Hvernig "símarnir ferðast" - myndbönd

Það er hreint ótrúlegt hvað finna má á netinu nú til dags. Tækninni fleygir fram og hún er bæði heillandi og ógnandi.

Nú þegar "faraldsfræði" er tómstundagaman þó nokkurs hluta jarðarbúa, er ekki úr vegi að velta fyrir sér hvernig "fólksflæði" er háttað.

Það sýnir ennfremur að stórar samkomur geta haft gríðarleg áhrif og þátttakendur dreifast víða á örskommum tíma.

Í Bandaríkjunum hefur mikið verið rætt um hugsanleg áhrif viðburða á við "Mardi Gras" og "Spring Break" við útbreiðslu Kórónavírussins.

Það komu líka upp deilur í Bandaríkjunum hvort að rétt væri að loka "innri" landamærum ríkja, t.d. hvort að rétt væri að "einangra" New York, New Jersey og Connecticut ríki.

Ég rakst á þessi myndbönd frá fyrirtækinu Tectonix GEO .

Þau sýna hvernig farsímar sem staðsettir eru á einum stað (s.s. í  strandpartýi í Florida eða New York borg) dreifast síðan um Bandaríkin og síðan heiminn.

 

 

 

 

 

Þessir símar eru raktir nafnlaust, en vissulega er tæknin til staðar að tengja þá við nöfn, alla vegna flesta þeirra. 

Það þarf bara að hafa rétta "aðganginn" og "tengja". Ef eftirlitsmyndavél er svo staðsett þar sem síminn þinn er staðsettur, má með "andlitsgreiningarbúnaði" og símum þeirra sem er í nágrenninu sjá hverjir þeir eru.

En þetta sýnir hvers tæknin er megnug nú á dögum en sömuleiðis hversu mikla erfiðleika "fólksflæði" getur skapað á faraldstímum.

En líka möguleikana til að rekja ferðir einstaklinga, hvort sem er á faraldstímum eður ei.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband