Kaupmönnum finnst þægilegt að kenna krónunni um, en það er líka verðbólga í öðrum löndum

Nú má sjá þar og hér að kaupmenn kenna krónunni um verðhækkanir, sem þeir telja sig verða að  hleypa út í verðlagið.  Auðvitað þurfa þeir sem ekki geta hagrætt að hækka verð, það segir sig sjálft og gerist alls staðar. 

Hvort að verslunin eigi inni hagræðingu á Íslandi, ætla ég ekki að fullyrða en vissulega væri gaman að sjá sölutölur á fermetra hjá stórum verslunarkeðjum á höfuðborgarsvæðinu bornar saman við sambærilegar tölur frá öðrum borgum.

Reyndar er það svo að í nútíma hagkerfum er reiknað með að verðlag hækki stöðugt, en þó hóflega.  Oft er talað um að verðbólga (inflation) upp á 2 til 3% sé hófleg.

Ef verð stendur í stað, eða hjaðnar þykir það hin mesta vá og verðhjöðnum (deflation) er óvinur "hagkerfisins" og framfara.

Það er þó  svo að alltaf eru einhverjar vörur sem lækka í verði, og aðrar sem hækka mun meira en nemur mældri verðbólgu.

Og upptaka annars gjaldmiðils breytir engu um það að hófleg verðbólga verður ennþá eftirsóknarverð.

Reyndar hefur verðbólga á Eurosvæðinu oft þótt of lág á undanförnum árum, enda hefur hagkerfið átt við margvísleg og þrálát vandamál.

En það má heldur ekki horfa eingöngu á meðaltal verðbólgu á Eurosvæðinu.  Það segir eingöngu hálfa söguna, eða í raun varla það.  Ef til vill er réttara að segja að það segi næstum ekki neitt.

Þannig hefur verðbólga í löndum Eurosvæðisins undanfarna mánuði, verið frá ca. 0.5% (sem þykir óþægilega lágt), upp í að vera um og yfir 3% (sem er yfir viðmiðum svæðisins).

Meðaltals verðbólga hefur verið u.þ.b. 1.5%, en eins og áður segir segir það takmarkaða sögu.

Verðbólga á Íslandi hefur hins vegar verið í kringum 3.3. eða 3.4% ef ég man rétt, en rétt er að taka með í reikninginn að á Íslandi er húsnæðisverð ennþá inn í verðbólgumælingum, en slíkt tíðkast ekki í "Sambandinu".

Ef sá liður er tekin frá, er ekki ólíklegt að verðbólga mælist talsvert, og þá svipuð eða ef til vill nokkuð lægri en í þeim löndum Eurosvæðisins sem hún er hæst.

Hví skyldi nokkur maður trúa að verðbólga lækki sjálfkrafa á Íslandi, ef tekið væri upp Euro?

Hún er nú u.þ.b. sú sama og í þeim Eurolöndum sem hún er hæst, er eitthvað sem bendir til þess að Ísland yrði í lægri helmingnum?

Eins og oft áður fimbulfamba "Sambandssinnar" og reyna að selja að Ísland verði eins og Þýskaland, nú eða meðaltal Eurosvæðisins hvað varðar verðbólgu.

Fyrir því færa þeir engin rök.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband