Flestum stjórnmálamönnum hættir til bjartsýni um lausn mála

Það er ótrúlega algengt í stjórnmálastéttinni að vera bjartsýnn. Ég hugsa að það sé eðlilegt, enda vilja færri fara í ferðalag með "bölsýnisfólki", það gefur littla von um skemmtilega för eða bjartari tíma.

Það má að ég tel merkja nokkurn mun á því hvað stjórnmálamenn eru bjartsýnir á að bóluefni komi fram, og hversu vísindamenn eru það.

Það er eðlilegt, enda stjórnmálamenn að telja kjark í umbjóðendur sína, en vísindamenn þeir sem er ætlað að afhenda vöruna.

Donald Trump hefur áður verið með ótímabærar yfirlýsingar um að hann vonaðist eftir bóluefni, það hefur Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins einnig gert.

Bæði hafa líklega viljað horfa bjartsýn fram á veginn og í sjálfu sér takmarkað hægt að setja út á slíkt.

Líklega hafa fleiri stjórnmálamenn talað á svipuðum nótum, en það er misjafnt hve orð vekja mikla athygli.

Einhvern tíma var sagt að Winston Churchill hefði svarað eitthvað á þess leið er hann var spurður hvaða hæfileikum stjórnmálamaður þyrfti að vera gæddur.  Churchill sagði stjórnmálamaður þyrfti að hafa hæfileika til þess að segja kjósendum hvað myndi gerast eftir sex mánuði, og að sex mánuðum liðnum þyrfti hafa að hafa hæfileikann til þess að útskýra fyrir kjósendum hvers vegna það hefði ekki gerst.

 

 

 

 


mbl.is Vonast eftir bóluefni fyrir árslok
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband