20% allra íbúa New York borgar smitaðir af Kórónuvírusnum?

Þessi frétt (og reyndar margar aðrar sem hafa birtst undanfarna daga) er stórmerkileg fyrir margra hluta sakir.

Ef til vill fyrst og fremst vegna þess að hún sýnir okkur hvað lítið er vitað um þennan veirusjúkdóm enn sem komið er og hvað tölulegar upplýsingar geta verið misvísandi.

Það að mótefnamæling í New York borg sýni að 20% hafi smitast á einum eða öðrum tíma er sláandi. Bendir til þess að mun fleiri hafi smitast en áður var talið, en þarf samt sem áður að taka með miklum fyrirvara.

Líklega er úrtakið "gallað" og ýkir fjölda þeirra sem hafi smitast.

"State researchers sampled blood from the approximately 3,000 people they had tested over two days, including about 1,300 in New York City, at grocery and big-box stores."

Úrtakið er ekki slembiúrtak.

Það má telja líklegra að þeir sem eru í matvöru- og öðrum stórverslunum séu þeir sem síður eru hræddir við sjúkdóminn og þannig líklegri til að smitast.  Einstaklingar í áhættuhópum og þeir sem eru smithræddir og fara ekki út fyrir hússins dyr (og hafa jafnvel ekki gert það svo vikum skiptir) eru ólíklegri til að hafa smitast og hafa mótefni.

En sú vísbending sem könnunin gefur að mótefni finnist í mun hærra hlutfalli í íbúum New York borgar, en almennt í ríkinu, er einnig vert að gefa gaum.

"In New York City, about 21 percent tested positive for coronavirus antibodies during the state survey. The rate was about 17 percent on Long Island, nearly 12 percent in Westchester and Rockland Counties and less than 4 percent in the rest of the state."

Þessar tvær tilvitnanir eru fengnar úr frétt NYT

Það bendir til þess að smit hafi orðið algengari í New York borg en öðrum hlutum New York ríkis (enn og aftur er ekki rétti tíminn til þess að fullyrða).

Hvað veldur þvi?

Fyrstu vangaveltur snúast um meira þéttbýli og aukið vægi almenningssamgangna.

Eðlilega er nálægð varla meiri en í stórborgum á við New York. Það er sömuleiðis erfitt að hugsa sér "betri vettvang" fyrir smit en yfirfulla strætisvagna og neðanjarðarlestir. "Social distancing" er frekar erfið hvað varðar almenningssamgöngur.

En margar fréttir hafa verið að berast um að smit hafi hugsanlega borist til Bandaríkjanna og einnig Evrópu mun fyrr en áður hefur verið talið.  Það er umhugsunarvert.

Einnig hafa fréttir um að ákveðnir lykilþættir smits hafi verið í kringum atburði s.s. íþróttakappleiki, trúaratburði og aðrar fjöldasamkomur vakið athygli og vekja upp vangaveltur um hvort rétt sé að beina sjónar meira að slíkum atburðum en "almennum aðgerðum".

Svo er svarti bletturinn sem verður æ dekkri, en það eru dánartölur frá dvalarheimilum víðs vegar um heiminn.

En ég veit ekki hversu dánartölur í "venjulegu árferði" t.d. frá hjúkrunarheimilum eru aðgengilegar, en þær sem ég hef séð eru engin skemmtilesning.

 


mbl.is 20% hafa myndað mótefni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Þessar niðurstöður eru mjög athygliverðar. Ef þetta er rétt er dánarhlutfallið 0,14%. Það er á svipuðum stað og það er líklega hér. Og það þrátt fyrir að heilbrigðiskerfið hafi ekki haft undan. Mjög ánægjulegar tölur ef þær eru nokkurn veginn á réttu róli. Fjarri því 2-4% hlutfalli sem talað var um í upphafi.

Þorsteinn Siglaugsson, 24.4.2020 kl. 19:26

2 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Sæll Tómas,

Það er mjög erfitt að nota tölur héðan frá Bandaríkjunum vegna þess hversu fáir hafa farið í prófun.  Hér hafa rétt tæpar 5 milljónir verið prófaðar, en miðað við svipað hlutfall og á Íslandi samsvarar það eitthvað í kringum 50 milljónum hér.  Þannig að prófanir hér eru aðeins um 10% af því sem þær hafa verið á Íslandi.  Án ítarlegra prófana, er lítið hægt að vita um útbreiðluna.  Sama er að segja um dauðsföll, en víðast eru eingöngu taldir þeir sjúklingar sem deyja á sjúkrahúsum eða vistheimilum.  Það er ekki vitað nóg um þá sem deyja heima hjá sér eða á stofnunum utan þeirra sem teknar eru með í opinberum tölum. 

Staðfest dauðfsöll í New York voru 10746 í gær, Föstudag og dauðsföll sem eru líklega vegna COVID-19 voru talin 5102.  Samanlagt tæplega 16 þúsund.  Skráð dauðsföll í Bandaríkjunum eru rúm 52 þúsund, og má leiða líkum að því að sú tala sé nær 75-80 þúsund.  En þessar tölur eru álíka áreiðanlegar og frá Kína, svo ekki sé meira sagt.  Án miklu meiri prófana og mótefnamælinga eru þetta lítið meira en ágiskanir.  

Kveðja

Arnór Baldvinsson, 25.4.2020 kl. 07:37

3 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Prófanirnar segja hvergi alla söguna um hversu margir hafa smitast. Sé slembiúrtak prófað gefur það vísbendingu um hversu margir eru smitaðir á hverjum tíma. En smitið endist aðeins í ákveðinn tíma. Aðeins mótefnamæling getur sýnt hversu margir hafa smitast.

Þorsteinn Siglaugsson, 25.4.2020 kl. 09:21

4 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Þorsteinn, þakka þér fyrir þetta. Ég er sammála því að þetta eru athyglisverðar niðurstöður, en svo er það hversu þeir í verslunum séu "gott úrtak"?

Það er líka athyglisvert hvað smittíðnin virðist minnka frá borginni yfir í "strjálbýlið".  Fer niður fyrir 4%.

@Arnór, þakka þér fyrir þetta. Tölur eru almennt ekki ennþá fallnar til þess að draga stórar ályktanir af.

Margar þjóðir eru með  færri "skimaða" en Bandaríkin, t.d Finnland og  Svíþjóð.  Það er mikið deilt um aðferðina í Svíþjóð.  En Finnland er að koma þokkalega undan sjúkdómnum, svona hingað til.  Enn er alltof snemmt að fullyrða.

Ísland er svo nokkurn veginn sér á parti í skimunum og má að stórum hluta þakka Íslenskri erfðagreiningu fyrir það.

Ég er alveg sammála því að það það er ekki hægt að fullyrða eitt né neitt á þessum tímapunkti, vangaveltur eru rétta orðið yfir það sem á sér stað nú.

Línuritið er fengið frá: https://ourworldindata.org/grapher/full-list-cumulative-total-tests-per-thousand?time=2020-02-24..&country=CAN+DNK+FIN+DEU+ISL+ITA+KOR+SWE+USA

Það er hægt að "leika" sér með það, bæta inn og taka út lönd. En alltaf rétt að hafa í huga að ekkert línurit er betra en tölurnar sem settar eru inn.

En það er reyndar mjög algengt að dánartölur í faröldrum lækki þegar farið er að meta gögn þegar þeir eru yfirstaðnir, en það er ekkert gefið í þeim efnum.

En það verður fróðlegt að sjá þegar mótefnamælingar ná til meiri fjölda.

G. Tómas Gunnarsson, 25.4.2020 kl. 10:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband