Ríki Evrópusambandsins eru ekki fullvalda ríki

Á undanförnum árum hefur oft verið deilt um hvort að ríki Evrópusambandsins séu frjáls og fullvalda ríki eður ei.

Sitt hefur sýnst hverjum í þessu eins og mörgu öðru.

Oft hefur heyrst sú röksemd að fullveldinu sé deilt, sem er reyndar verulega umdeilanleg skýring, enda fullveldi þess eðlis, að því verður í raun ekki deilt með öðrum.

En einn stærsti vandi "Sambandsins" þessi misseri er tvímælalaust flóttamannavandinn og sú staðreynd að "Sambandið" hefur ekki getað varið landamæri sín og Schengen samkomulagið hefur riðað til falls.

Samkvæmt frétt BBC hefur Evrópusambandið nú ákveðið að sniðganga (er það ekki tískuorðið í dag) fullveldi aðildarríkja sinna og flytja flóttamenn til ríkja "Sambandsins", hvort sem þau eru samþykk því eður ei.

Hver sem skoðun okkar er á flóttamannavandanum er, liggur í mínum huga enginn vafi á því að fullveldi ríkja Evrópusambandsins er ekki til staðar.

Enn en fullyrðing "Sambandssinna" er afhjúpuð í fjölmiðlum sem ósönn, í raun er rétt að kalla hana lygi.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, kúguð ríki undir járnhæl Brussel. Eftir að hafa samþykkt öll að láta meirihlutaatkvæði gilda en hafa samt sjálfvald um hvort þau fari eftir því er augljóst að þetta eru ekki fullvalda ríki. Ríki er ekki fullvalda nema það ráði hvað hinir gera, samkvæmt Íslensku skilgreiningunni.

Gústi (IP-tala skráð) 22.9.2015 kl. 17:29

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Gústi Þakka þér fyrir þetta. Það er í sjálfu sér ekkert að því að samþykkja að fara eftir því sem meirihlutinn ákveður.

En þá er viðkomandi ríki ekki fullvalda.

Það kann ekki að vera mikilvægt í hugum allra, og ekkert að því heldur.

En það er mikilvægt að ræða hlutina eins og þeir eru, um það ættu flestir, ef ekki allir að geta sammælst.

G. Tómas Gunnarsson, 22.9.2015 kl. 17:37

3 identicon

Skv skilgreiningu þinni eru fá ríki fullvalda í heiminum. Norður-Kórea myndi uppfylla skilyrðin.

Flest ríki, einkum þeim sem gengur vel, taka þátt í ýmis konar samstarfi við önnur ríki eins og hernaðarbandalögum, viðskiptasamböndum ofl sem sæta sífelldri þróun. Reyndar geta ríkin sagt sig úr slíku samstarfi, ef þau ná ekki sinu fram, en það geta einnig ESB-ríkin.

Með ESB-aðild eru fullvalda ríki að notfæra sér fullveldið sér til hagsbóta. Þannig eru þau að færa fullveldið yfir á hærra stig. Fyrir utan að fá notið kosta samvinnu við aðrar þjóðir fá þær hlutdeild í fullveldi þeirra.

"Fullvalda ríki" skv skilningi þínum, er eins og Bjartur í Sumarhúsum. "Fullveldið" ætlaði hann lifandi að drepa.

Allt tal um fullveldisafsal í sambandi við ESB er ekkert annað en merkingarlaust bull þeirra sem skortir rök. Horfi ég þá alveg framhjá því að öfugt við ESB-aðild felst í EES-samstarfinu raunverulegt fullveldisafsal þeirra þjóða sem eru ekki í ESB. 

Ásmundur (IP-tala skráð) 22.9.2015 kl. 17:59

4 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Aðildarríki Evrópusambandsins eru fullvalda og sjálfstæð ríki, eins og krafa er gerð um svo að þau geti orðið aðildar að Evrópusambandinu til að byrja með.

Aðildarríki Evrópusambandsins geta hvenær sem er dregið sig úr Evrópusambandinu án þess að önnur aðildarríki geti stoppað slíkt. Fullyrðing þín (G. Tómas Gunnarsson) er því röng, efnislega og hugmyndafræðilega.

Aðildarríki Evrópusambandsins halda einnig fullveldinu við inngöngu í Evrópusambandið, þó svo að því sé deilt með öðrum ríkjum. Þetta fyrirkomulag hefur gert Evrópusambandið mikilvægara en Bandaríkin í efnahagslegu tilliti.

Jón Frímann Jónsson, 22.9.2015 kl. 18:14

5 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Aðild að ESB er sama sem fullveldisframsal. Þótt það sé kannski hægt að hætta í ESB og öðlast fullveldið aftur, þá afsalar land sér mjög verulegum hluta af fullveldinu á meðan það er innan ESB. Verulegum hluta sem n.b. fer vaxandi miðað við þróunina hingað til. Þannig að þau eru ekki fullvalda. Það þýðir ekki endilega sama og að þau séu kúguð undir Brussell, þótt það megi alveg orða það þannig - það er kannski nær að segja að þau séu eins og límd saman. Þannig að sterkustu löndin ráða ferðinni, hin fylgja.

Vésteinn Valgarðsson, 22.9.2015 kl. 20:53

6 identicon

Í ráðherraráði ESB er gerð krafa um að minnst 55% ríkja styðji mál til að það nái fram að ganga. Auk þess er krafist aukins meirihluta atkvæða. Stærstu ríkin geta því aldrei ráðið ferðinni gegn vilja annarra ríkja.

Á Evrópuþinginu fá minni ríkin tiltölulega fleiri þingmenn en hin stærri. Þannig mundi Ísland fá sex þingmenn. Til samanburðar fá Danir þrettán eða aðeins rúmlega tvöfalt fleiri en við þó að þeir séu 17-18 sinnum fleiri.

Þannig er séð fyrir því að stærstu ríkin geti ekki ein ráðið ferðinni, jafnvel ekki mörg saman. Minnstu ríkin geta haft mikil áhrif ef þau bera gæfu til að velja áhrifamikla fulltrúa. Forseti framkvæmdastjórnar ESB kemur td frá næstfámennasta ríkinu eins og staðan er núna.

Öll mál ESB þurfa samþykki ráðherraráðsins og flest einnig Evrópuþingsins. Í ráðherraráðinu eru flest mál samþykkt einróma. Hvernig tekst til við val á fulltrúum skiptir því meira mæli en stærð ríkja. Áhrifamesti maður ESB gæti eins komið frá fámennasta ríkinu eins og hinu fjölmennasta.

Fámennustu ríkjunum hefur gengið mjög vel í ESB að Kýpur undanskildu vegna tengsla þess við Grikki og Rússa. Stærstu ríkjunum hefur í raun gengið verr að Þýskalandi undanskildu.   

Ásmundur (IP-tala skráð) 23.9.2015 kl. 07:49

7 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Þakka ykkur fyrir innlitið og innleggin allir saman.

Flestir hér virðast taka undir að "Sambandslöndin" haldi ekki fullveldi sínu og sjálfstæði.

Það er vel, enda nauðsynlegt að horfast í augu við staðreyndirnar.

Að sjálfsögðu eru svo skiptar skoðanir uppi um hvort að slíkt sé gott eða slæmt. Það er ósköp eðlilegt.

Það er ljóst að fullveldisafsalið hefur færst í aukanna innan Evrópusambandsins og mun enn aukast ef stefnan helst eins og nú er.

Það eru mun fleiri ríki en N-Korea sem hafa haldið fullveldi sínu, það mætti reyndar benda á að sú líking hefur ekki á sér gott orðspor á Íslandi.

Þó að ríki geri hina ýmsu samninga og myndi bandalög þá fylgja þeim ekki sama afsal og aðild að Evrópusambandinu gerir.

Sem er eðlilegt, enda ekki stefnt að myndum sambandsríkis víða annarsstaðar.

En það verður að þá stöðu eins og hún er.

Ég hygg að flestir myndu líta t.d. á Bandaríkin sem fullvalda ríki, en það sama gildir auðvitað t.d. ekki um Texas.

Ég hygg að flestir líti á Kanada sem fullvalda ríki, en það þarf ekki að ræða lengi við Quebec búa til að komast að því hvað þeim finnst um eigið ríki.

G. Tómas Gunnarsson, 23.9.2015 kl. 09:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband