Ósjálfráða kjósendur?

Ég get ekki sagt að ég sé harður á móti því að lækka kosningaaldur. Öllu jöfnu held ég að sé fyllsta ástæða til að treysta ungu fólki og held að það sé jafnfært um að taka skynsamlegar ákvarðanir og þeir sem eldri eru.

En ég get ekki sagt að heldur að ég sé í raun fylgjandi því að lækka kosningaaldur í 16 ár.

Það sem mér finnst mæla hvað sterkast á móti slíkri lækkun, er að það gengur í raun gegn því sem stjórnmálamenn hafa verið að bardúsa á undanförnum árum og á ég þá fyrst og fremst við hækkun sjálfræðisaldurs og þá framlengingu á "barndómnum" sem þá varð.

Mér finnst ekki óeðlilegt að kosningaaldur og sjálfræði haldist í hendur.

Hvort að vilji væri til að endurskoða ýmis "aldursmörk" er svo annar handleggur.  Sjálfum þætti mér t.d. ekkert óeðlilegt að sjálfræðisaldur væri færður til baka og yrði við 16 ár.  Sjálfsagt eru ýmis önnur "aldursmörk" sem má velta fyir sér hvort að ástæða sé til að breyta.

En sé allt annað óbreytt, get ég ekki séð skynsamleg rök fyrir því að lækka kosningaaldur.

 


mbl.is Vill lækka kosningaaldur í 16 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband