Bloggfærslur mánaðarins, september 2015

Trúarbrögð, kynhneigð og hjónabönd

Nú er all nokkuð rætt um hvort að trúarsöfnuðir eigi að komast upp með að neita samkynhneigðum einstaklingum um hjónavígslur.

Eðlilega kemur þar við sögu bann við mismunun, einstaklingsfrelsi og trúfrelsi og svo ríkisvaldið sem á að standa vörðu um öll þessi réttindi.

Persónulega tel ég að flestir hafi sitthvað til síns máls í þessum deilum og að boð, bönn og réttindi skarist með þeim hætti að ekki sé einfalt að pússla saman svo að öllum líki.

Ef einstaklingur hefur þá trúarsannfæringu að hjónabönd samkynhneigðra séu ekki framkvæmanleg í guðs nafni, þá er erfitt að neyða hann til að ganga gegn trú sinni.

Að sama skapi tek ég undir kröfu samkynhneigðra um að fá að gifta sig, rétt eins og aðrir einstaklingar.

En það að eiga rétt á ákveðinni þjónustu, gerir í mínum huga ekki það að verkum að ég eigi rétt á því að hver sem ég kýs þjónusti mig.

Persónulega þykir mér þó öðruvísi horfa við ef þjónustan er veitt af ríkinu, eða aðila sem það styrkir eða hefur fengið til að annast ákveðna þjónustu.

Þar finnst mér tvímælalaust að engin mismunun geti átt sér stað, eða verið umborin.

Hið opinbera er kostað af öllum og á að þjónusta alla.

Þannig þætti mér eðlilegt að fjárhagsleg aðstoð frá ríkinu sé skilyrt og þeir trúarsöfnuðir sem hana þiggja gangist undir að engin mismunun eigi sér stað hvað varðar réttindi mismunandi einstaklinga.

Þeir trúarsöfnuðum sem ekki þiggja opinbera aðstoð væri eftir sem áður heimilt til að fylgja trúarsannfæringu sinni, í skjóli laga um trúfrelsi.

Ég tek það fram að ég lít á svokölluð "sóknargjöld" sem ríkisaðstoð til trúfélaga, endu eru þau greidd hvort sem safnaðarmeðlimur hefur greitt slíkt gjald til ríkisins. Þau eru því í raun ríkisaðstoð, en ekki félagsgjald.

Auðvitað mætti einnig velta fyrir sér frönsku leiðinni, þar sem hið opinbera hefur eitt leyfi til að framkvæma hjónavígslur. Hjónin geta svo sjálf ákveðið hvort þau vilja trúarbragðablessun, eða ei, en það kemur í raun hjónavígslunni ekkert við.

Persónulega þætti mér það slíkt þó afturför.

Það getur verið snúið þegar núningur er á milli laga um réttindi og svo aftur trúfrelsis. En ríkisstarfsmenn verða að sinna og þjóna öllum. Sömuleiðis tel ég að ríkið eigi ekki að styrkja söfnuði sem velja mismunun.

Það er rétt að hafa í huga að ef prestur á rétt á því að neita að gefa saman tvo einstaklinga, vegna trúarsannfæringar sinnar, ætti þá ekki hið sama að gilda um starfsmann fógeta, sem einnig framkvæmir hjónavígslur?


Er betra að einkavæða eða aumingjavæða?

Það hefur verið nokkur hiti í borgarstjórn Reykjavíkur undanfarna viku, vegna umdeilds sniðgönguáls gagnvart Ísrael, sem meirihlutinn lagði fram og samþykkti og vildi síðan draga til baka, sem hann og gerði.

Það er því ekki nema von að borgarstjóri, Dagur B., hafi gripið það feginshendi þegar borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins talaði um að þörf væri á einkavæðingu í félagsþjónustunni.

Þar sá hann möguleika á því að leiða umræðuna frá "viðskiptabannsklúðrinu".

En hann gleymdi því auðvitað að sami (fyrrverandi) borgarfulltrúi og lagði fram tilöguna um "viðskiptabannsklúðrið", hafði nýlega í blaðaviðtali gefið félagsþjónustunni á vegum Reykjavíkurborgar algera falleinkunn og talað um að þar færi fram aumingjavæðing, þó að hún reyndar notaði kurteislegra orðalag og talaði um veikleikavæðingu.

Ég gat ekki betur skilið en að sú aumingjavæðing væri ein af meginástæðum þess að hún hefði ákveðið að yfirgefa borgarmálefnin, hún hefði verið í forsvari fyrir þeim málefnum og ekki haft erindi sem erfiði.

En auðvitað er slík aumingjavæðing í réttu framhaldi af loforði Besta flokksins, "allskonar fyrir aumingja", sem Dagur B. féllst á að framfylgja eftir að hafa horft a "Wired" og myndaði með Besta flokknum meirihluta.

Það getur varla heldur verið í andstöðu við Bjarta framtíð, sem gaf sig út fyrir að vera arftaka Besta flokksins í borgarstjórn.

Boðun einkavæðingar kanna að vera nokkur atkvæðafæla fyrir borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, og aumingjavæðing að sama skapi skapað atkvæði fyrir meirihluta Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Pírata og Vinstri grænna.

En valið er auðvitað borgarbúa.

Hvert finnst þeim rétt að stefna, eða er til hin "þriðja leið"?

Er rétt að vona að enn sé hægt að finna leið til að láta aumingjavæðinguna virka, eða þurfa borgarfulltrúa að vera að láta af störfum til þess að sjá að svo sé ekki?

Svörin fást líklega ekki fyrr en í næstu borgarstjórnarkosningum, en mér þætti skrýtið ef þetta verður ekki eitt af stóru deilumálunum þá.


Víðtæk áhrif Volkswagen hneykslisins

Volkswagen díselhneykslið vindur á meira upp á sig, og í raun er engin leið að segja um hversu víðtæk áhrif það á eftir að hafa.

Hætta er á því að Volkswagen fari hreinlega á höfuðið. Séu 11 milljónir bíla með ólöglegan hugbúnað (sumir vilja meina að talan geti orðið hærri, því bensínbílar geti sömuleiðis verið undir), getur kostnaður við innköllun þeirra og hugsanlegra skaðabóta og sekta riðið fyrirtækinu að fullu.

Það verður einnig að teljast líklegt að dragi úr sölu hjá fyrirtækinu á komandi misserum sem aftur setur verðþrýsting niður á við á bíla þess.

Hvort að núverandi hluthafar séu tilbúnir til að koma með aukið hlutafé, ef illa fer á svo eftir að koma í ljós.

Þessi skandall mun án efa hafa gríðarleg áhrif á framtíð dísilbíla, þó ef til vill sé full sterkt til orða tekið að þeir muni mæta endalokum sínum.

En það er nokkuð ljóst að díselbílar munu eiga undir högg að sækja á næstunni og um leið er þetta áfall fyrir Evrópusambandið sem hefur lagt mikla áherslu á fjölgun díselbíla (sem ýmsir vilja þó meina að hafi aðallega verið leið til að styrkja stöðu Evrópskra bílaframleiðenda).

Sú stefna var þegar orðin umdeild vegna mengunar frá díselbílum og þessi skandall mun þyngja kröfuna um fækkun og jafnvel bann díselbíla.

Staða þýsku ríkisstjórnarinnar veikist við þennan stóra skandal. Hún liggur undir áburði um að hafa vitað af svindli Volkswagen (sem hún hefur þó neitað staðfastlega) og svo er líklegt að áhrifin á þýskan efnahag verði neikvæð. Margir spá að þetta verði þess valdandi að hagvöxtur verði minni en vonast hefur verið eftir.

Það verður sömuleiðis fróðlegt að fylgjast með hvernig tekið verður á málinu innan Evrópusambandsins. Það er ljóst að stór bílaframleiðslulönd eins og Frakkland, Ítalía og Bretland, væri það ekki um of á móti skapi að koma höggi á þýskan bílaiðnað.

Loks verður ekki hjá því komist að nefna að hneyksli af þessari stærðargráðu mun hafa neikvæð áhrif á stórfyrirtæki sem heild.

Háværar kröfur um aukið eftirlit munu hljóma og erfitt að segja að þær eigi ekki rétt á sér undir kringumstæðum sem þessum.

Efasemdir og getgátur um álíka vinnubrögð hjá öðrum fyrirtækjum mun án efa verða algeng.

Jafnframt er það ákveðinn áfellisdómur yfir starfsemi eftirlitsaðila, að slík undanbrögð skuli hafa viðgengist þetta lengi, og hlýtur að kalla eftir endurskipulagningu á vinnubrögðum þeirra.

Því þetta risastóra svind, sýnir að það er langt í frá nóg að setja strangar reglur og eftirlit, ef það virkar ekki, nema eins og "snuð" fyrir almenning.

Það er líklegt að "eftirskjálftar" þessa hneykslis eigi eftir að verða all nokkrir og finnast um nokkuð langa hríð.

 

 

 


mbl.is Boða endalok dísilbílsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aðvörun til íslenskra kjósenda

Á undanförnum misserum hefur oft mátt lesa þá skoðun hér og þar að samstarf flokkanna fjögurra, Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Pírata og Vinstri grænna ætti að vera fyrirmynd að frekara samstarfi flokkanna, ekki síst á landsvísu.

Jafnvel hefur verið rætt um bandalag eða þá náið samstarf.

Framganga borgarstjórnarmeirihlutans undanfarna daga og svo þessi tillaga Birgittu Jónsdóttur, er eins og aðvörun til íslenskra kjósenda um hverju megi eiga von á, ef þessir fjórir flokkar taka yfir stjórn landsins.

Þannig gæti hugmyndafræði "villta vinstursins" hæglega tekið yfir utanríkisstefnu Íslands og bakað íslendingum ómælt tjón með illa undirbúnum og flausturslegum samþykktum eins og gerðist hjá meirihlutanum í Reykjavík.

Eftirlitsnefndir sem úrskurðuðu hvort að einstak vörur innihéldu íhluti frá Kína kæmi líklega til sögunnar, upprunvottorðs yrði krafist fyrir bensín og olíur (það er býsna mörg olíuríkin sem hafa ekki gott "vottorð" í mannréttindamálum), og svona mætti lengi áfram telja.

Það er ekki auðvelt, hvorki fyrir einstaklinga eða þjóðir að vera "political correct".

En íslenska þjóðin getur ekki sagt að hún hafi ekki verið vöruð við.

Meirihluti Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Pírata og Vinstri grænna í borgarstórn Reykjavíkur sá um það - ásamt Birgittu Jónsdóttur.

 

 


mbl.is Vill sniðganga vörur frá Kína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mock a(nd) German

Stundum er raunveruleikinn ótrúlegri en flestur skáldskapur. Þannig má segja að "stóra Volkswagen díselshneykslið" sé eins og klippt út úr frekar slæmri B-mynd um illa innrætta kapítalista sem einskis svífast í leit sinni að hagnaði og skiptir engu þó að þúsundir einstaklinga láti lífið vegna loftmengunar.

En ef að góðu gæjarnir sem berðust gegn "þýsku illmennunum" hétu Mock og German, þætti líklega mörgum það frekar "korny".

En slíkt mun þau vera raunveruleikinn, það er engin kvikmynd, en þeir sem komust á snoðir um svindl þýska bílarisans, heita Peter Mock og John German.

Tilgangur þeirra var reyndar ekki að fletta ofan af einum eða neinum, heldur að sýna farm á hvað díselbílar væru góðir fyrir umhverfið.

Niðurstaðan varð önnur og er sú saga enn að skrifast.

 

 

 

 


Ríki Evrópusambandsins eru ekki fullvalda ríki

Á undanförnum árum hefur oft verið deilt um hvort að ríki Evrópusambandsins séu frjáls og fullvalda ríki eður ei.

Sitt hefur sýnst hverjum í þessu eins og mörgu öðru.

Oft hefur heyrst sú röksemd að fullveldinu sé deilt, sem er reyndar verulega umdeilanleg skýring, enda fullveldi þess eðlis, að því verður í raun ekki deilt með öðrum.

En einn stærsti vandi "Sambandsins" þessi misseri er tvímælalaust flóttamannavandinn og sú staðreynd að "Sambandið" hefur ekki getað varið landamæri sín og Schengen samkomulagið hefur riðað til falls.

Samkvæmt frétt BBC hefur Evrópusambandið nú ákveðið að sniðganga (er það ekki tískuorðið í dag) fullveldi aðildarríkja sinna og flytja flóttamenn til ríkja "Sambandsins", hvort sem þau eru samþykk því eður ei.

Hver sem skoðun okkar er á flóttamannavandanum er, liggur í mínum huga enginn vafi á því að fullveldi ríkja Evrópusambandsins er ekki til staðar.

Enn en fullyrðing "Sambandssinna" er afhjúpuð í fjölmiðlum sem ósönn, í raun er rétt að kalla hana lygi.

 


Er ástæða til þess að börn kjósi?

Sambærileg tillaga hefur skotið upp kollinum nokkrum sinnum í það minnsta frá árinu 2007 (ég mann ekki hvort að svo hafi verið fyrr).

Ég hef bloggað um málið hérhér og hér.

Mín skoðun á þessu máli hefur ekki breyst. Þó að finna megi ýmislegt sem mælir með kosningarétti fyrir 16 ára, vegur það þyngra í mínum huga að ekki er um að ræða sjálfráða einstaklinga.

Væri sjálfræðisaldur lækkaður samhliða væri kominn annar umræðugrundvöllur.

P.S. Í tillögunni frá 2007 (sem var eingöngu lögð fram af þingmönnum Vinstri grænna) var Kúba nefnd þar sem fyrirmynd.

Persónulega get ég ekki talið Kúbu til fyrirmynda á kosninga eða lýðræðissviðinu, en það fer vissulega eftir sjónarhólnum eins og svo margt annað.


mbl.is Kosningaaldur lækki í 16 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Borgarstjórnarmeirihlutinn hefur skaðað sjálfan sig, borgarbúa og íslendinga alla

Sá þessa frétt á vef RUV, þar segir Dagur borgarstjóri að "stóra sniðgöngumálið" hafi skaðað meirihlutann.

Það ætti að sjálfsögðu að vera aftarlega í huga hans, þó að vissulega sé það rétt. Hið alvarlega er hvað málið hefur skaðað borgarbúa og íslendinga alla.

Það er nokkuð sem ætti að koma fyrst upp í huga Dags og nokkuð sem hann ætti að biðjast afsökunar á.

Enn fremur segir í fréttinni:  "Dagur var jafnframt inntur eftir því hvort það væri hefð fyrir því að borgarfulltrúar geti lagt fram „einhvers konar gælumál þegar þeir eru að fara út úr borgarstjórn og fengið þau samþykkt“. Dagur segir að það sé í raun ekki hefð heldur hafi komið nokkrum sinnum upp á allra síðustu árum þegar borgarfulltrúar hafi hætt á miðju kjörtímabili. Þannig hafi Árni Þór Sigurðsson lagt til að gerð yrði hjólreiðaáætlun fyrir Reykjavík. „Þetta er bara einn af lærdómum þessa. Það má ekki vera þannig að fólk, af því að það sé að hætta í borgarstjórn, geti lagt fyrir eitthvað án þess að það sé skoðað nægilega vel, að sjálfsögðu ekki,“ segir Dagur og viðurkennir að hafi þetta verið hefð þá sé hún ekki sniðug og verði aflögð."

Það er með eindæmum að gefa það í skyn, að það eitt að einn borgarfulltrúi skuli vera að hætta verði þess valdandi að "slökt" sé á skynseminni og mál séu samþykkt án þess að vera skoðuð, svona sem "kveðjugjöf".

Fátt lýsir betur vanhæfni meirihluta borgarstjórnar, en slíkar frásagnir, nema ef skyldi vera afsakanir borgarstjóra í þá átt að tillagan hafi verið illa orðuð og ekki verið eins og "meiningin" væri.

Þýðir það að borgarstjórnarmeirihlutanum er ekki einu sinni treystandi fyrir því að koma hugsunum sínum á blað og í tilöguform þannig að þær skiljist?

Allt ferlið í kringum þetta vandræðamál er meirihluta Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Pírata og Vinstri grænna til stórrar skammar.

Það eina rétta í stöðunni nú er að draga tillögunna skilyrðislaust til baka (eða öllu heldur afnema viðskiptabannið eða sniðgönguna), án þess að leggja fram nýja.

Dagur ýjar að í frétt RUV og er aðeins hægt að vona að sú verði raunin.

Meirihlutinn ætti frekar að einhenda sér í að rétta við fjárhag borgarinnar, þar er sannarlega verk að vinna.

P.S. Ég velti því fyrir mér þegar borgarstjóri segist ætla að draga tillögu Bjarkar Vilhelmsdóttur til baka, hvort að það sé yfirleitt mögulegt, eins og mál standa nú.

Varla getur nokkur dregið tillögu Bjarkar til baka, nema hún sjálf, og það getur hún líklega ekki, þar sem hún á ekki sæti í borgarstjórn lengur, ef ég hef skilið rétt.

Líklega er það eina rökrétta (löglegar rétt, það er betra að hafa það á hreinu) sem borgarstjórnarmeirihlutinn getur gert nú, að samþykkja að fella niður bann á viðskiptum við Ísrael, því bannið hlýtur að vera í gildi nú, eða hvað?

En ég er vissulega ekki sérfræðingur í sveitastjórnarlögum, en hefði gaman (og gagn) af því hvaða skoðun lesendur þessa hafa á þessu.

 


Lega Íslands hefur ekki breyst

Þegar Bandaríkjamenn ákváðu að ekki væri þörf fyrir varnarlið í Keflavík var sú skoðun ríkjandi að friður ríkti í Evrópu og fátt ef nokkuð benti til þess að á því yrði breyting um fyrirsjáanlega framtíð.

Nú er það mat breytt.

Nú horfir ófriðlegar í Evrópu en um langa hríð.

Rússland hefur breytt landamærum sínum með vopnavaldi, og stendur í hernaði í nágrannaríki.

Nágrannaríki þeirra þola sívaxandi ögranir og eru flest að auka viðbúnað sinn. Þjóðir eins og Svíar vilja efla her sinn og Finnar velta því fyrir sér jarðsprengjubeltum á landamærum sínum.

Það sem hefur ekki breyst er lega Íslands og sú staðreynd að varnir NATO ríkja byggja í ríkum mæli á því að flytja herafla og vopn yfir N-Atlantshaf.

Hafsvæðið á milli Grænland, Íslands og Noregs hefur ekki misst neitt af hernaðarlegu mikilvægi sínu.

Það þarf því engum að koma á óvart að uppi séu vangaveltur um staðsetningu varnarliðs á Keflavíkurflugvelli.

Slíkt er undir slíkum kringumstæðum sem nú eru, fagnaðarefni.

 

 


mbl.is Staðsetning Íslands mikilvæg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einn her til viðbótar, eða?

Það er flest sem mælir með því að samvinna sé aukin á meðal herja Evrópusambandsins. En hvort að þeim þyki svo duga að hafa einn her er allt annað mál.

Það verður líklega seint sem að lönd "Sambandsins" geta komið sér saman um einn her, til þess eru þau og hagsmunir þeirra of mismunandi.

Þau lönd sem munu hvað síst vilja gefa her sinn upp á bátinn, eru t.d. Bretland og Frakkland, því þau myndu ekki geta veriðð án þess að hafa her til "umráða".

Bretland myndi t.d. seint geta sætt sig við að þurfa að fara einhverja bónleið til að senda "Evrópusambandsher", til þess að gæta hagsmuni sinna á Falklandseyjum.

Svipað gildir um Frakkland, þó að hagsmunirnar séu annarsstaðar.

Stærsta spurningin væri svo hver eða hverjir væru yfir hernum?

Þangað til "Sambandsstórríkið" verður til, verður varla gerlegt að koma á einum her.

En samvinna væri vissulega til bóta.

 

 

 


mbl.is Cameron styðji Evrópuher
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband