftaskúmur sem hefur engan áhuga á upplýstri málefnalegri umræðu og ástæðulaust að taka mark á neinu öðru sem hann segir.

Skeggi Skaftason, 20.10.2017 kl. 10:10

5 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Skeggi Þakka þér fyrir þetta.  Það að að mínu viti rétt að Össu seldi stofnbréf sín rúmlega ári fyrir hrun.  Einhvern tíma á bilinu júlí til ágúst 2007.

Það breytir því ekki að margir hafa álitið að það þyrfti að athuga hvort að ákveðinn hópur hefði haft betri upplýsingar um stöðu SPRON á þeim tíma en aðrir.

Hvort að það var einfaldlega tilviljun að svo margir aðilar sem tengdust sparisjóðnu (og stjórnmálamenn eins og Össur og Árni Þór) ákváðu að selja á þeim tíma er álitamál.

En ég hef áður sagt að það þurfti ekki að hafa innherjaupplýsingar til þess að átta sig á því sitthvað var að í Íslensku bankakerfi áríð 2007 nú eða 2008.

Össur hefur, ef ég man rétt gefið þær helstu skýringar á "heppni" sinni að hann hafi ekki ekki viljað sem ráðherra eiga þessi stofnbréf.

Vissulega átti hann þau þegar hann var umhverfisráðherra, en vissulega má halda því fram að kröfur til ráðherra hafi breyst í millitíðinni.

En Össur, rétt eins og Bjarni Ben, fór að huga að stöðu sinni þegar hann varð ráðherra (ef við tökum þá skýringu gilda) en ekki á meðan hann var "óbreyttur" þingmaður.

En rekstur SPRON var talinn vonlaus löngu áður en bankahrunið varð, enda stóð til að sameina SPRON Kaupþingi ef ég man rétt. Samkeppniseftirlitið samþykkti þá sameingingu með þeim röksemd að annars færi SPRON einfaldlega á hausinn.

Deilan stendur um hvort að Össur hafi verið einn af þeim vissi (eða var sagt) hvernig staðan var í raun?

En það er alveg rétt að það var ríflega ári fyrir hrun.  En það breytir því ekki að ákvörðun Össurar var ákaflega skynsamleg af manni sem hefur lýst fjármálaviti sínu eitthvað í þá veru að það nái ekki gripsviti.

Vildi bara að þetta kæmi fram, en ætla ekki að blanda mér í deilur þínar og Jóns Steinars.

G. Tómas Gunnarsson, 20.10.2017 kl. 11:54

6 identicon

Það eru ósannindi að Vilhjálmur Þorsteinsson hafi geymt fé á Tortóla.

Áður en Panamaskjölin voru birt láku út fréttir um ýmsa þekkta einstaklina sem áttu að koma þar við sögu. Meðal annarra var Vilhjálmur nefndur. En þegar skjölin voru birt var nafn Vilhjálms ekki þar að finna. Þetta reyndist vera uppspuni sjálfstæðismanna.

Vilhjálmur viðurkenndi hins vegar að hann ætti fé í Lúxemborg sem hann greiddi skatta af lögum samkvæmt. Hann hefði aldrei farið leynt með það. Ástæðan fyrir því að hann flutti fé til útlanda var óstöðug króna. Samt taldi hann rétt að segja af sér sem gjaldkeri Samfylkingarinnar.

Panamaskjölin voru yfirfull af sjálfstæðismönnum. Þar á meðal voru æðstu menn bæði hjá ríki og borg. Engir frammámenn hvorki í Samfylkingu né Vg komu þar við sögu.

Ásmundur (IP-tala skráð) 20.10.2017 kl. 11:55

7 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Ásmundur Þakka þér fyrir þetta. Ég þekki ekki til fjármála Vilhjálms nema það sem hefur verið í fjölmiðlum, svo er líklega um flesta.

En Luxembourg og Kýpur komu við sögu, ef ég man rétt, og svo má lesa á Wikipediu:

"Í Kastljósi var upplýst að Kaupþing í Lúxemborg stofnaði félagið M-Trade á Bresku jómfrúreyjum árið 2000. Eigandi M-Trade var félag Vilhjálms í Lúxemborg, Meson Holding. M-Trade hvarf úr eigu Meson Holding 2008 og var afskráð 2012"

En það er ekki tilviljun að "Sambandslönd" eins og Luxembourg, Holland, Írland og Kýpur koma reglulega fyrir í umræðum um skattaundanskot.  Líklega mætti taka svo til orða að "þar hefst það allt" og síðan eru fjármunirnir fluttir hingað og þangað.

Þar með er ég ekki að segja að Vilhjálmur hafi gert nokkuð ólöglegt. Hann hefur líklegt bara talið sitt fram eins og aðrir.

En það er með mikið af þessum málum að þau eru ekki ólögleg heldur er talað um "siðleysið".

Persónulega finnst mér oft skrýtið að tala um frjálsa fjármagnsflutninga í öðru orðinu og svo um siðleysi í hinu, ef fjármagn hefur verið flutt.

En það er nú býsna algengt í "vinstri kreðsunum" nú um stundir.

G. Tómas Gunnarsson, 20.10.2017 kl. 12:34

8 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Það má svo ef til vill velta því fyrir sér að hvað menn vilja segja um siðferði einstaklings sem stendur á Austurvelli og ber tunnu til að mótmæla því að stjórnmálamenn eigi fé í skattaskjólum, en svo kemur í ljós að hann er "sekur" um akkúrat það.

Ásmundur, eitthvað sem þú vilt segja?

G. Tómas Gunnarsson, 20.10.2017 kl. 13:41

9 identicon

Ásmundur segir: "Vilhjálmur viðurkenndi hins vegar að hann ætti fé í Lúxemborg sem hann greiddi skatta af lögum samkvæmt. Hann hefði aldrei farið leynt með það. Ástæðan fyrir því að hann flutti fé til útlanda var óstöðug króna..."

Var ekki einhver annar maður sem ætlaði að búa í útlöndum og fór því með fé sitt og konu sinnar úr landi,var semsagt ekki að "flýja" krónuna sem við hin þurftum að búa við,  fór aldrei leynt með það gagnvart skattayfirvöldum en fékk mjög bágt fyrir sérstaklega hjá vinstrimönnum sem kölluðu hann skattsvikara?   Ég man ekki betur. 

En það er náttúrulega ekki sama framsóknar Sigmundur og Samfylkingar Vilhjálmur. 

Varðandi sölu vinstrimannanna tæpu ári fyrir hrun þá vekur það miklu fremur grunsemdir um innherjaupplýsingar enn þegar Bjarni færði milli bankareikninga rétt fyrir hrun þegar flestum var orðið ljóst í hvað stefndi. 

Bjarni Bjarnason (IP-tala skráð) 20.10.2017 kl. 13:59

10 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Hér er svo enn eitt sem "gegnsæispostular" og Samfylkingin geta barist fyrir því að uppýsa.  Hverjir eiga í raun skrifstofuhúsnæðið sem Samfylkingin leigir?

"Sam­kvæmt árs­reikn­ingi Alþýðuhúss Reykja­vík­ur fyr­ir árið 2014 eru Fjöln­ir og Fjal­ar er­lend fé­lög með er­lenda kenni­tölu. Þau voru sögð sjálf­seign­ar­fé­lög. Þær upp­lýs­ing­ar hafa feng­ist hjá Rík­is­skatt­stjóra að fé­lög­in séu þar ekki á skrá og að sjálf­seign­ar­fé­lag sé hug­tak sem embættið „noti ekki“, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag."

Því hefur marg oft verið haldið fram að rekja megi slóð Fjölnis og Fjalar til "tortóla heimsins", en enginn virðist vita fyrir víst.

„Það getur ekki verið á okkar ábyrgð að vita hverjir eiga eignarhaldsfélög sem eiga félög sem eiga húsnæði sem við svo leigjum af.“

Sagði Árni Páll Árnason á sínum tíma.

G. Tómas Gunnarsson, 20.10.2017 kl. 14:21

11 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Mér finnast þetta skrýtin mál.  Fyrir 18 mánuðum varð allt vitlaust útaf Panamaskjölunum.  Nokkrir pólitíkusar voru "opinberaðir"  Fram kom að um 600 Íslendingar væru í þessum skjölum.  Reykjavík Media safnaði 110 þúsund evrum á Karolinafund út á Sigmundarmálið og tilvonandi birtingar.  Annarsstaðar í heiminum var haldið áfram að fjalla um Panamaskjölin, en á Íslandi hljóðnaði kvakið, það kólnaði af vetri, fennti í sporin og þessi skjöl hurfu í gleymsku.  En svo hljóp aldeilis á snærið þegar einhver stal haug af skjölum úr þrotabúi Glitnis.  Og nú eru fréttir í húfi, maður lifandi...   Bjarni Ben flutti 50 millur af einum reikningi á annan síðsumars 2008!  En hvar eru þessir 550+ Íslendingar, sem enn hefur ekkert verið fjallað um upp úr Panamagóssinu?  Voru þeir ekki í réttum flokkum, réttum stöðum, af réttum ættum, svo það mætti fjalla um þá?  Sérkennilegt mál, svo ekki sé meira sagt!

Kveðja,

Arnór Baldvinsson, 20.10.2017 kl. 14:58

12 identicon

SDG, Bjarni Ben og Ólöf Nordal voru öll í Panamaskjölunum og höfðu öll leynt því fyrir þingi og þjóð.

Þetta voru kjörnir fulltrúar sem við treystum fyrir þjóðarhag. Þau brugðust því trausti. Vilhjálmur var ekki kjörinn fulltrúi og var heldur ekki í Panamaskjölunum þó að hann hafi átt eignir erlendis.

Mál SDG var sérstaklega alvarlegt. Meðan hann talaði digurbarkalega gegn kröfuhöfum bankanna eins og þar færi versti óvinur þjóðarinnar, var hann sjálfur einn af þeim. Þvílík siðblinda! Nú hótar hann fjölmiðlum að lögsækja þá fyrir lygar þó að þeir hafi bara sagt sannleikann.

Ég hef aldrei orðið var við að menn, fyrirtæki eða félög láti sig varða hvort leigusali eigi eignir erlendis.

Ásmundur (IP-tala skráð) 20.10.2017 kl. 15:26

13 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Ásmundur  Þakka þér fyrir þetta. Það er vissuleg merkilegt að gjaldkeri stjórnmálaflokks, sem leigir húsnæði af "tortóla félögum", sem eru jafnframt tengd sama stjórnmálaflokki (í gegnum söguna) sterkum böndum, eigi félag í "Tortólu".

Jafnframt sannast að fullyrðing þín að: "Það eru ósannindi að Vilhjálmur Þorsteinsson hafi geymt fé á Tortóla.", er röng. Hann átti einmitt félag á "Tortólu", þó að ég hafi ekki hugmynd um hvað mikið fé hann flutti þangað.

Hjá Vilhjálmi heitir að aðeins hjá þér að "hann hafi átt fé erlendis".  Skemmtilegt orðalag.

Það er er hins vegar alveg rétt hjá þér að Vilhjálmur var ekki kjörinn fulltrúi almennings, aðeins félaga Samfylkingarinnar.

Það var eiginmaður Ólafar Nordal ekki heldur, en hann starfaði erlendis. Eiginkona Sigmundar Davíðs er heldur ekki kjörinn fulltrúi almennings.

Bjarni Ben var atkvæðamikill í viðskiptalífinu (rétt eins og Vilhjálmur Þorsteinsson, ef ég man rétt var hann reyndar verið einn helsti viðskiptafélagi föðurs Sigmundar Davíðs).

Finnst þér að Sigmundur Davíð hafi talað mildilegrar til "kröfuhafa" en aðrir Íslenskir stjórnmálamenn?  Eða að hann hafi tekið vægar á þeim en aðrir Íslenskir stjórnmálamenn vildu gera?

Hefur þú virkilega aldrei orðið var við að fyrirtæki eða félög láti sig varða hvort að þeir sem þeir eiga í viðskiptum við, eða samskiptum séu "siðferðislega sánd".  Þá hefur þú ekki fylgst mikið með fréttum á Íslandi undanfarin misseri.

Telur þú að Alþýðuhús sé aðeins "einhver leigusali" gagnvart Samfylkingunni?

G. Tómas Gunnarsson, 20.10.2017 kl. 16:29

14 identicon

Geir, veistu virkilega ekki að eign einstaklinga í hjónabandi er sameign þeirra nema gerður sé kaupmáli.

Auk þess var SDG helmingseigandi á móti konu sinni sinni þangað til hann seldi henni sinn hlut fyrr $1 í blekkingarskyni. Hann hélt að hann kæmist þannig upp með að leyna eigninni.

Athyglisvert ef þú telur að þeir sem eiga eign í aflandseyjum séu ekki siðferðislega "sound". Ég vissi ekki þú teldir að Bjarni Ben og Ólöf Nordal væru ekki siðferðilega "sound". Kemur þó ekki á óvart með SDG.

Ef þig vantar leiguhúsnæði hvernig ætlarðu að komast að því hvort leigusalinn eigi örugglega ekki aflandseignir?

Ásmundur (IP-tala skráð) 20.10.2017 kl. 22:35

15 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Ásmundur Þakka þér fyrir þetta. Ég veit ekki við hvaða Geir þú ert að ræða, en látum það liggja á milli hluta.

Án þess að ég hafi sett mig inn í fjármál SDG og konu hans þá seldi hann henni hlut sinn þegar reglur breyttust, eða rétt áður.

Marg oft hefur komið fram að var að ræða hlut af arfi konu hans.

Persónulega finnst mér þeir sem eiga fé á "skattaskjólum" fyllilega "siðferðislega sánd", jafnt stjórnmálamenn sem aðrir, að því gefnu að allt hafi verið löglegt þar í kring.

Ég sé enga ástæðu fyrir því að stjórnmálamönnum sé neitað um þann mögueleika frekar en öðrum.

En þeir verða þá að vera "heilir í því" og ekki básúna andstöðu sína gegn slíku fyrikomulagi, eða tala um það sem siðleysi.

En Alþýðuhús sem leigir Samfylkingunni er ekki bara einhver leigusali.

Í Viðskiptablaðinu mátti lesa:

http://www.vb.is/frettir/greina-ekki-fra-eigarhaldi/126739/?q=stj%C3%B3rnarma%C3%B0ur

"Fram kemur í ársreikningi Alþýðuhúss Reykjavíkur ehf. 2014 að Fjalar sjálfseignarfélag á 41,1% hlut, Fjölnir sjálfseignarfélag  á 40,66% hlut, Alþýðuflokkurinn - jafnaðarmannaflokkur Íslands á 1,57% hlut og þrír stjórnarmenn er með 1,18% hlut hver. Þeir eru Ásgeir Guðmundur Jóhannesson, Pétur Jónsson og Óttar Magnús Yngvason. 

Félögin Fjalar og Fjölnir eru skráð með erlendar kennitölur og heimili í „öðrum löndum“ . Þær upplýsingar fengust hjá Ríkisskattstjóra að félögin finnist ekki í skrám embættisins. Þá var bent á að hugtakið „sjálfseignarfélag“ sé hugtak sem Ríkisskattstjóri noti ekki."

Sjálfur "jafnaðarmannaflokkur Íslands" er í "slagtogi" með "Fjölni og Fjalari", þannig að það ætti nú ekki að vera erfitt að afla sér frekari upplýsinga um hvernig eignarhaldi og staðsetningu er háttað.

En hvers vegna er þörf á þessum leyndarhjúpi í kringum eignarhald á skrifstofubyggingu sem Samfylkingin leigir er illskiljanlegt.

Líklega geta engir svarað því, nema eigendurnir og svo Samfylkingin.

G. Tómas Gunnarsson, 21.10.2017 kl. 06:55

16 identicon

Þegar ég var leigjandi hér á árum áður var fjarri því að ég teldi mig vera í slagtogi við leigusalann. Ég er viss um að svo sé með flesta leigjendur.

Það skiptir ekki máli hvaðan þessir peningar koma. Þetta var sameign SDG og konu hans. Að selja mörg hundruð milljóna eign $1 er málamyndagjörningur.

En jafnvel þó að þau hefðu gert kaupmála þá eru þetta peningar sem varða hann miklu. Það er fráleitt að eignir maka séu honum algjörlega óviðkomandi.

Hvað finnst þér um nýjasta uppátæki SDG að hóta þeim fjölmiðlum lögsókn sem leiðréttu hann eftir að hann reyndi að telja fólki trú um að konan hans hefði ofgreitt skatta þegar sannleikurinn var sá að hún fékk hækkun eftir að þau neyddust til að leiðrétta framtalið.

Ofan á hækkunina var lagt 25% álag. Yfirskattanefnd úrskurðaði að álagið skyldi endurgreitt. Nú segir SDG að skattarnir hafi lækkað og minnast ekki orði á þá hækkun sem varð áður og var mun meiri. Það er greinilegt að markhópur miðflokksins eru hálfvitar ef svona vinnubrögð bera árangur. 

Ásmundur (IP-tala skráð) 21.10.2017 kl. 19:35

17 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Ásmundur Þakka þér fyrir þetta. Þú virðist eiga ákaflega erfitt með að skilja þetta, en ég hef í sjálfu sér litlar áhyggjur af því, vegna þess að líklega er það eingöngu vegna þess að þú vilt ekki skilja það.

Á meðal eigenda húsnæðisins sem Samfylkingin leigir, eru Fjalar og Fjölnir og Alþýðuflokkurinn. Alþýðuflokkurinn er síðan stofnaðili Samfylkingarinnar. Þig rámar ef til vill eitthvað í það. Það er nokkuð sem ég myndi segja að Íslenska orðatiltækið að vera í slagtogi með, nái ágætlega yfir.  Það er því frekar klén afsökun að þykjast ekkert vita um leigusalann.

Ég hef aldrei sett inn í skattamál SDG, ekki haft áhuga eða tíma til þess, en vissulega hef ég séð ýmislegt í fjölmiðlum.

Eftir því sem ég kemst næst, komu breytingar á sköttum í því tilfelli ekki til vegna þess að neinum eignum væri skotið undan, heldur vegna ágreinings um hvernig taka ætti á gengisbreytingum.

"Í úrskurðinum kemur þó fram að Anna hafi sjálfviljug farið þess á leið þann 16. maí 2016 að framtöl hennar fyrir árin 2011 til og með 2015 yrðu leiðrétt. Kæran snerist um það að Ríkisskattstjóri féllst ekki á færslur vegna gengisbreytinga, sem þýddi að uppsafnað ónotað tap félagsins til frádráttar frá skatti reyndist rúmar 50 milljónir en ekki 162 milljónir króna."

http://www.vb.is/frettir/greiddi-haerri-skatta-en-felaginu-bar/141797/

Þess vegna fellir Yfirskattanefnd niður álagið, vegna þess að litið er á þetta sem "smáatriði", í raun tæknilegt atriði en ekki skattsvik.

Persónulega er ég ekki hrifinn af því að fjölmiðlar séu kærðir, þó getur það vissulega átt rétt á sér í ýmsum tilvikum.

Í raun held ég að það gæti orðið til bóta í þessu tilviki, því enginn virðist vita hvað er rétt og hvað er rangt, og ásakanir fljúga í allar áttir. Það gæti því orðið almenningi til hagsbóta að fá það staðfest, hver fer með rétt mál og hvað ef eitthvað er rangt.

En hins vegar á þá einfaldlega að drífa sig í því að kæra, en ekki að láta kæruna "hanga í loftinu".

G. Tómas Gunnarsson, 22.10.2017 kl. 06:41

18 identicon

Að sjálfsögðu fer þau ekki í mál við þessa fjölmiðla. Þetta er bara kosningabrella.

Þú virðist ekki ná kjarna málsins. Eftir að upp komst um Wintris breyttu SDG og Anna Sigurlaug framtali sínu vegna vantalningar. Út á þetta fengu þau hærri skatta sem þau sættu sig við. Til viðbótar var lagt á þau 25% aukaálag vegna vantalningarinnar. Það var þetta aukaálag sem þau kærðu og fengu fellt niður.

SDG var fljótur til og skrifaði grein þar sem hann lét sem þau hefðu fengiæð lækkun á sköttum og flestir fjölmiðlar gleyptu það. Bestu fjölmiðlar landsins RÚV, Stundin og Kjarninn höfðu hins vegar fyrir því að kanna málið og komu upp um kauða.

Nú var illt í efni fyrir SDG. Hann brá þá a það ráð að hóta lögsókn til að villa um fyrir kjósendum sínum sem ku ekki vera af skarpari gerðinni flestir hverjir.

Ásmundur (IP-tala skráð) 22.10.2017 kl. 09:35

19 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Ásmundur Þakka þér fyrir þetta. Eins og ég skyldi þetta, þá var ekki neinar eignir sem voru vantaldar fram. Í Viðskiptablaðinu segir, að í úrskurðinum komi fram að ekki var fallist á færslur vegna gengisbreytinga.

Yfirskattanefnd telur hins vegar að þær færslur hafi ekki verið með þeim hætti að réttlæti 25% álag.

Þú nefnir hins vegar ekkert um Alþýðuflokkinn, Samfylkinguna og skattaskjólsfélögin Fjalar og Fjölni.

G. Tómas Gunnarsson, 22.10.2017 kl. 12:24

20 identicon

Það voru vantaldir skattstofnar þannig að skattarnir hækkuðu. Þau borguðu þá en áfrýjuðu 25% álagi á hækkunina og fengu hana fellda niður. Er þér ekki ljóst að þau þurftu að greiða hærri skatta en áður en þau leiðréttu framtalið?

Og nú reynir hann að kaupa sér atkvæði með því að lofa því að greiða þjóðinni tugi milljarða í peningum. Væri ekki nær að nota þetta fé í innviðauppbyggingu? Þvílíkt lýðskrum! Við erum enn að greiða tugi milljarða á ári fyrir "leiðréttinguna".

Ásmundur (IP-tala skráð) 22.10.2017 kl. 14:13

21 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Ásmundur Þakka þér fyrir þetta. Það voru ekki vantaldir skattstofnar, heldur lá munurinn..." ...færslur vegna gengisbreytinga, sem þýddi að uppsafnað ónotað tap félagsins til frádráttar frá skatti reyndist rúmar 50 milljónir en ekki 162 milljónir króna.""

Meira að segja Kjarninn getur ekki fundið neitt annað, sbr: "Í ljósi þess að Wintris gerði upp í íslenskum krónum og bókfærði umtalsvert gengistap sem nýtist sem skattalegt tap er ljóst að sú fullyrðing stenst ekki. Wintris hagnaðist á því að gera upp í íslenskum krónum."

Þeir eru síðan með langt mál og reyna að þvæla umfjöllunina og búa til einhverja sekt.

https://kjarninn.is/skyring/2017-10-02-wintris-greiddi-ekki-skatta-i-samraemi-vid-log-og-reglur/

En þú hefur ekkert talað um Alþýðflokkinn, aflandsfélög og Samfylkinguna, sem eru í samkrulli.  Er það ekki merkilegt.

 

G. Tómas Gunnarsson, 22.10.2017 kl. 17:19

22 identicon

Skattarnir hækkuðu, annars hefðu þau ekki verið látin greiða 25% álag. Þegar álagið er endurgreitt er upphaflegur skattur enn eftir. Þannig að þau þurftu að greiða meira eftir að hafa leiðrétt framtalið. Er það ekki ljóst?

Ég veit ekki til þess að það séu nein tengsl á milli aflandsfélaga og Samfylkingarinnar. Allir vita um tengslin við Alþýðuflokkinn. 

Þú hefur ekki svarað hvað þeir finnst um nýjasta tilboð SDG til atkvæðakaupa? 

Ásmundur (IP-tala skráð) 22.10.2017 kl. 17:57

23 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Ásmundur Þakka þér fyrir þetta. Það er rétta að skattar hækkuðu. En engum eignum var skotið undan, heldur deilt um "tæknilegt atriði". Upphaflega metur Skattstjóri það þannig að um sé að ræða mál sem sé af þeirri gráðu að 25% álag sé réttlætanlegt.

Yfirskattanefnd lýtur á að svo sé ekki og því dregur hún álagið til baka. En engar eignir voru faldar, heldur eingöngu deilt um frádráttarlið.

Þegar aðildarfélag Samfylkingarinnar er í slagtogi með aflandsfélögum er eðlilegt að líta svo á að Samfylkingin sé það.

Persónulega lít ég svo á að ef taka á mikið af fé út úr bönkunum (sem ég er í sjálfu sér ekki á móti) að nota ætti féið eingöngu til niðurgreiðslu á skuldum.

Þannig næst til lengri tíma mestur arður á peninginn. Fátt er betri fjárfesting en niðurgreiðsla skulda (nema auðvitað á Eurosvæðinu, þar sem hörmungarástandið hefur leitt til neikvæðra vaxta).

Flest bendir til þess að vextir á heimsvísu fari hratt hækkandi á næstunni, þó að ekki sé hægt að ganga að því sem vísu.  Seðlabankar eiga enn möguleika á spila á móti því, og fresta vandamálunum.

Því minni skuldir sem Íslenska ríkið hefur þá, því betri stöðu mun það hafa.

Og þeim mun meiri ástæðu verður til að fara í innviðauppbyggingu og þess utan á mun betri kjörum.

Vandamálið hvað varðar innviðauppbyggingu á Íslandi er að hluta til ekki það að hún sé ekki næg, heldur röng forgangsröðun, sbr. Vaðlaheiðargöng, Héðinsfjarðargöng, Harpa o.s.frv.

Ekki það að göngin bæti ekki samgöngur en peningunum hefði verið betur varið annars staðar á sama tímapunkti. Harpa hefur svo lítið gert nema að auka á heildar taprekstur hins opinbera.

G. Tómas Gunnarsson, 22.10.2017 kl. 19:07

24 identicon

Var einhver að halda því fram að þau hafi skotið eignum undan? Deilan snýst um það hvort skattar hafi hækkað eftir að þau sendu inn nýtt framtal, eins og þú viðurkennir, eða lækkað eins og SDG hélt fram.

Svo er ljóst að þau töldu vitlaust fram þannig að upphaflega greiddu þau of lága skatta. Þau leiðréttu svo framtölin vegna Vistrismálsins. Ef ekki hefði komist upp um það hefðu skattgreiðslurnar áfram verið of lágar allt frá upphafi og um ófyrirsjáanlega framtíð.

Þetta var óþolandi ástand fyrir SDG sem hafði lagt mikla áherslu á að allt væri rétt talið fram. Hann reyndi að fela það með því að hóta fjölmiðlunum lögsókn. Því miður er lítil von til þess að hann komist ekki á þing. 

Ásmundur (IP-tala skráð) 22.10.2017 kl. 20:45

25 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Ásmundur Þakka þér fyrir þetta Mistökin virðast fyrst og fremst hafa verið tæknileg.

Og það komst ekkert upp um Wintris, skattayfirvöld vissu auðvitað alltaf af tilvist þess, enda skilmerkilega getið á skattskýrslum.

Þess vegna lítur yfirskattanefnd svo að engin tilraun hafi verið gerð til skattsvika og því beri ekki að leggja álag á greiðslurnar.

Skattframtöl af þeirri stærðargráðu sem þeirra líklegast eru, er oft full af vafaatriðum, enda því miður skattalöggjöf á Íslandi sem víða annars staðar oft illa gerð og full af vafaatriðum.

Það er ekki tilviljuna að skattalögfræðingar hafi yfrið nóg að gera.

Flestir venjulegir einstaklingar hafa í raun litla sem enga möguleika á því að gera sér grein fyrir því hvort að það sem þeir telja fram sé 100% rétt, þeir kvitta einfaldlega undir það sem aðrir hafa gert.

Þekki það vel af eigin raun.

Það er því miður hluti af allt of flóknu skattkerfi víða um lönd, að ef ekki eru ráðnir "sérfræðingar" í framtalið, þá enda einstaklingar oft á því að borga mun meira en ella.

Rétt eins og stór hluti leigjenda gerir sér ekki grein fyrir því að þeir geti sótt um húsaleigubætur.

G. Tómas Gunnarsson, 22.10.2017 kl. 21:03

26 identicon

Fór það virkilega framhjá þér þegar upp komst um Vintris í sjónvarpi og SDG reyndi að ljúga sig út úr því og gekk svo út?

Vintris var algjörlega óþekkt fram að því þó að vel kunni að vera að nafnið hafi komið fram í skattaframtali.

Annars skautar þú framhjá aðalatriðunum rétt eins og þú sért að verja málstað SDG. Sérðu enn grundvöll fyrir málsókn?

Ásmundur (IP-tala skráð) 22.10.2017 kl. 23:52

27 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Ásmundur Þakka þér fyrir þetta. Það að fjölmiðlar birtu fréttir um Wintris og komu því þannig á kortið hjá almenningi, þýðir ekki að skattayfirvöldum hafi ekki verið kunnugt um það áður.

Ég sá reyndar ekki viðtalið en las um það í öðrum fjölmiðlum.

En málið er ekki svona einfalt, og reyndar þyrfti ég líklega miklu lengri tíma til að kynna mér það til að geta sagt um af einhverju öryggi hvað nákvæmlega er til dæmis rétt hvað varðar skattamálin.

"Í kæru til yfirskattanefndar, dags. 8. mars 2017, er tekið fram að kærendur uni ákvörðun ríkisskattstjóra samkvæmt hinum kærða úrskurði, dags. 22. desember 2016, að endurákvarða auðlegðarskatt kærenda gjaldárin 2011, 2012, 2013 og 2014. Þá uni kærendur ákvörðun ríkisskattstjóra um að ákvarða kæranda, A, fjárhæð meintrar afkomu af rekstri X Ltd. rekstrarárin 2010, 2011, 2012, 2013 og 2014, sem falið hafi í sér hækkun á stofni A til tekjuskatts og útsvars gjaldárið 2011 og ákvörðun eftirstöðva ójafnaðs rekstrartaps hennar gjaldárin 2012, 2013, 2014 og 2015. Ennfremur uni kærendur ákvörðun ríkisskattstjóra samkvæmt úrskurðinum að lækka stofn kæranda, B, til greiðslu skatts af fjármagnstekjum gjaldárin 2011, 2012, 2013, 2014 og 2015. Hins vegar er þess krafist af hálfu kærenda að ákvörðun ríkisskattstjóra um afkomu kæranda, A, af rekstri X Ltd., eins og það er orðað, verði hnekkt og að yfirskattanefnd úrskurði rekstrarhagnað 64.073.922 kr. í stað 116.403.948 kr. gjaldárið 2011, tap 55.319.179 kr. í stað 5.873.405 kr. taps gjaldárið 2012, tap 91.537.521 kr. í stað 64.087.291 kr. taps gjaldárið 2013, tap 71.732.294 kr. í stað 60.536.453 kr. taps gjaldárið 2014 og hagnað fyrir yfirfærslu taps frá fyrri árum 56.422.653 kr. í stað 79.922.306 kr. gjaldárið 2015. Ennfremur er þess krafist að uppsafnað ójafnað rekstrartap í lok rekstrarárs 2014 verði ákvarðað 162.166.340 kr. í stað 50.574.843 kr."

Fjármagnsskattar eru lækkaðir, auðlegðarskattur hækkaður, tekjuskattur og útsvar hækka.

En þarna er líka ljóst að fallist er á öll rök kærenda hvað varðar tap og gengishagnað, því úrskurðarorðin eru að fallist sé á allar þessar kröfur.

Hver endanlega samtalan úr þessu verður er auðvitað ekki hægt að reikna. Það er freistandi að halda því fram að úr hafi orðið hækkun, en það er erfitt að fullyrða eða hve há hún hafi verið.

Það kemur fram í frétt Viðskiptablaðsins að Anna hafi greitt aukalega 25 milljónir eftir úrskurð Ríkisskattstjóra.  Hvað mikið af því hefur verið endurgreitt kemur ekki fram, en það er nokkuð ljóst af tölunum hér að ofan að það eru líklega ekki lágar fjárhæðir, því tapið hækkar um hundruði milljóna og hagnaður lækkar sömuleiðis mikið.

Hvort að skattar hafi hækkað eftir úrskurð Yfirskattanefndar er því ekki ljóst.

Það er enda það eina heillandi við að Sigmundur færi í mál, er að þá þyrfti virkilega að leggja fram öll gögn fyrir dómara.

Persónulega hef ég ekki verið stuðningsmaður Sigmundar, hef aldrei kosið hann og á það næsta víst aldrei eftir.

En það verður ekki af honum tekið að á ýmsan máta er hann með athygliverðari stjórnmálamönnum sem fram hafa komið á Íslandi undanfarin ár.

Það var ekki lítið grín gert að honum þegar hann byrjaði að tala um að sækja "alla þessa" peninga í þrotabú bankanna.  Hvað kom á daginn.

Skuldaleiðréttingin var vissulega umdeild (og ég ekki hrifinn af henni per se) en hún fór í gegn að stórum hluta.  Það er svo deilt um hvort hafi gagnast þeim verr settu verr, skuldaleiðréttingin eða 110% reglan.

Hugmynd hans um að gefa almenningi hlutabréf er alls ekki slæm, en deila má eins og alltaf um hvort ekki sé rétt að greiða frekar niður skuldir.

Það er eðlilegt að Sigmundur sé umdeildur og ýmsum þykir framganga hans undarleg, en hann hefur aldrei gert slíka árás á þingræðið s.s. að reyna að fá þingmenn til að greiða atkvæði og neita þeim um að kynna sér málið.

Persónulega er ég þeirrar skoðunar að yfirlæti eins og kemur fram í þínum málflutningi, um að fylgismenn Sigmundar séu heimskir, eigi sinn þátt í því hvað flokkurinn fór langt niður á við.

Svona rétt eins og þeir frambjóðendur sem talar um landsbyggðarfólk sem frekt hyski.

http://www.visir.is/g/2014141109003/osattur-vid-frekjuna-i-hyskinu-a-landsbyggdinni

G. Tómas Gunnarsson, 23.10.2017 kl. 07:50

28 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Ef til vill má segja að efinn speglist í þessum tveimur atriðum.

Í Viðskiptablaðinu segir: "Úrskurðurinn sem kveðinn var upp 22. september síðastliðinn var birtur fyrir helgi, en hún hafði greitt 25 milljónir króna í aukinn skatt í kjölfar niðurstöðu Ríkisskattstjóra, sem hún hafði þá kært til yfirskattanefndar í kjölfar þess að setja fyrirvara á greiðsluna."

http://www.vb.is/frettir/greiddi-haerri-skatta-en-felaginu-bar/141797/

Viðskiptablaðið nefnir ekki hvað skattgreiðslur hennar hafi lækkað við úrskurð Yfirskattanefndar.

Í Kjarnanum get ég ekki séð að nefnt sé hve mikið aukaskattgreiðslan var, en þar segir:

"Yfirskattanefnd komst að niðurstöðu 22. september síðastliðinn og var sú niðurstaða eigendum Wintris í hag. Þau máttu gera Wintris upp í íslenskum krónum, bókfæra gengistap vegna sveiflna gjaldmiðilsins og nota það tap til að lækka skattgreiðslur sínar á Íslandi. Vegna ársins 2011 lækkuðu þær um 52,3 milljónir króna auk þess sem yfirfæranlegt tap í skattskilum Önnu Sigurlaugar gjaldárin 2012 til 2015 ákvarðaðist í samræmi við fjárhæðir sem tilgreindar voru í skatterindi kærenda."(áherslubreyting er mín).

https://kjarninn.is/skyring/2017-10-02-wintris-greiddi-ekki-skatta-i-samraemi-vid-log-og-reglur/

Annar vegar er talað um hækkun upp á 25 milljónir og svo lækkun upp á 52,3 milljónir, en í sitt hvorum miðlinum.

Veist þú um "afdráttarlausar" tölur sem hafa birst í einhverjum Íslenskum fjölmiðli, ef svo er þætti mér fengur á hlekk á þær.

G. Tómas Gunnarsson, 23.10.2017 kl. 08:06

29 identicon

Er það ekki ljóst að um hækkun var að ræða úr því að þeim var gert að greiða 25% álag? Það breytir engu þó að álagið hafi seinna verið fellt niður.

Það var af öðrum ástæðum en að ekki væri um hækkun að ræða. Álag á hækkun getur aldrei verið meira en hækkunin.Var álagið kannski lagt á hækkanir án þess að lækkanir væru dregnar frá.

Var það kannski ástæðan fyrir því að það var fellt niður?

Allavega er fáránlegt að fara í mál án þess að útskýra mál sitt fyrst.

Ásmundur (IP-tala skráð) 23.10.2017 kl. 08:31

30 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Ásmundur Þakka þér fyrir þetta. Það er ljóst að eftir útreikninga Ríkisskattstjóra varð hækkun á gjöldum þeirra.

En eftir úrskurð Yfirskattanefndar verður lækkun á gjöldunum sem nemur yfir 50 milljónum. Eins og segir í Kjarnanum, "... Vegna ársins 2011 lækkuðu þær um 52,3 milljónir króna.".

Var þá um hækkun að ræða?  Í mínum huga er það ekki ljóst eftir niðurstöðu Yfirskattanefndar.

Hvers vegna nefna Viðskiptablaðið og Kjarninn ekki hvað skattar hafi hækkað/lækkað frá því sem áður var?

Ef Anna hefur aðeins borgað 25 milljónir við úrskurð Ríkisskattstjóra, en úrskurður Yfirskattanefndar hafi lækkað það um yfir 50 milljónir, þá hafa heildargreiðslur hennar lækkað.

En eins og ég hef áður þyrfti ég meiri tíma og meiri gögn ef ég ætti að geta sagt eitthvað um það með fullri vissu.

Þess vegna væri niðurstaða dómstóla að hluta til framför, þá yrðu öll gögn að vera lögð fyrir dóminn.

G. Tómas Gunnarsson, 23.10.2017 kl. 10:28

31 identicon

Það er fráleitt að fara í dómsmál út af máli sem hægt er að leysa úr með því einu að birta gögn. SDG hefur ekki einu sinni upplýst hve mikil hækkunin var áður en kom til lækkunar eftir úrskurð yfirskattanefndar.

Hann hefur látið sem um hafi verið að ræða lækkun vegna upprunalegrar álagningar. Hann reyndi að fela það að hann sá sér ekki annað fært en að leiðrétta framtölin eftir að Vintris málið kom upp.

Ásmundur (IP-tala skráð) 23.10.2017 kl. 16:44

32 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Ásmundur Þakka þér fyrir þetta. Eins og ég sagði áður, þá þekki ég ekki málið til hlýtar.

Hafa fjölmiðlar birt fullyrðingar án þess að hafa gögn sem bakka þær upp? Hefur þú séð þeirra gögn?

Ekki ég, en ég hef ekki fylgst með málinu eins og best er hægt að gera, ég hef einfaldlega ekki tíma til þess.

Hvers vegna birta Kjarninn og Viðskiptablaðið ekki báðar tölurnar, þá sem álagningin var hækkuð um í upphafi og svo þá sem álagningin var lækkuð um?

Stundum finnst mér þegar ég les þessi fréttaskrif að það sé vísvitandi verið að gera málin flóknari og illskiljanlegri en þau eru.

Ef hækkunin var 25 milljónir og lækkunin yfir 50 milljónir (sem ég er ekki að fullyrða) virðist sem svo að álagningin hafi lækkað frá því sem var áður en Wintris málið kom upp.

G. Tómas Gunnarsson, 23.10.2017 kl. 17:04

33 identicon

Það hefur komið fram að skattarnir hækkuðu eftir að þau leiðréttu framtölin og þá er 25% álagið ekki talið með. Hve mikið er hins vegar ekki opinbert.

Ásmundur (IP-tala skráð) 23.10.2017 kl. 19:46

34 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Ásmundur Þakka þér fyrir þetta. Ég tel það vera rétt að skattar hækkuðu eftir að þau leiðréttu framtölin.  En var það vegna þess að að Ríkisskattstjóri samþykkti ekki framtalsmátann. Var það þess vegna sem Anna greiddi 25 milljónir?

Ef svo er og þeir lækkuðu svo aftur, eftir úrskurð Yfirskattanefndar, um 52,3 milljónir, hafa skattar hennar lækkað um 27.3 milljónir í heildina.

Það þýðir að um lækkun var að ræða.

Ég held að við hljótum að vera sammála um það.

En ég er ekki með gögn í höndunum þannig að ég geti fullyrt að svona sé í pottinn búið.

25 milljóna töluna hef ég úr Viðskiptablaðinu, 52.3 milljónir hef ég úr Kjarnanum.  Slóðir á báðar fréttirnar eru hér í athugasemdunum.

En hvað gerir það að verkum að þú telur þig geta fullyrt að um hækkun sé að ræða?  Hefur þú einhverja góða heimild um slíkt?

G. Tómas Gunnarsson, 24.10.2017 kl. 04:31

35 identicon

Þau fengu hækkun og síðan 25% álag. Yfirskattanefndin felldi bara niður álagið svo að hækkunin varð eftir.  

Ásmundur (IP-tala skráð) 24.10.2017 kl. 08:31

36 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Ásmundur Þakka þér fyrir þetta. Eftir því sem ég kemst næst þá var EKKI um það að ræða að eingöngu álagið væri fellt niður, heldur fellst Yfirskattanefnd á framtalsmátan.

Sbr: "Í kæru til yfirskattanefndar, dags. 8. mars 2017, er tekið fram að kærendur uni ákvörðun ríkisskattstjóra samkvæmt hinum kærða úrskurði, dags. 22. desember 2016, að endurákvarða auðlegðarskatt kærenda gjaldárin 2011, 2012, 2013 og 2014. Þá uni kærendur ákvörðun ríkisskattstjóra um að ákvarða kæranda, A, fjárhæð meintrar afkomu af rekstri X Ltd. rekstrarárin 2010, 2011, 2012, 2013 og 2014, sem falið hafi í sér hækkun á stofni A til tekjuskatts og útsvars gjaldárið 2011 og ákvörðun eftirstöðva ójafnaðs rekstrartaps hennar gjaldárin 2012, 2013, 2014 og 2015. Ennfremur uni kærendur ákvörðun ríkisskattstjóra samkvæmt úrskurðinum að lækka stofn kæranda, B, til greiðslu skatts af fjármagnstekjum gjaldárin 2011, 2012, 2013, 2014 og 2015. Hins vegar er þess krafist af hálfu kærenda að ákvörðun ríkisskattstjóra um afkomu kæranda, A, af rekstri X Ltd., eins og það er orðað, verði hnekkt og að yfirskattanefnd úrskurði rekstrarhagnað 64.073.922 kr. í stað 116.403.948 kr. gjaldárið 2011, tap 55.319.179 kr. í stað 5.873.405 kr. taps gjaldárið 2012, tap 91.537.521 kr. í stað 64.087.291 kr. taps gjaldárið 2013, tap 71.732.294 kr. í stað 60.536.453 kr. taps gjaldárið 2014 og hagnað fyrir yfirfærslu taps frá fyrri árum 56.422.653 kr. í stað 79.922.306 kr. gjaldárið 2015. Ennfremur er þess krafist að uppsafnað ójafnað rekstrartap í lok rekstrarárs 2014 verði ákvarðað 162.166.340 kr. í stað 50.574.843 kr."

Þetta er hér ofar síðunni og kemur beint úr úrskurði Yfirskattanefndar. Á allt þetta var fallist. Þannig stórjukust frádráttarliðir á framtali í samræmi við þetta.

 

Vegna þess að eins og segir að ofan: "...yfirskattanefnd úrskurði rekstrarhagnað 64.073.922 kr. í stað 116.403.948 kr. gjaldárið 2011."

Yfirskattanefnd fellst á að talið yrði fram þannig að rekstrartekjur lækki um ca 52 milljónir. Stórfelldar breytingar urðu einnig á öðrum framtalsárum.

Hver getur þú fundið í umfjöllun fjölmiðla eitthvað sem segir að bara álagið hafi verið fellt niður. Ef einhver segir það, sýnist mér einfaldlega að sá fari með rangt mál.

En mér þætti gaman að sjá þær heimildir sem þú byggir á, því vissulega eru meiri gögn alltaf til bóta, í það minnsta svo lengi sem þau eru rétt.

G. Tómas Gunnarsson, 24.10.2017 kl. 09:26

37 identicon

Ég og örugglega fleiri skildi fréttir af málinu þannig. Ef þetta er misskilningur hefði SDG átt að leggja spilin á borðið og skýra sitt mál frekar en að fara í dómsmál.

Mér fannst það satt að segja grunsamlegt að hann gerði það ekki en hótaði í stað þess málsókn. Það er allt of algengt að auðmenn noti dómstólaleiðina til að þagga niður í þeim sem eru þeim ekki þóknanlegir. 

Ásmundur (IP-tala skráð) 24.10.2017 kl. 14:39

38 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Ásmundur Þakka þér fyrir þetta. Ég get alveg tekið undir með þér að fyrst þegar ég fór að heyra fréttir af málin, þá skildi ég það eins og þú.

Síðan eftir að ég fór að kynna mér það betur eftir að þú fórst að tala um það hér, er ég á báðum áttum.

Það er ljóst í mínum huga að Yfirskattanefnd stórlækkaði skattstofn Önnu frá því sem Ríkisskattstjóri hafði ákvarðar og lækkaði þær greiðslur sem hún þurfti að inna af hendi.

En ég hef ekki gögn í höndunum sem geta sagt mér hvað mikið skattgreiðslur þeirra hækkuðu/lækkuðu frá því sem áður var, það er að segja afdráttarlaust.

En ef endurupptaka Ríkisskattstjóra hækkaði skatta þeirra um 25 milljónir, en ákvörðun Yfirskattanefndar lækkaði þá um 52,3 milljónir.  Þá lækkuðu heildarskattgreiðslur þeirra frá því sem áður hafði verið.

En þetta er alltaf með "EF" í framsetningunni.

Mér sýnist þó að ljóst sé að fjölmiðlar hafi ekki fært fram gögn í málinu sem réttlæti að þeir fullyrði að aðeins hafi verið um að ræða niðurfellingu álags.

Hefur þú séð einhver gögn eða útreikninga í fjölmiðlum sem myndu bakka það upp?

G. Tómas Gunnarsson, 25.10.2017 kl. 06:48

39 identicon

Nei, ég hef ekkert kynnt mér málið umfram það sem hefur komið fram í fjölmiðlum og hef ekki hugsað mér að gera það.

Ef þetta er einhver misskilningur þá getur SDG sjálfum sér um kennt því að honum var í lófa lagið að leiðrétta hann.

Hótunin um málsókn er óneitanlega grunsamleg. Hún lítur út eins og undankomuleið frá því að þurfa að leggja spilin á borðið.

Ásmundur (IP-tala skráð) 25.10.2017 kl. 19:54

40 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Ásmundur Þakka þér fyrir þetta. Ég hef ekkert kynnt mér málið utan fjölmiðla heldur, utan þess að ég hraðlas úrskurð Yfirskattanefndar á netinu.

En það að glugga í nokkra fjölmiðla er nóg til að ég fyllist efa. Umfjöllun fjölmiðla er ruglingsleg og illa framsett.

Á köflum fékk ég það að tilfinninguna að það væri viljandi svo, en vil ekki fullyrða það.

Það er að ýmsu leiti rétt að Sigmundur ætti að skýra sitt mál betur, en fjölmiðlar þurfa einnig að vara sig því að fullyrða að hlutirnir séu á þennan eða hinn veginn, án þess að bakka það upp með gögnum eða útreikningum.

En ég er í sammála því með hótunina, en hvort hún verður að veruleika verður að koma í ljós.

G. Tómas Gunnarsson, 26.10.2017 kl. 11:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband