Er ástæða til þess að börn kjósi?

Sambærileg tillaga hefur skotið upp kollinum nokkrum sinnum í það minnsta frá árinu 2007 (ég mann ekki hvort að svo hafi verið fyrr).

Ég hef bloggað um málið hérhér og hér.

Mín skoðun á þessu máli hefur ekki breyst. Þó að finna megi ýmislegt sem mælir með kosningarétti fyrir 16 ára, vegur það þyngra í mínum huga að ekki er um að ræða sjálfráða einstaklinga.

Væri sjálfræðisaldur lækkaður samhliða væri kominn annar umræðugrundvöllur.

P.S. Í tillögunni frá 2007 (sem var eingöngu lögð fram af þingmönnum Vinstri grænna) var Kúba nefnd þar sem fyrirmynd.

Persónulega get ég ekki talið Kúbu til fyrirmynda á kosninga eða lýðræðissviðinu, en það fer vissulega eftir sjónarhólnum eins og svo margt annað.


mbl.is Kosningaaldur lækki í 16 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er þetta ekki eina leiðin fyrir vinstri flokkana að auka fylgi sitt, fá fleiri með rökhugsun barna til að kjósa?

Klettur (IP-tala skráð) 22.9.2015 kl. 11:48

2 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Átakanlegt hve oft er komið fram með tillögur í hérlendri pólitík, sem eru svo illa ígrundaðar, að þær kolfalla um sjálfar sig. Vita tillögumenn og konur ekki að átján ára verður hver sjálfráða hér á landi? Nokkuð sem allir eiga að vita, sem komnir eru til vits og ára. Flumbrugangurinn og populismatilburðirnir virðast engin takmörk hafa. 

Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 22.9.2015 kl. 13:55

3 identicon

Hefur ekkert með að efla áhuga á kosningum. Við vitum að unga kynslóðin er meira vinstri-þenkjandi, þannig að þetta er eini möguleikin fyrir þetta vinstra-samfó lið til að ná sér í atkvæði áður en þau þurkast út.

Sigurður K Hjaltested (IP-tala skráð) 22.9.2015 kl. 16:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband