Fyrir 100 árum

Það var fyrir 100 árum.  Oft er miðað við þann 27. júlí 1921. Þá hófst "manngerð" framleiðsla Insulins. 

Banting LaboratoryEins og oft var upphaf slíkra uppgötvana "lágstemmt", Dr. Frederick Banting notaði insulin unnið úr brisi hunds til að halda öðrum hundi á lífi.

Stuttu síðar var var byrjað að vinna insulin úr brisi nautgripa.

Það voru Dr.Frederick Banting og aðstoðarmaður hans Charles Best sem unnu að rannsókninni. 

En Dr. Banting, ásamt yfirmanninum, prófessor J.J.R. Macleod, hlutu nóbelsverðlaunin 1923 fyrir "uppgötvunina".

En Dr. Banting deildi verðlaunafé sínu með Best, og Macleod deildi sínu með prófessor James B. Collip, sem tók þátt í betrumbæta framleiðslu insulinsins.

Enginn þeirra hélt "patenti" fyrir vinnu sína við uppgötvun sína á insulini, heldur fékk háskólinn í Toronto réttindin.  Þó að samkomulagið innan hópsins hafi á stundum verið svo að lægi við handalögmálum, var enginn ágreiningur um það.

Fyrsti einstaklingurinn sem var gefið insulin, var 14. ára drengur, Leonard Thompson.  Það var 11. janúar 1922.  Blóðsykur hans lækkaði en sár myndaðist á stungustaðnum og "ketones" var enn við hættumörk.

Collip lagði hart að sér við að einangra "insulinið" betur og þann 23. janúar fékk Leonard aðra sprautu með engum augljósum hliðarverkunum.

Í fyrsta sinn var sykursýki 1 ekki dauðadómur.

Leonard lifði í 13. ár til viðbótar en lést 26. ára að aldri af völdum lungnabólgu.

Dear Dr. BantingÁ meðal fyrstu sjúklinga sem fengu insulin var Teddy Ryder. Hann hafði greinst með sykursýki 1 4.ára.  5. ára gamall var hann í kringum 12. kg að þyngd og var ekki talinn eiga nema fáa mánuði ólifaða.

Hann lést árið 1993, þá 76 ára að aldri.  Þegar hann lést hafði enginn notað insulin í lengri tíma.

Teddy og Dr. Banting skrifuðust á á meðan báðir lifðu (Dr. Banting lést í flugslysi 1941).

Insulin lengdi líf Teddy um ríflega 70 ár, án þess að sykursýki háði honum verulega.

Hér hefur eins og gefur að skilja aðeins verið tæpt á því helsta. 

Afrek þeirra, Banting, Best, McLeod og Collip byggði að hluta til að athugunum og rannsóknum fjölmargra sem á undan þeim komu.

Á eftir þeim hafa einnig fylgt ótal vísindamenn sem hafa þróað insulin og þannig gjörbreytt lífi sykursjúkra.

Uppgötvanir tengdar insulini hafa í það minnsta tengst 2. öðrum nóbelsverðlunum.

Myndin hér til hliðar er af einu bréfana sem Teddy sendi Dr. Banting.  Ofar er mynd af rannsóknarstofu þeirra Dr. Banting og Best.

Neðst á síðunni er stutt myndband, eitt af fjölmörgum sem Kanadíska sjónvarpið (CBC) hefur gert af eftirminnilegum atburðum í sögu Kanada.  Dr. Banting er gjarnan talinn meðal merkustu Kanadamanna sem hafa lifað og þjóðin stollt af uppgötvuninni.  Mynd af insulin glasi prýðir m.a. ásamt öðru, 100 dollara seðil landsins.

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband