Er þetta fyrst og fremst skipulagsmál?

Ég ætla að taka það fram að ég hef engar sérstaka skoðun á þessum virkjunarframkvæmdum. Ég hef aldrei komið á svæðið og tel mig einfaldlega ekki dómbæran í málinu. Þess vegna hef enga mótaða skoðun í málinu.

En í þessu sambandi vil ég minna á að þeir sem hafa haldið því fram að staðsetning Reykjavíkurflugvallar sé skipulagsmál Reykvíkinga, hljóta að vera þeirrar skoðunar að staðsetning og uppbygging umræddrar virkjunar sé fyrst og fremst skipulagsmál þess sveitarfélags (eða sveitarfélaga) sem ráða viðkomandi landsvæðum.

Nú eða ekki síst landeiganda.

Ég hef áður bloggað á þessum nótum.

 


mbl.is „Þetta fólk þjáist af athyglissýki“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég verð að játa fávisku mína um þetta svæði, þótt ég hafi oft komið þarna. Hef ekki enn séð neina myndræna útfærslu á umfanginu. Ég er þó efins um að þetta hafi einhver áhrif á ferðamennsku á þessu svæði. Það er þó talað um að þarna sé um að ræða annað hvort eða virkjun eða ferðaiðnaður. Ég held að það séu ómálefnalegar ýkjur. 

Jón Steinar Ragnarsson, 16.10.2017 kl. 12:16

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Tilfinningasemin um þetta snyst mest um Hvalárfoss, sem er hinn fegursti en ósýnilegur úr alfaraleið. Hvalá skal virkja og ég sé fátt því til fyrirstöðu að komast að einhverskonar málamiðlun til að viðhalda fossinum, allavega um sumartímann. Þegar lónið er komið upp, er mögulegt að leyfa einhverskonar yfirfalli að renna þar niður. Þetta er ekki vatnsmikill foss. Reyndar óttaleg spræna, sem breiðir vel úr sér og sýnist meiri en hann er.

Jón Steinar Ragnarsson, 16.10.2017 kl. 12:25

3 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Jón Steinar Þakka þér fyrir þetta. Eins ég áður sagði hef ég ekki skoðanir hvað varðar þessa virkjun.

En það er full ástæða til að ræða og velta því fyrir sér hvernig ákvörðunartaka um mál eins og þessi, nú eða Reykjavíkurflugvöll eru teknar, hvar er rétt að taka þær og hvernig.

Eftir allt, þá eru Íslendingar ekki nema rétt ríflega 300.000.

G. Tómas Gunnarsson, 16.10.2017 kl. 16:31

4 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Það virðist vera talsvert ósætti innan sveitarfélagsins (sveitarfélaganna) um þessa virkjun. 

Kristján G. Arngrímsson, 16.10.2017 kl. 16:46

5 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Kristján Þakka þér fyrir þetta.  Það er líka talsvert ósætti innan Reykjavíkur um hvort flugvöllurinn á að fara eða vera.

En það hefur ekki orðið til þess að forsvarsmenn Reykjavíkur efist um skipulagsvald sitt og hafi brugðist illa við hugmyndum um að svipta þá því valdi.

G. Tómas Gunnarsson, 17.10.2017 kl. 02:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband