Einn her til viðbótar, eða?

Það er flest sem mælir með því að samvinna sé aukin á meðal herja Evrópusambandsins. En hvort að þeim þyki svo duga að hafa einn her er allt annað mál.

Það verður líklega seint sem að lönd "Sambandsins" geta komið sér saman um einn her, til þess eru þau og hagsmunir þeirra of mismunandi.

Þau lönd sem munu hvað síst vilja gefa her sinn upp á bátinn, eru t.d. Bretland og Frakkland, því þau myndu ekki geta veriðð án þess að hafa her til "umráða".

Bretland myndi t.d. seint geta sætt sig við að þurfa að fara einhverja bónleið til að senda "Evrópusambandsher", til þess að gæta hagsmuni sinna á Falklandseyjum.

Svipað gildir um Frakkland, þó að hagsmunirnar séu annarsstaðar.

Stærsta spurningin væri svo hver eða hverjir væru yfir hernum?

Þangað til "Sambandsstórríkið" verður til, verður varla gerlegt að koma á einum her.

En samvinna væri vissulega til bóta.

 

 

 


mbl.is Cameron styðji Evrópuher
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband