Munu allir borga í Vaðlaheiðargöngin?

Þó að ég hafi verið einn af þeim sem var ekki mjög hrifinn að undarlegum ákvörðunum varðandi Vaðlaheiðargöng og þeirri undarlegu "einkaframkvæmd" sem þau eru framkvæmd með, geri ég mér fulla grein fyrir því að tímanum verður ekki snúið við og því fagna ég göngunum sem slíkum og á án efa eftir að aka þar í gegn í framtíðinni.

Ég vona að rekstur þeirra gangi vel og verði vonandi greiddur upp fyrr en áætlanir gera ráð fyrir, þó að vissulega geti án efa brugðið til beggja vona með það.

En ég velti því fyrir mér hvernig hið nýja og tæknivædda greiðslukerfi ganganna muni virka.

Hvernig verða t.d. þeir bílar sem koma með Norrænu til landins rukkaðir, ef þeir greiða  ekki af frjálsum og fúsum vilja?

Verða eigendur þeirra eltir uppi um alla Evrópu (eða lengra) með tilheyrandi kostnaði?  Verða rútur sem oft koma með Norrænu (og sumar dvelja að mér skilst sumarlangt eða lengur) rukkaðar, og þá hvernig?

Eða verður gjaldheimtan enn eitt dæmi um að þeir sem eru innlendir og standa skilvíslega skil á sínu, standi höllum fæti í samkeppninni?

Verður öllum farartækjum sem koma á land með Norrænu (eða öðrum ferjum) gert skilt að gefa upp kreditkortanúmer sem má gjaldfæra "gangagjald" á?  Eða stríðir það gegn reglum um frjálsa för á Evrópska efnahagssvæðinu?

Ég veit ekki neitt um það, en mér þætti fróðlegt að vita hvernig Íslenskir eigendur ganganna hafa hugsað sér að standa að að þessum málum.

Ekki verður litið hjá því að slíkar lausnir verða þeim mun meira áríðandi ef viðamiklar hugsanir um vegatolla verða að veruleika.


mbl.is Sparnaður bæti fyrir gjaldtökuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Ég mun ekki borga í Vaðlaheiðargöng að minnstakosti næstu tíu árinn og kannski aldrei.  Þar sem þau voru tekin fram fyrir önnur verk sem búið var að ákveða áður.  

Þar var að verki hroki, yfirgangur og frekja,  sem og slæmir mannasiðir.  En þeirra hefur aldrei verið að vænta hjá Steingrími J. Og hinn hallæris presturinn var í engu betri.

Þessi göng voru þörf en það á að fara að settu skipulagi en ekki bara nota svona framkvæmd til atkvæðaveiða handa S.j.S. og co.

Hrólfur Þ Hraundal, 6.1.2019 kl. 22:58

2 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Þistilfjarðarkúvendingurinn, sem nú vermir stól Forseta Alþingis, ekur eflaust frítt í gegnum Steingrímsheiðargöngin. Veggjöld sem nú er tíðrætt um, án nokkurrar vitrænnar umræðu um hvernig framkvæma skuli, er í grátlegum takti við andskotans delluna alla. Svo eru menn að tapa sér yfir braggaskratta í Reykjavík! Vaðlaheiðargöng fóru mörg þúsund milljónum fram úr áætlun, en rólegur situr mosavaxni sauðurinn úr Þistilfirðinum, sem Forseti Alþingis og hneykslast á fyllerísröfli á bar í Reykjavík. Andskotinn bara að horfa upp á hrokann, sjálfsánægjuna og valdsmannslegt yfirbragð þessara andskota allra, sem skitið hafa hærra, en bak þeirra nokkru sinni nær. Djöfullinn sjálfur, bara!

 Afsakið orðbragðið, en óbragðið er orðið slíkt að einhvern veginn verður maður að fá að hrækja því út úr sér.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 7.1.2019 kl. 01:40

3 identicon

Vissulega er framkvæmdin og fjármögnunin umdeild. En nú eru göngin komin í notkun og peningar farnir að koma í kassann. Hér nyrðra eru allir afar sáttir og glaðir með þessa samgöngubót. Og það er verið að vinna í frekari útfærslu á gjaldheimtu. Enginn mun keyra frítt gegnum göngin.

Sigurður Bjarklind (IP-tala skráð) 7.1.2019 kl. 08:31

4 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Þakka ykkur öllum fyrir tilskrifin.  Göngin verða ekki "afboruð", því mun ég nota þau eins og mér mun henta hér eftir.

Ég tek undir að hvernig að göngunum var staðið var vægast sagt hræðilegt. En gjörðin verður ekki tekin til baka.

Ég hef hins vegar áhuga á því að vita hvernig er ætlunin að rukka inn erlenda bíla og bílstjóra.  Ég er ekki viss um að það sé svo einfalt.

G. Tómas Gunnarsson, 7.1.2019 kl. 15:19

5 Smámynd: Benedikt V. Warén

Þetta er mjög einfalt.

Fyrst eru þetta einkaframkvæmd til að koma verkefninu af stað.

Einkaaðalir lána smáaura til að koma verkinu í gang.

Svo borgar almenningur, vegna þess að allt fer fram út áætlun

Svo borgar almenningur rest, vegna þess að dæmið gekk aldrei upp.

Við borgum í göngin, það þarf að borg upphaflegu lánin með vöxtum.

Svona virka verkefnin í einkafamkvæmd. Tær snilld. Meira af þessu!

Benedikt V. Warén, 7.1.2019 kl. 21:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband