Nokkuđ sem vert er ađ hafa í huga

Ţađ eru ótal fletir sem vert er ađ hafa í huga ţegar rćtt er um hvort Ísland ćtti ađ verđa ađili ađ "Sambandinu".

Einn af ţeim er sá sem hér er rćtt um, tollar og önnur gjöld sem leggjast á innfluttar vörur. Ţeim vöruflokkum sem bera tolla myndi fjölga gríđarlega ef til ţess kćmi ađ Ísland gengi í Evrópusambandiđ.

Sumir hafa talađ um "Sambandiđ" eins og ţađ vćri fríverslunarbandalag. En í raun er ekki síđur rökrétt ađ tala um ţađ sem tollabandalag.

Fríverslun er vissulega innan "Sambandsins" en ţegar kemur ađ viđskiptum viđ lönd sem standa utan ţess, er allt annađ upp á teningnum.

Eins og fram kemur í fréttinni, er líklegt ađ ađeins fjölgun tollvarđa myndi kosta Íslendinga stórar fjárhćđir á ári.

En ţađ er ekki ólíklegt ađ margir hugsi til ţess ađ ef Íslendingar gengu í "Sambandiđ" myndi vera hćgt ađ flytja inn ýmsar landbúnađarvörur á mun lćgra verđi en ţekkist á Íslandi í dag.

Ţađ er í sjálfu sér rétt.

En ef Ísland stendur utan "Sambandsins" og vilji er til ţess ađ aflétta innflutningsbanni á margar landbúnađarvörur, ţá geta Íslendingar hćglega gert ţađ á eigin spýtur, og ţađ er langt í frá ađ besta verđ á landbúnađarvörum fáist í löndum Evrópusambandsins.

Ţannig gćtu Íslendingar hćglega átt viđskipti međ landbúnađarvörur viđ ótal ríki, jafnt utan sem innan "Sambandsins", ef ţađ er vilji ţjóđarinnar.

Stađreyndin er sú ađ vćgi Evrópusambandsţjóđanna í heimsviđskiptum fer minnkandi og gerir ţađ líklega enn frekar á komandi árum.

Fyrir Íslendinga mun ţađ mikilvćgi enn frekar minnka, ţegar Bretland, ein mikilvćgasta viđskiptaţjóđ landsins gengur úr "Sambandinu".

Sjálfsforrćđi og fullveldi landsins er auđlind sem hefur gefiđ vel af sér á undanförnum árum og mun halda áfram ađ gera ţađ, ef rétt er á málum haldiđ.

Ég skora á kjósendur ađ hafa  ţađ í huga sér á morgun og gefa ekki ţeim flokkum atkvćđi sitt sem stöđugt dađra viđ "Sambandsađild", ţó ađ ţeir kjósi ađ gefa ađlögunarviđrćđum ţekkilegri nöfn, eins og ađildarviđrćđur, könnunarviđrćđur, eđa annađ í ţeim dúr.

 


mbl.is Hćrri tollar og stćrra bákn
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband