Kjötskattur er vinstra (grænt) rugl

Nú nýlega viðraði einn af þingmönnum Vinstri grænna þá hugmynd að rétt væri að huga að því að setja sérstakan skatt á kjötneyslu.

Eðlilega er slík hugmynd umdeild, og sitt sýnist hverjum, en auðvitað þarf að velta því fyrir sér hvort að slíkt sé rökrétt, fyrst að þingmenn setja slíkar hugmyndir fram, jafnvel þó að þeir teljist þinglegir "villikettir".

Í mínum huga er hugmyndin algert rugl.

Í fyrsta er hugmyndin næsta óframkvæmanleg svo vel fari.

Í öðru lagi, ef við kjósum að trúa öllu því sem fram er haldið um hættuna á loftslagshlýnum o.s.frv, er kjötframleiðsla ekki það sama og kjötframleiðsla.

Þannig á bóndi til þess að gera auðvelt með að "kolefnisjafna" kjötframleiðslu sína, með skógrækt, nýtingu á metangasi og með öðrum aðferðum (hann gæti t.d. neitað sér um utanlandsferðir, lol).

Því er algerlega órökrétt að skattleggja kjötneysluna, heldur yrði, ef vilji væri til þess að skattleggja losun "gróðurhúsaloftegunda", að líta á heildarmyndina.

Og skattleggja hvernig staðið er að ræktun og svo framvegis.  Hvað er innflutt (með kolefnum) o.s.frv.

Einnig má velta því fyrir sér hvort að þeir sem fari sjaldnar erlendis (með flugvélum) eigi rétt á því að neyta meira kjötmetis o.s.frv.

Meta þarf hvað innflutt kjötmeti (og einnig grænmeti) ætti að bera hærri neysluskatt o.s.frv.

Ég held að flestir sjái að hugmyndir sem þessar séu næsta mikið rugl, og komast vonandi seint eða aldrei til framkvæmda.

En eflaust eru þær nóg til að afla nokkurra "læka" og einhverra atkvæða.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Sæll nafni.

Íslenskir þingmenn, margir hverjir, eru uppfullir af allskonar bulli sem hefur ekkert með hagsmuni íslensku þjóðarinnar að gera. Þeir eltast við ruglið sem kemur frá Sameinuðu þjóðunum um hlýnun af mannavöldum tilbúnir að trúa allri vitleysunni sem þaðan kemur. Nú vilja SÞ og íslenskir þingmenn skattleggja allt mögulegt og þvinga þjóðríki til að fjármagna allskonar bull sem rennur í vasa heimselítunnar sem eru að stefna að heimsyfirráðum með hjálp SÞ.

Tómas Ibsen Halldórsson, 9.1.2019 kl. 13:58

2 identicon

Á íslandi er ræktun á korni, grænmeti eða öðrum jarðarávöxtum að öllu jöfnu óhagkvæm. Í það minnsta í stórum stíl.  Á íslandi er hinsvegar ágætt að rækta gras. Gras nýtist hinsvegar ekki til manneldis. Ef við ætlum að nýta landið til matvælaframleiðslu sem margir myndi segja að væri siðferðisleg skylda okkar þá er hagkvæmast útfrá öllum sjónarmiðum að framleiða kjöt og mjólk með því að nýta gras.

Stefán Örn Valdimarsson (IP-tala skráð) 9.1.2019 kl. 16:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband