Nokkrar tölur sem ég hef rekist á

Undanfarna daga hef ég, líklega eins og margir aðrir, eytt of miklum tíma á netinu. En það er þó hægt að hugsa sér verra hlutskipti.

Þar fljúga tölur og samanburður um allt og stundum er eins á "nýjustu tölur" um dauðsföll eða smit minni á kosningasjónvarp eða verðbréfa "tickera".

Persónulega er ég þeirrar skoðunar að samanburður á milli landa sé fánýtur enn sem komið er, tölulegar upplýsingar eru af misjöfnum gæðum, safnað á mismunandi máta, mis áreiðanlegar o.s.frv.

En það breytir því ekki að ég hef rekist á margar fróðlegar tölulegar staðreyndir.  Þá er ég fyrst og fremst að tala um tölur frá fyrri árum, en eitthvað af nýjum. Sumt hafa kunningjar mínir sent mér í tölvupósti.

En það er oft fróðlegt að sjá eldri tölur og hafa þær í huga þegar nýjustu "æsifregnirnar" eru lesnar í fjölmiðlum dagsins.

Ég birti hér nokkrar tölulegar upplýsingar. Ég hef eftir fremst megni reynt að velja áreiðanlegar vefsíður og fjölmiðla.

Samt er rétt að hafa í huga að tölulegar upplýsingar eru misáreiðanlegar og "hinn endanlegi sannleikur" er oft lengi að koma í ljós, ef hann gerir það nokkurn tíma.

Hvað deyja margir Bandaríkjamenn af völdum "venjulegrar" influensu á hverju ári?  CDC segir að frá 2010, hafi 10.000 til 60.000 dáið af völdum flensu árlega. Flensutímabilið 2017 til 2018 var slæmt og áætlar CDC að u.þ.b. 61.000 einstaklingar hafi látist og í kringum 800.000 Bandaríkjamenn lagst á sjúkrahús af völdum flensu.  Rétt er að hafa í huga að enn er um áætlanir að ræða. En þann vetur áætlar CDC að 45 milljónir Bandaríkjamanna hafi smitast af flensunni.

Finnska ríkisútvarpið sagði frá því í fréttum að tilfelli "venjulegrar" influensu væru 5.000 færri en í fyrra.

Áætlað er að fast að 11.000 einstaklingar deyji á Ítalíu á hverju ári af völdum svo kallaðra "ofur baktería".  Ýmis önnur lönd eru ekki langt undan. Heildartalan fyrir Evrópusamabandið er líklega í kringum 33.000.

Sambærileg tala fyrir Bandaríkin er líklega rétt undir 30.000.

Ísland kemur afar vel út úr þessum samanburði.  Það sama gildir t.d. um Kanada.

Ég hef séð greinar þar sem talað er um að þetta tengist, meðal annars, óhóflegri notkun sýklalyfja í dýraeldi.  Ég hef ekki séð það sannað með óvéfengjanlegum hætti, en tölur yfir sýklalyfjanotkun nokkurra Evrópuríkja í þessum tilgangi má sjá hér.

Árið 2009 söfnuðu Íslendingar ullarfatnaði til að gefa ellilífeyrisþegum í Bretlandi.  Þá fullyrtu Íslenskir fjölmiðlar (ég er ekki að draga það í efa) að á frá desember árið 2007 fram í mars 2008, hefðu 25.000 breskir ellilífeyrisþegar dáið úr kulda. Það eru þá ríflega 6.000 í hverjum mánuði.

Árið 2016 dóu ríflega 421.000 einstaklingar vegna öndunarfærasjúkdóma í Evrópusambandslöndunum (þá með Bretlandi). 

Árið 2015 fengu 10.4 milljónir manna í heiminum berkla. 1.4 milljónir af þeim dóu.

Línuritið hér að neðan fékk ég sent í tölvupósti frá tímaritinu Spectator fyrir nokkrum dögum.  En það nær ekki lengra en ca. til enda mars og síðan hafa dauðsföll aukist verulega. Línuritið er byggt á gögnum héðan.

 

Covid   Deaths in England and Wales by month since 2010

 

 

 

Hér er svo annað línurit frá Bretlandi, sem sýnir tölur fyrir árið í ár, og samanburð við meðaltal síðustu 5. ára.

Enn vil ég vekja athygli að þetta nær aðeins yfir fyrstu 13. vikur ársins og síðan hefur syrt í álinn í Bretlandi. Tölurnar gætu ennfremur breyst í hvora átt sem er þegar fram líða stundir.

En línuritið er fengið héðan.

UK influ covid all deaths


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Örn Einar Hansen

Gott hjá þér, að taka samanburð við flensu. Nú kemur stóra spurningin, er verið að gabba okkur? er þetta nokkuð annað en vanaleg influensa, sem er ný á hverju ári?

En, jafnvel þó að svo sé ... þá verðum við að sýna stuðning við kínverska alþýðu , í Wuhan. Ekki kommúnistaflokkinn ... fólk þar hefur þurft að líða mikið fyrir þetta, því kommúnistar lugu og duldu tölur, og dylja enn. Við eigum ekki að leifa þeim að komast upp með það, frekar en kommúnistum sovét fyrrverandi ... hvorki kommúnistum á íslandi, né í Kína.

Örn Einar Hansen, 11.4.2020 kl. 19:20

3 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Örn, þakka þér fyrir þetta. Ég er alls ekki að segja að verið sé að gabba okkur, að það sé ekkert sem þurfi að óttast.

Kórónuveiran er bráðsmitandi andskoti og er augljóslega hættuleg heilsunni.

En það er gott, þegar það er mögulegt, að reyna að sjá víðara samhengi hlutanna og ekki stara "á punktinn", ef svo má að orði komast.

En breyturnar eru ótal margar og í raun næsta ómögulegt að sjá þær allar eða ákvaða hvað skiptir máli og ef svo hvernig það hefur áhrif og í hvaða mæli.

Þegar ég skrifa þetta er Finnland með rétt tæp 3000 staðfest smit af Kórónuveirunni. En ríkisútvarpið þeirra segir í frétt að tilfelli "hefðbundinnar" flensu séu 5000 færri en í fyrra.

Mér finnst þetta athyglisvert, svona tölfræðilega.  En það má ekki draga stórar ályktanir af þessu og alls ekki fyrr en hæfileg tímafjarlægð og frekari upplýsingar eru til staðar.

Mér þykir líka forvitnilegt hvort að enginn deyji lengur úr "venjulegri" flensu, eða hvort að tölurnar séu það lágar að það þyki ekki taka því að nefna þær.

En sumstaðar virðist sem að kórónuveiran sé viðbót við venjulega flensu.  En þetta verður ekki ljóst fyrr en lengri tími er liðinn.

@Kristján, þakka þér fyrir þetta. Þetta er virkilega athygliverð grein í NYT.  Þessi (sem er að hluta endursögð á mbl.is) er það líka.

https://www.nytimes.com/2020/03/23/opinion/coronavirus-depression.html

En kórónuveirufaraldurinn á örugglega eftir að verða rannsóknarefni lengi. Það munu koma út bækur, það verða skrifaðar ritgerðir og langar og lærðar greinar.

Eitt af því sem mun næsta áreiðanlega verða rannsakað er hvernig afmörkuð svæði verða illa út.  T.d. New York og Bergamo.

Út af hverju er t.d. ástandið í New York (ríki og borg) svo mikið verra en Kalíforníu/L.A.?

Samkvæmt nýjustu tölum frá CDC eru dauðsföll í Bandaríkjunum aðeins 90% af því sem búast mátti við miðað við undanfarin ár.https://www.cdc.gov/nchs/nvss/vsrr/COVID19/index.htm

Það er rétt að hafa í huga að þessar tölur eiga örugglega eftir að breytast, því tilkynningar geta verið lengi að berast.

En í þessum töflum vekja tölur um Covid, lungnabólgu og influensu vissulega athygli.

En það sem vakti líka athygli mína hvað varðar grafið í NYT er hin mikla aukning í dauðsföllum sem er, þó að við tækjum þau sem eru af völdum kórónuveirunnar ekki með.

Kerfið er auðvitað þanið.  En það er líka margt annað sem getur spilað inn.  Einhverjir veigra sér við að fara á sjúkrahús undir þessum kringumstæðum.

Ofsahræðsla er heldur ekki góður félagi fyrir þá sem eru heilsuveilir.  Ég þekki til fjölskyldu þar sem enginn hefur farið lengra en út í garð í að verða 4. vikur. All sent heim og skilið eftir utan við dyrnar. Þó hefur ekkert þeirra verið veikt eða í sérstökum áhættuhóp, eða nokkur í nánum tengslum við þau.

Ég sá t.d. kenningu í þá átt að á Ítalíu, hefði heilbrigðiskerfið í upphafi orðið ein helsta smitleiðin. Þar var m.a. minnst á lækninn sem flaug til Tenerife með þeim afleiðingum að setja varð heilt hótel í sóttkví.

Þar var talið ólíklegt að hann hafi verið einangrað smittilfelli.

En þetta verður líklega rannsakað allt saman og ef við erum heppin lærist eitthvað af því.

G. Tómas Gunnarsson, 12.4.2020 kl. 07:09

4 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Gleymdi auðvitað að segja gleðilega páska

G. Tómas Gunnarsson, 12.4.2020 kl. 07:10

5 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Jamm. Frasinn "fog of war" virðist lýsa ástandinu núna nokkuð vel.

Kristján G. Arngrímsson, 12.4.2020 kl. 12:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband