Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál
23.7.2019 | 17:54
Það er engin ástæða til að slá af kröfum vegna þess að "það er á netinu", en það er vissulega ástæða til að skoða hvort kröfurnar eru of miklar
Það er mikið rætt um "Uber" og leigubíla og hvort að of mikið sé reynt til að sporna gengn "tækninýjungum" eins og "Uber". Það mátti t.d. lesa frétt um það á Vísi í dag.
Það er full ástæða til þess að skoða hvort að kröfur til þess að mega keyra og reka leigubíl séu og miklar og strangar, en það kemur að mínu mati "Uber", eða sambærilegum þjónustum ekkert við.
Það að eitthvað "sé krúttlegt og og netinu", styðji "deilihagkerfið" eður ei, kemur málinu ekki við.
Það eiga sömu reglur að gilda fyrir alla.
Ef ekki þykir ástæða til þess að leigubílstjórar séu með meirapróf á að fella þó kröfu niður, ef ekki þykir ástæða til þess að þeir sem flytji fólk gegn gjaldi hafi meiri tryggingar en aðrir, á sú krafa ekki að vera til staðar.
Ef það er í lagi að reka þjónustu sambærilega við "Uber", á þá ekki að leyfa hverjum og einum að slengja "Taxi" segli á bílinn sinn og keyra þegar honum hentar? Það þurfi eingöngu að skrá sig hjá þar til gerðum yfirvöldum, t.d. á netinu?
Hver er munurinn?
Það er sjálfsagt að slaka á reglum, en að hlýtur eigi að síður að eiga að gilda fyrir alla.
Svo má velta fyrir sér "eignarrétti" leigubílstjóra á "kvóta". Margir þeirra hafa keypt leyfi, útgefin af ríkinu á háu verði.
Eiga þeir rétt á skaðabótum, ef "kvótinn" er afnuminn?
Það er ekki óeðlilegt að því sé velt upp.
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 17:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
18.7.2019 | 17:34
Evrópusambandið í boði BMW, Microsoft og Coca Cola
Eitt af því sem Evrópusambandið gerir svo vel, eru "ferðasirkusar", mánaðarlega (í fjóra daga ef ég man rétt) þarf að flytja Evrópusambandsþingið frá Brussel til Strassborgar (milljarðarkostnaður ári), og svo flyst "forsætið" í ráðherraráðinu á milli ríkja á á sex mánaða fresti. Það er í sjálfu sér ágætis regla, en hvers vegna það þýðir að svo margir fundir verða að fara fram í heimalandi "forsætisins", er vissulega spurning.
En það þýðir að allir mikilvægir einstaklingar innan sambandsins þurfa að ferðast heil ósköp (sem þeim leiðist ekki, en hver skyldi kostnaðurinn, dagpeningarnir og kolefnisporið vera af því) og af því hlýst að sjálfsögðu gríðarlegur kostnaður, ekki síst fyrir það land sem hefur "forsætið" í það og það skiptið.
Slíkur kostnaður er þungur í skauti fyrir smærri og fátækari löndin innan "Sambandsins", þannig er t.d. talað um að 27.000 erlendir gestir hafi komið til Eistlands á meðan á þeirra "forsæti" stóð, en heildarkostnaður Eistlandsj t.d. við að hafa "forsætið" var líklega rétt tæpir 10. milljarðar íslenskra króna, og hafa þau því leitað til stórfyrirtækja til að létta undir.
Lýðræðið fer vissulega undarlega stíga á stundum innan "Sambandsins", en líklega hafa ekki margir gert sér grein fyrir því að það sé að hluta kostað af alþjóðlegum stórfyirtækum.
Líklega gilda strangari reglur um stuðning viðkomandi fyrirtækja við sjónvarpsútsendingar og íþróttaviðburði, en "lýðræðið" innan "Sambandsins".
En gæti einhver séð slíkt fyrir sér á Íslandi? Að Alcoa "styrkti" ríkistjórnarfund á Reyðarfirði? Samherji "kostaði" ríkisstjórnarfund á Akureyri?
Ég vona ekki.
Forsætið styrkt af stórfyrirtækjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.7.2019 | 12:35
Kaupmönnum finnst þægilegt að kenna krónunni um, en það er líka verðbólga í öðrum löndum
Nú má sjá þar og hér að kaupmenn kenna krónunni um verðhækkanir, sem þeir telja sig verða að hleypa út í verðlagið. Auðvitað þurfa þeir sem ekki geta hagrætt að hækka verð, það segir sig sjálft og gerist alls staðar.
Hvort að verslunin eigi inni hagræðingu á Íslandi, ætla ég ekki að fullyrða en vissulega væri gaman að sjá sölutölur á fermetra hjá stórum verslunarkeðjum á höfuðborgarsvæðinu bornar saman við sambærilegar tölur frá öðrum borgum.
Reyndar er það svo að í nútíma hagkerfum er reiknað með að verðlag hækki stöðugt, en þó hóflega. Oft er talað um að verðbólga (inflation) upp á 2 til 3% sé hófleg.
Ef verð stendur í stað, eða hjaðnar þykir það hin mesta vá og verðhjöðnum (deflation) er óvinur "hagkerfisins" og framfara.
Það er þó svo að alltaf eru einhverjar vörur sem lækka í verði, og aðrar sem hækka mun meira en nemur mældri verðbólgu.
Og upptaka annars gjaldmiðils breytir engu um það að hófleg verðbólga verður ennþá eftirsóknarverð.
Reyndar hefur verðbólga á Eurosvæðinu oft þótt of lág á undanförnum árum, enda hefur hagkerfið átt við margvísleg og þrálát vandamál.
En það má heldur ekki horfa eingöngu á meðaltal verðbólgu á Eurosvæðinu. Það segir eingöngu hálfa söguna, eða í raun varla það. Ef til vill er réttara að segja að það segi næstum ekki neitt.
Þannig hefur verðbólga í löndum Eurosvæðisins undanfarna mánuði, verið frá ca. 0.5% (sem þykir óþægilega lágt), upp í að vera um og yfir 3% (sem er yfir viðmiðum svæðisins).
Meðaltals verðbólga hefur verið u.þ.b. 1.5%, en eins og áður segir segir það takmarkaða sögu.
Verðbólga á Íslandi hefur hins vegar verið í kringum 3.3. eða 3.4% ef ég man rétt, en rétt er að taka með í reikninginn að á Íslandi er húsnæðisverð ennþá inn í verðbólgumælingum, en slíkt tíðkast ekki í "Sambandinu".
Ef sá liður er tekin frá, er ekki ólíklegt að verðbólga mælist talsvert, og þá svipuð eða ef til vill nokkuð lægri en í þeim löndum Eurosvæðisins sem hún er hæst.
Hví skyldi nokkur maður trúa að verðbólga lækki sjálfkrafa á Íslandi, ef tekið væri upp Euro?
Hún er nú u.þ.b. sú sama og í þeim Eurolöndum sem hún er hæst, er eitthvað sem bendir til þess að Ísland yrði í lægri helmingnum?
Eins og oft áður fimbulfamba "Sambandssinnar" og reyna að selja að Ísland verði eins og Þýskaland, nú eða meðaltal Eurosvæðisins hvað varðar verðbólgu.
Fyrir því færa þeir engin rök.
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 16:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.7.2019 | 01:28
Viðskipti með upprunavottorð raforku á að stöðva þegar í stað
Eitt af því allra heimkulegasta sem Evrópusambandið hefur tekið sér fyrir hendur, og er þó af ýmsu að taka, er að koma á fót markaði um upprunvottorð á raforku.
Að hægt sé að kaupa upprunavottorð fyrir raforku sem er t.d. framleidd með brúnkolum í Þýskalandi, og selja hana sem græna og endurnýjanlega raforku er eiginlega óskiljanlegt.
Það er fölsun og hreinlega til þess ætlað að hægt sé að blekkja almenning (neytendur).
Uppruni breytist ekki við viðskiptin.
Þætti okkur eðlilegt að selja upprunavottorð fyrir fisk af Íslandsmiðum? Eða að selja upprunvottorð osts frá Frakklandi?
Allir vita að (að í það minnsta kosti enn sem komið er) er engin tenging á milli Íslands og meginlands Evrópu hvað varðar raforku.
Þó hefur verið hægt að kaupa "græna orku" með "uppruna" á Íslandi í Þýskalandi og Austurríki svo dæmi séu tekin.
Í raun ótrúlega heimskulegt og ekkert annað en blekking. Á sama tíma stæra Íslendingar sig af hreinni orku og "græna orkan" "tvöfaldast" að umfangi á EEA/EES svæðinu, eða þannig. Því vissulega telja allir Íslendingar sig vera að nota hreina orku, eins og má sjá til dæmis ráða af umræðu um rafbílavæðingu landsins.
Þetta sýnir að að "samtenging" raforkumarkaðarins getur verið "skringileg".
En það er ekki góður rökstuðningur fyir því að halda áfram að selja upprunavottorð fyrir raforku.
Frekar ætti að skylda raforkuseljendur til að upplýsa hvernig orku þeirri sem þeir selja er aflað, svona eins og það er hægt (ekki eins einfalt og að segja það, en þó hægt upp að vissu marki).
Samtenging getur líka haft áhrif sem ekki eru skýr við fyrstu sýn.
Þannig hefur sú ákvörðun Þýskalands að loka öllum kjarnorkuverum sínum, þegar helmingað raforkuframleiðslu þeirra með þeim hætti.
Það hefur ekki eingöngu í för með sér að raforkuframleiðsla Þjóðverja með kolum eykst, að stórum hluta brúnkolum sem eru mest mengandi af öllum kolum, heldur einnig hitt að eftirspurn Þjóðverja eftir raforku frá nágrönnunum eykst, og hækkar að sjálfsögðu verð.
Ég er ekki viss um að neytendur í nágrannalöndunum sendi "mama Merkel" fallegar hugsanir þegar þeir greiða rafmagnsreikningin, ef þeir gera sér grein fyrir því hve mikil áhrif, undarleg ákvörðun hennar, hefur á buddu þeirra.
Hvorki þeir eða stjórnvöld í landi þeirra voru þó spurð hvort að þau væru samþykk ákvörðun Þýskalands, en verðhækkunin er "flutt" til þeirra.
Það er að mörgu að hyggja þegar tengingum á rafmagnsmarkaðnum er velt fyrir sér.
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 12:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.7.2019 | 17:05
Pólítískt skipaður, lögfræðimenntaður fyrrverandi pólítíkus sem seðlabankastjóri, er það ekki óhæfa?
Eins og gerist og gengur er sitthvað hvort að skipun Christine Lagarde, sem bankastjóra Seðlabanka Eurosvæðisins er fagnað eða bölvað.
Það er enda ekki von að allir sameinist um slíka skipan.
En það þætti líklega ekki góð "latína" á Íslandi, enda segja kunnugir mér að hún myndi ekki standast þau hæfiskilyrði sem sett eru til að gegna sambærilegu embætti á Íslandi.
Hvað þá að fyrrverandi fjármálaráðherra (Frakklands) sem hefði dóm á bakinu vegna embættisfærslu sinnar (henni var ekki gerð refsing), þætti "góður pappír" í slíkt embætti.
Nú hljóta allir Íslendingar, ekki síst Samfylkingarfólk og Vinstri græn, að fagna því að Íslendingar séu svo lánsamir að vera ekki með euroið, því að ekki væri það gott að Seðlabanki gjaldmiðilsins væri undir stjórn fyrrverandi stjórnmálamanns með lögfræðimenntun.
Og fyrst að nefnd er í sömu frétt að Ursula von der Leyen verði líklegast forseti framkvæmdstjórnar "Sambandsins", þá verðum við að vona að ástandið á "Sambandinu" verði ekki sambærilegt við ástand Þýska hersins, en þar hefur "wonder" Leyen verið æðsti yfirmaður undanfarin ca 5. ár, ef ég man rétt. Þar er ástandið nú svo að herinn hefur m.a. samskipti í gegnum venjulega farsíma, vegna þess að örugg fjarskiptatæki eru ekki til staðar.
En svo er að sjá hvort að Evrópusambandsþingið reyni að gera eitthvað til að sýna vald sitt. Verður ekki að telja slíkt frekar ólíklegt, en þó ekki ómögulegt.
Lagarde yfir Evrópska seðlabankann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 17:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.6.2019 | 22:16
"Svikamylla" fasteignamats og skatta?
Ég var að hlusta á Íslenskt útvarp, nánar tiltekið á brot úr Reykjavík síðdegis. Þar var verið að fjalla um kaup Reykjavíkurborgar á þessu húsi og rætt við fasteignasala sem taldi að Borgin hefði borgað all verulegt yfirverð. Verðið á húsinu var víst 230 milljónir, u.þ.b. 600 þúsund á fermetra, en fasteignasalinn sagði að algengt verð í nágrenninu væri ca. 480 þúsund.
Ég ætla ekki að dæma um hvort að um yfirverð sé að ræða.
En það er skemmtilegt að velta því fyrir sér hvort, að ef svo sé, verði Reykjavíkurborg fljót að ná því upp í fasteignasköttum, þegar fasteignamat í hverfinu hækkar vegna þessarar "góðu" sölu.
Það má því allt eins reikna með að það verði nágrannarnir sem "borgi" yfirverð Borgarinnar og líklega gott betur, litið til lengri tíma.
En þannig hefur lítið framboð á lóðum, ýtt upp fasteignaverði, fyrst auðvitað á nýbyggingum og síðan á öllum öðrum fasteignum í borginni.
Það þýðir hærra fasteignamat, sem aftur þýðir hærri skattar og Borgin tekur æ meira af íbúunum, leiguverð hækkar og svo framvegis.
Hátt verð á lúxusíbúðum hækkar einnig fasteignamat á ódýrari íbúðum í hverfinu og svo koll af kolli.
Hringbraut 79 verður íbúðakjarni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.6.2019 | 21:03
Það er ekki krónan sem flýgur
Ein af stóru fréttum vikunnar á "mörkuðum", er afkomuviðvörun Þýska flugfélagsins Lufthansa á mánudag. Þar er spáð mun minni hagnaði en áður. Félagið skilaði reyndar tapi á fyrsta ársfjórðungi, en hafði samt staðið við áætlun um hagnað, þar til nú að það tilkynnti að líklega yrði hann verulega minni.
Félagið sagði m.a.: "Yields in the European short-haul market, in particular in the groups home markets, Germany and Austria, are affected by sustained overcapacities caused by carriers willing to accept significant losses to expand their market share."
Önnur flugfélög sem skráð eru á markað, lækkuðu mörg hver einnig verulega. Einn greinandinn orðaði það svo: "Over-capacity in the European short haul market, intense competition and the resulting pressure on fares can be blamed for the decline in profitability, whilst rising fuel costs are an added headache.
The sector always does a good job at competing away margins in the good times. No signs that anyone is prepared to reduce capacity therefore we would anticipate the wave of consolidation in European short haul is not over."
Hörð samkeppni, hækkandi eldsneytisverð og offramboð á flugsætum er talið valda erfiðleikum Lufthansa. Þeir erfiðleikar ná reyndar til býsna margra annara flugfélaga, líklega mætti segja stærri parts þeirra.
En þegar Íslensk flugfélög lenda í erfiðleikum eða leggja upp laupana, þá spretta óðara fram alls kyns "sérfræðingar" sem fullyrða að erfiðileikar þeirra stafi af Íslensku krónunni. Væri hún ekki til staðar væru erfiðleikarnir hverfandi og flugélögin fljúgandi.
Allt verði betra með euro.
Þetta er ótrúlega skrýtnar og í raun hæpnar fullyrðingar að mínu mati.
Tvö flugfélög sem tengjast Íslandi hafa hætt starfsemi á undanförnum misserum. Annað með megnið af starfsemi sína á Íslandi, en hitt með starfsemi að stærstum hluta í Danmörku og Lettlandi, ef ég man rétt.
Það er ekki út af engu sem það er grínast með að besta leiðin til að verða milljónamæringur, sé að vera milljarðamæringur og kaupa flugfélag.
Og nota bene, þau auðæfi eru ekki mæld í krónum.
En það er þó nokkur fjöldi flugfélaga sem hafa misst dampinn, og koma upp í hugan flugfélög svo sem Air Berlin og Germania, bæði staðsett í "hjarta" Eurosvæðisins, Þýskalandi.
Þau fengu augljóslega ekki "memoið" um að euroið væri lausn allra vandamála og fóru í þrot.
Air Germania meira að segja svo "ósvífið" að telja veikingu Eurosins eina af ástæðunum fyrir því að það varð gjaldþrota.
En það er ekki bara í tilfelli flugfélaga sem að euroið á að vera "töfralausn", því sem næst alltaf þegar Íslenskum fyrirtækjum gengur illa, vilja "sérfræðingar" kenna krónunni um.
Ýmsir halda því meira að segja fram að "bankarnir" sem fóru yfir um með eftirminnilegum hætti, væru enn starfandi bara ef Íslendingar hefðu haft euro.
Þeir virðast ekkert hafa heyrt um alla þá banka á Eurosvæðinu sem fóru á höfuðið, eða var bjargað með miklum tilkostnaði víða um lönd.
Það sama gildir um nærri öll fyrirtæki sem lenda í erfiðleikum á Íslandi, það eru alltaf "sérfræðingar" tilbúnir til að fullyrða að það sé krónunni að kenna.
Það er ekki gjaldmiðillinn sem gerir gæfumuninn, heldur hvernig staðið er að rekstrinum.
Vissulega fylgja bæði kostir og gallar sjálfstæðum gjaldmiðli, mismunandi eftir því hver sjónarhóllinn er.
En sameiginlegur gjaldmiðill sem er byggður á pólítískum grunni frekar en efnahagslegum getur verið afar hættulegur.
En það er mín tilfinning að þeir sem harðast berjast fyrir upptöku euros á Íslandi, hafi einmitt frekar pólítísk markmið en efnahagsleg.
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 22:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.5.2019 | 23:12
Er ekki eins að flytja út raforku og fisk?
Í umræðum um raforkumál og sölu á Íslandi, sem hafa verið óvenjulega lífleg á undanförnum mánuðum hefur oft mátt heyra þau rök að sala raforku lúti sömu lögmálum og sala fisks.
Það er að segja að eðlilegt sé að selja raforkuna (í gegnum sæstreng) fyrir eins hátt verð og hægt er.
Það sé aðeins eðlilegar "aukaverkanir" að raforkuverð myndi stórhækka til Íslenskra notenda, rétt eins og fiskverð hafi hækkað á Íslandi með auknum útflutningi og eftirspurn erlendis.
Að einhverju leiti er þetta réttur samanburður, en það þarf þó að skoða dæmið betur.
Að selja raforku í gegnu sæstreng til útlanda jafngildir því að opna á að erlend útgerðarfyrirtæki fái að kaupa kvóta til fiskveiða á Íslandsmiðum jafnt og Íslensk útgerðarfyrirtæki.
Að hvaðan útgerðin komi skipti engu máli, aðeins ef hún myndi vilja greiða einhverjum krónum meira fyrir tonnið af óveiddum fiski.
Engu skipti hvort að Íslenskir sjómenn fái atvinnu við fiskveiðar, engu máli skipti hvort að Íslendingar fái atvinnu við að vinna fisk í landi, engu máli skipti að aukin verðmæti verði til við frekari vinnslu á fisknum, engu skipti tekjur ríkis og sveitarfélaga af því skattgreiðslum þeirra sem vinna fiskinn (eða noti raforkuna til frekari verðmætasköpunar).
En auðvitað sýnist sitt hverjum, í þessu efni eins og öðrum.
En þetta er að mínu mati eitthvað sem nauðsynlegt er að Íslendingar - allir - ræði sín á milli.
Fyrirtækjum slátrað fyrir sæstreng? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.5.2019 | 21:32
Dýrt á Íslandi - með strætó á milli landshluta
Síðasta færsla hér fjallaði um hve mikið hagstæðara væri að taka bílaleigubíl heldur en fjöldasamgöngur á milli Keflavíkurflugvallar og Reykjavíkur.
En hvað ef ferðin liggur áfram, frá Reykjavík til Akureyrar?
Er ekki sniðugt að taka strætó?
Enn og aftur er leiga á bíl mikið hagstæðari.
Á heimasíðu Strætó má finna eftirfarandi upplýsingar: Leiðin milli Reykjavíkur og Akureyrar keyrir í gegnum 22 gjaldsvæði. Þess vegna er verðið milli Reykjavíkur og Akureyrar 10.340 krónur (470 x 22) eða 22 strætómiðar."
Fram og til baka á milli Reykjavíkur og Akureyar kostar með öðrum orðum, 20.680, eða 41.260 fyrir tvo.
Eins og kom fram í síðasta pistli, kostar 6 daga leiga á bíl ódýrasti kostur í ca, 21.000, en algengt verð var í kringum 24.000.
Hvort er nú líklega að ferðamaðurinn velji? Að hafa bíl í 6. daga eða taka strætó á milli Reykjavíkur og Akureyrar?
Frelsi bílsins, möguleiki á því að fara í Mývatnsveit, skreppa til Dalvíkur, Ólafs- og Siglufjarðar, renna við á Húsavík?
Hvað skyldi Strætó á alla þessa staði kosta?
Frelsi og þægindi á móti strætó?
Það er rétt að hafa í huga að samkvæmt þeim upplýsingum sem ég hef borga farþegar aðeins u.þ.b. 40% af rekstrarkostnaði Strætó á landsbyggðinni, en ég tek fram að ég veit ekki hvernig hlutfallið er á leiðinni Reykjavík - Akureyri, en það getur vissulega verið misjafnt á milli leiða.
Enn á ný fá fjöldasamgöngur (almenningssamgöngur) á Íslandi falleinkun.
Í dæmum sem þessum virðast þær fyrst og fremst auka vegslit og svifryk.
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 22:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.5.2019 | 18:22
Dýrt á Íslandi, eða ekki?
Það er mikið rætt um að ferðafólki finnist flest dýrt á Íslandi og má það sjálfsagt til sannsvegar færa. Það má líka velta því fyrir sér hvort að það eigi ekki að vera dýrt að koma til Íslands, en margur myndi líklega segja að fyrr megi nú rota, en....
En því finnst mörgum ferðamanninum áríðandi að reyna að spara á ýmsum sviðum.
Ég sá til dæmis frétt á Visi, þar sem fjallað var um hækkun á fargjöldum flugrútunnar. Nú kostar víst 6500 að fara til Reykjavíkur og til baka.
Það er frekar dýrt að margra mati.
Nú vill svo til að ég hef verið að aðstoða kunningjafólk mitt við að undirbúa Íslandsferð, þau ætla að vera á Íslandi í 6. daga.
Ódýrasti bílaleigubíllinn sem ég fann fyrir þessa 6. daga var 21.000, en algengt verð í kringum 24.000. Síðan mátti auðvitað finna verð upp úr.
Að fara fram og til baka með rútu kostar því frá einum fjórða yfir í ríflega 30% af því að hafa bíl í 6. daga.
Þar sem þau þyrftu tvo miða í rútuna, er rútuverðið komið langt yfir helming af leiguverði bílsins, en jafnvel fyrir einn er bílaleigubíll aðlaðandi kostur.
Ekki hef ég þó heyrt neinn tala um að bílaleigubílar á Íslandi séu óeðlilega ódýrir.
Þannig að þetta er auðvelt val.
Enn og aftur eru fjöldasamgöngur á Íslandi að fá afleita einkunn.