Undarlegur fréttaflutningur

Það er vissulega frétt að Neil Young vilji ekki deila streymisveitu með Joe Rogan og eðlilegt að um slíkt sé fjallað.

Persónulega hef ég aldrei hlustað á Rogan eða hlaðvarp hans og ætla ekki að dæma eða fullyrða neitt um sannleiksgildi þess sem þar hefur verið sagt.

En það er ein setning í þessari frétt mbl.is sem vert að gera athugsemd við.

"Þá hef­ur hann einnig lof­samað orma­lyfið Iver­mect­in, sem helst er gefið hest­um."

Joe Rogan Neil YoungÉg veit ekkert um hvort að Rogan hafi lofað Ivermectin, en að kalla lyfið "hrossalyf" eða segja að það sé helst gefið hestum, er alvarleg rangfærsla sem dregur alla fréttina í svaðið og gerir hana svo gott sem að "falsfrétt".

Það er alvarleg vanvirðing við vísindamennina sem þróuðu Ivermectin og Avermectin og hlutu fyrir það Nóbelsverðlaunin árið 2015.

Það er alvarleg vanvirðing fyrir þá  einstaklinga sem hafa tekið Ivermectin í "milljarðavís" við hinum ýmsu kvillum, ekki sís "River Blindness" og er lyfið talið hafa bjargað ótrúlegum fjölda frá því að missa sjónina eða jafnvel lífið.

En fyrst og fremst er það vanvirðing við lesendur, sem margir vita betur og á að koma fram við af virðingu.

En það er einmitt fréttaflutningur margra "meginstraumsmiðla" í þessa veru sem hefur orðið til að lesendur missa á þeim tiltrú og fara að leita upplýsinga annars staðar.

Það er hins vegar svo að vissulega eru fjölda mörg lyf sem gagnast bæði mannfólki sem öðrum dýrum.  Sem dæmi má nefna algengt lyf eins og Amoxicillin.  Það gerir það ekki að hænsna eða svínalyfi, þó að það gagnist þeim vel.

En ég vil taka það fram að ég hef enga sérstaka skoðun á gagnsemi Ivermectin gegn Covid-19.  Hef ekki af því neina reynslu en hef séð ágætar greinar sem benda í sitthvora áttina um gagnsemi þess.

En það er athyglisvert að Ivermectin (eða skyld lyf) eru tekin í 10 til 15 ár, gegn "River Blindness", mér er ekki kunnugt um í hvaða magni, en það bendir ekki til þess að lyfið valdi miklum skaða við inntöku (en hugsanlega getur það verið spurning um magn).

P.S. Sumir fjölmiðlar segja að bréfið hafi verið fjarlægt af vef Young eftir skamma hríð, en ég læt það liggja á milli hluta enda ekki það sem hér er fjallað um.

En vísunina í Ivermectin sem "hrossalyf" hef ég ekki séð í fréttum annara fjölmiðla en mbl.is um þetta mál.


mbl.is Neil Young vill af Spotify vegna Rogans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já það má víst ekki minnast á þetta blessaða lyf, það er ótrúlegt að sjá falsfréttir í stórum fjölmiðlum.

Þannig að þetta er ekki hrossalyf, það er notað bæði fyrir dýr og mannfólk.

Hér eru upplýsingar um þetta blessaða lyf. 

Ivermectin was discovered in 1975 and first marketed as a veterinary medicine in 1981.Human applications followed in the late 1980s.

Halldór (IP-tala skráð) 27.1.2022 kl. 01:26

2 identicon

Ef menn ætla að skrifa langa pistla í hvert sinn sem blaðamaður veit ekki alveg hvað hann er að segja, gera menn lítið annað. Pistillinn minnir satt að segja á ofurviðkvæmni sumra fyrir því að einhver annar hafi kannski móðgað einhvern enn annan með t.d. lélegum brandara.

ls (IP-tala skráð) 27.1.2022 kl. 10:10

3 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Og fussum-svei og fussum-svei!

Þetta er Soffíu frænku-heilkennið.

Kristján G. Arngrímsson, 27.1.2022 kl. 11:55

4 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Halldór, þakka þér fyrir þetta.  Það hefur nú þó nokkuð vierið minnst á Ivermectin og skyld lyf, en með misjöfnum formerkjum. 

En hvort það dugar gegn Covid veit ég ekki, en ég veit að það er ekki fyrst og fremst gefið hestum.

@ls og Kristján.  Gaman að sjá ykkur ganga í takt hér lol.  Þó að ég ætli ekki að taka að mér að leiðrétta alla þá vitleysu sem kemur upp úr Íslenskum blaðamönnum, hvað þá erlendum, þá þykir mér ástæða til þess að leiðréttingar komi fram þegar lesendur vita betur.

Sjálfur hef ég misjafnan tíma til að lesa fjölmiðla, en ég tel ekkert sérstaklega eftir mér þær ca. 4. mínútur sem fóru í ritun þessa pistils.

Mér finnst það hins vegar skrýtið sjónarhorn að óþarfi sé að leiðréttingar komi fram og það sé "ofurviðkvæmni" að koma á framfæri leiðréttingum og ígildi þess að viðkomandi hafi móðgast.

Mér finnst hins vegar sjálfsagt og æskilegt að hið rétta komi fram nokk sama í hvaða tilfelli tilfelli sem er.

Það er rétt að taka það fram að ég móðgast ekki yfir fréttaflutningi sem þessum, en þykir það vissulega miður þegar rangfærslur koma fram í fréttum.

Ef það er "Soffíu frænku heilkenni" er ég vissulega haldin því.

G. Tómas Gunnarsson, 27.1.2022 kl. 12:13

5 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Það má svo velta því fyrir sér hvort að það sé "ofurviðkæmni" sem kemur þeim ls og Kristjáni til þess að "stinga niður lyklaborði" hér og telja það óþarfa að leiðrétta steðreyndavillur.

Eða er það eitthvert heildkenni?

G. Tómas Gunnarsson, 27.1.2022 kl. 12:48

6 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Þarna er Rogan að tala við Sanjay Gupta sem er álitsgjafi hjá CNN sem eins og allir íslensku fjömiðalarni nema fréttin.is kalla ivermectin alltaf ormalyf fyrir hesta. 

https://rumble.com/vnpv11-joe-rogan-confronts-cnn-medical-expert-on-the-networks-lie-that-he-took-hor.html

Gupta tók sama námskeið hjá WEF og Macron, Merkel, Trudeau og fl.

Guðmundur Jónsson, 27.1.2022 kl. 15:15

7 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Bloggskrifari gerist nú eiginlega sjálfur sekur um ónákvæmni og hefur rangt eftir því sem stendur í fréttinni. Þar er sagt að þetta lyf sé "helst gefið hestum" en bloggskrifari segir þar vera fullyrt að þetta sé hestalyf. Þarna hnikar bloggskrifari staðreyndum að mér sýnist sjálfum sér í hag. 

Obbobbobb, eins og einhver sagði.

Kristján G. Arngrímsson, 27.1.2022 kl. 17:16

8 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Kristján, þakka þér fyrir þetta.   Í upprunalegu færslunni stendur:  "

En það er ein setning í þessari frétt mbl.is sem vert að gera athugsemd við.

"Þá hef­ur hann einnig lof­samað orma­lyfið Iver­mect­in, sem helst er gefið hest­um.".

Bein tilvitnun í fréttina. Síðar segir:  "en að kalla lyfið "hrossalyf" eða segaj að það sé helst gefið hestum, er alvarleg rangfærsla sem dregur alla fréttina í svaðið og gerir hana svo gott sem að "falsfrétt"."

Er það sérstök ónákvæmni?

G. Tómas Gunnarsson, 27.1.2022 kl. 17:25

9 identicon

Mér fannst bara pínulítið fyndið að skrifa þessa bísn út af þessu. En blaðamaðurinn er eflaust bara að reyna að þýða einhverja erlenda frétt, ekki alveg ljóst alltaf hvað hefur staðið í henni. Ég reikna heldur yfirleitt ekki með fullri vísindalegri nákvæmni í þessum fréttaflokki, blaðamaðurinn veit líkast til meira um Young en lyfjafræði.

ls (IP-tala skráð) 27.1.2022 kl. 18:53

10 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Ja, þetta er óneitanlega "valkvæð túlkun" hjá þér að fara beint úr "helst gefið hestum" yfir í "hrossalyf". Hið síðara er mun afdráttarlausara og afmarkaðra en það sem stendur í fréttinni. Þannig að mér finnst þetta veikur grunnur að byggja á fordæmingu á fréttinni allri, hvað þá því að segja þetta svo gott sem falsfrétt.

Hitt er svo að mér finnst alltaf frekar hallærislegt þegar fólk sem hefur aldrei komið nálægt fréttamennsku setur sig á háan hest og talar yfirlætislega um íslenska blaðamenn og gerir lítið úr þeim. (Hér á ég ekki við bloggskrifarann heldur Is - reyndar er enn hallærislegra að skrifa undir dulnefni en það er önnur saga.)

Kristján G. Arngrímsson, 27.1.2022 kl. 19:07

11 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@ls, þakka þér fyrir þetta. Þetta eru í sjálfu sér engin býsn. Tók mig ekki langan tíma. Fyrir mér skiptir í sjálfu sér ekki máli í hvaða málaflokki fréttin er.  Það er ekkert betra að rangt sé farið með í "Smartlandi" en fréttum, ekki síst þegar málið varðar eitthvert umdeildast mál samtímans (þá er ég ekki að meina Ivermectin, heldur Covid og viðbrögð við því).

En er þá ekket fyndið að finna sig knúinn og gefa sér tíma til að skrifa athugasemdir um þessi skrif?

En Icemectin (og skyld lyf) hafa oft verið kölluð "anti parasite drugs", sem þau vissulega eru.

En yfirleitt þegar blaðamenn nota "hrossavinkilinn" er það einmitt til að tala lyfin niður, sem er á engan hátt rökrétt, þó að verulega skiptar skoðanir séu um hvort það virki á nokkurn hátt gegn Covid.

@Kristján, þakka þér fyrir þetta. Mér finnst þú nú teigja þig frekar langt.  "helst gefið hestum" kemur fyrir í báðum setningunum sem ég setti inn hér að ofan.

Það má svo bæta því við að Ivermectin (og skyld lyf) er gefið hestum, kindum, nautgripum, hundum, í einhverjum tilfellum skriðdýru (eðlum) og líklega einhverjum fleirum fyrir utan mannfólkið.

Mannfólkið notar það gegn lús, "river blindess" og einhverjum fleiri sjúkdómum.

Persónulega sé ég ekki "yfirlætið" í skrifum ls, en það er jafn sjálfsagt (ef ekki sjálfsagðara) að gagnrýna blaðamenn sem aðrar stéttir.

Persónulega finnst mér til (almennt talið) umfjöllun um Covid og aðgerðir þvi tengdu hafa verið ákaflega dapra í fjölmiðlum almennt.  Gagnrýnin hugsun og gagnrýnar spurningar hafa verið ákaflega takmarkaðar. 

En reyndar hefur (að mínu mati) orðið eftirtektarverð breyting á því að undanförnum dögum.

G. Tómas Gunnarsson, 27.1.2022 kl. 20:26

12 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það er búið að nota Ivermectin gegn covid-19 lengi og sífellt kemur betur í ljós að lyfið gagnast vel við pestinni. Vissulega var það upphaflega notað sem dýralyf en áratugir eru síðan tekið var að nota lyfið fyrir fólk og það við margvíslegum kvillum. Sú áhersla sem fram kemur í fréttinni á að hér sé fyrst og fremst um "hestalyf" að ræða er auðvitað einungis til þess að tala lyfið niður. Það sjá allir sem hafa augu og nokkrar heilafrumur.

En lyfjafyrirtækin sem rembast nú við að koma "bóluefnum" sem óvart hindra ekki smit heldur auka þau í alla heimsbyggðina gera allt sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir notkun þessa lyfs. Það gera líka dyggustu taglhnýtingar þeirra eins og sjá má hér að ofan í fjölda athugasemda. 

Svona er nú heimurinn orðinn: Popparar telja sig eiga að ráða því hvaða vísindamenn fá athygli og hverjir ekki.

Þorsteinn Siglaugsson, 28.1.2022 kl. 16:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband