Færsluflokkur: Vísindi og fræði

Undarlegur fréttaflutningur

Það er vissulega frétt að Neil Young vilji ekki deila streymisveitu með Joe Rogan og eðlilegt að um slíkt sé fjallað.

Persónulega hef ég aldrei hlustað á Rogan eða hlaðvarp hans og ætla ekki að dæma eða fullyrða neitt um sannleiksgildi þess sem þar hefur verið sagt.

En það er ein setning í þessari frétt mbl.is sem vert að gera athugsemd við.

"Þá hef­ur hann einnig lof­samað orma­lyfið Iver­mect­in, sem helst er gefið hest­um."

Joe Rogan Neil YoungÉg veit ekkert um hvort að Rogan hafi lofað Ivermectin, en að kalla lyfið "hrossalyf" eða segja að það sé helst gefið hestum, er alvarleg rangfærsla sem dregur alla fréttina í svaðið og gerir hana svo gott sem að "falsfrétt".

Það er alvarleg vanvirðing við vísindamennina sem þróuðu Ivermectin og Avermectin og hlutu fyrir það Nóbelsverðlaunin árið 2015.

Það er alvarleg vanvirðing fyrir þá  einstaklinga sem hafa tekið Ivermectin í "milljarðavís" við hinum ýmsu kvillum, ekki sís "River Blindness" og er lyfið talið hafa bjargað ótrúlegum fjölda frá því að missa sjónina eða jafnvel lífið.

En fyrst og fremst er það vanvirðing við lesendur, sem margir vita betur og á að koma fram við af virðingu.

En það er einmitt fréttaflutningur margra "meginstraumsmiðla" í þessa veru sem hefur orðið til að lesendur missa á þeim tiltrú og fara að leita upplýsinga annars staðar.

Það er hins vegar svo að vissulega eru fjölda mörg lyf sem gagnast bæði mannfólki sem öðrum dýrum.  Sem dæmi má nefna algengt lyf eins og Amoxicillin.  Það gerir það ekki að hænsna eða svínalyfi, þó að það gagnist þeim vel.

En ég vil taka það fram að ég hef enga sérstaka skoðun á gagnsemi Ivermectin gegn Covid-19.  Hef ekki af því neina reynslu en hef séð ágætar greinar sem benda í sitthvora áttina um gagnsemi þess.

En það er athyglisvert að Ivermectin (eða skyld lyf) eru tekin í 10 til 15 ár, gegn "River Blindness", mér er ekki kunnugt um í hvaða magni, en það bendir ekki til þess að lyfið valdi miklum skaða við inntöku (en hugsanlega getur það verið spurning um magn).

P.S. Sumir fjölmiðlar segja að bréfið hafi verið fjarlægt af vef Young eftir skamma hríð, en ég læt það liggja á milli hluta enda ekki það sem hér er fjallað um.

En vísunina í Ivermectin sem "hrossalyf" hef ég ekki séð í fréttum annara fjölmiðla en mbl.is um þetta mál.


mbl.is Neil Young vill af Spotify vegna Rogans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrir 100 árum

Það var fyrir 100 árum.  Oft er miðað við þann 27. júlí 1921. Þá hófst "manngerð" framleiðsla Insulins. 

Banting LaboratoryEins og oft var upphaf slíkra uppgötvana "lágstemmt", Dr. Frederick Banting notaði insulin unnið úr brisi hunds til að halda öðrum hundi á lífi.

Stuttu síðar var var byrjað að vinna insulin úr brisi nautgripa.

Það voru Dr.Frederick Banting og aðstoðarmaður hans Charles Best sem unnu að rannsókninni. 

En Dr. Banting, ásamt yfirmanninum, prófessor J.J.R. Macleod, hlutu nóbelsverðlaunin 1923 fyrir "uppgötvunina".

En Dr. Banting deildi verðlaunafé sínu með Best, og Macleod deildi sínu með prófessor James B. Collip, sem tók þátt í betrumbæta framleiðslu insulinsins.

Enginn þeirra hélt "patenti" fyrir vinnu sína við uppgötvun sína á insulini, heldur fékk háskólinn í Toronto réttindin.  Þó að samkomulagið innan hópsins hafi á stundum verið svo að lægi við handalögmálum, var enginn ágreiningur um það.

Fyrsti einstaklingurinn sem var gefið insulin, var 14. ára drengur, Leonard Thompson.  Það var 11. janúar 1922.  Blóðsykur hans lækkaði en sár myndaðist á stungustaðnum og "ketones" var enn við hættumörk.

Collip lagði hart að sér við að einangra "insulinið" betur og þann 23. janúar fékk Leonard aðra sprautu með engum augljósum hliðarverkunum.

Í fyrsta sinn var sykursýki 1 ekki dauðadómur.

Leonard lifði í 13. ár til viðbótar en lést 26. ára að aldri af völdum lungnabólgu.

Dear Dr. BantingÁ meðal fyrstu sjúklinga sem fengu insulin var Teddy Ryder. Hann hafði greinst með sykursýki 1 4.ára.  5. ára gamall var hann í kringum 12. kg að þyngd og var ekki talinn eiga nema fáa mánuði ólifaða.

Hann lést árið 1993, þá 76 ára að aldri.  Þegar hann lést hafði enginn notað insulin í lengri tíma.

Teddy og Dr. Banting skrifuðust á á meðan báðir lifðu (Dr. Banting lést í flugslysi 1941).

Insulin lengdi líf Teddy um ríflega 70 ár, án þess að sykursýki háði honum verulega.

Hér hefur eins og gefur að skilja aðeins verið tæpt á því helsta. 

Afrek þeirra, Banting, Best, McLeod og Collip byggði að hluta til að athugunum og rannsóknum fjölmargra sem á undan þeim komu.

Á eftir þeim hafa einnig fylgt ótal vísindamenn sem hafa þróað insulin og þannig gjörbreytt lífi sykursjúkra.

Uppgötvanir tengdar insulini hafa í það minnsta tengst 2. öðrum nóbelsverðlunum.

Myndin hér til hliðar er af einu bréfana sem Teddy sendi Dr. Banting.  Ofar er mynd af rannsóknarstofu þeirra Dr. Banting og Best.

Neðst á síðunni er stutt myndband, eitt af fjölmörgum sem Kanadíska sjónvarpið (CBC) hefur gert af eftirminnilegum atburðum í sögu Kanada.  Dr. Banting er gjarnan talinn meðal merkustu Kanadamanna sem hafa lifað og þjóðin stollt af uppgötvuninni.  Mynd af insulin glasi prýðir m.a. ásamt öðru, 100 dollara seðil landsins.

 

 

 

 

 

 


Það áhugaverðasta sem ég hef lesið í dag

Mér finnst margt áhugavert sem kemur fram í þessari frétt og ég held að margir geri sér ekki grein fyrir því að hvað þáttur Íslenskrar erfðagreiningar, hefur skipt miklu máli fyrir Íslendinga.

Fyrst í skimunum og svo í raðgreiningum.

En ég hafði engin tök á að fylgjast með þessum fyrirlestrum, en í þessari frétt finnst mér tvennt sérstaklega athyglisvert.

Þessi málsgrein finnst mér sérstaklega athyglisverð, haft er eftir Kára:

"Mun­ur­inn á ann­ars veg­ar þess­um miklu ein­kenn­um sem er það sem sjúk­ling­ur­inn kvart­ar und­an og hins veg­ar þess­um ör­fá­um hlut­um sem hægt er að mæla bend­ir til þess að áhrif sýk­ing­ar­inn­ar á and­legt ástand fólks virðist skipta mjög miklu máli," seg­ir hann.

Ég velti fyrir mér hvað þetta þýðir nákvæmlega.

"... að áhrif sýkingarinnar á andlegt ástand fólks virðist skipta mjög miklu máli".

Ég get ekki alveg ákveðið með sjálfum mér hvað þetta þýðir. 

Ég er þó þeirrar skoðunar að vissulega skipti andlegt heilbrigði máli hvað varðar líkamlegt og öfugt.  Ég er orðinn svo gamall að ég man eftir slagorðinu "heilbrigð sál í hraustum líkama", slíkt þótti ekki einu sinni "smánandi þegar ég var að alast upp.

En hvernig hefur "sýkingin áhrif á andlegt ástand"?

Getur það verið (fyrir suma einstaklinga) andlegt áfall að sýkjast af Covid? Getur hræðsla við sjúkdóminn ýkt sýkingu og einkenni sjúkdómsins? Með öðrum orðum veikt ónæmiskerfið?

Ótti og hræðsla er ekki æskilegir félagar í lífshlaupinu og mér finnst ekki ótrúlegt að slíkt geti haft áhrif á heilbrigði, þ.e.a.s. líkamlegt, ég held að fáir efist um hið andlega.

Ég hef reyndar oft velt því fyrir mér þegar fréttir hafa borist af fjölda einstaklinga í smitskimunum, hvað hrjáir allt þetta fólk.

Það hefur komið fram í fréttum að 99%, eða svo af þeim sem hafa komið í skimun á Íslandi, hafa reynst ósmitaðir af Covid.  Hvaða sjúkdómar gáfu þessum fjölda einstaklinga þau einkenni að þeim þótti ástæða að fara í skimun?

Virkilega þess virði að velta þessu fyrir sér.

Hin setningin (og fyrirsögnin) finnst mér einnig athygli virði.  "Hann seg­ir veir­ur alltaf hafa sprottið upp í heim­in­um en ástæðan fyr­ir því að þessi hafi orðið svona stórt vanda­mál sé sú hversu heim­ur­inn er orðinn lít­ill. „Menn eru að fær­ast á milli með svo mikl­um hraða og í svo mikl­um fjölda að ef svona veirupest sprett­ur upp á ein­um stað þá kem­urðu ekki í veg fyr­ir að hún breiðist út um heim­inn með því að setja upp smá girðingu uppi á Holta­vörðuheiði."

Er verulega flóknara að setja upp "girðingu" á Holtavörðuheiði, en á Keflavíkurflugvelli og Seyðisfirði?

Þarf ekki banna ónauðsynleg ferðalög, t.d. má banna bílaumferð einstaklinga um Holtavörðuheiði.  "Nauðsynlegir" ferðalangar sem lenda á Akureyrar- eða Egilstaðaflugvelli eru svo fluttir með rútum á "Sóttkvíarhótel".

Ekki mín tillaga, mér sýnist hún vel framkvæmanleg, skynsamleg er hún þó varla. En ef á að byggja upp veirufrí svæði, gæti hún gagnast.

 

 


mbl.is Girðing á Holtavörðuheiði dugar ekki til
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bóluefni og upplýsingaóreiða

Það hefur mikið verið rætt um upplýsingaóreiðu, falsfréttir og annað í þeim dúr upp á síðkastið, líklega sérstaklega á síðasta ári.

Mikið hefur borið á því að aðilum eins og Rússum, Kínverjum og Írönum séu taldir standa á bakvið óreiðuna og ég tel að vissulega hafi svo verið á stundum.

Það er enda gömul saga og ný að ríki reyni noti margvíslegar aðgerðir til að hafa áhrif í öðrum ríkjum bæði í kosningum sem í öðrum málefnum.

Slíkar tilraunir eru langt í frá bundnar við þau þrjú ríki sem nefnd eru hér að ofan.

En hvað varðar bóluefni og umræðu um þau, sérstaklega í Evrópu, geta Rússar sem aðrir hallað sér aftur og látið sér nægja að fylgjast með umræðunni.

Evrópskir leiðtogar, stjórnmálamenn og vísindamenn hafa alfarið tekið að sér að upplýsingaóreiðina og "vitleysis" fréttirnar.

Fyrst mátti t.d. ekki gefa bóluefni Astra/Zeneca þeim sem voru eldri en 65 ára.  Svo mátti ekki gefa neinum það.

Svo mátti gefa þeim svo voru eldri en 70. ára bóluefni Aztra/Zeneca, svo mátti gefa það körlum á öðrum aldri, en ýmsir vísindamenn segja þó að það sé áhættunnar virði að þyggja títtnefnt bóluefni.

Hverjum viltu trúa?

Svo eru þeir sem segja að bóluefni gefi ekki 100% vörn (sem er líklega rétt), því sé ekki rétt að gefa þeim sem eru bólusettir neinn forgang.

Þannig að þeir sem eru í lítilli hættu á að smitast hagnast lítið sem ekkert á því að láta bólusetja sig, eða er ég að misskilja útreikningana?

Staðreyndin virðist mér vera sú að forsvarsmenn Evrópusambandsins eru gjörsamlega búnir að klúðra bólusetningarmálunum, og með því að "hengja sig" við "Sambandið" deila Íslensk stjórnvöld klúðrinu.

"Faraldurinn" herjar lang verst á Evópulönd.  Þar á eftir i lönd í Ameríku.  Það þarf því enginn að undra að lönd í þeim heimsálfum hafi gengi harðast fram í að tryggja sér bóluefni.

Þó virðast lönd innan Evrópusambandsins (og að hluta EES) hafa gert þau mistök að hafa treyst um of á "miðstýrt apparat" "Sambandsins" sem hefur enga reynslu í slíkum efnum, eða er vant að höndla heilbrigðismál.

Sé afrekaskrá Ursulu Von Der Leyen skoðuð í Varnarmálaráðuneyti Þýskalands, þarf fáum að koma á óvart að hún valdi ekki slíku verkefni.

Sú afrekaskrá byggist ekki hvað síst á því að "ráðast" á þá sem bera ábyrð á mistökunum (rétt eins og Aztra/Zeneca) og fría sjálfan sig.

En hitt er svo rétt að velta fyrir sér, að ef allt það sem sagt hefur verið um bóluefni Astra/Zeneca á mismunandi tímum er rétt, það er ef við göngum út frá því að vísindin byggist á viðbótarþekkingu. 

Hvers vegna í ósköpunum ætti almenningur að sætta sig við að vera þátttakendur í slíkri tilraun, án þess að vera tilkynnt um slíkt fyrirfram og án þess að samþykkis þátttakenda sé aflað?

Er einhver von um að slíkri spurningu sé svarað?

 

 

 


mbl.is Forsætisráðherrar fá efni AstraZeneca
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Nýting" atkvæða skiptir sömuleiðis miklu máli. "Nýtingin" skapar núverandi borgarstjórnarmeirilhluta

Það er erfitt að búa til kosningakerfi sem býður ekki stundum upp á skringilegar niðurstöður, það er svo margt sem getur ráðið úrslitum.

Eftir því sem fleiri flokkar bjóða fram, aukast líkur á því að atkvæði falli "dauð".  Það þarf ekki einu sinni að koma til "þröskuldur" eða lágmark.

Þannig féllu á milli 5 og 6% atkvæða í síðustu borgarstjórnarkosningum "dauð", það er að segja að þau féllu á flokka sem náðu ekki borgarfulltrúa.

En það skiptir ekki síður máli að atkvæðin "nýtist" vel.  Þannig getur stundum munað 1. atkvæði, hvort að flokkur fær (víðbótar) fulltrúa eða ekki.

Þannig er það "nýtingin" sem raun skapar núverandi borgarstjórnarmeirihluta.

Núverandi meirihluti er með minnihluta greiddra atkvæða, en það þarf ekki að vera óeðlilegt ef nokkur hluti fellur "dauður".

En meirihlutinn hefur færri greidd atkvæði að baki sér, en fulltrúar minnihlutans hafa.  Þar kemur "nýtingin" til sögunnar.

Meirihlutaflokkarnir hafa samtals 27.328 atkvæði en minnihlutaflokkarnir 28.028.

Þannig telst mér til að 72% fleiri atkvæði séu að baki þess borgarfulltrúa Sósíalistaflokksins, sem hlaut 3.578 atkvæði og 1. fulltrúa, og borgarfulltrúum Samfylkingar, þar sem (að meðaltali) hver fulltrúi hefur 2.180 atkvæði að baki sér, en flokkurinn hlaut 15.260 atkvæði og 7.fulltrúa.

En listinn er eftirfarandi, flokkar, fjöldi borgarfulltrúa og svo meðaltal atkvæða að baki hvers þeirra:

Sósíalistaflokkurinn         1. fulltrúi              3.758

Miðflokkurinn                1. fulltrúi              3.615

Vinstri græn                 1. fulltrúi              2.700

Flokkur Fólksins             1. fulltrúi              2.509

Viðreisn                     2. fulltrúar             2.406

Píratar                      2. fulltrúar             2.278

Sjálfstæðisflokkurinn        8. fulltrúar             2.268

Samfylking                   7. fulltrúar             2.180

 

Átta flokkar fengu kjörna borgarfulltrúa en aðrir átta flokkar fengu engan fulltrúa.

Gamla sagan um að hvert atkvæði skipti máli er engin bábylja, því meirihluti getur tapast á örfáum atkvæðum, jafnvel einu, eins og má lesa hér og hér.

 

Byggt á tölum frá mbl.is

 

 


mbl.is Hvað verður um dauð atkvæði?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alls konar niðurstöður frá alls kyns vísindamönnum

Eitt af því sem einkennt hefur fréttir undanfarna mánuði, er svona "örlítil upplýsingaóreiða" hvað varðar Kórónuveiruna.

Vísindamenn (sem allir eiga þó að treysta) komast nefnilega að mismunandi niðurstöðum. 

Það er til dæmis alls ekki langt síðan að birt var niðurstaða rannsóknar um að mótefni entust stutt í líkama þeirra sem hefðu smitast.

Ef ég man rétt hafði "stúdía" Íslenskrar Erfðagreiningar áður gefið þveröfuga niðurstöðu.

Nú er aftur komin ný rannsókn sem segir að mótefnið sitji í líkama þeirra sem hafa smitast í langan tíma.

Þannig ganga niðurstöður visindamanna og niðurstöður þeirra sitt á hvða og engin undur að almenningur verði á stundum örlítið ruglaður.

 


mbl.is Mótefni í mörg ár í líkamanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flestum stjórnmálamönnum hættir til bjartsýni um lausn mála

Það er ótrúlega algengt í stjórnmálastéttinni að vera bjartsýnn. Ég hugsa að það sé eðlilegt, enda vilja færri fara í ferðalag með "bölsýnisfólki", það gefur littla von um skemmtilega för eða bjartari tíma.

Það má að ég tel merkja nokkurn mun á því hvað stjórnmálamenn eru bjartsýnir á að bóluefni komi fram, og hversu vísindamenn eru það.

Það er eðlilegt, enda stjórnmálamenn að telja kjark í umbjóðendur sína, en vísindamenn þeir sem er ætlað að afhenda vöruna.

Donald Trump hefur áður verið með ótímabærar yfirlýsingar um að hann vonaðist eftir bóluefni, það hefur Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins einnig gert.

Bæði hafa líklega viljað horfa bjartsýn fram á veginn og í sjálfu sér takmarkað hægt að setja út á slíkt.

Líklega hafa fleiri stjórnmálamenn talað á svipuðum nótum, en það er misjafnt hve orð vekja mikla athygli.

Einhvern tíma var sagt að Winston Churchill hefði svarað eitthvað á þess leið er hann var spurður hvaða hæfileikum stjórnmálamaður þyrfti að vera gæddur.  Churchill sagði stjórnmálamaður þyrfti að hafa hæfileika til þess að segja kjósendum hvað myndi gerast eftir sex mánuði, og að sex mánuðum liðnum þyrfti hafa að hafa hæfileikann til þess að útskýra fyrir kjósendum hvers vegna það hefði ekki gerst.

 

 

 

 


mbl.is Vonast eftir bóluefni fyrir árslok
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

20% allra íbúa New York borgar smitaðir af Kórónuvírusnum?

Þessi frétt (og reyndar margar aðrar sem hafa birtst undanfarna daga) er stórmerkileg fyrir margra hluta sakir.

Ef til vill fyrst og fremst vegna þess að hún sýnir okkur hvað lítið er vitað um þennan veirusjúkdóm enn sem komið er og hvað tölulegar upplýsingar geta verið misvísandi.

Það að mótefnamæling í New York borg sýni að 20% hafi smitast á einum eða öðrum tíma er sláandi. Bendir til þess að mun fleiri hafi smitast en áður var talið, en þarf samt sem áður að taka með miklum fyrirvara.

Líklega er úrtakið "gallað" og ýkir fjölda þeirra sem hafi smitast.

"State researchers sampled blood from the approximately 3,000 people they had tested over two days, including about 1,300 in New York City, at grocery and big-box stores."

Úrtakið er ekki slembiúrtak.

Það má telja líklegra að þeir sem eru í matvöru- og öðrum stórverslunum séu þeir sem síður eru hræddir við sjúkdóminn og þannig líklegri til að smitast.  Einstaklingar í áhættuhópum og þeir sem eru smithræddir og fara ekki út fyrir hússins dyr (og hafa jafnvel ekki gert það svo vikum skiptir) eru ólíklegri til að hafa smitast og hafa mótefni.

En sú vísbending sem könnunin gefur að mótefni finnist í mun hærra hlutfalli í íbúum New York borgar, en almennt í ríkinu, er einnig vert að gefa gaum.

"In New York City, about 21 percent tested positive for coronavirus antibodies during the state survey. The rate was about 17 percent on Long Island, nearly 12 percent in Westchester and Rockland Counties and less than 4 percent in the rest of the state."

Þessar tvær tilvitnanir eru fengnar úr frétt NYT

Það bendir til þess að smit hafi orðið algengari í New York borg en öðrum hlutum New York ríkis (enn og aftur er ekki rétti tíminn til þess að fullyrða).

Hvað veldur þvi?

Fyrstu vangaveltur snúast um meira þéttbýli og aukið vægi almenningssamgangna.

Eðlilega er nálægð varla meiri en í stórborgum á við New York. Það er sömuleiðis erfitt að hugsa sér "betri vettvang" fyrir smit en yfirfulla strætisvagna og neðanjarðarlestir. "Social distancing" er frekar erfið hvað varðar almenningssamgöngur.

En margar fréttir hafa verið að berast um að smit hafi hugsanlega borist til Bandaríkjanna og einnig Evrópu mun fyrr en áður hefur verið talið.  Það er umhugsunarvert.

Einnig hafa fréttir um að ákveðnir lykilþættir smits hafi verið í kringum atburði s.s. íþróttakappleiki, trúaratburði og aðrar fjöldasamkomur vakið athygli og vekja upp vangaveltur um hvort rétt sé að beina sjónar meira að slíkum atburðum en "almennum aðgerðum".

Svo er svarti bletturinn sem verður æ dekkri, en það eru dánartölur frá dvalarheimilum víðs vegar um heiminn.

En ég veit ekki hversu dánartölur í "venjulegu árferði" t.d. frá hjúkrunarheimilum eru aðgengilegar, en þær sem ég hef séð eru engin skemmtilesning.

 


mbl.is 20% hafa myndað mótefni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig "símarnir ferðast" - myndbönd

Það er hreint ótrúlegt hvað finna má á netinu nú til dags. Tækninni fleygir fram og hún er bæði heillandi og ógnandi.

Nú þegar "faraldsfræði" er tómstundagaman þó nokkurs hluta jarðarbúa, er ekki úr vegi að velta fyrir sér hvernig "fólksflæði" er háttað.

Það sýnir ennfremur að stórar samkomur geta haft gríðarleg áhrif og þátttakendur dreifast víða á örskommum tíma.

Í Bandaríkjunum hefur mikið verið rætt um hugsanleg áhrif viðburða á við "Mardi Gras" og "Spring Break" við útbreiðslu Kórónavírussins.

Það komu líka upp deilur í Bandaríkjunum hvort að rétt væri að loka "innri" landamærum ríkja, t.d. hvort að rétt væri að "einangra" New York, New Jersey og Connecticut ríki.

Ég rakst á þessi myndbönd frá fyrirtækinu Tectonix GEO .

Þau sýna hvernig farsímar sem staðsettir eru á einum stað (s.s. í  strandpartýi í Florida eða New York borg) dreifast síðan um Bandaríkin og síðan heiminn.

 

 

 

 

 

Þessir símar eru raktir nafnlaust, en vissulega er tæknin til staðar að tengja þá við nöfn, alla vegna flesta þeirra. 

Það þarf bara að hafa rétta "aðganginn" og "tengja". Ef eftirlitsmyndavél er svo staðsett þar sem síminn þinn er staðsettur, má með "andlitsgreiningarbúnaði" og símum þeirra sem er í nágrenninu sjá hverjir þeir eru.

En þetta sýnir hvers tæknin er megnug nú á dögum en sömuleiðis hversu mikla erfiðleika "fólksflæði" getur skapað á faraldstímum.

En líka möguleikana til að rekja ferðir einstaklinga, hvort sem er á faraldstímum eður ei.

 

 


Nokkrar tölur sem ég hef rekist á

Undanfarna daga hef ég, líklega eins og margir aðrir, eytt of miklum tíma á netinu. En það er þó hægt að hugsa sér verra hlutskipti.

Þar fljúga tölur og samanburður um allt og stundum er eins á "nýjustu tölur" um dauðsföll eða smit minni á kosningasjónvarp eða verðbréfa "tickera".

Persónulega er ég þeirrar skoðunar að samanburður á milli landa sé fánýtur enn sem komið er, tölulegar upplýsingar eru af misjöfnum gæðum, safnað á mismunandi máta, mis áreiðanlegar o.s.frv.

En það breytir því ekki að ég hef rekist á margar fróðlegar tölulegar staðreyndir.  Þá er ég fyrst og fremst að tala um tölur frá fyrri árum, en eitthvað af nýjum. Sumt hafa kunningjar mínir sent mér í tölvupósti.

En það er oft fróðlegt að sjá eldri tölur og hafa þær í huga þegar nýjustu "æsifregnirnar" eru lesnar í fjölmiðlum dagsins.

Ég birti hér nokkrar tölulegar upplýsingar. Ég hef eftir fremst megni reynt að velja áreiðanlegar vefsíður og fjölmiðla.

Samt er rétt að hafa í huga að tölulegar upplýsingar eru misáreiðanlegar og "hinn endanlegi sannleikur" er oft lengi að koma í ljós, ef hann gerir það nokkurn tíma.

Hvað deyja margir Bandaríkjamenn af völdum "venjulegrar" influensu á hverju ári?  CDC segir að frá 2010, hafi 10.000 til 60.000 dáið af völdum flensu árlega. Flensutímabilið 2017 til 2018 var slæmt og áætlar CDC að u.þ.b. 61.000 einstaklingar hafi látist og í kringum 800.000 Bandaríkjamenn lagst á sjúkrahús af völdum flensu.  Rétt er að hafa í huga að enn er um áætlanir að ræða. En þann vetur áætlar CDC að 45 milljónir Bandaríkjamanna hafi smitast af flensunni.

Finnska ríkisútvarpið sagði frá því í fréttum að tilfelli "venjulegrar" influensu væru 5.000 færri en í fyrra.

Áætlað er að fast að 11.000 einstaklingar deyji á Ítalíu á hverju ári af völdum svo kallaðra "ofur baktería".  Ýmis önnur lönd eru ekki langt undan. Heildartalan fyrir Evrópusamabandið er líklega í kringum 33.000.

Sambærileg tala fyrir Bandaríkin er líklega rétt undir 30.000.

Ísland kemur afar vel út úr þessum samanburði.  Það sama gildir t.d. um Kanada.

Ég hef séð greinar þar sem talað er um að þetta tengist, meðal annars, óhóflegri notkun sýklalyfja í dýraeldi.  Ég hef ekki séð það sannað með óvéfengjanlegum hætti, en tölur yfir sýklalyfjanotkun nokkurra Evrópuríkja í þessum tilgangi má sjá hér.

Árið 2009 söfnuðu Íslendingar ullarfatnaði til að gefa ellilífeyrisþegum í Bretlandi.  Þá fullyrtu Íslenskir fjölmiðlar (ég er ekki að draga það í efa) að á frá desember árið 2007 fram í mars 2008, hefðu 25.000 breskir ellilífeyrisþegar dáið úr kulda. Það eru þá ríflega 6.000 í hverjum mánuði.

Árið 2016 dóu ríflega 421.000 einstaklingar vegna öndunarfærasjúkdóma í Evrópusambandslöndunum (þá með Bretlandi). 

Árið 2015 fengu 10.4 milljónir manna í heiminum berkla. 1.4 milljónir af þeim dóu.

Línuritið hér að neðan fékk ég sent í tölvupósti frá tímaritinu Spectator fyrir nokkrum dögum.  En það nær ekki lengra en ca. til enda mars og síðan hafa dauðsföll aukist verulega. Línuritið er byggt á gögnum héðan.

 

Covid   Deaths in England and Wales by month since 2010

 

 

 

Hér er svo annað línurit frá Bretlandi, sem sýnir tölur fyrir árið í ár, og samanburð við meðaltal síðustu 5. ára.

Enn vil ég vekja athygli að þetta nær aðeins yfir fyrstu 13. vikur ársins og síðan hefur syrt í álinn í Bretlandi. Tölurnar gætu ennfremur breyst í hvora átt sem er þegar fram líða stundir.

En línuritið er fengið héðan.

UK influ covid all deaths


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband