Setti veiking eurosins flugfélag á höfuðið?

Nú þegar WOW flugfélagið er orðið gjaldþrota má víða heyra "gamla" sönginn um að all hefði nú farið öðruvísi ef annar gjaldmiðill væri á Íslandi, og ef hér væri euro kæmi svona ekki fyrir. 

Ef eurosins nyti við, væri WOW en að vaxa.

Þetta er söngur þeirra sem boða inngöngu í "Sambandið" og upptöku euros sem lausn á öllum vandamálum sem hrjá Íslenskan efnahag.

Það hlýtur eiginlega að teljast afleitt að vera nú þegar búin að taka upp euro, því þá er ekki hægt að taka það upp til að leysa vandamálin sem hrjá Eurosvæðið.

Og WOW er ekki eina flugfélagið sem hefur farið á höfuðið, ekki einu sinni á þessu ári. 

Í febrúar fór til dæmis Þýska flugfélagið Germania á höfuðið. Mig minnir að saga þess nái aftur á áttunda áratug síðustu aldar.

Á meðal ástæðna sem stjórnendur flugfélagsins gáfu fyrir gjaldþroti þess, var veiking eurosins gagnvart dollar.

En sjálfsagt væri Germania enn fljúgandi, bara ef þeir hefðu getað selt ferðir sínar í dollurum. 

Skyldi einhver trúa því?

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband