Viðskipti með upprunavottorð raforku á að stöðva þegar í stað

Eitt af því allra heimkulegasta sem Evrópusambandið hefur tekið sér fyrir hendur, og er þó af ýmsu að taka, er að koma á fót markaði um upprunvottorð á raforku.

Að hægt sé að kaupa upprunavottorð fyrir raforku sem er t.d. framleidd með brúnkolum í Þýskalandi, og selja hana sem græna og endurnýjanlega raforku er eiginlega óskiljanlegt.

Það er fölsun og hreinlega til þess ætlað að hægt sé að blekkja almenning (neytendur).

Uppruni breytist ekki við viðskiptin.

Þætti okkur eðlilegt að selja upprunavottorð fyrir fisk af Íslandsmiðum?  Eða að selja upprunvottorð osts frá Frakklandi? 

Allir vita að (að í það minnsta kosti enn sem komið er) er engin tenging á milli Íslands og meginlands Evrópu hvað varðar raforku.

Þó hefur verið hægt að kaupa "græna orku" með "uppruna" á Íslandi í Þýskalandi og Austurríki svo dæmi séu tekin.

Í raun ótrúlega heimskulegt og ekkert annað en blekking.  Á sama tíma stæra Íslendingar sig af hreinni orku og "græna orkan" "tvöfaldast" að umfangi á EEA/EES svæðinu, eða þannig. Því vissulega telja allir Íslendingar sig vera að nota hreina orku, eins og má sjá til dæmis ráða af umræðu um rafbílavæðingu landsins.

Þetta sýnir að að "samtenging" raforkumarkaðarins getur verið "skringileg".

En það er ekki góður rökstuðningur fyir því að halda áfram að selja upprunavottorð fyrir raforku.

Frekar ætti að skylda raforkuseljendur til að upplýsa hvernig orku þeirri sem þeir selja er aflað, svona eins og það er hægt (ekki eins einfalt og að segja það, en þó hægt upp að vissu marki).

Samtenging getur líka haft áhrif sem ekki eru skýr við fyrstu sýn.

Þannig hefur sú ákvörðun Þýskalands að loka öllum kjarnorkuverum sínum, þegar helmingað raforkuframleiðslu þeirra með þeim hætti. 

Það hefur ekki eingöngu í för með sér að raforkuframleiðsla Þjóðverja með kolum eykst, að stórum hluta brúnkolum sem eru mest mengandi af öllum kolum, heldur einnig hitt að eftirspurn Þjóðverja eftir raforku frá nágrönnunum eykst, og hækkar að sjálfsögðu verð.

Ég er ekki viss um að neytendur í nágrannalöndunum sendi "mama Merkel" fallegar hugsanir þegar þeir greiða rafmagnsreikningin, ef þeir gera sér grein fyrir því hve mikil áhrif,  undarleg ákvörðun hennar, hefur á buddu þeirra.

Hvorki þeir eða stjórnvöld í landi þeirra voru þó spurð hvort að þau væru samþykk ákvörðun Þýskalands, en verðhækkunin er "flutt" til þeirra.

Það er að mörgu að hyggja þegar tengingum á rafmagnsmarkaðnum er velt fyrir sér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gáfulegt er þetta brölt með upprunavottunina ekki. En eins og með kjöt og ýmislegt annað þá er ég fullkomlega sáttur við að Þýskir eða Danskir eða Franskir skattgreiðendur borgi svo ég fái vörur eða þjónustu ódýrar. Ef Þjóðverjar vilja borga hluta af rafmagnsreikningi mínum til að geta sýnt einhverja pappíra þá fagna ég því. Vilji Frakkar og Danir taka á sig hluta af matarreikningnum þá húrra og verði þeim að góðu.

Vagn (IP-tala skráð) 4.7.2019 kl. 02:45

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Vagn, þakka þér fyrir þetta. Ég hef vissan skilning á þínu sjónarmiði, en frá mínu er það "blekkingin" sem skiptir máli.

Vissulega er oftast gott að fá "pening" en heldur verra að aðrir séu "blekktir" til að afla hans.

Þannig fellur öll upprunavottun um sjálfa sig, ef hægt er er selja vottorðið.

Það gildir um raforku eins og aðra vöru.

Ef ég tel mig vera að kaupa "hreina vöru" þá vil ég fá "hreina vöru".

Ella er best að leggja upprunavottunina hreinlega niður, því hún stendur ekki fyrir neitt, nema örlítið brask.

G. Tómas Gunnarsson, 4.7.2019 kl. 12:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband