Mock a(nd) German

Stundum er raunveruleikinn ótrúlegri en flestur skáldskapur. Þannig má segja að "stóra Volkswagen díselshneykslið" sé eins og klippt út úr frekar slæmri B-mynd um illa innrætta kapítalista sem einskis svífast í leit sinni að hagnaði og skiptir engu þó að þúsundir einstaklinga láti lífið vegna loftmengunar.

En ef að góðu gæjarnir sem berðust gegn "þýsku illmennunum" hétu Mock og German, þætti líklega mörgum það frekar "korny".

En slíkt mun þau vera raunveruleikinn, það er engin kvikmynd, en þeir sem komust á snoðir um svindl þýska bílarisans, heita Peter Mock og John German.

Tilgangur þeirra var reyndar ekki að fletta ofan af einum eða neinum, heldur að sýna farm á hvað díselbílar væru góðir fyrir umhverfið.

Niðurstaðan varð önnur og er sú saga enn að skrifast.

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband