Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál
8.1.2019 | 17:01
Kjötskattur er vinstra (grænt) rugl
Nú nýlega viðraði einn af þingmönnum Vinstri grænna þá hugmynd að rétt væri að huga að því að setja sérstakan skatt á kjötneyslu.
Eðlilega er slík hugmynd umdeild, og sitt sýnist hverjum, en auðvitað þarf að velta því fyrir sér hvort að slíkt sé rökrétt, fyrst að þingmenn setja slíkar hugmyndir fram, jafnvel þó að þeir teljist þinglegir "villikettir".
Í mínum huga er hugmyndin algert rugl.
Í fyrsta er hugmyndin næsta óframkvæmanleg svo vel fari.
Í öðru lagi, ef við kjósum að trúa öllu því sem fram er haldið um hættuna á loftslagshlýnum o.s.frv, er kjötframleiðsla ekki það sama og kjötframleiðsla.
Þannig á bóndi til þess að gera auðvelt með að "kolefnisjafna" kjötframleiðslu sína, með skógrækt, nýtingu á metangasi og með öðrum aðferðum (hann gæti t.d. neitað sér um utanlandsferðir, lol).
Því er algerlega órökrétt að skattleggja kjötneysluna, heldur yrði, ef vilji væri til þess að skattleggja losun "gróðurhúsaloftegunda", að líta á heildarmyndina.
Og skattleggja hvernig staðið er að ræktun og svo framvegis. Hvað er innflutt (með kolefnum) o.s.frv.
Einnig má velta því fyrir sér hvort að þeir sem fari sjaldnar erlendis (með flugvélum) eigi rétt á því að neyta meira kjötmetis o.s.frv.
Meta þarf hvað innflutt kjötmeti (og einnig grænmeti) ætti að bera hærri neysluskatt o.s.frv.
Ég held að flestir sjái að hugmyndir sem þessar séu næsta mikið rugl, og komast vonandi seint eða aldrei til framkvæmda.
En eflaust eru þær nóg til að afla nokkurra "læka" og einhverra atkvæða.
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 17:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.1.2019 | 18:52
Munu allir borga í Vaðlaheiðargöngin?
Þó að ég hafi verið einn af þeim sem var ekki mjög hrifinn að undarlegum ákvörðunum varðandi Vaðlaheiðargöng og þeirri undarlegu "einkaframkvæmd" sem þau eru framkvæmd með, geri ég mér fulla grein fyrir því að tímanum verður ekki snúið við og því fagna ég göngunum sem slíkum og á án efa eftir að aka þar í gegn í framtíðinni.
Ég vona að rekstur þeirra gangi vel og verði vonandi greiddur upp fyrr en áætlanir gera ráð fyrir, þó að vissulega geti án efa brugðið til beggja vona með það.
En ég velti því fyrir mér hvernig hið nýja og tæknivædda greiðslukerfi ganganna muni virka.
Hvernig verða t.d. þeir bílar sem koma með Norrænu til landins rukkaðir, ef þeir greiða ekki af frjálsum og fúsum vilja?
Verða eigendur þeirra eltir uppi um alla Evrópu (eða lengra) með tilheyrandi kostnaði? Verða rútur sem oft koma með Norrænu (og sumar dvelja að mér skilst sumarlangt eða lengur) rukkaðar, og þá hvernig?
Eða verður gjaldheimtan enn eitt dæmi um að þeir sem eru innlendir og standa skilvíslega skil á sínu, standi höllum fæti í samkeppninni?
Verður öllum farartækjum sem koma á land með Norrænu (eða öðrum ferjum) gert skilt að gefa upp kreditkortanúmer sem má gjaldfæra "gangagjald" á? Eða stríðir það gegn reglum um frjálsa för á Evrópska efnahagssvæðinu?
Ég veit ekki neitt um það, en mér þætti fróðlegt að vita hvernig Íslenskir eigendur ganganna hafa hugsað sér að standa að að þessum málum.
Ekki verður litið hjá því að slíkar lausnir verða þeim mun meira áríðandi ef viðamiklar hugsanir um vegatolla verða að veruleika.
Sparnaður bæti fyrir gjaldtökuna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 19:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
27.10.2017 | 18:41
Nokkuð sem vert er að hafa í huga
Það eru ótal fletir sem vert er að hafa í huga þegar rætt er um hvort Ísland ætti að verða aðili að "Sambandinu".
Einn af þeim er sá sem hér er rætt um, tollar og önnur gjöld sem leggjast á innfluttar vörur. Þeim vöruflokkum sem bera tolla myndi fjölga gríðarlega ef til þess kæmi að Ísland gengi í Evrópusambandið.
Sumir hafa talað um "Sambandið" eins og það væri fríverslunarbandalag. En í raun er ekki síður rökrétt að tala um það sem tollabandalag.
Fríverslun er vissulega innan "Sambandsins" en þegar kemur að viðskiptum við lönd sem standa utan þess, er allt annað upp á teningnum.
Eins og fram kemur í fréttinni, er líklegt að aðeins fjölgun tollvarða myndi kosta Íslendinga stórar fjárhæðir á ári.
En það er ekki ólíklegt að margir hugsi til þess að ef Íslendingar gengu í "Sambandið" myndi vera hægt að flytja inn ýmsar landbúnaðarvörur á mun lægra verði en þekkist á Íslandi í dag.
Það er í sjálfu sér rétt.
En ef Ísland stendur utan "Sambandsins" og vilji er til þess að aflétta innflutningsbanni á margar landbúnaðarvörur, þá geta Íslendingar hæglega gert það á eigin spýtur, og það er langt í frá að besta verð á landbúnaðarvörum fáist í löndum Evrópusambandsins.
Þannig gætu Íslendingar hæglega átt viðskipti með landbúnaðarvörur við ótal ríki, jafnt utan sem innan "Sambandsins", ef það er vilji þjóðarinnar.
Staðreyndin er sú að vægi Evrópusambandsþjóðanna í heimsviðskiptum fer minnkandi og gerir það líklega enn frekar á komandi árum.
Fyrir Íslendinga mun það mikilvægi enn frekar minnka, þegar Bretland, ein mikilvægasta viðskiptaþjóð landsins gengur úr "Sambandinu".
Sjálfsforræði og fullveldi landsins er auðlind sem hefur gefið vel af sér á undanförnum árum og mun halda áfram að gera það, ef rétt er á málum haldið.
Ég skora á kjósendur að hafa það í huga sér á morgun og gefa ekki þeim flokkum atkvæði sitt sem stöðugt daðra við "Sambandsaðild", þó að þeir kjósi að gefa aðlögunarviðræðum þekkilegri nöfn, eins og aðildarviðræður, könnunarviðræður, eða annað í þeim dúr.
Hærri tollar og stærra bákn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.10.2017 | 18:18
Allt í hund og kött á kaffihúsum Íslendinga?
Ég las það á vef Vísis að nú hafi Umhverfisráðherra Íslendinga ákveðið að leyfa veitingahúsaeigendum náðarsamlegast að ákveða það sjálfir hvort að gæludýr séu leyfð á stöðum þeirra eður ei.
Þó að ég verði að viðurkenna að mér þykir það orka tvímælis að ráðherra í starfsstjórn og án að segja má nokkurrar umræðu (og engin umræða á þingi?) ákveði slíkar breytingar, þá fagna ég þeim.
Ekki það að ég eigi hund eða kött, heldur hitt að sú staðreynd að ákvörðunin skuli færð til eigenda veitingahúsanna hugnast mér afar vel.
Sjálfur fer ég af og til með börnunum mínum á kaffihús þar sem u.þ.b. tugur katta leikur lausum hala. Þau kunna vel nálegðinni við kisurnar og mér sýnist allir fara ánægðir þaðan á brott.
En það er spurning hvort að ekki sé rétt að leyfa eigendum veitingahúsa að ákveða fleira sem varðar rekstur þeirra og hvað sé leyft og hvað ekki í húsakynnum þeirra.
Er til dæmis ekki rétt að leyfa veitingahúsaeigendum að ákveða hvort að sé reykt í húsakynnum þeirra, nú eða veipað?
Sjálfur reyki ég ekki og hef ekki gert í u.þ.b. 15 ár, en ég get vel unnt reykingamönnum að hafa einhver kaffihús eða veitingastaði þar sem slíkt væri leyft.
Reykingamenn og "veiparar" eru vissulega ekki jafn krúttlegir og hundar og kettir, en ef við lítum fram hjá því, er ekki rétt að ákvörðunin sé þeirra sem standa í rekstrinum, þ.e. veitingamannana?
P.S. Vill einhver reyna að ímynda sér fjaðrafokið sem hefði orðið ef einhver ráðherra hefði nú talið sig geta leyft veitingahúsaeigendum að ákveða hvort gestir þeirra mættu reykja eða ekki, svona "þrjár mínútur" í kosningar?
Viðskipti og fjármál | Breytt 27.10.2017 kl. 09:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.10.2017 | 16:21
Eru engar fréttir í "Glitnisskjölunum"?
"Lögbannsmálið", ef svo má kalla er í raun að verða skrýtnara og skrýtnara. Að miklu leyti má segja, svona eins langt og mitt hyggjuvit nær, að það sé farsi.
Glitnir er orðinn að athlægi, alla vegna að mínu mati og hefur orðið sér til skammar. Enn eitt skiptið þar sem sá sem biður um lögbann, gerir sína hlið aðeins verrri.
Ekki er enn búið að biðja um lögbann á umfjöllun hjá Guardian. Það er bara ekkert að frétta segir forsvarmaður Glitnis.
En er eitthvað að frétta hjá Guardian?
Eins langt og mín vitneskja nær eru engar fréttir þaðan? Eru engar fréttir í "Glitnisskjölunum"?
Það er ljóst að ef markmiðið væri fyrst og fremst að miðla fréttum til almennings, þá væru auðvitað fréttir sem skipta hann máli birtar í Guardian.
Þegar þær væru birtar gætu allir miðlar (hugsanlega ekki Stundin) á Íslandi endurbirt þær fréttir og þær kæmust til almennings.
Hugsanlega gæti Stundin birt þær sömuleiðis, enda væri þá fréttin ekki byggð á "Glitnisskjölunum", heldur umfjöllun Guardian.
En ef til vill hentar lögbannið og engar fréttir best pólítískum og fjárhagslegum hagsmunum Stundarinnar og Reykjavík Media.
Það er ekki annað hægt en að velta því fyrir sér.
Ekki búið að fara fram á lögbann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 16:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (40)
14.10.2017 | 16:16
Er þetta fyrst og fremst skipulagsmál?
Ég ætla að taka það fram að ég hef engar sérstaka skoðun á þessum virkjunarframkvæmdum. Ég hef aldrei komið á svæðið og tel mig einfaldlega ekki dómbæran í málinu. Þess vegna hef enga mótaða skoðun í málinu.
En í þessu sambandi vil ég minna á að þeir sem hafa haldið því fram að staðsetning Reykjavíkurflugvallar sé skipulagsmál Reykvíkinga, hljóta að vera þeirrar skoðunar að staðsetning og uppbygging umræddrar virkjunar sé fyrst og fremst skipulagsmál þess sveitarfélags (eða sveitarfélaga) sem ráða viðkomandi landsvæðum.
Nú eða ekki síst landeiganda.
Ég hef áður bloggað á þessum nótum.
Þetta fólk þjáist af athyglissýki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.10.2017 | 16:41
Er eitthvað óeðlilegt við eignaskiptinguna? Er réttu máli hallað?
Það hefur mikið verið rætt um skiptingu auðs á milli jarðarbúa og ranglæti því tengdu og sýnist sitt hverjum eins og í mörgum öðrum málum.
Þessi umræða hefur að sjálfsögðu einnig farið fram á Íslandi og þar er bent á að misskipting þar sé sú minnsta sem finna má innan OECD, en jafnframt er þar langt til nógu vel að verki staðið að mati annara.
Heyra hefur mátt stór orð um misskiptingu eigna hér og þar í fjölmiðlum í þeirri kosningabaráttu sem nú stendur yfir.
En hver er eðlileg eignaskipting? Um það verður sjálfsagt seint samkomulag og verður án efa rökrætt (ef ekki rifist) um það um ókomna tíð.
En í þeirri frétt sem hér er tengt við kemur fram að 10% Íslendinga eigi 62% eigna umfram skuldir.
Er það óeðlilegt?
Þar eru án efa skiptar skoðanir, en það þarf að hafa í huga hvernig samsetning þjóðfélagsins er og hvernig hefðir og straumar eru.
Hvað er til dæmis eðlilegt að 65 ára einstaklingur (nú eða hjón) eigi meiri eignir en þeir sem eru 30 ára?
Þegar þeirri spurning er velt fyrir sér verður að taka með í reikninginn þá sterku tilhneygingju á Íslandi að taka 40 ára jafngreiðslulán. Þó að slík lán séu með eindæmum óhagstæð, eru þau afar vinsæl. Það fyrirkomulag gerir það að verkum að eignamyndun verður afar hæg framan af greiðslutímanum, en eykst svo all verulega.
Burtséð frá þessu er ekki óeðlilegt að eignir einstaklinga og hjóna aukist með aldrinum, það segir sig eiginlega sjálft.
Þar kemur t.d. til uppsafnaður sparnaður og svo arfur, sem oftast kemur á seinni hluta ævinnar. Ennfremur er það svo að þó að tvær fjölskyldur hafi sömu tekjur, verður eignasöfnun mismunundi.
Enn það kemur fram í greininni og reyndar mun sú vera raunin víðast um heiminn, að eignamisskiptingin er að aukast, og finnst mörgum það verulega afleit þróun.
Við því er hins vegar lítið að gera. Þegar háttar eins og nú gerist víða um lönd, og Ísland ekki undanskilið, og miklar "eignabólur geysa, geta hlutirnir í raun ekki farið á annan veg. Eignir rjúka upp í verði, og að það segir sig sjálft að það eru þeir sem eiga þær (skuldlausar eða skuldlitlar) sem hagnast. Þó kemur það vissulega þeim eignaminni til góða, en ekki í sama mæli.
En hins vegar er að svo að stóraukið verðmæti fasteigna kemur eigendum þeirra að takmörkuðum notum, nema ef þeir selja þær.
Þannnig aukast lífsgæði þeirra sem búa í eigin eign í Reykjavík, sem hefur hefur hækkað um t.d. 90% á síðustu 6 - 7 árum, ekki neitt ef þeir búa í eigninni. Það má raunar jafnvel halda því fram að þeim hafi hrakað, því hafi laun þeirra ekki hækkað í samræmi við fasteignagjöldin, bera þeir skarðan hlut frá borði, og athugið að þau leggjast á óháð eignarhlutfalli.
Það er ekki síst álögur eins og þessar sem bitna hart á millistéttinni, sem leggur hart að sér við að eignast eitthvað og sérstaklega hart á t.d ellilífeyrisþegum sem hafa takmarkaðar tekjur.
Þetta er reyndar nokkuð sem er að gerast í flestum stærri borgum hins Vestræna heims. Ísland er langt í frá sér á parti í þessum efnum.
En eignafólk víðs vegast um heiminn hefur átt góð ár upp á síðkasti. Enda hafa eignabólur verið blásnar upp víða.
En það er ekki síst aðgerðir opinberra og hálf opinberra aðila sem hafa blásið í eignabólurnar og þannig fært eignafólki síaukin auð, í það minnsta á pappírunum. Ríkisstjórnir og seðlabankar hafa talið það sína helstu skyldu að vernda hlutabréfamarkaði frá falli, bönkum frá hruni o.sv.frv. Seðlabanki Eurosvæðisins kaupir t.d. skuldabréf stórfyrirtækja, keyrir niður vexti á þeim, sem aftur tryggir góðan hagnað og góðar arðgreiðslur.
Vextir hafa verið keyrðir niður úr öllu valdi, jafnvel niður í hreina neikvæðni. Það hefur hins vegar orðið til þess að fasteigna- og hlutabréfamarkaðir hafa hækkað, oft meira en raunhæft gæti talist.
Þess hefur ekki gætt á Íslandi, en þó má nefna fjárfestingarleið Seðlabankans sem vissulega hyglaði þeim sem áttu eignir erlendis og vildu flytja þær heim. Það er ólíklegt að það hafi verið eignasnautt fólk sem var í þeim hópi.
Svo má rökræða um hvort að það hafi komið þjóðarbúinu í heild til góða, en það vissulega fjölgaði "aurum" þar sem þeir voru fyrir.
Það þarf að ræða þessi mál í hreinskilni og það er ekkert óeðlilegt við að ólíkar skoðanir séu um hvernig æskileg eignaskipting sé.
En þeir sem tala hátt um að ástandið sé óásættanlegt, verða að útskýra hvað hlutföll í eignaskiptingu þeir telji æskileg og hvaða aðgerðir þeir vilja nota til þess að ná því.
Að öðrum kosti er varla hægt að líta á málflutning þeirra sem nokkuð annað en lýðskrum.
P.S. Ef ég hef reiknað rétt, er hrein eign hverrar fjölskyldu sem er í efstu 10%, u.þ.b. 105 milljónir. Er það mikið meira en þokkalegt einbýlishús á höfuðborgarsvæðinu?
10% eiga 2.100 milljarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.10.2017 | 11:53
Þær eru margar tilviljanirnar, eða hvað?
Oft hafa menn að orði að þeir trúi ekki á tilviljanir, ég er einn þeim.
En það þurfti engar innherjaupplýsingar eða misnotkun á trúnaði til þess að ákveða að innleysa eignir sínar í verðbréfasjóðum á Íslandi í byrjun október 2008. Í raun má segja að það væri skrýtið ef einstaklingar hafi ekki gert það, eða í það minnsta hugleitt slíkt.
Ríkið tók yfir Glitni þann 29. september, þannig að það þurfti ekkert sérstakt innsæi eða spádómsgáfu, hvað þá innherjaupplýsingar, til að sjá að það hrikti verulega í Íslenska bankakerfinu, fyrsti bankinn var fallinn, og N.B. ekki annar af þeim sem var einkavæddur 2003.
Það er því að sjálfsögðu ekki tilviljun að menn voru að innleysa eignir í hlutabréfasjóðum á þessum dögum.
Það var heilbrigð skynsemi.
En svo er líka heilbrigt að velta því fyrir sér hvort að það sé tilviljun að þessar "merku" upplýsingar skjóti allt í einu upp kollinum nú að segja má nákvæmlega 9 árum síðar?
Ég veit ekki hvaða "skjalfestingar" búa að baki en það er ótrúlegt að það sé tilviljun að þær séu á "boðstólum" nú.
Eða hafa "fjölmiðlar" ef til vill legið á þeim þangað til rétta stundin rann upp?
Það er vissulega stundum rétt að velta því fyrir sér hvort að fjölmiðlar bregði sér í hlutverk "geranda" frekar en sögumanns.
Það hefur gerst þörf æ oftar upp á síðkastið.
Ekkert sem bendir til lögbrots | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.10.2017 | 10:32
Áhugaverð niðurstaða - en hvað með Lúxembourg?
Það verður áhugavert að fylgjast með framvindunni í þessu máli. Það er staðreynd að mörg fyrirtæki hafa nýtt sér "skattaskjól" sem finnast innan Evrópusambandsins til að draga verulega úr skattgreiðslum sínum í öðrum löndum "Sambandsins" og raunar víðar.
En það er næsta víst að þessum úrskurði verður áfrýjað.
Þetta er að sjálfsögðu í rökréttu framhaldi af því að um er að ræða "einn markað".
En það er ekkert rökrétt við að einstaka ríki geri sérstaka samninga við einstök ríki, í raun með þeim eina tilgangi að fá fyrirtækin til að greiða skatta í ákveðnu lögsagnarumdæmi, frekar en öðru.
Ef hins vegar um almenna skattlagningu er að ræða er ekkert út á það að setja.
Þau ríki sem hafa gengið harðast fram í slíkum samningum eru Luxembourg og Írland. En það má víða finna "holur" í skattkerfum "Sambandsríkja" sem nýtast fyrirtækjum í einstökum greinum eða aðstæðum vel.
En það vekur athygli í þessu máli rétt eins og mörgum öðrum af svipuðum toga, að það er engu líkara en litið sé á fyrirtæki sem eina sökudólginn í málinu.
En hvað með Lúxembourg, er engin ástæða til þess að gera landinu refsingu fyrir að brjóta svona freklega (og í raun ítrekað) af sér hvað varðar ríkisstuðning/skattaafslætti?
Eða myndi sú refsing falla "too close to home" svo slett sé Enskunni? En altalað er að Jean Claude Juncker, fyrrum forsætisráðherra Lúxembourg og núverandi forseti (framvæmdastjórnar) Evrópusambandsins sé einn aðalhöfundur skattastefnu "Lúx" hvað varðar samninga við einstök fyrirtæki.
En auðvitað er auðveldara að skella háum sektum á "Amríska auðhringi", en "heimamenn". Þó er það vitað að mörg Evrópsk fyrirtæki notið svipað fyrirkomulag.
Þannig gerist þetta oft í pólítíkinni.
Endurgreiði 31 milljarð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.3.2017 | 17:19
Næstum öll höft á brott
Það að því sem næst öllum höftum á fjármagnsflutninga frá Íslandi skuli hafa verið aflétt er vissulega stórt skref. Í raun eitt hið stærsta sem stigið hefur verið frá því að bankahrunið varð.
Það má vissulega deila um það hvort að það hafi mátt kreista vogunarsjóði enn frekar, en það verður þó ekki um það deilt að skipti á tíma og peningum er eitthvað algengasta og elsta form á viðskiptum.
Það er því ekki óeðlilegt að þeir sem ákváðu að bíða beri meira úr býtum, þó vissulega megi alltaf deila um hversu mikið það eigi að vera.
Það er heldur ekkert óeðlilegt að þeir sem vanir eru að taka áhættu, ákveði að framlengja slíka stöðutöku eins og kemur fram í viðhengdri frétt.
Flestar fréttir af íslensku efnhagslífi réttlæta slíkt.
Þar eru flestar vísitölur og bendingar á uppleið.
Á því högnuðust þeir "aflandskrónureigendur" sem ákváðu að bíða, íslenskur efnahagur og gengi enda mun sterkara en þegar þeir ákváðu að hafna tilboði Seðlabankans.
Að sama skapi hefur nauðsynin á því að halda fjármuum þeirra á Íslandi minnkað.
Þannig gerast viðskipti.
Líklega eru fáir ef nokkrir Íslendingar ekki viljað gefa þeim verra gengi, en efnahagsstaðan er einfaldlega allt önnur.
Á íslenskur efnahagur eftir að verða enn sterkari og gefa þeim sem nú bíða enn frekari hagnað?
Slíkt veit enginn fyrir víst, en hitt er ljóst að líklegt er að gjaldeyrisfærslur verið gefnar frjálsar að fullu í framtíðinni.
En það er ljóst að vogunarsjóðir eru reiðubúnir til að veðja á slíkt.
Stór vogunarsjóður hafnar tilboðinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |